Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 5 ÞAÐ var stór stund í Gríms- ey 27. maí klukkan 21 þegar fyrsta GSM-símtalið fór í gegn. Grímsey mun vera síð- asti þéttbýlisstaðurinn á Ís- landi sem fær þessa tengingu. En fram til þessa hefur ein- göngu NMT-kerfið verið virkt í eyjunni. Það voru fjórir menn frá símanum, þeir Gunnar Krist- jánsson, Ragnar Axel Gunn- arsson, Stefán Eggert Jóns- son og Davíð Arngrímsson, rafeindavirkjar og símsmiðir, sem unnu starfið. Sáu um símamál í Grímsey áratugum saman Fyrstu SMS-skilaboðin fékk Karen Sigurðardóttir, 11 ára, einmitt þegar hún var stödd hjá afa sínum, Bjarna Magnússyni hreppstjóra. GSM-loftnetið er í stóru mastri við Miðtún, hús Bjarna og Vilborgar Sigurð- ardóttur, konu hans, sem sá um símamál og veður í Grímsey áratugum saman. Sjálfur sendirinn er inni í Miðtúni. Símamennirnir sögðu að það hefði verið gaman að fylgjast með Karen taka á móti skilaboðunum. Hún var með öllu óviðbúin því að GSM-síminn hennar færi að pípa í fyrsta sinn í Grímsey. GSM- samband komið í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. NEMENDUR í 8. og 9. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn unnu að því í vetur í skólanum að und- irbúa merkingu á gönguleið frá Hrolllaugsstöðum að Skálum á austanverðu Langanesinu en það er um 10 kílómetra leið. Í síðustu viku skólans var svo farið í frekar óhefðbundið skóla- ferðalag út á Langanesið til þess að merkja gönguleiðina og fræð- ast um eyðibýlin en eitt sinn var blómleg byggð og verstöð á Skál- um. Nemendur fóru lítið spenntir af stað en ferðin kom þeim svo mik- ið á óvart að ákveðið var að bæta við einum sólarhring í viðbót því krakkarnir voru engan veginn til- búnir til þess að yfirgefa nátt- úrulegar auðlindir á Nesinu. Eft- ir að búið var að merkja stóran hluta af leiðinni var gist annan daginn við Heiði í tjaldbúð. Farið var í sund í sjónum, grilluð lambalæri og gerðar ýmsar æf- ingar. Síðari dagurinn var á Skálum en þaðan var farið með merk- istikur langleiðina að Kumblavík. Að loknu dagsverki var slegið upp tjaldbúð á nýja tjaldsvæðinu í Skoruvík og þar var farið í „trjádrumbarafting“ úti í sjó en mikill reki er á þessu svæði. Nemendum þótti ekki leiðinlegt að hamast á trjátrumbunum í öld- unum. Á heimleiðinni frá Skoru- vík var komið við hjá eggjatöku- mönnum og fylgst með sigi en nú er eggjataka í fullum gangi og fuglalífið blómlegt. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Kalt bað – strákarnir voru búnir að vaða í sjónum og það var reyndar ansi kalt að koma upp úr í kvöldkulinu. Bliki í birtingu – óvæntur gestur fyrir utan stúlknatjaldið í birtingu; forvitinn æðarbliki var mættur með „morgunræsið“. Ævintýri í skólaferða- lagi um Langanes Þórshöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.