Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 26
Hópurinn sem hélt út báða sólarhringana við kirkjuna á Úlfljótsvatni. SUMARMÓT ÆSKR (Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Reykjavík- urprófastsdæmum) var haldið á Úlf- ljótsvatni helgina 20.–22. júní í blíðskaparveðri. Hátt í 40 manns tóku þátt í mótinu, að leiðtogum meðtöldum, en mótið stóð í tvær nætur með tilheyrandi dagskrá. Yfirskrift mótsins var „Náttúruleg snilld“ og lögð var áhersla á náttúruna og sköpun Guðs. Guðni Már Harðarson, mótsstjóri, sagði mótið hafa farið mjög vel fram. „Mér fannst sérstaklega gaman hvað jákvæðni var ríkjandi. Ungling- arnir tóku þátt í því sem var í boði. Veðrið var í stíl við andann á mótinu, sól og blíða allan tíman. Það er svo mikilvægt að gera eitthvað með ung- lingum á sumrin líka. Það er tíminn sem margir byrja að neyta vímuefna. Eina sem skyggði á mótið var að það var ættarmót í næsta nágrenni og fólkið þar virtist ekki nota sömu að- ferðir og við til skemmtunnar. Ég persónulega var í skýjunum þegar ég kom af mótinu eftir góða helgi í góð- um félagssakp,“ segir Guðni Már. Diljá Runólfsdóttir og Gunnar Sturla Ágústuson voru meðal þeirra sem tóku þátt í sumarmótinu. Diljá er í Æskulýðsfélagi Nes- og Dómkirkju og byrjar í 10. bekk í Landakotsskóla í haust. Hún hefur verið í æskulýðsfélaginu frá því í 8. bekk og ber því góða söguna. Gunnar Sturla Ágústuson er í Æskulýðsfélagi Hafnarfjarðarkirku. Hann er að fara í 10. bekk í Setbergs- skóla og hefur verið í æskulýðsfélag- inu meira eða minna síðan í 8. bekk. Hvað gera unglingar í æskulýðs- félögum? „Við erum mest í leikjum og hittum nýja krakka. Svo er alltaf trúnni blandað inn í þó að það sé ekki endi- lega aðalatriðið,“ svarar Diljá. gott við þann sem sat við hliðina á manni. Svona leikir koma manni í gír- inn, kemur sjálfstraustinu í gang. Mín kirkja fór í river rafting [flúða- siglingu] fyrir mótið. Það var rosalegt stuð. Ég fór líka í fyrra með kirkj- unni. Þetta er svona árleg ferð,“ svar- ar Gunni. „Það var mjög skemmtilegt og mikið stuð,“ segir Diljá. „Við vorum í alls konar leikjum, mest í kynningar- leikjum og leikjum sem styrktu sam- bandið milli okkar krakkanna og gerðu þetta jákvætt. Svo er alltaf eitt- hvað kristilegt inn á milli. Það voru helgistundir á morgnana og á kvöld- vökunum. Mér fannst gaman hvað ferðin var jákvæð og að við krakk- arnir fengum tækifæri til að hittast og kynnast. Það er svo skemmtilegt við þetta starf að kynnast öðrum krökkum og eignast nýja vini.“ Er mikilvægt fyrir unglinga að kynnast nýjum krökkum? „Já, mér finnst það. Þá kynnist þú kannski nýjum viðhorfum sem eru ekki endilega í þínum vinahópi,“ svar- ar Diljá. Sumarmót ÆSKR Morgunblaðið/Árni Torfason Nátt- úruleg snilld Gunnar Sturla Ágúst- uson: „Tilbreyting frá sjónvarpinu eða tölv- unni.“ Jón Karl, Siggi, Kári, Örn, Gunni og Brynjar skemmtu sér vel á Úlfljótsvatni. Diljá Runólfsdóttir: „Mikilvægt að kynnast nýjum krökkum.“ „Við erum í leikjum og fleiru. Í lok hvers fundar er alltaf helgistund, þá biðjum við stuttar bænir. Einu sinni vöktum við heila nótt. Slöppuðum af, fórum í fótbolta og leiki og svo voru helgistundir á klukkutíma fresti,“ svarar Gunnar „Ég hef alltaf verið frekar ófélagslyndur, hangi heima yf- ir sjónvarpinu eða tölvunni svo að þetta er tilbreyting frá því.“ Eru magir unglingar sem taka þátt í svona starfi? „Það er alltaf ákveðinn kjarni og svo eru sumir sem koma og fara,“ segir Diljá. „Minnsti fundurinn sem ég hef mætt á þá vorum við tveir. En svo er- um við stundum 15–20,“ svarar Gunn- ar. Jákvæðnileikir koma manni í gírinn Hvernig var á sumarmótinu? „Þetta var rosalegt stuð. Við vor- um bara í feitu „tjilli“, fórum í leiki, fótbolta og klifruðum í klifurvegg. Svo fórum við í jákvæðnileiki. Þá átti maður til dæmis að segja eitthvað 26 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 3.40, 5.50 og 8. kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Ef þú skellir á ertu dauður! Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! lli lli i í l í l i Síð. sýn. 2 fyrir 1 kl. 4, 6 og 10. bi. 14 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! 4. SÝNING FIMMTUDAG 3/7 - KL. 20.00 UPPSELT 5. SÝNING FÖSTUDAG 4/7 - KL. 20.00 UPPSELT 6. SÝNING SUNNUDAG 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT 7. SÝNING FIMMTUDAG 10/7 - KL. 20 UPPSELT 8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS 10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 11. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 12. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! SAMSÝNING fimm núverandi og nýútskrifaðra nemenda Listahá- skóla Íslands var opnuð í Galleríi Hlemmi á föstudag. Verk á sýn- inguna völdu Auður Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir sem einnig eru nemendur LHÍ. Vel viðraði á föstudag og geislar sólar læddust inn um glugga og glufur. Gallerí Hlemmur hefur haft það að mark- miði að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að stýra menningar- viðburðum til enda og er þessi sýn- ing liður í því. Heiti sýningarinnar er Fame. I Wanna Live Forever. Listamenn- irnir ungu sem vilja verða eilífir eru Hildigunnur Birgisdóttir, Hörn Harðardóttir, Lóa Hlín Hjálmars- dóttir, Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14–18 og stendur sýningin til 6. júlí. Eilíf list á Hlemmi Morgunblaðið/Arnaldur Myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi ræðir við gesti sýningarinnar. Upprennandi listamenn við eitt verkanna á eilífðarsýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.