Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 21
afslappað andrúmsloft og notalegt þótt hún hefði ærið verk að vinna. Hún hafði vald á kringumstæðunum og lag á að láta fólki líða vel í návist sinni. Fátt fór framhjá Sínu enda skynjaði hún fleira en hið jarðneska líf og sá fyrir óorðna hluti. Þessi eig- inleiki hennar hefur áreiðanlega mótað líf hennar meira en við getum gert okkur grein fyrir. Um árabil bjó Sína ásamt Eyjólfi (Eyfa) manni sín- um og tveimur yngstu börnunum á Geitafelli á Vatnsnesi í nábýli við dóttur og tengdason. Það er ekki of- mælt að heimili þeirra Sínu og Eyfa hafi verið vinsælasti viðkomustaður fjölskyldunnar öll sumrin sem þau bjuggu þar. Þótt húsið væri ekki stórt var hjartarými húsráðenda þeim mun stærra og allir gestir fengu höfðinglegar móttökur. Það var ætíð tilhlökkunarefni hjá okkur krökkunum að fara með mömmu og pabba í frí norður að Geitafelli, í sveitina til Sínu og Eyfa. Ferðin norður var á þeim árum bæði löng og ströng en borgaði sig svo sannarlega enda var ætíð gleði og glaumur á Geitafelli – og í minningunni sífellt sólskin. Á sumrin voru jafnan margir krakkar á Geitafelli og mikil vinna að þjóna þeim og fá þeim verkefni við hæfi. Það fórst þeim Sínu og Eyfa vel úr hendi og óframfærni var fljót að hverfa í návist þeirra. Það var ær- ið verk að sinna þessum krakka- skara á heimili þar sem hvorki var rafmagn né heitt vatn. Allt vatn var hitað á olíueldavél og þvottar voru erfiðir. Samt var allt tandurhreint hjá Sínu og allir fengu snaga á baðinu fyrir þvottapoka og hand- klæði bara fyrir sig – og það var flottara en flestir áttu að venjast. Fyrstu minningar margra systk- inabarnanna um Sínu frænku tengj- ast eldhúsinu á Geitafelli enda var það og allt innan dyra hennar yfir- ráðasvæði. Í eldhúsinu sat fullorðna fólkið, drakk kaffi og ræddi málin og fyrir börnin var ekki síst spennandi að vera í eldhúsinu þegar mjólkin fyrir heimalningana hituð. Hápunkt- urinn var svo að fá að gefa lömb- unum pelann. Með árunum fórum við að fylgjast með umræðum full- orðna fólksins sem oftar en ekki snerust um pólitík. Margir ættingjar okkar eru mjög pólitískir og láta ekki þoka sér í sinni afstöðu. Engir hafa þó verið einarðari í pólítík né ákafari en Sína og Eyfi – og þótt Sína hafi látið Eyfa um þátttöku í póli- tísku starfi var afstaða hennar og áhugi síst minni en hans. Þar kom að Sína og Eyfi brugðu búi og fluttu á Hvammstanga. Ætt- ingjarnir héldu uppteknum hætti og heimsóttu þau og nú hafði Sína meiri tíma aflögu og stundum gafst tími til að spá í bolla. Fátt jafnaðist á við að láta Sínu lesa framtíð sína úr kaffi- bollanum og víst er að allt kom það fram sem Sína sá. Þegar Sína og Eyfi fluttust suður var styttra á milli og heimsóknirnar breyttust því nú hættum við að gista hjá þeim. En sem fyrr sýndi Sína viðfangsefnum okkar athygli; hrósaði okkur og hvatti til dáða. Fyrir það erum við þakklát og kveðjum ástkæra og um- hyggjusama móðursystur með sökn- uði. Við og Alda móðir okkar sendum samúðarkveðjur til eftirlifandi eigin- manns, barna, tengdabarna, barna- barna, barnabarnabarna og annarra ættingja og vina. Rósa, Guðbrandur, Þröstur og fjölskyldur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 21 Elsku amma. Ég skil ekki alveg hvers vegna fólk er að skrifa minn- ingargrein eins og ég núna. Trúlega er það gert til að hjálpa okkur að finna huggun við því að þú sért farin, en þú ert ekki farin, þú ert í huga mínum og hjarta og verður allt- af. Þótt ég geti ekki séð þig eða talað við þig í eigin persónu ertu samt hjá okkur öllum. Enginn sem hefur kynnst þér gæti gleymt þér. Ég elska þig, amma, og mun alltaf gera. Karólína Hansen. Þó að þú sért farin er allt hið góða hér. Þú ert ekki farin burtu frá mér. Ég veit að ég á vini sem hjálpa mér að takast á við það að þú sért farin. Mig langar að þakka þér fyrir allt, að vera góð við mig og alla, hvað sem það var. Þegar ég hugsa um þig rennur tár niður kinn, það er ekki sorg heldur þakklæti fyrir það sem þú varst. Amma, ég elska þig og kveð þig með stolti. Stolt yfir því að vera al- nafna þín og ég reyni að feta í fótspor þín. Ester H. Hansen. Kæra vinkona. Þau eru orðin mörg árin síðan leiðir okkar lágu fyrst saman. Ekki var ég hár í loftinu, kannski fimm ára. Satt að segja á ég engar minningar frá yngri árum án þín og Jögvans. Ég hef oft haft það á orði að það hafi verið forréttindi að alast upp í Vestmannaeyjum, en að hafa alist upp í nágrenni ykkar voru forréttindi á forréttindi ofan. Heimili ykkar hjóna var annað ESTER HJÁLMARS- DÓTTIR HANSEN ✝ Ester Hjálmars-dóttir Hansen fæddist á Bjargi við Bakkafjörð 19. júní 1922. Hún lést í sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 14. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 24. maí. heimili okkar barnanna í nágrenninu. Þið voruð okkar önnur fjölskylda. Maturinn af borðum ykkar var okkar matur þegar leiðin heim var of löng. Heimatilbúin brúðuleikhús á afmæl- um voru okkar Nint- endo. Manstu brúðurn- ar sem Ingólfur kom með að utan? Heimili ykkar var mitt heimili þegar ekkert var sjón- varpið heima og ég barði á dyr á hverju kvöldi og fékk að horfa á sjónvarpið. Ég man hvað þú skemmtir þér vel þegar ég, barnið, útskýrði fyrir Hassa hvað vændiskona væri eftir einn út- lenda sjónvarpsþáttinn. Ég man líka fallegan smitandi hlátur þinn þegar glatt var á hjalla og aldrei man ég þig öðruvísi en brosandi og ánægða með líf þitt. Ég man líka sandhrúguna fyrir ut- an fallega húsið sem þið byggðuð ykk- ur, hrúguna sem Jögvan og Ingólfur breyttu í pússningu á húsið ykkar. Svona voruð þið samheldin. Og þegar árin liðu og Vestmanna- eyjar voru að baki var heimsókn til ykkar ávallt ljúf skyldumæting þegar leiðin lá á heimaslóðir. Æskuminning- ar rifjaðar upp, borð sem svignuðu af kræsingum og dillandi hlátur þinn sem aldrei gleymist. Síðast þegar við hittumst varst þú farin að finna til veikleika, kannski hefur sá sjúkdómur sem nú hefur lagt þig að velli verið farinn að kræla á sér. Kannski. En líflegt brosið og hlátur- inn sem aldrei gleymist var aldrei fjarri. Og aldrei tókst þér að venja Jögvan af því að kalla mig stubba. Líf þitt, Ester mín, var rósum stráð. Það sést best í börnunum þín- um sem öll eru mannkostafólk sem endurspegla það besta í þér og Jögv- an. Á þessum degi er hugur minn hjá þeim, því ég veit að sorgin er mikil. Ekki er hugur minn síður hjá þínum yndislega lífsförunaut Jögvan, því þið voruð eitt. Jögvan minn. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín. Elsku vinkona. Ég kveð þig með söknuði. Guð blessi minningu þína. Þinn vinur, Alfreð Alfreðsson, stubbi. Ég ætla hér í örfáum orðum að minnast Esterar Hansen, fyrrverandi forstöðukonu leikskólans Sóla í Vest- mannaeyjum. Haustið 1990 hóf ég störf á Sóla og þá kom það í hlut Esterar, eða ömmu Esterar eins og hún var jafnan kölluð, að taka á móti mér. Ég tel það mikil forréttindi að hafa fengið að starfa með henni því um áramótin 1990-1991 lét hún af störf- um fyrir aldurs sakir. Ester var já- kvæð og glaðlynd kona sem gaf sig alla í starf sitt. Jafnvel eftir að hún hætti störfum á Sóla stóð garðurinn hennar alltaf opinn fyrir börn leik- skólans. Haustferðirnar þangað eru mér mjög minnisstæðar. Þar fengu börnin að tína laufblöð og jurtir til þess að þurrka og pressa og þar var mikil fjölbreytni af jurtum. Hún og Jögvan maður hennar tóku vel á móti okkur og laumuðu svo smá mola að börnunum áður en þau héldu til baka. Á 60 ára afmæli Sóla árið 2000 kom Ester og átti góða stund með okkur, börnum og starfsfólki leikskólans. Auk þess eru þau ófá skiptin sem við áttum á spjalli við Ester á lóð leik- skólans eða við hliðið þegar hún átti leið hjá. Leiðir okkar lágu svo síðast saman síðastliðið sumar. Þá fórum við í skrúðgöngu með fána og blöðrur á Breiðabliksveginn til þess að hylla Ester á áttræðisafmæli hennar og syngja afmælissönginn eins og okkur einum er lagið. Ester, við þökkum þér fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Að lokum vil ég minnast Esterar með ljóði Jóhannesar úr Kötlum, Vikivakar, en hann er einskonar þjóð- söngur á okkar leikskóla. Sunnan yfir sæinn breiða, sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða, hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að stutt er hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Fyrir hönd fyrrverandi og núver- andi starfsfólks leikskólans Sóla. Júlía Ólafsdóttir. Mig langar með fáeinum orðum að minnast kynna minna af Ester Han- sen. Hún var móðir æskuvinkonu minnar Ágústínu. Það leið ekki sá dagur að ég kæmi ekki á heimili þeirra Esterar og Jógv- ans. Ég var meira að segja um tíma vekjaraklukka Ágústínu, því að sama skapi sem ég hef alltaf verið með ein- dæmum morgunhress var hún ekki komin í gang fyrr en undir hádegi. Ester var farin að hafa þann háttinn á að hafa einfaldlega opið á neðri hæð- inni svo ég gæti gengið beint inn og vakið mína kæru vinu. Heimili Esterar var yndislegt að öllu leyti, þar var allt á sínum stað og Ester sjálf alltaf til staðar. Einu tók ég fljótt eftir, það var að eldhúsið var aldrei tómt, hvorki af fólki né mat. Það var alltaf einhver þar. Þetta eld- hús yrði sennilega í dag flokkað sem félagsmiðstöð! Á þessu heimili, sem var alger andstæða við mitt eigið, kynntist ég því að mér var sýnd virð- ing og væntumþykja, skoðanir mínar giltu og voru teknar til greina. Ester var mjög berdreymin kona, sem ég á sínum tíma skildi ekki alveg hvað þýddi er hún talaði um það við mig í fyrsta sinn. En ég man alltaf þegar við Ágústína komumst að því að það var til heill þjóðflokkur sem kallaðist „karlmenn“. Þá var oft hleg- ið að smekkvísi okkar. Ester sagði að útlitið skipti litlu máli miðað við inn- rætið og við skyldum muna það vel. Svo sagði Ester að hún hefði vitað að hún myndi giftast Jógvan og eiga með honum sjö börn. Ég náttúrlega gapti og spurði hvernig það mætti vera. Jú, hana hafði dreymt hann og sjö hringa, þar af voru fimm úr sama málmi en tveir frábrugðnir. Sem sagt eins og hún sagði: fimm stúlkur og tveir syn- ir, og þeir voru elstur og yngstur í röðinni. Þetta gekk allt eftir. Hvað mig varðar þá dreymdi mig að vísu ekki neitt næstu árin, en gift- ist engu að síður og átti mína tvo syni, en vantar stelpurnar fimm! Ester var alla tíð mjög barnelsk kona og hafði alltaf pláss fyrir þau börn sem leituðu til hennar. Auk þess vann hún á leik- skólanum Sóla og var mjög vinsæl þar meðal barnanna sem og samstarfs- manna sinna. Það sem stendur helst upp úr í minningunni hjá mér er rétt fyrir ein jólin, þá var Ester að baka og Jógvan að vinna eitthvað inni við í húsinu þeirra. Þá heyrði ég spilað á píanóið og það var ekki bara einn píanóleik- ari, neibb það var tvímennt. Á end- anum voru allir komnir upp í stofu og Jógvan líka. Það var þá sem Jógvan kenndi mér að dansa Charleston, en ég var í dansskóla og hafði eitthvað verið að monta mig á gólfinu hjá þeim. Ester er ein af mörgum sem komu inn í líf mitt á réttu augnabliki og gerðu það þess virði að lifa því. Ég þakka Guði fyrir samfylgd þína og megi hann veita fjölskyldu þinni styrk. Kveðja Anna Elín Steele. Elskuleg amma mín hefur kvatt. Ég vil þakka henni allar þær mörgu stundir sem eru mér nú ljúfar minning- ar. Mitt lán var að eiga ömmu af þeirri kynslóð sem hafði lif- að ólíka tíma og við allt aðrar aðstæð- ur en þær sem ég þekki. Hún átti fyr- ir tugi barnabarna þegar ég kom til sögunnar en þó fannst mér ég eiga hana ein. Hún virtist alltaf hafa næg- an tíma fyrir mig, kenndi mér kvæði, bænir, handavinnu og kleinubakstur. Nú fyrir skemmstu sátum við saman við eldhúsborðið drukkum kaffi og skrifuðum í bókina „amma, segðu mér“ sem eitthvert barnabarnabarn- ið hafði skilið eftir hjá henni. Ekki veit ég hvor okkar hafði meira gaman af því, hún að rifja uppp barnæskuna eða ég að skrifa niður og fræðast um uppvaxtarár ömmu minnar að Skál- um á Langanesi í upphafi síðustu ald- ar. Hún hafði aðdáunarverðan skiln- ing á þörfum barna og unglinga alla tíð og var alltaf með á nótunum þegar HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Halldóra Hall-dórsdóttir fædd- ist á Húsavík 6. jan- úar 1913. Hún lést 15. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Lágafells- kirkju 23. maí. kom að nýjungum t.d. í matargerð, var bara hrifin að ítölsku pasta- réttunum mínum og átti sjálf pizzur í fryst- inum. Hún hafði fyrir því að fara í sjoppuna að kaupa drakúlur þeg- ar hún áttaði sig á því að þær væru vinsælar hjá barnabörnunum. Það sem einkenndi líf þessarar sterku konu var sannfæring hennar um að dugnaður og vinnusemi væri hin æðsta dyggð og sam- kvæmt henni lifði hún og ól upp sín börn. Nú kveð ég þig, elsku amma. Guðbjörg Magnúsdóttir. Mig vantar orð til að þakka þér, í þögninni geymi ég bestu ljóðin, gullinu betra gafstu mér, göfuga ást í tryggða sjóðinn og það sem huganum helgast er, hjartanu verður dýrasti gróðinn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Orðstír fagur aldrei deyr óhætt má það skrifa á söguspjöldum síðar meir sagan þín mun lifa. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku besta amma. Við þökkum þér allar góðu og ómetanlegu góðu stundirnar sem við áttum saman. Kveðjustundir eru oft þungbærar, en við vitum að þú ert í góðum höndum hjá Guði og ekki hef- ur honum afa þótt leiðinlegt að fá þig til sín eftir átta ára aðskilnað, en við munum öll hittast aftur einhvern daginn, og þá verða sko fagnaðar- fundir. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar að eilífu, eins og Guðrún Jó- hannesdóttir orti, því fagur orðstír deyr aldrei. Við vitum að núna vakir þú yfir okkur ásamt öllum góðu verndarenglunum. Elsku amma, takk fyrir allar góðu minningarnar sem þú gafst okkur sem við eigum núna í hjörtum okkar. Það er ómetanlegt fyrir litlu dreng- ina mína þrjá að hafa fengið að vera litlir í faðmi þínum. Ég veit að þeir eiga eftir að sakna þess mikið á morgnana að við getum ekki farið og heimsótt þig og drukkið með þér morgunkaffið. Og alltaf passaðir þú uppá að þeir ættu hlýjar hosur að fara í, og fengju örugglega eitthvað í gogginn. Já elsku amma, þín verður sárt saknað, en um leið eigum við Steini, Birkir Fannar, Júlían Elí, og Ívan Dan svo ótal margar góðar minning- ar að ylja okkur við hjartarætur. Elsku amma mín, þú munt ætíð lifa í hjörtum okkar. Undir sólu allt er sætt, svo lengi sem mig dreymi, þú mitt hjarta hefur brætt, og aldrei þér ég gleymi. (Höf. ók.) Þín elskandi. Sylvía. AFMÆLIS- og minningargrein- um má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða send- anda (vinnu- og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum grein- um. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetr- ar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan tiltekins frests. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.