Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 27 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. X-ið 977 SG DV Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart!  Kvikmyndir.com X-ið 977 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum! www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 Ef þú ert svikahrappur, gættu að því hvern þú prettar! Frábær glæpaþriller! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 16 Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri Einkenni / Identity  Leikstjórn: James Mangold. Handrit: Michael Cooney. Aðalhlutverk: John Cus- ack, Amanda Peet, Ray Liotta, Rebecca DeMornay, Clea DuVall og Alfred Molina. Lengd: 90 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. STORMUR brestur á á afsekktu svæði í Nevada og hrekjast nokkr- ir ferðalangar undan flóðum og þrumuveðri inn í niðurnítt mótel við þjóðveginn. Hópurinn saman- stendur m.a. af vafasömum mót- elstarfsmanni, einkabílstjóranum Ed sem áður starfaði sem lögga (John Cusack), lögreglumanninum Rhodes (Ray Liotta) sem er að flytja fanga milli staða og fyrrum gleðikonunni Paris (Amanda Peet) sem er á leið til Flórída til að byrja nýtt líf. Aðrir sem eru svo óheppnir að króast inni á mótelinu eru ungt nýgift par, afdönkuð leik- kona og eiginmaður sem kemur á hótelið með slasaða eiginkonu sína og skelfingu lostinn ungan son hennar. Þeir James Mangold og Michael Cooney byggja í byrjun þessarar athyglisverðu kvikmyndar upp dæmigerðar aðstæður fyrir hroll- vekju, þar sem ókunnur morðingi ræðst á innikróaðan hóp persóna, sem taka að týna tölunni ein af annarri. Það sem einkennir mynd- ina er meðvituð vísun í hrollvekju- hefðina, unnið er með frægt grunnminni úr sögunni „And Then There Were None“ eftir Agöthu Christie jafnframt því sem vísanir í hrollvekjur á borð við „Psycho“ og „The Shining“ eru undirliggj- andi í fléttunni og myndmálinu án þess að það skyggi á sjálfa söguna sem er fersk, frumleg og lipurlega framsett. Vísanirnar eru oft snjall- ar, t.d. tekst leikstjóra og hand- ritshöfundi að endurskrifa hið fræga sturtuatriði úr „Psycho“ á óvæntan hátt og notast þar eink- um við hálfgagnsætt sturtuhengi og rigningu. En meginhlutverk vísananna er þó það að leiða áhorfandann áfram í tilrauninni til að leysa ráðgátuna um hver af mótelgestunum tíu sé morðinginn, leita líklegra lausna í rökheimi hrollvekjanna. En smám saman beygir fléttan út af hinni kunnuglegu braut og undarleg lög- mál taka að gera vart við sig í söguheiminum. Sagan er sögð í endurliti einnar persónunnar og í þeirri frásögn kemur í ljós, að ekki er allt sem sýnist. Tilviljanir og orsakasamhengi reynast þar hafa allt að því banvænt vægi og verður ráðgátan sem áhorfandinn glímir við að leysa í samvinnu við sögu- persónur sífellt flóknari. Best er að hafa sem fæst orð um lausnina aðra en þá, að hún leiðir í ljós skemmtilega úthugsað handrit, sem fléttar saman hrollvekjunni og sálfræðitryllinum á ferskan og frumlegan máta. Reyndar er gripið til dálítið ein- feldningslegra sálfræðiaðferða í tilraunum til að ráða niðurlögum morðingjans undir lokin, en þar er líklega eina veikleika myndarinnar að finna. Leikstjórnin er þétt og persónur vel mótaðar sem verður til þess að áhorfandinn dregst inn í söguheiminn og tekur þátt í ráð- gátunni af innlifun. Góðir leikarar hafa valist í öll meginhlutverkin og vegur frammistaða þeirra Johns Cusacks, Amöndu Peet og Rays Liottas þar þyngst. Einkenni er ómissandi kvikmynd fyrir þá sem hafa gaman af góðum ráðgátum og frumlegum kvikmyndafléttum. Heiða Jóhannsdóttir Hver er morðinginn? Flókin morðráðgáta uppfull af vísunum í hrollvekjuhefðina: John Cusack og Amanda Peet í hlutverkum sínum í Einkenni. Hafðu það skemmtilegt í sumar! Leigjum út flest allt sem þú þarft fyrir veisluna þína Brúðkaup - Afmæli - Ættarmót - Vörukynningar - o.fl. Þegar allt á að heppnast www.skemmtilegt.is Skútuvogi 12L - 104 Reykjavík Sími 557 7887 - Fax 557 7855 skemmtilegt@skemmtilegt.is Skemmtilegt Hátíðlegt Regnhelt Reynsla Öryggi Gæði Sterk og falleg tjöld fyrir: Brúðkaup - Afmæli - Ættarmót - Garðveislur- Landsmót - Vörukynningar - Kvikmyndaver - Bæjarhátíðir Einnig höfum við: Borðbúnað - Borðdúka - Borð - Stóla - Bekki - Rennibrautir - Hoppukastala - Boxhringi - Gladiator - Candyflosvélar - Poppvélar - Gjallarhorn Paul McCartney segist hafa sæst við Yoko Ono en þau hafa um nokk- urt skeið deilt um hvernig eigi að skrá lög þeirra Pauls og John Lenn- on. Hingað til hefur verið venja að skrá höfundana „Lennon-McCart- ney“ en Paul hefur viljað nota „McCartney-Lennon“ í þeim lögum sem hann átti meira í. Einnig hefur verið gert ljóst að síðustu tónleikar heimsreisu Pauls verða haldnir heima í Liverpool …Gamla kyn- táknið Richard Chamberlain er nú komið úr skápnum og hefur greint frá samkynhneigð sinni. Ýmislegt hefur áður verið gefið í skyn en nú hefur hann opnað alla skápa upp á gátt í nýrri ævisögu sem væntanleg er á næstu dögum. Chamberlain segist feginn að hafa létt þessari byrði af sér …Angelina Jolie og Billy Bob Thornton eru par ei meir. Á dögunum fengu þau lögskilnað og lýkur þar með einu umtalaðasta ást- arsambandi Hollywood. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.