Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓIN hafa afhent Umhyggju, félagi langveikra barna, eina milljón króna er safnaðist á skyggnilýs- ingarfundi og kvikmyndasýningu í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri í síðasta mánuði. Miðlarnir Þórhallur Guðmundsson og Valgarður Einarsson stýrðu skyggnilýsingunni og á eftir var forsýnd kvikmyndin „How To Lose a Guy In 10 Da- ys“. Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, og Val- garður afhentu Dögg Káradóttur, framkvæmda- stjóra Umhyggju, afrakstur söfnunarinnar síðastlið- inn föstudag. Morgunblaðið/Jim Smart Ein milljón króna til Umhyggju annars jafnari samkeppnisstaða skólanna, aukið fjárhagslegt sjálf- stæði þeirra, betri nýting á fjármun- um og aukinn sveigjanleiki í rekstri. Hún ítrekaði að hún tæki undir með Runólfi og legði til að nýkjörin stjórn stuðlaði að breytingum á rekstri rík- isrekinna háskóla og gerði þá alla að sjálfseignarstofnunum. Sömuleiðis hvatti hún til að fram- haldsskólar yrðu reknir með svipuðu sniði. Guðfinna lagði áherslu á að augljósir kostir fylgdu sjálfseignar- stofnanafyrirkomulaginu. Hún höfð- aði til viðstaddra, sem reka fyrir- tæki, og spurði: „Munduð þið einhvern tímann láta starfsmenn fyrirtækisins kjósa um framkvæmdastjóra eða forstjóra, líkt og gert er í gamla fyrirkomulag- inu gagnvart rektorum? Þá á rektor vald sitt undir undirmönnum sínum og þetta er ekki rekstrarform sem samræmist nútímalegum vinnu- brögðum. Það er miklu skynsam- legri leið að nýta sjálfseignarstofn- anirnar.“ GUÐFINNA S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, tekur undir með Runólfi Ágústssyni, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, og skorar á stjórnvöld að endurskoða rekstr- arfyrirkomulag ríkisháskólanna. Þetta kom fram í ræðu er Guðfinna hélt við útskrift MBA-nema frá skól- anum í gær. 29 nemendur voru brautskráðir úr MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn og var þetta í annað sinn sem skólinn útskrifar nemendur með alþjóðlega MBA-gráðu. Við athöfnina í gær fluttu, auk Guðfinnu, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, og Agnar Hansson, forseti við- skiptadeildar HR, hátíðarræður. Þá veitti Verslunarráð Íslands Árna Stefánssyni verðlaun, en hann hlaut hæstu meðaleinkunnina. Í ávarpi sínu kom Guðfinna inn á háskólastigið á Íslandi, auk þess sem hún fjallaði um MBA-nám og um leiðtoga. Hún lagði áherslu á að ríkið gegndi þríþættu hlutverki gagnvart öllum háskólum landsins. Það setti leikreglurnar með lögum og reglu- gerðum og byggi þannig til umhverfi um starfsemi skólanna. Í öðru lagi fjármagnaði það kennslu og að ein- hverju leyti rannsóknir og loks sinnti það eftirlitshlutverki, meðal annars gæðaeftirliti og eftirliti með nýtingu fjármagns. Starfsmannaþátturinn þyngri í vöfum „Ekki þarf MBA-gráðu til að koma auga á að rekstrarskilyrði rík- isreknu skólanna eru einkennileg í stjórnunarlegum skilningi. Þar er staðan sú að ríkið semur við ríkið og hefur einnig eftirlit með rekstri rík- isins. Eins er allt umhverfi í starfs- mannamálum mun þyngra í vöfum hjá ríkisreknu skólunum en þeim einkareknu,“ benti Guðfinna á. Hún sagði að ef farið væri að for- dæmi Dana myndu allir háskólar hér á landi verða reknir af sjálfseignar- stofnunum. Kostir þess að nýta þetta fyrirkomulag væru margir, meðal Rektor Háskólans í Reykjavík við útskrift MBA-nemenda Stjórnvöld endurskoði rekstrarfyrirkomulag ríkisháskólanna Morgunblaðið/Jim Smart 29 nemendur útskrifuðust með alþjóðlega MBA-gráðu frá HR í gær. YNGVI Pétursson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík, segir deilu rík- isins og Reykjavíkurborgar um kostnaðarskiptingu nýrra skóla- bygginga framhaldsskóla með öllu óþolandi og hafa óheppileg áhrif á framtíð skólahalds og skipulag þess. Áætlanagerð um húsnæði Mennta- skólans í Reykjavík bíður langþráðs samkomulags ríkis og borgar og for- gangsröðunar þeirra verkefna sem í því felst. Hann lýsti yfir þungum áhyggjum af ófremdarástandi í húsnæðismál- um gömlu framhaldsskólanna í Reykjavík og þá ekki síst mennta- skólans í Reykjavík, þegar hann brautskráði stúdenta á föstudag. „Þrengt hefur verið að rekstrar- grundvelli bóknámsskóla með fjár- lögum fyrir árið 2003 en sá vandi bliknar þegar hugað er að því ófremdarástandi sem húsnæðismál- in eru í. Miðað við hástemmdar radd- ir á opinberum vettvangi um mik- ilvægi kennslu og skólahalds hljóta að vera fyrir hendi lágmarksviðmið- anir um aðbúnað í kennsluhúsnæði fyrir nemendur í framhaldsskóla á 21. öldinni.“ Við þetta tækifæri þakkaði rektor þeim kennurum, sem hafa lengstan starfsaldur við skólann, sérstaklega fyrir dygga og áratugalanga þjón- ustu við nemendur við brautskrán- ingu stúdenta á föstudaginn. Kallaði hann við það tilefni þau Ásmund Guðmundsson, Björn Búa Jónsson, Gylfa Guðnason, Ólaf Oddsson, Rögnu Láru Ragnarsdótt- ur, Skarphéðin Pálmason og Stein- unni Einarsdóttur upp á svið þeim til viðurkenningar. Eyvindur Ari Pálsson hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi í ár, 9,89. Semidúx árgangsins er Björg Sigríð- ur Hermannsdóttir með 9,55 í ein- kunn. Aðrir nemendur sem fengu ágætiseinkunn á stúdentsprófi eru Þorgeir Arason, 9,35, Eva Guðrún Sveinsdóttir og Rósa Signý Gísla- dóttir, 9,34, Baldvin Kári Svein- björnsson, 9,18, og Ragnar Pálsson með ágætiseinkunn 9,12. 134 nemendur gengust undir stúd- entspróf í MR í ár. Á föstudag voru 128 stúdentar brautskráðir, 16 úr fornmáladeild, 15 úr nýmáladeild, 33 úr eðlisfræðideild og 64 úr náttúru- fræðideild. Rektor MR um byggingaframkvæmdir við framhaldsskóla Deila um kostnaðar- skiptingu óþolandi RÁÐSTEFNAN Nordiske dataling- vistik dager (NODALIDA) var hald- in í fjórtanda sinn í Odda í Háskóla Íslands um helgina. Fræðimenn jafnt sem áhugafólk á sviði tungu- tækni komu þar saman og voru 42 fyrirlestrar í boði á tveimur dögum. „Ráðstefnan er haldin til skiptis á Norðurlöndum og hefur einu sinni áður verið haldin á Íslandi, fyrir 14 árum. Það var svo sem komið að okkur fyrir nokkru en vegna þess að það hafa eiginlega engir verið hér á þessu sviði þá leið svona tími áður en hún var haldin aftur hér,“ segir Ei- ríkur Röngvaldsson, prófessor í ís- lensku við Háskóla Íslands. Að hans sögn komu yfir 70 gestir að utan, en hátt í 100 þátttakendur voru á ráðstefnunni. Erindi voru flutt um öll svið tungutækninnar, til dæmis vélrænar þýðingar, vélræna talgreiningu og ýmislegt fleira. „Það er erfitt að segja til um hvort einhver erindi stóðu upp úr. Mér fannst margt sem ég sá mjög for- vitnilegt, sérstaklega fyrir okkur sem erum að fara af stað hér, þá var mjög gagnlegt að sjá hvað menn eru að gera annars staðar,“ segir Eirík- ur og bendir á að á sumum sviðum séu hinar Norðurlandaþjóðirnar komnar langt fram úr Íslendingum. Hann nefnir sem dæmi að nokkur spennandi erindi hafi verið flutt um samræðukerfi, en það eru kerfi þar sem menn tala við tölvu. „Það voru nokkur erindi í tengslum við þetta sem mér fannst mjög forvitnileg af því ég er þátttakandi í Hjal-verkefn- inu sem er að fara af stað. Það var mjög gott fyrir okkur að fá þessi er- indi í tengslum við það,“ segir hann og undirstrikar mikilvægi ráðstefnu af þessu tagi fyrir Íslendinga, ekki síst þar sem nám í tungutækni er nýlega hafið við Háskóla Íslands. Samstarfsnet fræðimanna á Norðurlöndum Síðastliðinn miðvikudag var síðan málþing á vegum Norrænu rann- sóknaráætlunarinnar í tungutækni, einnig í Odda. Að sögn Eiríks er Norræna rannsóknaráætlunin áætl- un til fimm ára, sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir og þró- unarstarf á sviði tungutækni á Norð- urlöndum og efla samstarf á því sviði. „Þessi áætlun gerir það með því að styrkja samstarfsnet fræðimanna á Norðurlöndum um ýmis verkefni og með því að halda þessi málþing einu sinni á ári. En þingið var haldið í samvinnu við verkefnisstjórn í tungutækni sem er á vegum menntamálaráðuneytisins,“ bætir hann við. Hann segir að Íslending- um hafi gefist kostur á að kynna nokkur verkefni sem verið er að vinna hér á landi og eru kostuð af tungutæknisjóði, auk þess sem nokkur af þessum samstarfsnetum sem norræna áætlunin hefur kostað voru kynnt. Morgunblaðið/Jim Smart Hátt í hundrað gestir sóttu norræna ráðstefnu um tungutækni. Norræn ráðstefna um tungutækni Hinar þjóðirnar komnar fram úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.