Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ILMUR er ákaflega afstætt hugtak. Það sem einum þykir hin fegursta angan er í nefi annars argasta ólykt. Lykt er svo per- sónuleg upplifun að í raun er ekki hægt að fullyrða um gæði hennar nema fyrir sjálfan sig. Einnig tengist lykt oft einhverjum við- burðum úr lífinu, þegar maður finnur ákveðna lykt spretta strax fram minningar sem tengjast lyktinni órjúfanlegum böndum. Ilmurinn af nýbökuðum pönnu- kökum minnir mig til dæmis allt- af á ömmu mína sem bakaði auð- vitað bestu pönnukökur í heiminum og fnykurinn af þör- ungamjöli, sem er sérstaklega góður lífrænn áburður fyrir plöntur, minnir mig á gróður- setningu í roki og rigningu. Þannig er lykt, bæði góð og vond, stór hluti af lífi okkar, jafnvel þótt fullyrða megi að lyktarskyn okkar mannanna hafi dofnað með tímanum. Plöntur nota lykt gagngert til þess að laða til sín frjóbera. Þannig er oft ákaflega sætur ilm- ur af plöntum sem eru frjóvgaðar af hunangsflugum, ilmurinn bendir til þess að blómin hafi í sér hunangskirtla sem eru forðabúr flugn- anna. Plöntur sem eru frjóvgaðar af bjöllum gefa frá sér ilm sem minnir meira á ýldufýlu, slík lykt er líklegri til að laða að sér bjöllur en sætur ilmur hunangsblóm- anna. Lykt af plöntum getur líka komið til af því að plönturnar eru að verjast meindýrum. Plöntusafi margra kryddjurta inni- heldur ilmefni sem fæla frá sér meindýr og nægir þar að nefna plöntu eins og graslaukinn. Mannfólkið hefur í gegnum tíðina sóst eftir því að nota ilmandi plöntur í garða sína, sér til yndis og ánægju, og kryddjurtirnar hafa verið fylgifiskar mannkyns í aldaraðir enda eru það oft ein- mitt ilmefnin í plöntusafanum sem gefa matnum okkar ákveðið bragð. Ilmreynirinn íslenski, Sorbus aucuparia, dregur nafn sitt af hinum ilmandi blómum sem hann ber í júní. Blómin eru kremhvít og í stórum sveipum. Sitt sýnist nú hverjum um ilminn, sjálfri finnst mér hann mjög góður en vinkona mín lýsti lyktinni sem örgustu táfýlu. Við höfum deilt um þetta af og til undanfarin ár en enn sem komið er hefur þetta ekki orðið tilefni vinslita. Næt- urfjólan, Hesperis matronalis, er fjölær planta sem hefur verið ræktuð um áratugaskeið á Ís- landi. Blóm hennar eru ýmist bleik með örlítið lillabláum blæ eða hvít. Næturfjól- an myndar breiður og er 60–80 cm há. Hún hefur þann sér- staka eiginleika að blóm hennar ilma sérstaklega mikið á kvöldin og nóttunni og má þar líklega finna skýringu á nafni hennar. Töfratré, Daphne mezereum, er um 1,5 m hár og breiður runni sem blómstrar bleikum, mikið ilm- andi blómum snemma á vorin áður en runninn laufgast. Blómin raða sér nið- ur eftir greinunum þannig að all- ur runninn virðist þakinn blóm- um. Ilmurinn er sætur og sterkur og eykur það á vinsældir tegund- arinnar. Að vísu þroskar töfra- tréð svo eldrauð, baneitruð ber síðla sumars en þau eru svo vond á bragðið að enginn heilvita ein- staklingur myndi smakka fleiri en eitt af þessum berjum. Þær tegundir sem hér hafa verið tald- ar upp eru allar í blóma fyrri hluta sumars. Þegar kemur fram á mitt sum- ar koma inn aðrar ilmandi teg- undir sem gleðja augu og nef garðeigenda. Friggjarlykill, Primula florindae, er um 70 cm há planta með skærgul eða rauð- leit blóm í sveipum efst á blóm- stönglunum. Ilmur friggjarlykils- ins er afar sérstakur, svolítið kryddaður og er hægt að þekkja friggjarlykilinn á löngu færi á ilminum einum saman. Síðla sum- ars koma svo rósirnar fram með blómin sín, eðalrósir eru til af öll- um stærðum og gerðum og ýmist ilmandi eða ekki. Það er auðvitað punkturinn yfir i-ið ef falleg rós ilmar líka. Sumarblóm eru í blóma meira og minna allt sumarið og þar má finna ilmandi tegundir. Skraut- nál, Lobularia maritima, er lág- vaxin planta sem myndar þúfu af hvítum eða bleikum, litlum ilm- andi blómum. Hún er gjarnan notuð með öðrum sumarblómum í potta eða beð og þá oft sem kant- blóm. Ilmskúfur, Matthiola inc- ana var. annua, er annað sum- arblóm sem ilmar skemmtilega. Hann er í bleikum og bláum lit- um, um 30 cm hár og er í blóma seinni hluta sumars. Blómin anga af sterkum kryddilmi og má finna ilminn af ilmskúfnum langar leið- ir. Oft eru það ekki bara blóm plantnanna sem ilma. Við könn- umst öll við það þegar við göng- um um birkiskóg eða innan um aspir eftir rigningu að frá blöðum og brumum þessara trjáa leggur ferskan ilm sem kveikir strax í huganum myndir af sumri og góðu veðri. Oft langar mann hreinlega til þess að hægt væri að setja þennan ferska blæ sum- arsins á flöskur og njóta hans þannig á veturna þegar úti geisar stormur og hríð. Sú lykt sem minnir mig nú samt mest á sum- arið er lyktin af nýslegnu grasi. Þessi lykt er eiginlega græn og þegar hana ber fyrir vit andar maður ósjálfrátt djúpt, eins og þannig sé hægt að anda sumrinu að sér. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Ilmreynir ILMUR Næturfjóla VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 492. þáttur FYRSTA opna Evrópumótinu í brids lauk í Menton í Frakklandi um helgina með því að Bandaríkja- mennirnir Jeff Meckstroth og Eric Rodwell urðu Evrópumeistarar í tvímenningi. Þetta er í fyrsta skipti sem spilarar utan Evrópu hampa þessum titili enda var mótið nú það fyrsta sem opið var öllum spilurum. Meckstroh og Rodwell sýndu og sönnuðu að þeir eru besta bridspar heims. Þeir unnu einnig undanúr- slitin og voru við toppinn í úrslit- unum allan tímann en tryggðu sér sigurinn undir lokin. David Birman og Amir Levin frá Ísrael urðu í 2. sæti og Frakkarnir Paul Chemla og Phillipe Cronier urðu í 3. sæti. Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson urðu í 43. sæti í A-úrslitum af 52 pörum en alls kepptu 340 pör í mótinu. Þrjú önnur íslensk pör tóku þátt í tvímenningskeppninni. Eftir undankeppni spiluðu 130 pör í A-undanúrslitum, þar á meðal þeir Bjarni Einarsson og Þröstur Ingi- marsson sem urðu þar í 51. sæti, og Stefán Jóhannsson og Steinar Jónsson sem urðu í 72. sæti en það nægði ekki til að komast í A-úrslit. Jón og Þorlákur urðu hins vegar í 19. sæti. Magnús Magnússon og Svíinn Peter Berthau enduðu í 101. sæti. Þá spiluðu Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson einnig í mótinu. Þeir komust ekki í A-undanúrslit en í B-undanúrslitum enduðu þeir í 56. sæti af 202 pörum. Keppt var í kvennaflokki í tví- menningnum og þar urðu sigurveg- arar Maria Erhart og Jovanka Smederevac frá Austurríki. Í 2. sæti urðu frönsku konurnar Béné- dicte Cronier og Sylvie Willard og í 3. sæti löndur þeirra Catherine d’Ovidio & Danielle Allouche. Fyrr í vikunni lauk keppni í sveitakeppni í Menton en yfir 140 sveitir hófu keppni í opna flokkn- um, þar af ein íslensk sveit sem skipuð var þeim Jóni, Þorláki, Bjarna, Þresti, Stefáni og Steinari. Sveitin byrjaði á að vinna sinn riðil í undankeppni og komst þannig í A- undanúrslit en náði ekki í A-úrslit- in. Ísraelsk sveit hreppti Evrópu- meistaratitilinn eftir úrslitaleik við franska sveit. Spilararnir í sigur- sveitinni heita Ilan Herbst, Ofir Herbst, Avi Kalish, Leonid Podgur, Doron Yadlin og Israel Yadlin. Í kvennaflokki sigruðu hins vegar ítalskir spilarar, þær Gianna Arrig- oni, Monica Cuzzi, Francesca De Lucchi, Gabriella Olivieri og Annalisa Rosetta, eftir úrslitaleik við Holland. Hitabylgja í Menton Aðstæðurnar í Menton voru ekki upp á það besta. Gífurlegur hiti hefur verið á þessu svæði síðustu vikur og engin loftræsting var í spilasalnum. Þá kvörtuðu spilar- arnir einnig yfir hávaða í spilasal, farsímar hringdu í tíma og ótíma, tímaáætlanir stóðust ekki o.s.frv. Gianarrigo Rona, forseti Bridssam- bands Evrópu, greip til þess óvenjulega ráðs að biðja spilarana afsökunar í mótsblaðinu og lofaði bót og betrun. Það sáust þó góð tilþrif í Menton, þar á meðal frá gamla brýninu Stig Werdelin frá Danmörku. Werdelin var á sínum tíma einn besti spilari í Evrópu og hefur greinilega litlu gleymt þótt árin færist yfir. Norður ♠ 74 ♥ 53 ♦ KG9875 ♣Á93 Vestur Austur ♠ 95 ♠ G10832 ♥ ÁK72 ♥ 98 ♦ D63 ♦ 1042 ♣10742 ♣K65 Suður ♠ ÁKD6 ♥ DG1064 ♦ Á ♣DG8 Werdelin spilaði 3 grönd í suður eftir að hafa sýnt sterk spil með hjarta og spaða. Vestur spilaði út spaðaníunni og sagnhafi drap með drottningu og spilaði hjartadrottn- ingu sem átti slaginn. Vestur tók hjartagosann með kóngi og spilaði meiri spaða á kóng Werdelins. Vestur fékk næst á hjartasjöið. Hann spilaði laufi sem austur drap með kóngnum og spilaði meira laufi á gosa Werdelins. Sagnhafi hugsaði sig nú lengi um í þessari stöðu þar sem hann mátti gefa einn slag. Norður ♠ – ♥ – ♦ KG985 ♣Á Vestur Austur ♠ – ♠ G102 ♥ Á ♥ – ♦ D63 ♦ 104 ♣107 ♣5 Suður ♠ Á6 ♥ 104 ♦ Á ♣D Werdelin sá loksins leiðina. Hann tók tígulás og síðan spaðaás og vestur var þvingaður. Hann mátti ekki henda tígli frá drottningunni og lét því laufasjöuna. Þá henti Werdelin laufásnum í borði, tók laufadrottningu og spilaði vestri inn á hjarta. Hann átti aðeins tígul og varð að gefa Werdelin tígulsvín- inguna. Bandaríkjamenn urðu Evrópu- meistarar í brids Brids Menton, Frakklandi OPNA EVRÓPUMÓTIÐ Haldið í Menton í Frakklandi dagana 14.–28. júní. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org. Guðm. Sv. HermannssonSkólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní                          !   Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 www.casa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.