Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 29
Í LOK næsta árs er áætlað að tölvuteiknimyndin Anna ogskapsveiflurnar verði tilbúin en myndin er nú í undirbún-ingi hjá CAOZ hf. – hönnun og hreyfimyndagerð. Myndinverður önnur tölvugerða teiknimyndin sem CAOZ sendir frá sér en Litla lirfan ljóta sem kom út í fyrra var afurð sama fyrirtækis. Skáldið Sjón ritar sögu Önnu en hann var sem kunn- ugt er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir skrif sín í mynd Lars Von Trier, Dancer in the Dark. „Sjón skrifaði söguna upp- haflega fyrir hinn þekkta breska Brodsky-kvartett sem jafn- framt fékk Julian Nott til að semja tónverk við söguna. Julian er heimsþekkt tónskáld sem m.a. samdi tónlistina í Óskars- verðlaunamyndirnar um leirhetjurnar Wallace og Gromit. Juli- an mun útfæra tónlist sína fyrir myndina og ráðgert er að Brodsky-kvartettinn muni flytja tónlistina í teiknimyndinni,“ segir í tilkynningu frá CAOZ. Myndin um litlu lirfuna ljótu var fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin en það tekur jafnan langan tíma að gera slíkar myndir. Heimsþekktir listamenn sjá um tónlistina Brodsky-kvartettinn flytur tónlist í myndinni. Tónverkið kall- ast Anna and the Moods, líkt og myndin heitir á ensku, og var hápunktur viðamikillar dagskrár Brodsky-kvartettsins á tón- leikaferðalagi í Bretlandi í febrúar og mars. Á því ferðalagi leik- las Sjón söguna um Önnu undir flutningi Brodsky-félaga við góðan orðstír. Gunnar Karlsson leikstýrir myndinni, líkt og Lirfunni, og stýrir jafnframt listrænni útfærslu myndarinnar. Litla lirfan ljóta hlaut tvenn Edduverðlaun í nóvember í fyrra, sem besta stuttmyndin og svo fékk Gunnar verðlaun fyrir besta útlit mynd- ar. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ, er framleið- andi Önnu, rétt eins og Litlu lirfunnar ljótu. Anna og skapsveiflurnar hefur verið valin til sérstakrar kynn- ingar á teiknimyndahátíðinni Cartoon Forum sem í ár verður í Varese á Ítalíu. Á þeirri hátíð er áhersla á teiknimyndaverkefni sem eru í bígerð, en ekki fullkláraðar myndir. Aðstandendur Önnu eiga þannig kost á að komast í samband við mögulega sýn- endur og dreifingaraðila. Þetta er í annað skiptið sem íslenskt verkefni tekur þátt í Cartoon Forum, en CAOZ hf. kynnti þátta- röð með Litlu lirfunni ljótu þar á síðasta ári, segir í tilkynningu frá CAOZ. Að gera teiknimynd kostar sitt en að sögn aðstandenda mynd- arinnar kemur hún til með að kosta um 56 milljónir króna. Stöð 2 hefur tryggt sér íslenskan sýningarrétt myndarinnar. Tölvuteiknimyndin Anna og skapsveiflurnar er í vinnslu hjá CAOZ Alvarlega sjúkur táningur? Anna og skapsveifl- urnar - Ný teiknimynd í undirbúningi hjá CAOZ TENGLAR ............................................................................................. www.annaandthemoods.com MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 29 Líf eftir kynlíf (Life after Sex) Gamanmynd Bandaríkin 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. (90 mín.) Leikstjórn og handrit: Mike Binder. Aðalhlutverk: Mike Binder, Mariel Hemingway, Colin Firth, Iréne Jacob. ÞETTA er önnur myndin sem ég sé eftir þennan blessaða Mike Bin- der, hin hét Sex Monster og er til á stærri leigum landsins. Og það sem ég velti enn og aftur fyrir mér er hvernig í ósköpunum þess- um vita hæfileika- lausa „meinta“ leikstjóra, hand- ritshöfundi, leik- ara og grínista tekst alltaf að fá svona fína leikara til að vinna fyrir sig. Eftir nánari grennslan á Net- inu fann ég tvær skýringar. Önnur mynd hans Indian Summer þótti þokkaleg og skartaði leikurum á borð við Alan Alda og Diane Lane – getur sem sagt skartað því í fer- ilsskrá – og hann er höfundur „grínþáttanna“ vitavonlausu Mind of a Married Man en af óskiljan- legum ástæðum á sá þáttur sér dygga aðdáendur í röðum áhrifa- manna í Hollywood, þ.á.m. Steven Spielberg. Það skýrir hvers vegna Binder lék í Minority Report og líka það hvers vegna honum hefur enn og aftur tekist að fá stórar stjörnur til að leika aðalhlutverk í mynd eftir sig, en næsta mynd hans kemur til með að skarta eðal- leikkonunni Joan Allen (léku sam- an í The Contender) og Kevin Costner, sem er annar yfirlýstur aðdáandi sjónvarpsþáttanna áður- nefndu. Skemmst er frá að segja að Líf eftir kynlíf er ömurleg mynd. Hún er með öllu ófyndin og staðfestir þá sannfæringu mína að þessi blessaði Binder er haldinn ein- hverri yfirgengilegustu Woody All- en þráhyggju sem um getur. Hvað er það sem aðrir sjá við þennan gaur sem ég fatta ekki? Einhver? Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Margur telur sig Woody Allen Opnunarhátíð skákmótsins í Qaqortoq. Grænlenski trumbudansarinn Jeremias Saaiunuinnaq skemmti gestum. Trumban er tákn réttlætis og rétt- arfars á Grænlandi. Hana má sjá á skiltum utan við réttarsali landsins. Þegar tveir deila nota þeir trumbudans til að útkljá deiluna. Textarnir eru þá nokk- urs konar níðvísur og sá sem fyrr missir andlitið af mógðun tapar deilunni. Trumban er einnig notuð til að segja veiðisögur og skemmta. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Ómar Trumban er tákn réttlætis Lítur út eins og Marilyn Manson EINN góðan veðurdag vaknar fyrirmyndar- barnið Anna og er orðin alvarlega sjúk. Hún lítur út eins og Marilyn Manson og er hræði- leg í skapinu. Þegar foreldrar hennar koma með hana á meðferðarstofnun dr. Artmanns fyrir vandræðabörn gengst hún undir ýmis próf í völundarhúsi hins brjálaða doktors. Niðurstaðan er áfall fyrir alla: ANNA ER ORÐIN TÁNINGUR! Og meðferðarúrræðið er ekki það sem foreldrar Önnu höfðu von- ast eftir … Á þennan hátt er söguþræði hinnar óút- komnu tölvuteiknimyndar Önnu og skap- sveiflnanna lýst.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ KRINGLAN kl. 5.50, 8 og 10.10 Svalasta mynd sumarsins er komin. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.  X-IÐ 97.7  DV KEFLAVÍK kl. 8 og 10. AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.