Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 45
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT Rás 2 KVIKMYNDIR.IS
„Grípandi og gefandi með
óborganlega bardaga“
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05, 10.10 og 11.15.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12.5
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
AKUREYRI
Sýnd kl. 5.40 og 10. B.i.12.
Allt sem hann
þurfti að vita
um lífið lærði
hún í fangelsi!
Það borgar sig að
kynnast fólki vel áður
en þú ferð á blint
stefnumót á netinu.
Queen Latifahfer á
kostum og Steve Martin
slær í gegn í sinni
stærstu gamanmynd frá
upphafi!
„Einn mesti
grínsmellur
ársins!“
Hver tónn/tákn kostar 99 kr.
Tónar
Tákn
TOPP5
Þú finnur rétta tóninn á mbl.is.
Yfir 10.000 tónar og tákn.
Pantaðu með SMS í 1910.
MB david
MB island
MB manu
MB halldor
MB mbl
Segðu mér allt
Birgitta Haukdal
MB 21707
Scooter
Scooter
MB weekend
Ne Ver, Ne Bojsia
Eurovision: Rússland (t.A.T.u)
MB 21717
Jennifer Lopez
Eurovision: Austurríki (Alf Poier)
MB 21699
Justin Timberlake
Eurovision: Þýskaland (Lou)
MB 21705
Á VORDÖGUM hélt hópur fyrrverandi
iðnnema upp á 60 ára útskriftarafmæli
sitt frá Iðnskólanum árið 1943.
Árið 1943 luku 59 nemar prófum frá
Iðnskólanum í eftirtöldum greinum:
Þrír í ketil- og plötusmíði, tveir bak-
arar, sex vélvirkjar, einn rennismiður,
sjö kvenhattarar, sex hárgreiðslukon-
ur, einn bifvélavirki, sjö húsgagna-
smiðir, fjórir prentarar, tveir húsa-
smiðir, tveir hárskerar, sex rafvirkjar,
þrír járnsmiðir, tveir múrarar, tveir
málarar, tveir skipasmiðir, tveir skó-
smiðir og einn símvirki.Á þriðja tug 60 ára útskriftarnema kom saman á Hótel Sögu.
60 ár frá
útskrift
ÚT ER komin geislaplatan Verndum hálendið en hún
er framlag tónskálda, textahöfunda og flytjenda til
verndunar hálendis Íslands.
„Í kringum mótmælagöngurnar undanfarna mánuði
urðu til nokkur lög. Ég fékk, til dæmis, eitt lag í koll-
inn eftir mótmælafund við Austurvöll,“ sagði Sigvarð-
ur Ari Huldarsson, einn aðstandenda plötunnar, þegar
blaðamaður sló á þráðinn. „Ég var að spila fyrir fram-
an Alþingi, og kemur þá að hann Jóhann G. Jóhanns-
son sem einnig hafði samið lag, og vildi endilega skella
saman bandi.“
Samstarf Sigvarðar og Jóhanns varð síðan til þess
að út kom diskurinn, þar sem margir helstu tónlist-
armenn þjóðarinnar leggja þeim lið með tónsmíðum
sínum og söng. Þannig má heyra í Jakobi Frímanni
Magnússyni, Bubba Morthens og XXX Rottweiler-
hundum vekja þjóðina til umhugsunar um hálendismál.
Útgáfa disksins er hugsuð til að styðja við verkefni
sem stuðla að verndun hálendisins en í upphafi voru
aðeins prentuð 400 eintök sem nú hafa nær selst upp,
en afrakstur þeirrar sölu verður notaður í aðra prent-
un disksins, og fer hún í almenna dreifingu í versl-
unum á næstunni.
Að auki við útgáfu disksins voru gerð myndbönd við
sum laganna sem hafa fengið einhverja spilun á sjón-
varpsstöðvum. „Það hringdi meðal annars í mig
fulltrúi Alcoa sem vildi fá eintak af vídeóinu,“ sagði
Sigvarður.
Alls eru 14 lög á diskinum, en til viðbótar er söng-
laus karaóke-útgáfa af þremur lögunum, svo áhuga-
menn um verndun hálendis Íslands geta sungið með.
Geislaplata gefin út til styrktar verndun hálendis Íslands
Sungið fyrir hálendið
Morgunblaðið/Kristinn
Með hálendið hjarta næst: Sigvarður Ari Huldarsson
syngur ásamt öðrum til verndar hálendi Íslands.