Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 11 100% ilmefnalaust Clinique - Bónussett Facial Soap mild - hreinsar mjúklega Clarifying lotion - fjarlægir dauðar húðfrumur Dramatically Different Moisturizing lotion - gefur húðinni raka og gerir hana sléttari Verð kr. 959 (Raunverð kr. 1.994). Meðan birgðir endast. Falleg húð alla daga Prófaðu 3ja þrepa húðhirðukerfið frá Clinique w w w .c lin iq ue .c om Austurstræti, Austurver, Melhagi, Mjódd, Kringlan, Glerártorg Akureyri, Kjarninn Selfossi Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyf & heilsu • Í dag Melhaga kl. 12-16 • Fimmtudag í Lyf & heilsu Austurveri kl. 12-16 • Föstudag Lyf & heilsu Kringlunni • Þriðjudag Lyf & heilsu Mjódd Hreinni, sléttari og bjartari húð á aðeins hálfum mánuði. 3ja þrepa kerfið frá Clinique er hannað af húðlæknum. Það er einfalt, rökrænt og fljótlegt, tekur ekki nema nokkrar mínútur á dag. Hannað af sérfræðingum okkar fyrir þína húð. Árangurinn kemur í ljós á aðeins tveimur vikum. ÞESSIR ferðamenn gerðu sér lítið fyrir og hjóluðu sem leið lá eftir Reykjanesbrautinni í átt að Kefla- víkurflugvelli í góða veðrinu í gær. Talsvert hefur verið um það í sumar að ferðamenn fari um landið á hjóli enda hefur það, þótt hægar fari, marga kosti umfram bílinn. Það á ekki hvað síst við í veðurblíð- unni sem leikið hefur við ferða- menn sem og Íslendinga í sumar. Morgunblaðið/Árni Torfason Hjólað í hitanum EINS konar tölvuveira sem bandarísk yfirvöld og tölvusér- fræðingar höfðu varað við breiddist hratt út um Netið í gær og í fyrradag og varð til þess að tölvur tóku upp á því að endurræsast og undirbúa sig fyrir „þátttöku í atlögu“ gegn Microsoft. Tölvur fyrirtækja og stjórn- sýslu vítt og breitt um Norður- Ameríku og Evrópu smituðust af tölvuorminum sem gengur undir nöfnunum „LovSan“, „MSBlast“ og „Blaster“. Bandaríska tölvuveiruvarna- fyrirtækið Symantec hafði í gærmorgun fundið smitið í 57.000 af 160.000 tölvukerfum sem það hafði athugað. Að sögn erlendra sérfræð- inga byggist tölvuormur þessi á óvenjuhættulegum galla í Windows-stjórnkerfinu. Smitið veldur því að tölvur sem það nær til fara sjálfkrafa að undirbúa árás á vefsíðuna windowsupdate.com, sem rekin er af Microsoft og er notuð til að bera viðskiptavinum fyrir- tækisins viðgerðarforrit sem koma eiga í veg fyrir svona smit. Ormurinn ber auk þess með sér orðsendingu til Bill Gates, stofnanda og forstjóra Micro- soft: „Billy Gates, hvers vegna gerir þú þetta mögulegt? Hættu að græða peninga og lagaðu hugbúnaðinn hjá þér!“ „LovSan“ breiðist hratt út um Netið Washington. AP. MENNTUN á 21. öldinni, þriðju ráðstefnu Íslensku menntasamtak- anna, lauk í gær. Ráðstefnunni var skipt í nokkra þætti: Fjölgreindar- kennslu dr. Howards Gardner, Auk- ið val í menntakerfinu, Börn með sérþarfir og bráðger börn, Árangur í starfi og einnig voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í menntamálum. Á ráðstefnuna komu margir virtir vísindamenn eins og Howard Gardn- er, Ellen Winner, Brian Hopkins og Joel Talcott. Í gær talaði td. dr. Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU, um norska tækni og vísindaháskól- ann í Þrándheimi og sagði mjög brýnt að Íslendingar legðu meira fé í rannsóknir á námi og þroska barna. „Það dugar ekki að hlaupa eftir tískuhugmyndum, það verður að rannsaka hvort aðferðirnar virka áð- ur en þær eru teknar í notkun.“ Her- mundi kemur á óvart að á Íslandi sé engin rannsóknarmið- stöð um nám og þroska barna, þar sem t.d. erf- iðleikar barna í lestri, stærðfræði og í hegðun eru rannsakaðir. Howard Gardner kynnti kenningu sína um fjölgreindir og ræddi um sköpunar- gáfuna. Hann sagði t.d. að munurinn á því að vera sérfræðingur og snillingur fælist í sköp- unargáfunni. „Sér- fræðingurinn hefur engan áhuga á að breyta því sem hann þekkir. Séníið er aftur á móti sú manneskja sem uppgötvar eitthvað nýtt um heiminn.“ Gardner fjallaði einnig um leiðtoga og árangur starfsstétta í starfi. Steinunn Guðnadóttir dagskrár- stjóri ráðstefnunnar segir að aðsókn hafi verið framar vænt- ingum, og að þátttak- endur hafi í lok hvers dags gefið efninu góða einkunn. „Ráðstefnan þótti praktísk og hvetj- andi til að breyta vinnuaðferðum,“ segir hún. „Niðurstaðan var að auka þyrfti rann- sóknir og að breyta þyrfti menntunarlíkan- inu á Íslandi.“ Sunita Gandhi fram- kvæmdastjóri ÍMS sagði það brýnt að víkka viðhorf og hugs- un í íslensku skóla- kerfi. Það sé ekki í samræmi við 21. öldina að steypa alla í sama mót. „Ný viðhorf í menntun snúast um að rækta hæfileika barna, hjálpa þeim til að ná árangri og til að bæta sam- félagið,“ sagði Sunita m.a. við lok ráðstefnunnar. Efla þarf íslensk- ar rannsóknir Dr. Howard Gardner NÝR tölvuormur, W32/Msblast.A, leit dagsins ljós í fyrrakvöld og barst til Íslands á innan við tveimur klukkustundum. Að sögn Erlends S. Þorsteinssonar, verkefnastjóra hjá Friðriki S. Skúlasyni, er ástæðan fyrir þessari skjótu dreifingu sú að ormurinn dreifir sér ekki með tölvu- pósti, eins og oftast, heldur á milli tölva í gengum Netið. „Þegar ormar eru sendir með tölvupósti er treyst á forvitni eða trúgirni þeirra sem fá undarlegan tölvupóst til þess að opna póstinn og viðhengin. Þá kemur ákveðin töf í dreifinguna. Þessi ormur hoppar hins vegar beint á milli véla.“ Erlendur segir tölvuorminn not- færa sér galla sem hefur verið í Windows-stýrikerfunum síðan 1996. Gallinn uppgötvaðist ekki fyrr en í júlí sl. og er þar af leiðandi í öllum nýrri útgáfum Windows. Mjög margir tölvueigendur eru með þessi stýrikerfi en núna er hægt að upp- færa Windows í gegnum heimasíðu Microsoft sem lagar þennan galla. „Allar tölvur hafa númer á int- ernetinu og tölvuormurinn velur eitthvert númer og ef hann fær svar smitar hann tölvuna. Fyrirtæki sem eru með öryggismálin í lagi geta auðveldlega varist orminum. En svo eru allir einstaklingarnir sem eru sí- tengdir við internetið. Við höfum ekki enn heyrt um vél hjá almenn- um notanda sem ekki er smituð,“ segir Erlendur og bendir á að það sé mjög mikilvægt að uppfæra vírus- varnarforrit reglulega. Eldveggur mikilvægur Þá er skynsamlegt að koma sér upp eldvegg en hann er það eina sem getur komið í veg fyrir þennan orm. „Eldveggur fylgist með net- tengingunni og hvort það komi ein- hverjar óeðlilegar tengingar frá öðr- um vélum úti í heimi. Hann reynir að greina árásir og lokar jafnvel stundum á allar tengingar þannig að tölvan er ósýnileg á internetinu. Vír- usvörn fylgist hins vegar með vírus- um og ormum sem berast í tölvu- pósti eða með geisladiskum. Vírusvörn myndi grípa orminn en eldveggur myndi koma í veg fyrir að hann beitti árásinni í upphafi. Það er mjög undarlegt að nýjar tölvur séu ekki seldar með eldvegg.“ Helstu afleiðingar tölvuormsins eru að það hægir mikið á internet- inu auk þess sem Windows XP vélar frjósa eða fara í endalaust endur- ræsingarferli. Aðfaranótt næstkomandi laugar- dags munu allar smitaðar tölvur ráðast á uppfærslukerfi Microsoft en Erlendur segir að textar í tölvu- orminum bendi til að höfundum hans sé sérlega uppsigað við Micro- soft. Erlendur bendir fólki á að verða sér úti um eldvegg en hann er m.a. hægt að nálgast á www.zone- labs.com. Nýr tölvuormur breiðist hratt út hérlendis sem erlendis Einstaklingstölvur með sítengingu í mestri hættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.