Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sungið í Vatíkaninu Óvæntur hápunktur KARLAKÓR Akur-eyrar - Geysir erá söngferðalagi um Ítalíu. Síðastliðinn fimmtudag söng kórinn við messu í Péturskirkj- unni í Róm. Áætlað var að Jóhannes Páll páfi yrði viðstaddur og syngi aðal- messuna, en hann mætti ekki heldur kom einn af monsignorunum hans í staðinn til þess að messa. Fleira óvænt gerðist en Birgir Guðmundsson, einn kórfélaga, var feng- inn til að lesa ritningar- grein við messuna. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins náði í Birgi, var hann staddur í rútu á Ítalíu og var hann fyrst spurður að því hvort hann hafi verið lengi í kórnum. „Þegar ég flutti norður 1997 ákvað ég að láta gamlan draum rætast um að ganga í karlakór. Þá hafði ég nýlega séð myndina um karlakórinn Heklu og fannst hún bæði fyndin, skemmtileg og með góðri tónlist. Því ákvað ég að skella mér í kórinn og kynn- ast nýju fólki. Nú má segja að maður sé hálfpartinn að upplifa þá bíómynd.“ – Hvernig líkar þér lífið í kórnum? „Mér líkar mjög vel, það er svo skemmtilegt fólk í þessu. Það er þversnið af þjóðfélaginu sem er í kórnum, menn af öllum stéttum og úr öllum hópum sem eru teknir inn og rifnir upp úr þessu venjulega félagslega um- hverfi og settir inn í nýtt um- hverfi þar sem tónlistin ræður ríkjum. Hin hefðbundna verka- skipting skiptist þá oft nokkuð upp.“ – Hvernig stóð á þessari ferð? „Menn eru búnir að undirbúa hana dálítið lengi og við sóttum um að syngja í Vatíkaninu hjá páfanum, sem við reyndar bjuggumst ekki við að yrði við- staddur. Síðan kom í ljós að það stæði til að páfi yrði viðstaddur messuna og jafnvel að syngja hana. En hann var ekki við- staddur og við fengum enga skýringu á því. Við fréttum að hann hafi ekki heldur verið við- staddur hátíðarmessu sem hann átti að vera viðstaddur í gær [laugardag]. En það er aukaat- riði því við fengum að syngja við háaltarið þar sem einungis tólf ákveðnir karlmenn mega messa, á stað þar sem ferðamenn fá aldrei að koma.“ – Hvernig stóð á því að þú varst beðinn um að lesa ritning- argrein við messuna? „Þegar við vorum að ganga inn í kirkjuna, þá var mér rétt ensk biblía og ég spurður hvort ég vildi ekki lesa ritningargrein upp úr henni. Postulasögur eða eitthvað slíkt, um Pétur postula og Pál postula, ritningarorð dagsins, sem ég þáði með þökk- um því þá komst ég inn fyrir gráturnar og nær helgidómnum. Þetta er eitthvað sem maður gerir bara einu sinni á ævinni.“ – Varstu ekki stressaður? „Kannski aðeins, því letrið á biblíunni sem ég fékk var ansi smátt. Ég var svolítið hræddur um að ég myndi ekki sjá al- mennilega til þarna inni, það er nú ekki flúorljósum fyrir að fara þarna. En þetta bjargaðist ágæt- lega, þegar ég var búinn að ná tökum á því og ná að átta mig á fókusnum á textann, þá var þetta allt í lagi. Nei, ég var ekk- ert stressaður.“ – Hvernig var að lesa upp úr biblíunni? „Þetta gekk mjög vel en bibl- íumálið er mál sem manni er ekki mjög tamt, þannig að ég þurfti nú að vandi mig svolítið.“ – Er þetta ekki hápunktur- inn á söngferlinum? „Ég hugsa að hjá mér sé þetta óvæntur hápunktur ferilsins.“ – Hvernig voru viðtökurnar? „Yfirpresturinn var svo ánægður að hann tímdi ekki að láta undirleikarann fá nóturnar frá okkur því hann ætlaði að eiga þær sjálfur. Presturinn hafði skoðað nóturnar vel áður og krafðist þess að undirleikarinn hefði forspil, en það var ekki í nótunum. Hann sagði henni að hún yrði að „improvisera“ sem og hún gerði. En þegar hún vildi fá lánaðar nóturnar hjá honum þá tímdi hann ekki að láta hana fá þær. Það sagði okkur aðstoð- armaður þarna á eftir að þetta væri mjög óvenjulegt og það hefði verið greinilegt að hann hefði verið mjög hrifinn af þess- ari hefðbundnu íslensku tónlist. Það var augljóst að hann var mjög hrifinn og gríðarlega ánægður með okkur.“ – Eigið þið eftir að syngja meira í ferðinni? „Við erum núna á ferðinni og í kvöld [sunnudag] verða lokatón- leikarnir hjá okkur en þá syngj- um við á listahátíð uppi í Sio Soles sem er rétt hjá Flórens, sem er hálfgerð sumar- listahátíð. Þar syngj- um við bæði hefðbund- in íslensk og ítölsk lög, við höfum verið meira í kirkjulög- unum því við höfum verið að syngja í kirkjum. Þegar loka- tónleikunum er lokið þá verður smáfrí hjá okkur. Við eigum eftir að vera hér í viku í viðbót, en við komum aftur heim næsta laug- ardag. Við ætlum að slappa af og fara á sólarströnd, þar sem hver syngur með sínu nefi.“ Birgir Guðmundsson  Birgir Guðmundsson er að- junkt í rekstrar- og viðskipta- deild við Háskólann á Akureyri. Hann er fæddur í Reykjavík 1956 og ólst þar upp. Árið 1980 lauk hann BA-prófi frá Háskólanum í Essex í Bretlandi og 1983 lauk hann meistaraprófi í sögu og stjórnmálafræði frá háskólanum í Manitoba í Kanada. Birgir var blaðamaður til margra ára á NT, Tímanum, Degi-Tímanum, Degi og nú síðast var hann blaðamað- ur og ritstjóri á DV. Hann er gift- ur Rut Petersen og eiga þau sam- an tvö börn, Gunnar Erni og Iðunni Dóru. Las ritningar- grein við messuna ÞESSI vikugamli brandugluungi var fremur hress með lífið og tilveruna í Þrastaskógi í Grímsnesi þar sem hann beið þess að móðir hans færði honum eitthvað gott í gogginn. Móðir hans var varari um sig en það sást til hennar á flugi með smáfugl í klónum. Hugsan- lega þröst, sem ætti að vera nóg af í Þrastaskógi. Morgunblaðið/Gunnar Tómasson Brandugluungar komnir á stjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.