Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÞEIR sem missa af hringmyrkvanum á
laugardagsmorgun þurfa að bíða í 45 ár eftir
næsta tækifæri til að sjá slíkt fyrirbæri frá
Íslandi. Það er heldur styttra í almyrkva,
sem er reyndar talsvert merkilegri, en sá
næsti sést frá landinu árið 2026 (ef ekki
verður mjög skýjað). Þeir sem hafa ekki þol-
inmæði til að bíða svo lengi geta keypt sér
far til annarra staða í heiminum og séð sól-
myrkva þaðan en slíkar „sólmyrkvaferðir“
verða sífellt vinsælli. Einn allra duglegasti
ferðalangurinn er bandaríski stjörnufræð-
ingurinn Jay M. Pasachoff sem er kominn
til Íslands. Ef veður leyfir sér hann sól-
myrkva í 36. skipti um klukkan fjögur í
fyrramálið.
Pasachoff er prófessor við Williams-há-
skóla í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum
og hefur skrifað fjölda bóka um stjörnu-
fræði. Hann sá sólmyrkva í fyrsta skipti úr
flugvél yfir Boston árið 1959 þegar hann var
nemandi í Harvard-háskóla og heffur síðan
ferðast til Mexíkó, Ástralíu og Rúmeníu til
að skoða fyrirbrigðið. „Það er einfaldlega
einstakt að vera úti um miðjan dag og sjá
himininn taka skyndilegum breytingum.
Skuggarnir verða skrítnir því þeir myndast
af svo litlu sólarljósi. Þetta er undarlegt en
það er ekki almennilega hægt að lýsa til-
finningunni,“ segir hann. Á vissan hátt hljóti
menn að finna fyrir frumeðli sínu þegar þeir
sjá sólina myrkvast fyrir augum sínum.
Þessu finni menn ekki fyrir með því að
skoða myndir eða horfa á sólmyrkva í sjón-
varpinu. „Þú verður að vera úti við til að
upplifa sólmyrkva“.
Pasachoff segir að við sólmyrkva hljóðni
mörg dýr, náttúran þagni. Fólk skynji einn-
ig að eitthvað er í aðsigi en í stað þess að
hljóðna klappar það og fagnar sólmyrkv-
anum.
Þeir sem fylgjast með sólmyrkvum eiga á
hættu að skemma í sér augun en Pasachoff
segir að vegna áróðurs um að nota réttan
búnað séu augnskemmdir nú sjaldgæfar.
Með réttum búnaði sé engin hætta á augn-
skemmdum.
Þar sem sólin verður lágt á lofti þegar
tunglið skyggir á hana er best að sjá hring-
myrkvann frá Norðausturlandi þar sem eng-
in fjöll skyggja á sólu. Veðurstofa Íslands er
þó ekki of bjartsýn og telur rúmlega 50%
líkur á að þar verði alskýjað. Spurður um
hvar hann verði á laugardagsmorgun segir
Pasachoff að hann leggi traust sitt á þekk-
ingu Þorsteins Sæmundssonar, stjörnufræð-
ings, og Einars Guðmundssonar, áhuga-
manns um stjörnufræði. Næsti almyrkvi
verður 23. nóvember nk. en hann sést bara
frá Suðurskautslandinu. Verður hann þar?
„Ég vona það svo sannarlega,“ segir Jay M.
Pasachoff. Tenglar: www.almanak.hi.is
www.eclipses.info.
Prófessorinn fer land úr landi til að sjá sólmyrkva
Morgunblaðið/Árni Torfason
Jay M. Pasachoff ætlar að freista þess að sjá
sólmyrkva í 36. sinn og nú á Íslandi.
SKUGGI sólmyrkvans verður yfir landinu
snemma í fyrramálið. Hann mun sjást best
frá Norðausturlandi og eru öll gistirými á
Þórshöfn og Raufarhöfn bókuð. Ferða-
skrifstofan Travel-2 býður upp á flugferð
reynist skyggni ekki nægilega gott á jörðu
niðri.
Sólmyrkvinn er svonefndur hringmyrkvi;
tunglið fer allt inn fyrir sólkringluna en
hylur hana ekki alveg. Hringmyrkvinn sést
fyrst við Norður-Skotland en færist síðan
til vesturs yfir Færeyjar, Ísland og Græn-
land. Þessi myrkvastefna, frá austri til
vesturs, er mjög óvenjuleg og stafar af því
að skugginn af tunglinu fer yfir heim-
skautið. Skugginn af hringmyrkvanum fer
yfir landið á tæplega 11 mínútum.
Sólmyrkvinn nær hámarki um klukkan
fjögur og hægt er að njóta hans í 3-4 mín-
útur á hverjum stað. Deildarmyrkvi, þar
sem tunglið skyggir að hluta til á sólu, sést
mun lengur. Þetta er þó allt saman háð því
að ekki verði skýjað en veðurspáin er allt
annað en hagstæð.
Skugginn fer
yfir landið
á 11 mínútum
„ÞAR komstu að merkilegu atriði þar sem þú ert
að tala við mig,“ sagði Kristján Davíðsson, mynd-
listarmaður, við blaðamann þegar hann þóttist
vita að myndir Kristjáns á sýningu, sem opnuð var
í gær í Listasafni Árnesinga, væru ekki landslags-
myndir. „Þetta eru nefnilega landslagsmyndir að
mestu leyti. Einstaka myndir skera sig úr hvað
það snertir. Þetta er áframhaldið af landslags-
málverki alveg á nýjan hátt.“ Forvitnin rak blaða-
mann til að spyrja hver sá háttur væri. „Þau gildi
sem áður giltu gilda ekki lengur en samt sem áður
er þetta landslag.“ Sýningin er sú fyrsta sem hald-
in er í breyttu Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Einnig eru verk Þórs Vigfússonar á sýningunni.
Kristján var kampakátur með daginn og er hér
með vini sínum Sigurði Guðmundssyni listamanni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ný gildi Kristjáns Davíðssonar
ÚTSÖLUVERÐ á sementi gæti hækkað um
3-4% um næstu mánaðamót þar sem flutnings-
jöfnunargjald sements hækkar um 240 krónur
á tonnið, meðal annars vegna uppbyggingar á
Austurlandi. Gæti það leitt til þess að útsölu-
verð allrar steypu í landinu hækkaði um rúmt
prósent samkvæmt upplýsingum Gylfa Þórð-
arsonar, framkvæmdastjóra Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi.
Stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs sements
ákvað nýlega að hækka flutningsjöfnunargjald
úr 1.320 krónum á tonnið í 1.560 krónur, eða
um 240 krónur en það samsvarar 18% hækkun.
Gunnlaugur Kristinsson, endurskoðandi sjóðs-
ins, segir að sjóðurinn hafi verið rekinn með
halla sem þurfi að jafna. Þá sé útlit fyrir veru-
legar framkvæmdir á Austurlandi við jarð-
gangagerð og fleira. Það leiði til aukinna flutn-
inga á sementi og hækkun gjaldsins. Tekið er
fram að ekki er greitt flutningsjöfnunargjald
af sementi sem notað er við virkjunarfram-
kvæmdir á Austurlandi og þar af leiðandi fæst
ekki flutningsjöfnunarstyrkur vegna þeirra.
Sementsverksmiðjan á Akranesi og innflytj-
endur þurfa að standa skil á flutningsjöfnunar-
gjaldinu til sjóðsins. Féð er notað til að jafna
flutningskostnað, þannig að verð í vöru-
skemmu á hverri sementstegund frá hverjum
innlendum framleiðanda eða innflutningsaðila,
verði hið sama á 69 verslunarstöðum á landinu.
Sement
hækkar vegna
framkvæmda
á Austurlandi
SÖNGVARI þungarokkshljóm-
sveitarinnar Iron Maiden er einn
af flugmönnum breska flug-
félagsins Astraeus og hefur sem
slíkur flogið
nokkrar ferðir
með farþega
flugfélagsins
til og frá
landinu. Eins
og venja er
kynna flug-
menn sig fyrir
farþegum og
hafa nokkrir
áttað sig á því
að við stjórn-
völinn situr
hinn frægi
leðurbarki.
Ólafur Hauksson, talsmaður
Iceland Express, segir að Dick-
inson vinni fyrir Astraeus rúm-
lega hálft árið, en þar sem Iron
Maiden sé á tónleikaferðalagi um
þessar mundir muni hann varla
fljúga með Íslendinga til og frá
landinu fyrr en í haust. Dickinson
er fjölhæfur með afbrigðum en
auk þess að vera ein helsta drif-
fjöður og lagahöfundur sveit-
arinnar hefur hann skrifað bæk-
ur og stundað skylmingar af
krafti, svo eitthvað sé nefnt.
Hvort hann muni syngja fyrir
farþega lagið „Aces high“ verður
bara að koma í ljós.
Söngvari Iron
Maiden flýgur
fyrir Iceland
Express
Bruce Dickinson,
flugmaður fyrir
Iceland Express
og söngvari Iron
Maiden.
EKKI var hægt að halda aðalfund
Sparisjóðs Hólahrepps í Skaga-
firði, sem boðað var til á Hólum í
fyrradag, vegna ágreinings um at-
kvæðisrétt stjórnenda og stjórnar-
manna í dótturfélögum Kaup-
félags Skagfirðinga og
kaupfélaginu sjálfu. Ágreiningn-
um var vísað til Fjármálaeftirlits-
ins og fundi frestað á meðan beðið
er eftir úrskurði.
Sparisjóður Hólahrepps var
lengst af í eigu bænda í samnefnd-
og kaupfélaginu með eign félag-
anna þegar atkvæðamagn er
reiknað. Það þýðir að þessir ein-
staklingar áttu ekki að hafa at-
kvæðisrétt fyrir sína eigin hluti og
mótmæltu þeir því harðlega þegar
kjörgögnum var dreift á fundinum.
Var þá ákveðið að fresta fund-
inum um mánuð og vísa ágrein-
ingnum til úrskurðar hjá Fjár-
málaeftirlitinu.
fyrirtæki og samþykktum Spari-
sjóðs Hólahrepps er einstökum
stofnfjáreigendum ekki heimilt að
fara með, fyrir sjálfs sín hönd eða
annarra, meira en 5% stofnfjár.
Því lá það fyrir, að fyrir þessi fjög-
ur dótturfélög KS væri ekki hægt
að fara með nema samtals 5% at-
kvæða. Um það eru stofnfjáreig-
endur sammála. Meirihluti stjórn-
ar túlknar lögin þannig, að telja
eigi stofnfjáreign stjórnenda og
stjórnarmanna í þessum félögum
um hreppi og starfsemi lítil. Fyrir
nokkrum árum tók sjóðurinn að
sér innheimtu á lánum Íbúðalána-
sjóðs og afgreiðsla var opnuð á
Sauðárkróki. Jafnframt hefur
stofnfé verið aukið. Nú eru fjögur
dótturfélög Kaupfélags Skagfirð-
inga stærstu eigendur sjóðsins
með um 40% stofnfjár auk þess
sem nokkrir stjórnendur þeirra og
stjórnarmenn eiga umtalsverða
stofnfjáreign.
Samkvæmt lögum um fjármála-
Tveir listar boðnir fram til stjórnar Sparisjóðs Hólahrepps
Stofnfjáreigendur
deila um atkvæðisrétt
Ágreiningur /6
♦ ♦ ♦