Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 7

Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 7 hafi hann ákveðið að hætta við. „Ég er mjög vonsvikinn yfir því að hafa þurft að taka þessa ákvörðun en hún er byggð á þekkingu á svæðinu, reynslu af brimi eins og ég yrði að róa í og áhættusamri lendingu sem biði mín að kvöldi. Við bætist að engir íbúar eru meðfram strandlengj- unni fyrr en komið er að Vík,“ segir Burleigh. Hann hafi vonast eftir því að verða fyrstur til að róa einsamall í kringum Ísland en verði að taka öryggið fram yfir metnaðinn til þess að ljúka hringnum. hafa lagt af stað frá Höfn í Hornafirði 1. ágúst en vegna mikils brims neyðst til að snúa við. Tveimur dögum síðar lagði hann aftur af stað og reri að Jök- ulsárlóni þar sem hann tók land við erfiðar aðstæður. Burleigh segir að hann hafi mátt búast við svipuðum aðstæðum næstu 10–14 daga og eftir talsverða umhugsun JONATHAN Burleigh, Bretinn sem hugðist verða fyrstur til að róa kajak einsamall í kringum Ís- land, hefur ákveðið að hætta við tilraunina þar sem hann taldi að- stæður við suðurströndina of hættulegar til að réttlæta áfram- haldandi róður. Hann flutti því allan búnað sinn með bíl frá Jök- ulsárlóni að Stokkseyri og hélt þaðan áfram til Ólafsvíkur þar sem róðurinn hófst í byrjun júní. Frá upphafi var vitað að suður- ströndin yrði helsti farartálmi Burleighs. Í tölvupósti sem hann sendi Morgunblaðinu segist hann Hættir við að sigla í kringum Ísland Taldi aðstæður við suðurströnd- ina of hættulegar Í TILEFNI af heimsmeistaratitli ÍR-inganna Karenar Bjarkar Björgvinsdóttur og Adams Reeve efndi Dans- deild ÍR og Dansíþróttasamband Íslands til móttöku þeim til heiðurs í ÍR-heimilinu, mánudaginn 11. ágúst sl. Þar afhenti Þorbergur Halldórsson, formaður aðal- stjórnar ÍR, þeim heiðursmerki Íþróttafélags Reykja- víkur og varaformaður Dansdeildar ÍR, Sigrún Kjart- ansdóttir, afhenti þeim veglegan verðlaunagrip sem Kristinn Sigurðsson, gullsmiður í Tímadjásni, smíðaði í tilefni þess að þau voru útnefnd afreksmenn Dans- deildar ÍR. Einnig tóku til máls Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Heiðar Ástvaldsson danskennari. Að lokum þökkuðu Karen og Adam fyrir sig og sögðust vera afar stolt af því að keppa fyrir Íslands hönd. Adam og Karen sigr- uðu heimsmeistarakeppnina í 10 dönsum sem haldin var í Tókýó í Japan, 21. júní sl. og er þetta besti árang- ur sem íslenskt danspar hefur náð. Adam og Karen eru nýkomin til landsins og munu dvelja hér á landi í 2 vikur í fríi áður en þau halda utan til frekari keppni. En fram undan er heimsmeistaramót í sígildum samkvæmisdönsum sem og fleiri keppnir sem þau munu taka þátt í fyrir Íslands hönd. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve. Heiðursmóttaka heimsmeistar- anna Karenar og Adams AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Benidorm í haust á hreint frábæru verði, en nú er uppselt í nánast allar ferðir sumarsins. Hér getur þú valið um úrvalsgististaði í hjarta Benidorm, og notið haustsins í frábæru veðri. Að sjálfsögðu nýtur þú toppþjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Lægsta verðið til Benidorm í haust frá kr. 29.963 með Heimsferðum Verð kr. 29.963 27. ágúst/3. sept. Stökktutilboð. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Verð kr. 39.950 27. ágúst/3. sept. Stökktutilboð. M.v. 2 í íbúð. Vikuferð, með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Eldri borgara ferð 2. okt. - 3 vikur Verð kr. 68.050 M.v.2 í íbúð. El Faro, flug, gisting, skattar. Val um aukaviku. Vinsælustu gististaðirnir: • El Faro • La Era Park • Vacanza Beint flug alla miðvikudaga NÝJUNG! - KYNNINGAR- OG SÖLUSÝNING Á KNAUS SPORT HJÓLHÝSUM Netsalan ehf. Knarrarvogi 4, Reykjavík. Ath. nýtt símanúmer 517 0220 - Fax 517 0221 Netfang: netsalan@itn.is • Heimasíða: www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum frá kl. 10-18 Lokað laugardaga til 1. september. ÚTSALA Á VERÐ SEM VIÐ BJÓÐUM EKKI AFTUR! ísskápum, ferðaklósettum, stólum, tjöldum, borðum, rest af tjöldum, baksýnis- myndavélum og mörgu fleiru. *Sólskyggni fylgir ekki með vagninum *Stigi fylgir ekki með . Vorum að fá örfá Viking fellihýsi frá USA 9 feta með öllum búnaði og bremsum, á hinu lága verði: Eigum til einn splunkunýjan Knaus Sport Traveller 500 húsbíl kr. 645.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.