Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 34
DAGBÓK
34 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Tjaldur, Kristrún og
Ottó N. Þorláksson
koma í dag.
Mánafoss og Silvía fara
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Barði, Þór, Rán og
Arnar koma í kvöld.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 13-
16.30 opin smíða- og
handavinnustofan.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
16 hárgreiðsla, kl. 8.30-
12.30 bað, kl. 9-16
handavinna, kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 13-16
spilað í sal. Spilavist kl:
13.30.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18-20. Kl. 9 bað,
og opin handa-
vinnustofa.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8-16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9-12
applikering, kl. 10-13
opin verslunin. Bingó.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9-12
bað, kl. 9-16.30 opin
vinnustofa, myndlist,
gifs ofl., kl. 9.30 göngu-
hópurinn Gönuhlaup
leggur af stað, kaffi eft-
ir gönguna.
Korpúlfar Grafarvogi,
samtök eldri borgara.
Vatnsleikfimi er í Graf-
arvogslaug á föstudög-
um kl. 14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10-12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 „opið
hús“ spilað á spil.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Biljard
13.30 og brids kl 13,
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli kl 14-16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. S. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf, kl. 9-16.30
vinnustofur opnar, fjöl-
breytt dagskrá,
kóræfing fellur niður,
spilasalur opinn frá há-
degi. S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm og silf-
ursmíði, kl. 13 bók-
band.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9-17,
heitt á könnunni.
Hvassaleiti 58-60. Hár-
snyrting, fótaaðgerðir.
Hraunbær 105. Kl. 9
bað, handavinna, út-
skurður, fótaaðgerð og
hárgreiðsla, kl. 11
spurt og spjallað.
Norðurbrún 1. Kl. 9-13
tréskurður, kl. 9-17,
hárgreiðsla, kl. 10-11
boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9-16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15-14.30
handavinna, kl. 10-11
kántrý dans, kl. 11-12
stepp, kl. 13.30-14.30
sungið við flygilinn, kl.
14.30-16 dansað í að-
alsal.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. leikfimi og
10 fótaðgerð, kl. 12.30
leirmótun, kl. 13.30
bingó.
Vopnfirðingafélagið.
Hinn árlegi kaffidagur
verður haldinn sunnu-
daginn 1. júní kl.15 í
Félags- og þjónustu-
miðstöðinni Afla-
granda 40. Fé-
lagsmenn eru hvattir
til að fjölmenna og taka
með sér gesti. Tekið
verður á móti kaffi-
brauði frá kl. 13. Aðal-
fundur félagsins verð-
ur haldinn sama dag og
kl. 13.30
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag einhleypra.
Fundur á morgun kl.
21 í Konnakoti, Hverf-
isgötu 105, Nýir fé-
lagar velkomnir. Munið
gönguna mánu- og
fimmtudaga.
Kvenfélag Lágafells-
sóknar. Grænn mark-
aður verður laugardag-
inn 31. maí frá kl. 13-17
til sölu verða trjá-
plöntur, fjölær blóm og
fleira. Allur ágóði renn-
ur til Hjúkrunarheim-
ilis í Mosfellsbæ. Kaffi
og vöfflur.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Penninn Bókabúð
Andrésar, Kirkjubraut
54, Akranesi, s. 431
1855 Dalbrún ehf.,
Brákarbraut 3, Borg-
arnesi, s. 437 1421
Hrannarbúðin, Hrann-
arstíg 5, Grundarfirði,
s. 438 6725 Verslunin
Heimahornið, Borg-
arbraut 1, Stykk-
ishólmi, s. 438 1110
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma.
Í dag er föstudagur 30. maí, 150.
dagur ársins 2003. Orð dagsins:
Sýnið hver öðrum bróðurkær-
leika og ástúð og verið hver yðar
fyrri til að veita öðrum virðing.
(Rómv. 12, 10.)
HULDA Þórisdóttirskrifar grein í vefrit-
ið Tíkina og færir rök
fyrir því að forsetaemb-
ættið sé óþarft.
„Embætti forseta Ís-
lands er lítið meira en
leifar gamals tíma,“ skrif-
ar Hulda. „Það var rök-
rétt skref fyrir okkur
sem nýfrjálsa þjóð að
setja á stofn forsetaemb-
ætti til að tákngera sjálf-
stæðið og eiga þar með
fulltrúa á alþjóðavett-
vangi. En síðan þá hefur
stjórnkerfið þróast og
ekki síður hefur umhverfi
alþjóðasamvinnu gjör-
breyst. Ísland hefur fyrir
löngu fest sig í sessi sem
sjálfstæð þjóð og við er-
um nú aðilar að fjölda al-
þjóðastofnana sem voru
ekki til árið 1944.“
Hulda bendir á að
ávallt þegar pólitískir
leiðtogar ríkja heimsæki
Ísland, hitti þeir og ræði
málin fyrst og fremst við
forsætisráðherra og ut-
anríkisráðherra, „þó deg-
inum ljúki gjarnan með
kurteisiskvöldverði á
Bessastöðum.“
Langalgengustu rökfyrir tilvist forseta-
embættisins eru að for-
setinn sé sameining-
artákn þjóðarinnar. Rétt
eins og reifað var hér að
ofan má vera að slíkt hafi
átt við á fyrstu árum
sjálfstæðis, en slíkt á ekki
við í dag. Þó meginþorri
þjóðarinnar hafi verið
stoltur af Vigdísi og
þeirri athygli sem hún
vakti á alþjóðavettvangi
sökum þess að hún var
fyrsta konan til að vera
lýðræðislega kjörinn for-
seti þjóðar, var það ein-
göngu bundið við hana og
útilokað að við fáum sam-
bærilega athygli út á
framtíðarforseta. Núver-
andi forseti er sérlega
fjarri því að vera samein-
ingartákn þjóðarinnar,
hann er gamall refur úr
pólitík sem margir hafa
litlar mætur á. Raunar
virðist sem forsetinn
skipti flest ungt fólk engu
máli og það hefur hvorki
vitneskju né áhuga á að
vita hvað hann tekur sér
fyrir hendur. Það er því
ekki hægt að kalla for-
seta sem er illa liðinn af
stórum hluta þjóðarinnar
og skiptir annan hluta
hennar engu máli, sam-
einingartákn. (Mikið nær
því að vera sameining-
artákn þjóðarinnar virð-
ist vera fulltrúi okkar í
söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva hverju
sinni!),“ skrifar Hulda.
Hún tekur undir þáskoðun að forseti Al-
þingis geti tekið að sér
þau störf sem forsetinn
gegnir í dag og ráðherrar
hafa ekki tök á að sinna.
„Forseti Íslands er
álíka nauðsynlegur nú-
tíma íslensku samfélagi
og ríkisreknar mjólk-
urbúðir, gjaldeyrishöft,
ríkisbankar og bjórbann.
Allt voru þetta hlutir sem
þóttu sjálfsagðir og nauð-
synlegir íslensku sam-
félagi þar til þeir höfðu
verið afnumdir – þá blasti
við hversu óþarfir og
nánast undantekn-
ingalaust fáránlegir þeir
höfðu verið,“ skrifar
Hulda.
STAKSTEINAR
Óþarft forsetaembætti
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI átti leið til Akureyrarí vikunni og eins og venjulega
dáðist hann að því hvað bærinn er
fallegur og vel hirtur. Víkverji átti
erindi í miðbæinn og var sóttur á
flugvöllinn, en þegar honum var
boðið far til baka afþakkaði hann og
ákvað að fá sér frekar göngutúr um
innbæinn, sem teygir sig frá mið-
bænum í átt að flugvellinum, með-
fram Pollinum. Innbærinn er elzti
hluti Akureyrar, byrjaði að byggj-
ast á 17. öld, og stendur á hinni eig-
inlegu Akureyri. Þarna eru ótal
gömul hús, sem undanfarna áratugi
hafa mörg hver verið gerð glæsilega
upp. Sum eru algjörar perlur og
garðarnir hreinustu unaðsreitir.
Víkverji staldraði við Aðalstræti 50,
sem fékk viðurkenningu húsvernd-
arsjóðs á dögunum. Þar hefur
greinilega verið nostrað við hverja
spýtu og Víkverji veitti því athygli
hvað húsið er vel málað.
x x x
VÍKVERJI mælir með því að þeir,sem hafa tíma og eru ekki með
mikinn farangur, taki sér þennan
göngutúr milli miðbæjar og flug-
vallar á Akureyri í stað þess að
þeysa Drottningarbrautina á bíl og
líta hvorki til hægri né vinstri.
Reykvíkingar gætu margt lært af
Akureyringum um það hvernig á að
umgangast gömul hús og umhverfi
þeirra.
x x x
NÚ STENDUR mikill vandi fyrirdyrum á Raufarhöfn eftir
fjöldauppsagnir hjá Jökli ehf. Rauf-
arhafnarbúar eiga alla samúð Vík-
verja. Hann veltir því hins vegar
fyrir sér af hverju stjórnmálamenn
detti alltaf í notkun sömu frasanna
þegar svona staða kemur upp. Í
Morgunblaðinu í gær er haft eftir
þingmönnum að nú verði að „grípa
til sértækra aðgerða í byggða-
málum“ til að bjarga Raufarhöfn. Af
hverju eru hlutirnir ekki bara kall-
aðir sínum réttu nöfnum? Þetta
þýðir það að menn vilja að skatt-
greiðendur annars staðar á landinu
borgi fyrir það að fólk geti búið
áfram á Raufarhöfn. Svo geta menn
haft sína skoðun á því hvort það sé
rétt eða rangt. En „sértækar að-
gerðir í byggðamálum“ eru ekki
mjög gagnsæ lýsing á því um hvað
menn eru í raun að tala.
x x x
ANDRI Óttarsson skrifar pistil íDeigluna, þar sem hann gagn-
rýnir að fjölmiðlar skuli hafa birt
nöfn fjögurra manna, sem grunaðir
eru um aðild að fjársvikamálinu hjá
Símanum. Niðurlag pistils Andra er
svohljóðandi: „Sem betur fer vekur
fjölmiðlafárið samt ekki bara at-
hygli á slæmri blaðamennsku. Ný-
framin afbrot vekja yfirleitt mestan
áhuga almennings og þeir fjölmiðlar
sem stóðust pressuna og birtu ekki
nöfn og myndir af fjórmenning-
unum eiga heiður skilið. Það þarf
sterkt bak til að gera það í bullandi
samkeppni á fjölmiðlamarkaði …
En sumir stóðust freistinguna og
sýndu að enn eru til ábyrgir fjöl-
miðlar hér á landi sem stunda vand-
aða blaðamennsku.“
Úr innbænum á Akureyri.
Er konan ávallt
hin seka?
NÚ NÝVERIÐ bárust
fregnir um að kona nokk-
ur, hér í nágrenni höfuð-
borgarinnar, væri sek
fundin um að stunda vændi
og hefði haft af því umtals-
verðar tekjur. Vissulega
varð ég döpur vegna þess-
arar fréttar, því flestum
finnst umrædd atvinnu-
grein afar niðurlægjandi
fyrir viðkomandi og jafnvel
fyrir kynsystur hennar í
heild. En til þess að vændi
geti þrifist þarf einhver að
kaupa.
Er ekki bannað að
kaupa vændi?
Ekki virðist konuna hafa
skort viðskiptavini ef
dæma á af þeim fjárupp-
hæðum sem nefndar voru.
Hvers vegna er ekki reynt
að hafa uppi á viðskipta-
vinum hennar? Óneitan-
lega datt mér í hug nýleg
fregn af konu í einu Araba-
landanna, sem var grýtt og
síðan dæmd til dauða,
vegna þess að hún var
þunguð, en mágur hennar
hafði ítrekað nauðgað
henni á meðan eiginmaður
hennar sat í fangelsi. Þess
vegna spyr ég: „Hverjir
semja lagabókstafinn sem
dæmt er eftir“? Á ég hér
við íslensk lög. Enn er í
gildi angi þeirra laga sem
heimiluðu karlmönnum að
drekkja ógiftum konum
sem urðu barnshafandi af
völdum karla sem tókst að
koma fram vilja sínum með
góðu eða illu. Þó að bæði
kyn komi við sögu, virðist
reynt að koma skömminni
á konuna eina.
Réttlætissinnuð
baráttukona.
Tapað/fundið
Tapað hjól
SILFURGRÁTT 26" Tig-
er-hjól var tekið fyrir utan
hús við Sveighús í Grafar-
voginum. Þeir sem hafa
séð hjólið eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma
892 5109 eða 567 6703.
Hafi einhver hjólið undir
höndum væri ráð að skila
því á lögreglustöðina í
Grafarvogi.
Tapað úr
GULLLITAÐ kvenarm-
bandsúr af gerðinni
DKNY tapaðist í eða við
Hreyfingu í Faxafeni
mánudaginn 26. maí. Finn-
andi er vinsamlegast beð-
inn um að hringja í síma
698 5603.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
ÞRÍR kettlingar fást gef-
ins, tvær læður og einn
fress. Þeir eru allir kassa-
vanir. Áhugasamir geta
hringt í síma 820 0793.
Yndislegir
högnar fást gefins
TVEIR yndislegir eins árs
gamlir högnar fást gefins.
Það er búið að gelda þá og
eru þeir mannelskir og
einstaklega ljúfir. Þeir sem
geta boðið þeim upp á gott
heimili geta hringt í síma
566 8716 eða 697 6409.
Páfagaukur týndist
DÍSARPÁFAGAUKUR
slapp út af heimili sínu við
Fannafold í Grafarvogi 27.
maí. Gaukurinn er grár og
gulur að lit og með rauðar
kinnar. 567 3053.
Gráni er týndur
KANÍNAN mín, hann
Gráni, er týnd. Hann er í
Fossvogsdalnum. Þeir sem
hafa orðið hans varir vin-
samlegast hafi samband í
síma 588 7674.
Kanína fannst
BRÚN, grá og svört kan-
ína, mjög gæf, fannst hjá
Melaskóla sl. mánudag.
Eigandi er beðinn um að
hafa samband í síma
562 3203.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
LÁRÉTT
1 drenglunduð, 8 land-
ræmur, 9 aðdróttanir, 10
tóm, 11 fátækar, 13 lík-
amshlutann, 15 iðja, 18
sanka saman, 21 ber, 22
skattur, 23 styrkir,
24 hagkvæmt.
LÓÐRÉTT
2 formæðrum, 3 ýlfrar, 4
lánaði, 5 tarfi, 6 baun, 7
göfugra, 12 peningur,
14 fugl, 15 dæld, 16 fíflin,
17 hella, 18 hvell, 19 álit-
leg, 20 siga.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 þvoði, 4 flimt, 7 asinn, 8 rolan, 9 ask, 11 grun,
13 órór, 14 efast, 15 barm, 17 trog, 20 eta, 22 umboð, 23
sumar, 24 skipa, 25 akrar.
Lóðrétt: 1 þvarg, 2 okinu, 3 inna, 4 fork, 5 illur, 6 tínir,
10 skart, 12 nem, 13 ótt, 15 baugs, 16 rebbi, 18 rímur, 19
gærur, 20 eðla, 21 aska.
Krossgáta
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16