Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 40

Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Hver var Lárus? Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is. Sími 577 1111 Sumarstarfsemi hefst sunnudaginn 1. júní Nýjar sýningar í Árbæjarsafni: Lárus Sigurbjörnsson Daglegt líf á sjötta áratugnum Fjölbreytt dagskrá í allt sumar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal (gegnt gömlu rafstöðinni) er opið sunnudag frá kl. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009. Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1.sept. 2003. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Hátíð hafsins - ljósmyndasýning (31.5. og 1.6.) KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Rússnesk ljósmyndun - yfirlitssýning, Örn Þorsteinsson, Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Innritun í Gagn og gaman stendur yfir. Sýningar: Brýr á þjóðvegi 1 Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1 Íslandsteppin Ísl. bútasaumsfélagið sýnir bútasaumsteppi. Jón Ólafsson sýnir í Félagsstarfi Athugið, lokað um helgar frá 31. maí - 1. september www.gerduberg.is Ritsmiðja í Borgarbókasafni Ritsmiðja fyrir 8 - 12 ára krakka 10. - 13. júní Upplýsingar í síma 5631717 og 567 5320 og á heimasíðu safnsins www.borgarbokasafn.is Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á hinni geysivinsælu afmælissýningu Halla og Ladda Lau. 31. maí kl. 20 Lengi lifir í gömlum bræðrum! Miðasala opin frá kl. 15-18. Símsvari allan sólarhringinn loftkastalinn@simnet.is www.casa.is lau 31. maí, ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15, júní kl. 21, Hótel Borgarnes Forsala á Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorg. Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 31/5 kl. 20. ALLRA SÍÐASTA SÝNING Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SÝNING 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN Lau 31/5 kl 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við HUGLEIK Lau 31/5 LOKASÝNING NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Lau 7/6 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Su 1/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Í kvöld kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN OG MAÐURINN SEM. MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Í kvöld kl 20, SÍÐASTA SÝNING TVÖ HÚS eftir Lorca í kvöld fös. 30. maí kl. 20 sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is VÖLUSPÁ eftir Þórarin Eldjárn 150. sýning sunnudag 1. júní kl. 20. Einstakt tækifæri til að sjá þessa rómuðu sýningu. 10. júní hefst 3ja vikna leikhúsnám- skeið fyrir 9-12 ára börn. Enn eru nokkur pláss laus. Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml Kirkjulistahátíð 2003 29. maí - 9. júní FÖSTUDAGURINN 30. MAÍ 16.00 Barokkfyrirlestur: Frá Fresco- baldi til Bachs - tokkatan í orgeltónlist Jon Laukvik heldur fyrirlestur með tóndæmum við barokkorgel Langholtskirkju. 20.00 Óratórían Elía, op. 70, eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy Hátíðarkór Mótettukórs Hallgrímskirkju. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Alina Dubik alt, Anthony Rolfe Johnson tenór og Andreas Schmidt bassi. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. LAUGARDAGURINN 31. MAÍ 12.00 Barokkorgeltónleikar: Jon Laukvik frá Noregi. Frá Frescobaldi til Bachs - tokkatan í orgeltónlist. Jon Laukvik heldur fyrirlestur með tóndæmum við barokkorgel Langholtskirkju. 18.00-23.00 Listavaka unga fólksins Sköpunargleði ungra listamanna í tónlist, leiklist, dansi og spuna fyllir kirkjuna. Umsjón: Guðjón Davíð Karlsson, Guðmundur Vignir Karlsson og Margrét Rós Harðardóttir. 23.00 Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson (frumflutningur). Flytjendur: Caput hópurinn, Skúli Sverrisson, Matthías M.D. Hemstock, Guðmundur Sigurðs- son, Hörður Bragason og Jóhann Jóhannsson. Stjórnandi: Guðni Franzson. SUNNUDAGURINN 1. JÚNÍ 20.00 Ljóðatónleikar: Trúarlegir ljóða- söngvar með Andreas Schmidt og píanóleikarinn Helmut Deutsch flytja Gellert-ljóð eftir Beethoven, Vier ernste Gesänge eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorák og Michelangelo-ljóð eftir Wolf. Staður: Salurinn í Kópavogi. MÁNUDAGURINN 2. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson spinna á saxófón og orgel. 20.00 Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður Kvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi og Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar flytja verk eftir Perotinus, Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgisson og Stabat mater dolorosa fyrir karlakvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjell Habbestad. Ennfremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. VINSÆLASTA vasaleikjatölva heims, GameBoy frá Nintendo, hefur tekið allmiklum breytingum frá því hún kom fyrst fram á sjónar- sviðið fyrir fjórtán árum. Þá var tölvan með einlit- um skjá og klossuð, að minnsta kosti í augum þeirra sem kynnst hafa nýjustu útgáfum, en náði strax mikl- um vinsældum þrátt fyrir harða samkeppni frá öðrum framleiðendum sem allir eru gleymdir í dag. Árið 1998 kom ný útgáfa af tölvunni með litaskjá, GameBoy Color, sem varð enn til að auka vinsældir hennar. GameBoy Color var þó einskonar biðleikur hjá Nintendo á meðan síðasta hönd var lögð á GameBoy Advance, sem leysa átti gömlu gerðina af hólmi. GameBoy Advance var mikil framför frá fyrri gerðinni, umtalsvert öflugri, með mun betri skjá og fór vel í hendi, meira á breiddina en hæðina. Hún hafði þó og hefur enn einn höfuðgalla; hún er ekki með upplýstan skjá. Það þýðir að til þess að spila leiki þarf birtan að vera góð en það er óneit- anlega ákveðinn galli. Handhægari Nintendo virðist hafa tekið mið af umkvörtunum notenda, því bætt er úr þessu í nýrri gerð GameBoy Advance sem kom út fyrir stuttu, Game- Boy Advance SP. GameBoy Adv- ance SP virkar mun minni um sig en eldri gerðin, sem skrifast aðal- lega á það hve hún er frá- brugðin í laginu frá þeirri gömlu. Mestu munar þar um að hægt er að loka henni og er skjárinn í lokinu. Þetta kemur sér sérdeilis vel þegar taka á vélina með sér, því ekki er bara að það fari mun minna fyrir henni, heldur hlífir þetta einnig skjánum, en það er þörf viðbót. Annað sem vekur athygli við vélina er vitanlega skjá- lýsingin sem margfaldar notagildi hennar; eitt og sér tilefni til að stinga gömlu vélinni ofan í skúffu og fá sér nýja! Í stað þess að baklýsa skjáinn, hafa ljósið í skjánum, er lýsingin á jöðrum hans og kappnóg, en hnappur er á vélinni til að slökkva á ljósinu þegar þess gerist ekki þörf og spara hleðsluna á rafhlöðunni. Rafhlaðan er annars hleðslurafhlaða sem innbyggð er í vélina, en hleðslutæki fylgir með. Ekki náði ég að fullprófa hvað hleðsl- an entist en samkvæmt upplýsingum á netinu ætti hún að duga í um tíu klukkutíma spilamennsku með ljósi og átján tíma án ljóssins. Það tekur rúma tvo tíma að hlaða hana. Á tölvunni eru venjuleg tengi en ekkert sérstakt tengi fyrir heyrnar- tól. Það er þó hægt að kaupa sérstakt millistykki fyrir heyrnartólstengi sem ætti nú að vera staðalbúnaður. Harðnandi samkeppni GameBoy Advance SP er að mestu með sama innvols og gamla Advance- vélin og allir leikir sem gengu í þá gömlu ganga vitanlega í þá nýju. Ég tók líka eftir því að margir gamlir GameBoy leikir sem maður nennti ekki að spila í gömlu Advance útgáf- unni, meðal annars vegna þess að skjárinn var svo dimmur, öðlast nýtt líf í nýju vélinni. Hart er nú sótt að Nintendo með vasaleikjatölvur; Nokia er búið að kynna N-Gage sem er sími sam- byggður vasaleikjatölvu og Sony hyggst hasla sér völl á þeim vett- vangi. GameBoy Advance stendur styrkum fótum í þeirri samkeppni, ekki síst með SP-útgáfunni, sem gert hefur fyrirtaks leikjatölvu enn betri. Vasaleikjatölvan GameBoy Advance SP komin á markað Gefur leikjum nýtt líf Að mati Árna Matthíassonar munar mikið um skjálýsingu nýju leikjatölvunnar og að lokið verndi skjáinn. Fyrir stuttu kom á markað ný kynslóð GameBoy vasaleikjatölvunnar vinsælu frá Nintendo. Árni Matthíasson prófaði gripinn og komst að því að notagildi hennar er margfalt á við gömlu tölvurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.