Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 24
DAGBÓK 24 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Vilnyus vænt- anlegt og út fer Brúar- foss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Brúarfoss væntanlegur. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinustofa kl. 13, söngstund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9-12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13- 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9- 16 handavinna, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 10-11.30 samverustund. Félag eldri borgara í Kópavogi. Skrifstofan verður lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Dal- braut 18-20. Kl. 13 frjáls spilamennska (brids). Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 9-16 opin handavinnustofan, kl. 9-12 myndlist, kl. 13-16 körfugerð, kl. 11-11.30 leikfimi, kl. 13-16 spil- að, kl. 10-13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9- 12, opin vinnustofa, kl. 9-16, félagsvist kl. 14, kl. 9-12 hárgreiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sími 588 2111. Brids kl. 13, spilað verður í Ölveri, Glæsibæ. Gerðuberg, félags- starf. Lokað vegna sumarleyfa frá 30. júní til 12. ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30-12. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9-17, heitt á könnunni, Fé- lagsvist kl. 20.30. Hraunbær 105. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 13 frjáls spilamennska. Fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10- 11 ganga, kl. 9-15 fóta- aðgerð, kl. 9-12 mynd- list, kl. 13-16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 9.30- 10.30 boccia, kl.11-12 leikfimi, kl. 13-16 kór- æfing. Þriðjudaginn 8. júlí kl. 9 verður lagt af stað frá Vesturgötu suður með sjó. Upplýs- ingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 hand- mennt og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia, kl. 13 frjáls spilamennska. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður næst á ferðinni 7. júlí. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjar- skrifstofu Seltjarnar- ness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697, minningar- kortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Í dag er mánudagur 30. júní 181. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. (Jóh. 16, 24.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI var ekki einnþeirra sem á sínum tíma létu setja sérstaka merkingu í símaskrána til að tryggja að símasölufólk hringdi ekki í hann með ýmis gylliboð. Þó að óneit- anlega geti verið ónæði að hringingum frá símasölufyrir- tækjum og félagasamtökum, sem sækjast eftir stuðningi, þá taldi Víkverji sig einfaldlega fullfæran um að segja nei takk við viðkomandi aðila. Í vikunni lét Víkverji þó plata sig svolítið. Þá hringdi til hans fulltrúi SÁÁ, samtaka áhuga- fólks um áfengis- og vímuefna- vandann, og bauð honum hljóm- disk til sölu en andvirðið átti að renna í sjóði SÁÁ. Nú er það þannig að Víkverji getur stundum hugsað sér að styrkja gott málefni. Hann vill hins vegar ekki að það sé verið að pranga inn á hann einhverjum hljóm- diskum, sem hann ekki hefur þörf fyrir. Víkverji gat þó ekki annað en boð- ist til að styrkja málefnið að þessu sinni; kannski var samviskan of- urlítið að naga hann – Víkverji hafði nefnilega verið í boði fyrr um kvöld- ið og fengið þar nokkur hvítvínsglös. Víkverji var hins vegar fljótur að segja nei takk þegar önnur samtök hringdu skömmu síðar (þetta sama kvöld). Eitt góðverk á dag er víst nóg – miðað við stöðuna í buddu Vík- verja. Víkverji velti því hins vegar fyrir sér hvernig stóð á því að hann skyldi hafa fengið tvær slíkar símhringingar sama kvöldið. x x x ÍSLENDINGAR verða jafnannokkuð upptendraðir þegar frægt fólk úr útlöndum, s.s. leik- arar og tónlistarmenn, koma hingað til lands og eyða hér nokkrum stundum sökum ástar á landi og þjóð. Ekki er svo sem óeðlilegt að frá heimsóknum þessa fólks sé sagt í íslenskum fjölmiðlum. Víkverji varð hins vegar hvumsa er hann las á baksíðu Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag að hér væri staddur á landinu Eric nokkur Szmanda, leikari í bandarísku sjónvarps- þáttunum CSI, sem sýndir eru á Skjá einum. Szmanda er nefnilega ekki svo ýkja frægur í bókum Víkverja, sem fylgist þó jafn- an náið með sjónvarps- og kvik- myndaheiminum. Raunar hafði Víkverji aldrei heyrt á manninn minnst áður, né rak hann minni til að hafa nokkurn tíma séð Szmanda á skjánum – og glápir þó Víkverji býsna mikið á sjónvarp! Hver er þessi Eric Szmanda? Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Íslenski kvennabolt- inn er besti boltinn Í FYRRA, á HM í knatt- spyrnu, var hver maður á vellinum valdaður svo kyrfilega að með eindæm- um var. Svo til ekkert skot- færi gafst á markið og til að halda boltanum veltust menn kylliflatir og böðluð- ust í ati og stympingum hver við annan. Þetta er af- bökun á hinni sönnu bolta- meðferð. Má ég heldur biðja um upprunalegan, klassískan íslenskan fót- bolta en þann sem leikinn var á HM. Ég hefi séð ís- lenskan fótbolta í sjónvarp- inu. Sá ég þar aðdáunar- verðan fótboltaleik kvenna, sem var hrein listgrein; sendingar öruggar og markvissar og mörkin hrein og klár. Fótboltaleik- ir íslenskra karla eru einn- ig frábærir. Þó er kvenna- fótboltinn mun betri að mínu mati, eins og að fram- an er getið. Páll Hannesson. Tapað/fundið Göngustafur tapaðist HINN 16. apríl sl. ók ég frá ÁTVR í Mosfellsbæ áleiðis inn fyrir Hringtorgið (var á leið að Hafravatni) þegar ég mundi eftir að ég hafði lagt göngustafinn minn upp á þakið á bílnum á meðan ég var að athafna mig. Ég flýtti mér til baka en þar var enginn stafur. Ég bjóst við að einhver hefði lagt hann til hliðar þar sem ég sæi hann, en svo var ekki. Þrátt fyrir fyrirspurnir hjá lögreglu og í verslun ÁTVR hefur enginn gefið sig fram þar. Gaman væri að vita hvort einhver hefur göngu- stafinn minn í fórum sínum og láti þá lögreglu vita eða hafi samband í síma 551 2367. Sólgleraugu töpuðust DOLCE/GABBANA sól- gleraugu töpuðust við bisk- upsvígslu á Hólum 22. júní eða á Sauðárkróki 23. júní sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 898 1303. Tapaðist í Flatey DÖKKBLÁR bakpoki merktur GAP tapaðist á leið frá Flatey í Stykkis- hólm föstudaginn 13. júní sl. Ef einhver hefur í mis- gripum tekið bakpokann úr farangursgámi Baldurs vinsamlega hafið samband í síma 565 0084 eða 821 9621. Dýrahald Magni er enn týndur MAGNI er tæplega 2 ára norskur skógarköttur til heimilis að Vallengi 4 í Grafarvogi. Hann hefur ekki komið heim síðan 11. maí. Fólk í Grafarvogi og einnig í Mosfellsbæ er beð- ið um að hafa augun hjá sér og vinsamlegast líta í geymslur og bílskúra. Magni var með silfurlitaða ól með bláu merki. Fundar- laun í boði. Guðrún Elín s: 564 6423 og 820 3708. Köttur tók sér ból- festu í Viðarrima ÞESSI svartbröndótti fressköttur hefur haldið til í Viðarrima í Grafarvogi frá 21. júní sl. Þeir sem kann- ast við hann eru beðnir um að hafa samband í síma 567 4336. Innikisa hvarf sporlaust BRÚN og loðin persnesk innikisa, sem heitir Madd- am, hvarf sporlaust hinn 25. júní sl. frá heimili sínu í Rimahverfi, Grafarvogi. Þeir sem vita um ferðir læðunnar eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 861 2962 eða 699 5552 Páfagaukur slapp út GRÁBLÁR páfagaukur slapp út 15. júní sl. í Lang- holtshverfi. Hans er sárt saknað og ef einhver hefur fundið hann þá vinsamlega hafið samband í síma 588 6838 eða 692 6838. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fjölskyldu og húsdýragarðurinn í Laugardal LÁRÉTT 1 pretta, 4 þorpara, 7 peningum, 8 sparsöm, 9 ullarhár, 11 hey, 13 seyða brauð, 14 skaka, 15 kven- fugl, 17 krók, 20 eld- stæði, 22 lítilfjörlega per- sónu, 23 ósvipað, 24 kjánar, 25 muldri. LÓÐRÉTT 1 brátt, 2 forræði, 3 ve- sælt, 4 vistir, 5 hagnýta, 6 deila, 10 víður, 12 keyra, 13 hryggur, 15 gera ráð fyrir, 16 Asíuland, 18 kvenmannsnafni, 19 snáði, 20 belti, 21 dægur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 treggáfuð, 8 hosur, 9 lenda, 10 krá, 11 flaga, 13 karfa, 15 svelg, 18 sigur, 21 rit, 22 liðnu, 23 aular, 24 ringlaður. Lóðrétt: 2 rispa, 3 gúrka, 4 Áslák, 5 unnur, 6 óhóf, 7 bana, 12 gól, 14 asi, 15 soll, 16 eyðni, 17 grugg, 18 stafa, 19 guldu, 20 rýrt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16     Svanborg Sigmars-dóttir, stjórnmála- fræðingur og höfundur skýrslu Borgarfræðaset- urs um borgaralýðræði í Reykjavík, harmar í pistli á Kreml.is ákvörðun borg- arstjórnar að fækka fund- um hverfisráða úr fjórum í einn á ári.     Svanborg segir: „Und-irbúningur hverf- isráðanna hefur tekið langan tíma og mikla vinnu eins og sjá má á reynsluverkefninu í Graf- arvogi um samþætta þjón- ustustofnun og hverfisráð með fulltrúa íbúasamtaka Grafarvogs. Einnig kynntu fulltrúar Reykja- víkurborgar sér hvernig framkvæmd íbúalýðræðis og hverfisráða hefur gengið fyrir sig erlendis og heimsóttu í því skyni borgaryfirvöld í Christ- church, Nýja-Sjálandi (sem hefur fengið al- þjóðlega viðurkenningu fyrir lýðræði og góða stjórnarhætti) og borg- aryfirvöld nokkurra Norðurlandaborga. Auk þess höfðu ýmsir aðilar innan Reykjavíkurborgar, bæði embættismenn sem og kjörnir fulltrúar, greinilega kynnt sér vel hvað í því felst að koma af stað virkum hverfis- ráðum. Það er því ekki hægt að bera því við að þetta bakslag tilraunar- innar um virkt lýðræði í Reykjavík sé þekking- arleysi að kenna.“     Svanborg heldur áfram:„Þó svo að of snemmt sé að dæma þessa tilraun til mistaka (líkt og rit- stjórn Morgunblaðsins og borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins virðast hafa gert, sbr. leiðara Morgun- blaðsins og grein Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar um hverfandi ráð og lýð- ræði) virðist mér sem allir borgarstjórnarfull- trúarnir sem greiddu at- kvæði með því að fækka skyldubundnum opnum fundum hverfisráðanna þjáist af skammsýni og óþolinmæði, þar sem þeir sjá ekki þá möguleika sem stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar gefast með virkum hverfisráðum. Ef eitthvað er mun það verða þessi skammsýni sem mun ganga af tilrauninni um virkara lýðræði dauðri.“     Svanborg segir að sum-um hverfisráðs- fulltrúum hafi ekki þótt mikið í það varið að sitja fundi ráða sem séu hönn- uð til að hafa engin völd. Hún segir að lokum: „Miðað við að hverf- isráðin áttu greinilega ekki að verða tæki til al- vöru valddreifingar í Reykjavík veit ég ekki af hverju maður tekur svona smá skrefi aftur á bak svona þunglega – nema bara fyrir það eitt að þau hefðu getað orðið svo miklu, miklu meira og fyr- ir þá tilhugsun að nú hafi verið fækkað tækifærum almennings til að láta í sér heyra við fulltrúa borgar- stjórnar vegna þess að þeir hafi hreinlega ekki nennt að standa í þessu.“ STAKSTEINAR Óþolinmæði og skamm- sýni borgarfulltrúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.