Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Pharmaco nam um 31
milljón evra, um 2,75 milljörðum ís-
lenskra króna, á fyrri helmingi árs-
ins samanborið við 13 milljónir evra
á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti
til söluhagnaðar.
Að mati stjórnenda Pharmaco hef-
ur vel tekist til með rekstur félagsins
á fyrstu sex mánuðum ársins. Lang-
tímamarkmið Pharmaco um árlega
framlegð er um 30% og stefnt er að
15–20% innri vexti að jafnaði á ári
næstu 3 árin. Ennfremur stefnir
Pharmaco að 15–20% ytri vexti með
fjárfestingum í erlendum félögum
sem falla vel að aðalstarfsemi félags-
ins.
Umfram væntingar
Í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að sala félagsins hafi verið um-
fram væntingar stjórnenda félagsins
á öllum helstu markaðssvæðum.
Veiking dollars gagnvart evru hafði
þó áhrif á umreikning sölutekna
Balkanpharma í Búlgaríu til lækk-
unar en um helmingur sölutekna
Balkanpharma er í dollurum.
Sala félagsins skiptist þannig:
Þýskaland 29%, Búlgaría 21%,
Rússland 12%, Serbía 9%, Skandin-
avía 6%, Ísland 5% og aðrir markaðir
minna.
Í tilkynningunni frá félaginu segir
að Delta og dótturfélög hafi ekki
komið inn í rekstur Pharmaco fyrr
en á miðju ári 2002 og séu því ekki
inni í samanburðartölum ársins 30.
júní 2003.
Í tilkynningunni segir að unnið
hafi verið að hagræðingu í rekstri
Pharmaco í Serbíu og Búlgaríu og
starfsmönnum fækkað um 740 í
Búlgaríu og rúmlega 600 í Serbíu á
fyrri helmingi ársins. Jafnframt hef-
ur óarðbærum rekstrareiningum í
Serbíu, sem ekki falla að kjarna-
starfssemi félagsins, verið lokað og/
eða verða seldar, að því er segir í
frétt félagsins.
„Unnið var áfram að þróun lyfja
fyrir Bandaríkjamarkað á tímabilinu
og mun þróun fyrsta lyfsins sem fer
á Bandaríkjamarkað ljúka fyrir ára-
mót. Stefnt er að því að hefja þróun
fleiri lyfja fyrir Bandaríkjamarkað á
árinu.“
Vinnu við skráningar á lyfjum
samstæðunnar á markaði Mið- og
Austur-Evrópu miðar vel, sam-
kvæmt fréttinni. Fjölmörg lyf hafa
nú þegar verið skráð í Búlgaríu og
hefst markaðssetning þeirra á fjórða
ársfjórðungi þessa árs.
Tafir hafa orðið á því að fram-
leiðsla hefjist fyrir markaði V-Evr-
ópu í nýrri verksmiðju félagsins í
Búlgaríu. Endurskoðaðar áætlanir
félagsins gera ráð fyrir að fram-
leiðsla hefjist í byrjun árs 2004.
Skrá 12 lyf í Svíþjóð
„Undirbúningur fyrir stofnun
söluskrifstofu í Svíþjóð hefur staðið
yfir undanfarna mánuði og er á loka-
stigi. Samheitalyfjamarkaðurinn í
Svíþjóð er í örum vexti eftir að
reglum um afgreiðslu lyfja í sænsk-
um apótekum var nýverið breytt til
að hvetja til til samheitalyfjanotkun-
ar. Stefnir Pharmaco að því að skrá
um 12 lyf á sænska markaðinn á
næstu mánuðum.
Í byrjun árs 2004 munu tvö hjarta-
lyf fara af einkaleyfi í Evrópu og hef-
ur Pharmaco tryggt sér samninga
við mörg stærstu samheitalyfjafyr-
irtækin um sölu þessara lyfja. Fram-
leiðslugeta félagsins á Íslandi og
Möltu mun verða nýtt til hins ítrasta
á þriðja og fjórða ársfjórðungi til að
tryggja afhendingu vörunnar.
Tekjur vegna sölu þessara lyfja
munu skila sér á árinu 2004. Mun
Pharmaco verða með þeim fyrstu
með þessi lyf á markað en það er lyk-
illinn að velgengni á samheitalyfja-
markaðinum.“
Breytingar á
framkvæmdastjórn
Tilkynnt var um breytingar á yfir-
stjórn Pharmaco í gær. Ágúst H.
Leósson tekur við stöðu fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs en
hann hefur gegnt stöðu fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs Delta,
dótturfélags Pharmaco frá árinu
2000. Aidan Kavanagh tekur við
stöðu framkvæmdastjóra rekstrar-
sviðs Pharmaco en Aidan hefur
starfað sem ráðgjafi hjá Pharmaco
um nokkurt skeið og komið að ýms-
um verkefnum hjá dótturfélögum fé-
lagsins í Serbíu og í Búlgaríu.
Hörður Þórhallsson mun taka við
stöðu framkvæmdastjóra Delta,
dótturfélags Pharmaco.
Breytingarnar taka gildi frá og
með 1. september.
Pharmaco
hagnast um
2,75 milljarða
! "#$
%&' & !
!
""
""
#"
$ %
!"
"
!
#$
&% $
"!!
'
(
!
"(
# "
%&
! "
"((
#&$'%&
"!
'
()"*+( ),-./.0+(
" " 1#! 2
#! LANDSBANKI Íslands jók í gær
hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands
með kaupum á 6,08% hlut af Burðar-
ási hf. fyrir 1.941 milljón króna. Nafn-
virði hlutarins nemur 313.104.880
krónum og viðskiptin voru gerð á
genginu 6,2 krónur á hlut. Með þess-
um viðskiptum jókst hlutur Lands-
bankans í Eimskipafélaginu í 9,41%
en hlutur Burðaráss er enginn. Eign-
arhlutur Landsbankans nú er
484.777.530 krónur að nafnvirði eða
tæpra þriggja milljarða króna virði á
markaði, miðað við lokagengi daginn
áður en viðskiptin urðu, 6,15 krónur á
hlut.
Að sögn Ingimundar Sigurpálsson-
ar forstjóra Eimskipafélagsins stóð
alltaf til að selja þennan hlut. „Þegar
við fengum greitt fyrir Skeljungsbréf-
in með eigin bréfum í Eimskipafélag-
inu þá gerðum við það ekki öðruvísi en
að hafa rætt við einhverja um mögu-
leika á að koma þeim í verð. Lands-
bankinn var einn af þeim sem við
ræddum við. Síðan var það ákvörðun
stjórnar Burðaráss að selja Lands-
bankanum bréfin. Það náðist einfald-
lega samkomulag um þetta verð.
Landsbankinn kaupir á sama verði og
við keyptum á,“ segir Ingimundur.
Hjá Landsbankanum fengust þær
upplýsingar að bankinn hygðist ekki
eiga allan eignarhlutinn í Eimskipa-
félaginu heldur yrði einhver hlutur
seldur áfram á næstu dögum eða vik-
um. Ekki fengust upplýsingar um
hverjir eru hugsanlegir kaupendur.
Landsbankinn kaup-
ir í Eimskipafélaginu
!
"#
$%&# '#
' ( )
*+ ' ( )
'
,
' )
*
)
()
.*-
()
/ 01 2 () 3 4
0()
5
6++ + 3
3 ()
'*, 7, ) ()
+
8 4
3
0
/)6
) ()
2 01 ,()
3
( ( 9: $
"<#&
"%#&
%$%#$
%#
$"#&
"$#%
#
<#&
$<#
$$#
%$#$
#
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
HAGNAÐUR Marels hf. og dóttur-
félaga fyrstu sex mánuði þessa árs
jókst um 86% miðað við sama tímabil
í fyrra. Hagnaður félagsins nam 2,4
milljónum evra, eða 202 milljónum ís-
lenskra króna, en hagnaður félagsins
á sama tíma í fyrra var 1,3 milljónir
evra.
Aukinn hagnað nú má einkum
skýra með hagræðingaraðgerðum
sem gripið var til á síðari hluta ársins
2002 og auknum innri vexti.
Tekjur 4,7 milljarðar
Rekstrartekjur Marels á tíma-
bilinu voru 56 milljónir evra, sem eru
um 4,7 milljarðar króna miðað við
meðalgengi árshelmingsins. Það er
um 6% aukning í evrum frá fyrra ári.
Sjóðstreymi tímabilsins var vel við-
unandi, að því er segir í frétt frá fyrir-
tækinu. Handbært fé frá rekstri var
4,1 milljón evra og hefur það ekki orð-
ið meira áður á hálfu ári segir einnig í
fréttinni.
Eignir Marels 30. júní sl. voru sam-
tals 87,2 milljónir evra, eigið fé var
24,2 milljónir og eiginfjárhlutfall
27,7%.
„Afkoma á öðrum ársfjórðungi var
góð þrátt fyrir erfið ytri skilyrði,
einkum vegna gengisþróunar Banda-
ríkjadollars sem er um 20% lægri
gagnvart íslenskri krónu en hann var
að jafnaði á öðrum ársfjórðungi árs-
ins 2002. Þennan árangur má einkum
rekja til sterkrar samkeppnistöðu fé-
lagsins og fjölmargra velheppnaðra
nýjunga sem markaðssettar hafa ver-
ið á undanförnum misserum. Umtals-
verð framleiðniaukning hefur náðst
með breyttu skipulagi og fjárfest-
ingum í framleiðsluhúsnæði og fram-
leiðslutækjum. Aukin samlegðaráhrif
hafa einnig náðst innan samstæð-
unnar og almennar aðhaldsaðgerðir á
síðari hluta árs 2002 hafa skilað góð-
um árangri á fyrri hluta þessa árs.“
Viðunandi verkefnastaða
Verkefnastaða fyrirtækisins er við-
unandi á þriðja ársfjórðungi segir í
fréttinni. Verðlistar félagsins hafa
verið hækkaðir nokkuð til að mæta
óhagstæðri gengisþróun dollars, en
við það veikist nokkuð samkeppnis-
staða félagsins gagnvart bandarísk-
um samkeppnisaðilum, segir einnig í
frétt félagsins. Veiking íslensku krón-
unnar á undanförnum vikum hefur
aftur jákvæð áhrif á rekstur móður-
félagsins.
Mjög mikil og hörð samkeppni er á
öllum mörkuðum félagsins, segir
einnig í fréttatilkynningu frá Marel
hf.
Hagnaðaraukning Marels 86%
● Landsvirkjun hagnaðist um 1.480
milljónir króna á fyrstu sex mánuðum
ársins 2003, en á sama tímabili
fyrra árs var hagnaður 4.472 millj-
ónir.
Meginástæða góðrar afkomu fyrir-
tækisins bæði árin er hagstæð
gengisþróun, að því er segir í frétt frá
Landsvirkjun. „Tekju og gjalda-
áætlun á fyrri hluta ársins stóðst.
Rekstrartekjur lækkuðu samtals um
485 milljónir króna eða 6,8%. Tekjur
af sölu til almenningsrafveitna
hækkuðu um 2,6% en tekjur af sölu
til stóriðju lækkuðu um 16,8%. Orku-
sala til almenningsrafveitna jókst frá
fyrra ári um 0.05% en sala til stóriðju
minnkaði um 0,08%. Á sama tíma
lækkaði rekstrar- og viðhaldskostn-
aður lítillega. Meðal nafnvextir lang-
tímalána á fyrrihluta ársins eru um
3,5% eins og á s.l. ári.,“ segir í frétt
fyrirtækisins.
Handbært fé frá rekstri Landsvirkj-
unar nam 3.151 milljón króna sam-
anborið við 3.793 milljónir króna á
árinu 2002. Eignir félagsins 30. júní
sl. námu 133.564 milljónum króna,
skuldir voru 92.455 milljónir og eigið
fé 41.109 milljónir króna. Eiginfjár-
hlutfall félagsins var 30,8% og arð-
semi eigin fjár var 7,7%, en á sama
tíma á síðasta ári var arðsemi eigin
fjár 11,6%. EBITDA hagnaður nam
4.502 milljónum króna samanborið
við 4.976 milljónir á sama tíma á
síðasta ári.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir
að við samanburð á milli ára verði að
hafa í huga að Landsvirkjun hefur
hætt verðleiðréttingu reikningsskila
og eru afkomutölur því ekki að öllu
leyti sambærilegar.
Landsvirkjun hagnast
um 1,5 milljarða
● Fjörutíu og sex og hálfrar milljónar
króna tap varð á rekstri útgerðar-
félagsins Skagtrendings fyrstu sex
mánuði ársins, samanborið við 152
milljóna króna hagnað á sama tíma-
bili árið áður. Lakari afkomu má rekja
til styrkingar krónunnar og slæmrar
afkomu rækjuvinnslu að því er segir í
fréttatilkynningu frá félaginu.
EBITDA hagnaður félagsins var 93
milljónir króna á tímabilinu og versn-
aði um rúmar 100 milljónir frá árinu
áður. Afskriftir námu samtals 140
milljónum króna og fjármagnsliðir
voru neikvæðir um 8,5 milljónir. Á
sama tímabili árið áður voru þeir já-
kvæðir um 120 milljónir króna.
Skagstrendingur er eitt þriggja fé-
laga sem mynda Brim, dótturfélag
Eimskipafélags Íslands hf., og stýrir
Skagstrendingur rækjuvinnslu Brims
á Skagaströnd og Hólmavík og rekur
að auki frystitogarana Arnar og Örv-
ar.
Velta félagsins fyrstu sex mánuði
ársins var 1,3 milljarðar króna og
jókst lítillega á milli ára.
Eignir Skagstrendings í lok tíma-
bilsins námu að bókfærðu verðmæti
tæpum 3,7 milljörðum króna, skuldir
voru 2,7 milljarðar og eigið fé því um
900 milljónir króna.
Tap hjá Skagstrendingi