Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FJÓRIR heimamenn á Höfn í Hornafirði héldu þremur aðkomumönnum í herkví í fellihýsi hinna síðarnefndu í gærmorgun og unnu jafnframt skemmdir á fellihýsinu og bifreið aðkomumannanna. Lögreglan á Höfn í Hornafirði segir að málið sé upplýst og heimamennirnir hafi all- ir lýst yfir sárri iðrun og segi að málið hafi farið úr böndunum vegna ölvunar. Mennina greinir á um tildrög en a.m.k. töldu heima- mennirnir að sér hefði verið boðið í gleð- skap í fellihýsinu. Af einhverjum orsökum réðust þeir á að- komumennina og héldu í fellihýsinu og hót- uðu þeim öllu illu. Sérstaklega hafði einn þeirra sig mikið í frammi. Deilt er um hvort herkvínni hafi verið aflétt eftir eina eða þrjár klukkustundir, en þá hafði rúða í bíln- um verið brotin, ljós brotin á fellihýsinu og það dældað auk þess sem aðkomumennirnir voru nokkuð sárir eftir atlögur heimamann- anna. Sættir hafa náðst í málinu að mestu leyti og hafa heimamennirnir fallist á að borga fyrir skemmdirnar. Héldu að- komumönn- um í herkví „ÞETTA voru þannig aðstæður að ef eitthvað hefði farið úrskeið- is eða við tekið ranga ákvörðun hefðum við verið í lífshættu,“ segir Chris Duff, sem ásamt tveimur öðrum kajakræðurum lenti í heiftarlegum sandbyl við Skaftárósa um helgina. Bátarnir grófust undir sandinn og þau þurftu að moka frá tjöldunum svo þau féllu ekki undan sandfargi sem hlóðst á þau. Þau Chris Duff, Shawna Franklin og Lean Sommé eru öll þaulvanir bandarískir kajak- ræðarar og -kennarar. Þau hyggjast róa í kringum Ísland í sumar en takist þeim ætl- unarverkið er þetta í fyrsta skipti sem slíkt er gert, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Nokkrar tilraunir hafa þó verið gerðar. Þremenningarnir lögðu upp frá Seyðisfirði hinn 16. maí og hafði sóst ferðin vel fram að þessu. Á föstu- dagsmorgun byrjuðu þau að róa um klukkan fimm um morg- uninn við kjör- aðstæður. Um klukkan níu var hins vegar kom- inn strekkings- vindur og þau ákváðu því að taka land austan við Skaftárósa. „Ætli það hafi ekki verið um sjöleytið um kvöldið þegar virki- lega tók að blása. Loftvogin á armbandsúrunum okkar féll hratt þannig að við vissum að þetta yrði slæmt. Vindurinn varð sífellt sterkari og bát- arnir og tjöldin grófust smám saman í sand- inn,“ segir Chris. Á ellefta tímanum hafði ástandið enn versnað og þurftu þau að moka frá tjöldunum á hálftíma fresti til að koma í veg fyrir að þau féllu. Klukkan eitt um nóttina sáu þau að bar- áttan var til lítils, felldu tjöldin og héldu í átt að neyðarskýlinu við Skaftárósa sem er hinum megin við ána. Þremenningarnir reyndu að vaða yfir en áin var of djúp þannig að þau náðu í einn kajak, sem Chris reri yfir, en hin tvö héngu utan á. Chris segir ástandið um tíma hafa verið ógnvænlegt. Þau hafi lítið séð út úr augum fyrir sandi og átt erfitt með andardrátt. Í neyðarskýlið voru þau komin um klukkan 4:30. Í skýlinu er tal- stöð en þau náðu engu sambandi fyrr en þyrla Landhelgisgæsl- unnar flaug þar yfir á leið sinni á Hornafjörð nokkru fyrir hádegi. Ekki var um neyð að ræða en Chris segir að hann hafi viljað láta vini og kunningja, sem hugs- anlega hefðu áhyggjur, vita af því að það væri allt í lagi hjá þeim. Voru vatns- og matarlítil Einnig hafi þau verið vatns- og matarlítil þar sem meginhluti af búnaði þeirra var í bátunum. Ef veðrinu slotaði ekki næstu daga hefði verið ljóst að þau þyrftu meiri birgðir. Það hafi orðið úr að björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri náði í þau. Ferðinni halda þau áfram í dag. Þrír bandarískir kajakræðarar lentu í kröppum dansi við Skaftárósa „Vissum að þetta yrði slæmt“ Bátar og tjöld grófust smám saman í sandinn, segir Chris Duff. BRETI og Þjóðverji um fimmtugt eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík en þeir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli á laugar- dagskvöld eftir að um 3-4 kíló af hassi fund- ust í farangri annars þeirra. Mennirnir komu með flugvél frá Barce- lona á Spáni og segir Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli, að tollgæslan hafi grunað þá um að standa saman að smyglinu. Rannsókn málsins er nú í höndum lög- reglunnar í Reykjavík og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Breti og Þjóð- verji í haldi vegna smygls ♦ ♦ ♦ ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir óánægju hafa blossað upp í öll þau skipti sem byggðakvóta hefur verið úthlutað. Útfærsla slíkrar úthlutunar sé afar erfið í framkvæmd og hún verði alltaf að einhverju leyti matskennd. Reynt sé að vanda til verksins en vandamálið sé að það geta ekki allir fengið aflaheimildum út- hlutað með þessum hætti. Þetta kom fram í ræðu Árna á sjómannadeg- inum í Reykjavík í gær. Hann sagði jafnframt erfitt að leysa vandamál einstakra byggða á sviði sjávarútvegs. „Einn möguleiki væri að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila. Með því væri spornað við flutningi aflaheimilda úr einstökum byggðum. Hér er þó alls ekki hugmyndin að stuðla að end- urreisn bæjarútgerða.“ Í stjórnarsáttmálanum væri kveðið á um mögulega úthlutun byggða- kvóta en líklega væri auðveldara að koma við al- mennum leikreglum með línuívilnun fyrir dag- róðrabáta. Kanna ástæður ótímabærrar örorku sjómanna Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Ís- lands, sagði sjómannsstörf með áhættusömustu störfum í samfélaginu. 43% af gjöldum Lífeyr- issjóðs sjómanna fara í örorkubætur en hlutfallið er að meðaltali 16% hjá öðrum lífeyrissjóðum og hjá einstökum sjóðum innan við 2%. „Þess vegna hefur stjórn Lífeyrissjóðs sjó- manna ákveðið að kanna starfsferil þeirra sem nú eru á örorkubótum hjá sjóðnum til þess að átta sig á hvort einhver ákveðin störf öðrum fremur valdi örorkunni. Ef sú reynist raunin er næsta skref að koma á, í samvinnu við útgerðarmenn, nauðsynlegum breytingum um borð sem dregið geta úr og helst komið í veg fyrir ótímabæra ör- orku.“ Tækist ekki að draga verulega úr örorku- greiðslum Lífeyrissjóðs sjómanna benti margt til að sjóðurinn gæti ekki staðið undir skuldbind- ingum sínum án aukinna tekna. Jafnframt sagði Helgi að deilumálum milli sjó- manna og útgerðarmanna hefði fjölgað verulega. Áður voru mál leyst í bróðerni milli útgerðar- manns og sjómanns en þau lentu nú á borði lög- manna og í framhaldinu fyrir dómara. Þetta hefði aukist mikið hin síðari ár, sér í lagi eftir að eign- araðild að útgerðum fór á frjálsan markað. Morgunblaðið/Jim Smart Fjöldi fólks fylgdist með árvissum koddaslag á sjómannadaginn í Hafnarfirði í gær. Þegar svo vel viðrar tekur sjórinn ekki jafn harkalega á móti bardagamönnum þegar þeir falla af slánni. Togarajaxlar hafa aldrei látið kaldan sjó aftra sér frá þátttöku þótt þessir herrar væru heldur vel búnir. Sjávarútvegsráðherra telur almennar leikreglur skýrari með línuívilnun Úthlutun byggðakvóta hefur ýtt undir óánægju  Deilumálum/6 MALARNÁM austast í Ingólfsfjalli er farið að ógna vatnsbóli Árborgar að sögn Ein- ars Njálssonar bæjarstjóra og hafa menn í Árborg áhyggjur af stöðu mála og eins því útlitslýti sem blasir við í fjallinu. Námið í Ingólfsfjalli er innan marka sveitarfélagsins Ölfuss en nær alveg að landamörkum Ölfuss og Árborgar. Námið er hins vegar á einkalandi og hófst fyrir tíma breytinga sem gerðar voru á nátt- úruverndarlögum og sveitarfélögin eiga því erfitt um vik að taka á málum. Unnið hefur verið að drögum að að- alskipulagi Ölfuss og hafa Árborgarmenn fundað með Ölfusingum vegna malartök- unnar í Ingólfsfjalli. Einar segist vonast eftir að takast megi að ná bærilegri lausn í málinu. Morgunblaðið/Rax Bæjaryfirvöld í Árborg hafa áhyggjur af malarnáminu, en það byggist á eldri lögum. Malarnám ógnar vatns- bóli Árborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.