Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG kallaði þetta nú fyrst golu, enfljótlega varð ég þó að viðurkennaað hér var töluvert hvassviðri áferðinni sem nærri því bannaði okkur för. Við lögðum samt af stað á tindinn enda var ég harðákveðin í að komast alla leið upp.“ Þetta segir Anna Svavarsdóttir um loka- áhlaup sitt á sjötta hæsta fjall jarðar, Cho Oyu, sem rís í 8.201 metra hæð í Himalaja- fjöllunum. Þegar hún vaknaði í tjaldi sínu í efstu búðum á fjallinu um miðnættið hinn 16. maí beið hennar 25 stiga frost, kæfandi súr- efnisskortur og vindurinn barði tjaldið af hörku. Úti var niðamyrkur og framundan sjö tíma ganga og 700 metra hækkun á tindinn. Höfuðljós og súrefnisgríma eru gulls ígildi á svona stað. Cho Oyu útheimtir ekki sérhæfða klifurkunnáttu en súrefnissnautt andrúms- loftið á svo háu fjalli, kuldinn og rokið hafa rekið margan fjallgöngumanninn niður. Sum- ir láta lífið á fjallinu. „Ég hugsaði ekki svo mikið um gönguna framundan heldur einbeitti mér að hverju skrefi fyrir sig,“ heldur Anna áfram. Þessi 29 ára gamla kona er í raun fremur óreynd í fjallgöngum og byrjaði ekki á þeim fyrr en árið 2000. Engu að síður hefur hún klifið þrjá Himalajatinda og verið nálægt því að komast á tvo til viðbótar, þar af einn í þessari sömu ferð þegar hún reyndi við Shishapangma (8.013 m) að lokinni uppgöngunni á Cho Oyu, en varð frá að hverfa vegna veðurs og þreytu. Á Íslandi eru fáir tindar sem hafa fengið heimsókn hennar og gæti sumum þótt það glapræði að byrja fjallaferilinn eins og hún – nánast á öfugum enda. Ef slíkar efa- semdaraddir hefðu mögulega farið að hljóma innra með henni þar sem hún tróð köldum fótum í háfjallaskóna í hrímuðu tjaldinu og mátaði súrefnisgrímuna þarna um nóttina hefðu þær vikið jafnharðan fyrir einbeittum vilja hennar. Hún var á uppleið þótt hægt gengi í þunna loftinu. Menn verða slappir í svona mikilli hæð „Í svona mikilli hæð, þar sem súrefnið er ekki nema einn þriðji af því sem það er við sjávarmál, verða menn slappir og hægja verulega á sér á göngunni. En þegar ég setti upp súrefnisgrímuna varð ég strax orkumeiri. Við höfðum talsverðar áhyggjur af hvassviðr- inu en sáum að það var sem betur fer ekki að færast í aukana. Við ákváðum því að reyna við tindinn og við héldum af stað frá búð- unum. Á leið okkar var nokkuð bratt kletta- belti sem reyndist þó ekki mikil fyrirstaða þegar á reyndi. Við klifum klettana á jöfnum hraða og fórum okkur að engu óðslega. Það var engin ástæða til að flækja málin þótt maður væri allt í einu kominn í klettaklifur í 7.600 m hæð um miðja nótt.“ Áfram seigl- aðist Anna ásamt leiðsögumanni sínum, Nep- alanum Tshering Phande Bhote, og komust þau á tindinn undir morgun. „Þetta fjall stát- ar ekki beinlínis af mjög formfögrum tindi, heldur lítilli sléttu á kollinum. Þegar þangað kom lá leiðin aflíðandi upp að efsta hlutanum og þar birtist okkur nágrannafjallið Everest og nánast skall á andlitinu á manni. Það var á því augnabliki sem ég vissi að sigurinn væri innan seilingar. Það var líka einkennilegt að standa á tindinum og horfa niður á fjall á borð við Pumori sem er þó sannkallaður fjallarisi. Af tindi Cho Oyu líktist það einna helst þúfu. Reyndar var ekki mikið um fagn- aðarlæti þegar við náðum tindinum, enda tap- ar maður dýrmætri orku í allt hopp og hí við svona aðstæður. Við vorum samt mjög fegin að hafa náð takmarkinu og tókum toppa- myndir hvort af öðru. Við vorum hrædd um að veðrið færi að versna og héldum því fljót- lega niður aftur. Það var ekki fyrr en ég var komin niður af fjallinu sem sigurtilfinningin fór að gera vart við sig. Ég geymdi mynd í huga mér af stundinni á tindinum og rifjaði hana oft upp þegar ég var komin í örugga höfn neðar á fjallinu.“ Ekki komust þó allir í örugga höfn. Þetta klifurtímabil var eitt hið versta í mörg ár í Himalaja vegna storma. „Tveimur dög- um áður en við náðum tindinum mættu okkur nokkrir hópar sem voru á niðurleið eftir mis- heppnaðar tilraunir til að ná tindinum,“ segir Anna. „Þeir þurftu að láta í minni pokann fyr- ir veðrinu og sumir voru illa veðurbarðir. Í þessum leiðöngrum var ekki notast við neitt viðbótarsúrefni og það hefur sjálfsagt gert leiðangursmenn við- kvæma fyrir gríðarlegri vindkælingunni. Þarna sá maður fólk með kalna fingur og einn þeirra hafði greinilega keyrt sig út á fjallinu því hann hneig niður og lét lífið. Þetta bar víst mjög brátt að, hann var einfaldlega á gangi og allt í einu var hann bara farinn.“ – Minnkaði kjarkurinn við að sjá hvað fólk hafði farið illa út úr viðureign sinni við fjall- ið? „Nei, ég var harðákveðin í að halda áfram. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að svona gæti farið. Við áttum eftir að heyra af fleiri dauðsföllum því ofar á fjallinu lét reyndur klifrari frá Ástralíu lífið vegna háfjallaveiki. Háfjallaveikin setti líka mark sitt á okkar hóp því einn úr okkar hópi, Pete, veiktist og þurfti að yfirgefa fjallið án tafar. Hann hafði fengið lungnabjúg og var settur á súrefni og fylgt niður af leiðangursstjóranum okkar, Duncan Chessel. Það var langt í frá auðvelt fyrir okkur hin að vera orðin leiðtogalaus í miðjum leiðangri en áfram héldum við þó og kláruðum leiðangurinn.“ Sló 16 ára gamal hæðarmet íslenskra kvenna Anna Svavarsdóttir er húsasmíðanemi og er á námssamningi hjá Ístaki sem studdi hana til fararinnar. Með uppgöngunni á Cho Oyu varð hún fyrsta íslenska konan til að klífa fjall yfir 8.000 metrum en 14 tindar í heiminum eru yfir þeirri hæð. Enn skal það endurtekið að með uppgöngunni sló Anna 16 ára gamalt fjallahæðarmet íslenskra kvenna. Fyrra metið átti nafna hennar Anna Lára Friðriksdóttir á Huscaran í Perú (6.768 m) árið 1987. Lífið er að færast í eðlilegt horf hjá Önnu Svavarsdóttur, hún er byrjuð í vinnunni aftur og segist fegin að geta gengið að öruggri vinnu við heimkomuna. „Yfirleitt þegar ég kem úr leiðöngrum er ég orðin atvinnulaus,“ segir hún. Stefnan er að ljúka húsasmíða- náminu í haust og ráðast á fjall sem hún kall- ar hlæjandi „skuldafjallið“. Leiðangur af þessu tagi kostar hátt á aðra milljón króna. Og hún segist til í nýjan leiðangur þegar að- stæður bjóða upp á. – Er fólk farið að spyrja þig hvort þú ætlir að verða fyrsta íslenska konan sem klífur Everest? „Já, það er mikið spurt að því.“ – Hverju svarar þú? „Everestleiðangur er mjög stór. Viljinn er fyrir hendi en slíkur leiðangur er dýr og það passar ekki inn í dagskrána mína að ráðast í slíkt verkefni alveg á næstunni. En ef pen- ingur fæst, þá skal ekki standa á mér að hefja æfingar og drífa mig.“ Anna Svavarsdóttir fjallgöngukona fyrsta íslenska konan á tindi Cho Oyu í Himalajafjöllum „Harðákveðin í að komast alla leið upp“ Anna Svavarsdóttir braut blað í íslenskri fjallgöngusögu þegar hún kleif Cho Oyu í Himalajafjöllunum í vor. Þótt aðrir klifrarar hefðu veikst lífs- hættulega og jafnvel beðið bana á fjallinu dró það ekki kjarkinn úr henni- .Örlygur Steinn Sigurjónsson átti samtal við Önnu á dögunum. Aðrar og næstsíðustu tjaldbúðir á fjallinu eru í 7.100 metra hæð Ljósmynd/Tshering Phande Bhote Anna Svavarsdóttir á tindi Cho Oyu, sjötta hæsta fjalli heims, 16. maí 2003. Í bak- sýn er hæsta fjallið, Everest, sem enn hefur ekki verið klifið af íslenskri konu. Morgunblaðið/Jim Smart Lífið er að færast í eðlilegt horf hjá Önnu, hún stefnir að því að ljúka húsasmíðanáminu í haust. Ljósmynd/Anna Svavarsdóttir orsi@mbl.is ÁFORM Landsvirkjunar um hækk- un stíflu í Laxárgljúfri neðst í Lax- árdal standast að mati Náttúru- verndarsamtaka Íslands ekki lög um verndun Mývatns og Laxár í S-Þing- eyjarsýslu. Samtökin benda á að í lögunum segi m.a. að hvers konar mann- virkjagerð og jarðrask sé óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Breytingar á hæð vatnsborðs stöðu- vatna og rennsli straumvatna séu einnig óheimilar samkvæmt lögun- um nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til leyfi Umhverf- isstofnunar. „Yfirlýstur tilgangur Landsvirkjunar með stækkun stíflu í Laxárgljúfri um 10–12 metra er hins vegar sá að koma í veg fyrir sand- burð sem sagt er að valdi óeðlilega miklu sliti á vatnsvélum. Einnig að koma í veg fyrir að ís- og krapastífl- ur myndist við inntak stöðvarinnar. Framkvæmdin mun þó vart bæta miklu við í orkubúskap Landsvirkj- unar. Laxárdalur er einhver fegursti dalur á Íslandi og þar er ein besta urriðaá landsins. Hluti dalsins fer undir vatn nái áform Landsvirkjun- ar fram að ganga.“ Áformum Landsvirkjunar í Laxárgljúfri mótmælt STARFSMENN Landspítala – háskólasjúkrahúss, LSH, hafa kosið nýja salnum, sem tengir Barnaspítala Hringsins við kvennadeild LSH, nafnið „Hring- salur“. Starfsmönnum gafst kost- ur á að velja milli sjö nafna í net- kosningu og hlaut „Hringsalur“ afgerandi kosningu þeirra rösk- lega 400 sem greiddu atkvæði. Nöfnin sjö í netkosningunni voru valin úr um það bil 260 nöfnum sem starfsmenn höfðu áður stungið upp á. Það var Páll Torfi Önundarson læknir sem stakk upp á nafninu sem meðal annars vísar til þess að salurinn snýr út að Hringbrautinni en einnig þess að salurinn minnir á hálfhrings- leikhús. Salur Barnaspítalans fær nafnið Hringsalur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.