Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 15 ÞÁ ER röðin komin að Rauf- arhöfn. Móðuharðindi af mannavöld- um ríða nú af fullum þunga yfir þetta þorp, þar sem eitt sinn voru meiri umsvif í sjávarútvegi en víðast hvar ann- ars staðar í landinu. Þessi móðuharðindi heita á máli hinnar nýju auðstéttar kvótaflokkanna hagræðing. Unga konan í stöðu sveitarstjóra Raufarhafnar kvartaði m.a. undan því á dögunum að þeir þar skyldu ekki hafa verið aðvaraðir fyrr af Hagræðingum. Átti hún kannski von á að íbúarnir yrðu upplýstir um eyð- ingu þorpsins fyrir þingkosning- arnar 10. maí sl.? Hagræðingar eru nú tillitssamari en svo við umsjónarmenn sína í póli- tík. M.a.s. er trúlegt að þeir hafi beð- ið með dauðadóminn þar til herr- arnir höfðu lokið sér af á Alþingi við að flytja landsmönnum bjartsýnis- boðskap sinn. Hið nýja auðvald á flest undir því að kvótaflokkarnir lafi sem lengst við völd. Enda uppsker það fyrir nærgætni sína, þegar for- maður Sjálfstæðisflokksins velur sem eftirmann sinn í stól forsætis- ráðherra sjálfan frumkvöðul kvóta- kerfisins, formann Framsókn- arflokksins, til að fullvissa Hagræðinga um að áfram verði haldið á sömu braut og þrælatökin hert ef þurfa þykir. Með engu móti gat formaður Sjálfstæðisflokksins launað Hagræðingum ríkulegar fyr- ir stuðninginn í alþingiskosning- unum, né heldur bætt stöðu Fram- sóknarformannsins betur í augum þeirra, enda veitti ekki af eftir þá gríðarlegu skattlagningu sem á þeim hafði hvinið í kosningahríðinni. Ef svo heldur fram sem horfir er ekki spurningin hvort fleiri fiskibæir á Íslandsströndum líði undir lok heldur hvenær kemur að þeim næsta. Og þingmenn Norðaust- urkjördæmis blása til fundar að ræða uppákomuna á Raufarhöfn. Það má vel vera að komi að gagni. Hinsvegar má benda á að í þeim hópi þingmanna eru í meirihluta þeir, sem einna einlægast hafa barizt fyr- ir framgangi þeirrar stefnu í fisk- veiðimálum, sem nú ríður Rauf- arhöfn á slig. Eiga þar allir þingmenn kvóta- flokkanna óskilið mál, þótt sérstakir þingmenn Samherja hafi verið at- kvæðamestir, sem vonlegt er. Þegar staða þeirra nú í Sjálfstæð- isflokknum er ígrunduð sannast enn hið fornkveðna að laun heimsins eru vanþakklæti. Örvingluð stúlka í stöðu sveit- arstjóra spyr hversvegna ekki hefði mátt aðvara íbúa þorpsins fyrr. Hún áttar sig ekki á því fremur en alltof margir aðrir að aðvörunin er löngu fram komin. Allt frá því sem Hag- ræðingum var gefinn laus taum- urinn af núverandi valdhöfum hefði öllum átt að vera fullljóst til hvers leiða myndi. Öll þorp og allir bæir landsbyggðar byggðust upp af, og áttu líf sitt undir sjósókn. Þegar íbú- unum var bannað að sækja sjóinn sinn þurfti engum blöðum um það að fletta til hvers leiða myndi. Á þetta hefir verið bent í ræðu og riti þrá- sinnis í þrettán ár eða frá því sem hið frjálsa framsal veiðiheimilda var lögleitt og lénsherrarnir tóku að maka krókinn á kostnað allra hinna, enda varðir af ríkisvaldi, sem þegnar landsins kjósa yfir sig enn og aftur, þrátt fyrir staðreyndir, sem við blasa. Meðal annarra orða: Er búið að loka síldarverksmiðju Rauf- arhafnar? Hagræðingar Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins.                       ! 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.