Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 15
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 15
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1. flokkur 1989: Nafnverð:
500.000 kr.
50.000 kr.
5.000 kr.
Innlausnarverð:
1.790.980 kr.
179.098 kr.
17.910 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð:
500.000 kr.
50.000 kr.
5.000 kr.
Innlausnarverð:
1.581.215 kr.
158.121 kr.
15.812 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
3.199.630 kr.
319.963 kr.
31.996 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
2.974.132 kr.
297.413 kr.
29.741 kr.
3. flokkur 1992: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
13.124.909 kr.
2.624.982 kr.
262.498 kr.
26.250 kr.
2. flokkur 1993: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
12.108.665 kr.
2.421.733 kr.
242.173 kr.
24.217 kr.
2. flokkur 1994: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
10.262.210 kr.
2.052.442 kr.
205.244 kr.
20.524 kr.
3. flokkur 1994: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
10.074.609 kr.
2.014.922 kr.
201.492 kr.
20.149 kr.
Innlausnardagur 15. ágúst 2003
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
Húsbréf
ÚTBREIÐSLA kolmunna á íslenska
hafsvæðinu er nú meiri en nokkru
sinni fyrr, samkvæmt mælingum
Hafrannsóknastofnunarinnar. Í kol-
munnaleiðangri í síðasta mánuði var
vart við kolmunna nánast allt í kring-
um landið og mældust rúmlega þrjár
milljónir tonna sem er langbesta
mæling frá því að reglulegar kol-
munnarannsóknir hófust hér við
land. Sveinn Sveinbjörnsson fiski-
fræðingur varar hins vegar við of
mikilli sókn í stofninn og segir lítið
mega út af bregða til að veiðar úr
honum hrynji.
Í leiðangrinum, sem farinn var
dagana 23. júní til 16. júlí sl., varð
m.a. vart við kolmunna á Dohrn-
banka, milli Grænlands og Íslands,
og segir Sveinn Sveinbjörnsson leið-
angursstjóri að þar hafi ekki sést kol-
munni í veiðanlegu ástandi síðan á 8.
áratug síðustu aldar. Sveinn segir að
einnig hafi orðið vart við mikið magn
af kolmunna úti fyrir austanverðu
Norðurlandi, austur undir lögsögu
Jan Mayen og með öllu Austurlandi,
milli íslenska landgrunnsins og síld-
arsmugunnar. Auk þess hafi sést til
kolmunna úti fyrir Suðausturlandi,
úti undir lögsögu Færeyja, sem og
með landgrunnskantinum suður með
landinu, vestur undir Reykjanes-
hrygg og allt vestur í Faxaflóa.
Uppistaðan ungfiskur
„Það má segja að það hafi alls stað-
ar orðið vart við kolmunna á þeim
svæðum sem við fórum um. Út-
breiðsla kolmunnans er því meiri en
við höfum áður séð,“ segir Sveinn en
hann áætlar að á íslenska hafsvæð-
inu séu um þrjár milljónir tonna af
kolmunna. Frá því að reglulegar
mælingar á kolmunna hófust hér við
land árið 1998 hefur aldrei mælst
jafnmikið magn á íslenska hafsvæð-
inu, var mest tvær milljónir tonna
áður.
Sveinn segir að uppistaða kol-
munnastofnsins sé ungfiskur, enda
sé mikið sótt í stofninn og því verði
fiskurinn ekki gamall. Hann sagði að
aðeins um 8% af því sem skoðað var
hafi verið eldri en 5 ára fiskur. „Það
hefur verið geysigóð nýliðun í stofn-
inum allt frá árinu 1995, að árinu
1998 undanskildu sem var rétt með-
alárgangur. Það er hins vegar gengið
mjög hart að stofninum og verið að
auka veiðarnar frekar en hitt. Á með-
an nýliðunin er þetta góð þolir stofn-
inn veiðarnar en við erum að veiða
mjög ungan fisk og því telst nýtingin
varla mjög skynsamleg. Ef hins veg-
ar nýliðun bregst eða minnkar veru-
lega má gera ráð fyrir að verði algert
hrun í þessum veiðum. Að mínu mati
er það aðeins spurning um tíma hve-
nær það gerist.“
Sveinn segir freistandi að setja
góða nýliðun í samhengi við háan
sjávarhita í Norðaustur-Atlantshafi
síðustu ár. Að minnsta kosti megi
ekki merkja miklar aðrar breytingar
á ástandi sjávar sem gætu valdið
þessari góðu nýliðun.
Sveinn segir kynþroskaaldur kol-
munnans hafa færst neðar með vax-
andi veiðum. „Það sést talsvert af
kynþroska ársgömlum fiski á hrygn-
ingaslóðinni við Bretlandseyjar og á
síðasta ári voru um 80% af tveggja
ára fiski sem þar var kynþroska. En
þó ber að hafa í huga að ungfiskurinn
heldur sig talsvert frá hrygningar-
slóðinni, vanalega talsvert norðar.“
Bæta þarf rannsóknir
Hann segir að gera þurfi nokkra
bragarbót varðandi rannsóknir á kol-
munna. Nýliðun komi til að mynda
ekki fram fyrr en með mælingum á
tveggja ára fiski. „Ef nýliðun bregst
kemur það ekki fram nema með
minnkandi veiði. En það stendur til
að auka rannsóknir á kolmunna-
stofninum í samvinnu við nágranna-
þjóðir okkar, með því að samræma
rannsóknatíma og -svæði, enda er út-
breiðsla kolmunnans svo gríðarlega
mikil að engin ein þjóð getur komist
yfir að rannsaka stofninn,“ segir
Sveinn.
Kolmunnaveiðar íslensku skip-
anna hafa gengið mjög vel það sem af
er árinu, aflinn er nú orðinn um 270
þúsund tonn. Heildarkvóti ársins er
547 tonn og hefur aldrei verið meiri.
Afli Íslendinga hefur aukist mjög á
síðustu árum. Árið 1997 veiddu ís-
lensk skip samtals um 10.500 tonn,
árið 1998 um 65 þúsund tonn, árið
1999 rúm 160 þúsund tonn og árið
2000 rúm 260 þúsund tonn. Árið 2001
veiddu Íslendingar rúm 365 þúsund
tonn og hefur aflinn aldrei orðið
meiri. Árið 2002 setti Ísland sér ein-
hliða 283 þúsund tonna aflamark og
varð heildarafli Íslendinga þá sam-
tals 286 þúsund tonn.
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Alls mældust rúmar 3 milljónir tonna af kolmunna á hafsvæðinu í kringum
landið í rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar fyrr í sumar.
Aldrei mælst jafnmikið
af kolmunna við Ísland
Fiskifræðingar
segja engu að síð-
ur lítið mega út
af bregða til að
veiðarnar hrynji
ÁRNI Ragnar Árnason, formaður
sjávarútvegsnefndar Alþingis, seg-
ir nauðsynlegt að fjalla ítarlega
um framkvæmd línuívilnunar og
ana ekki að neinu í þeim efnum. Lí-
nuívilnun var rædd á fundi sjáv-
arútvegsnefndar í gær en Árni
Ragnar segir að málið komi þó
ekki formlega til kasta nefndar-
innar fyrr en fyrir liggur frum-
varp sjávarútvegsráðherra um
nauðsynlegar breytingar á lögum
þar að lútandi.
„Málið er nokkuð viðkvæmt og
því tel ég ekki rétt að það fari
fram með neinu hraði,“ segir Árni
Ragnar. „Þarna er um að ræða að
rýmka heimildir þeirra sem stunda
línuveiðar en á sama tíma hafa
þeir sem stunda netaveiðar hafa
orðið fyrir skerðingum á undan-
förnum árum, án þess að fá neitt í
staðinn. Nú síðast var breytt
reglum um möskvastærð neta, sem
gerir það að verkum að stærsti og
verðmætasti fiskurinn kemur síður
í netin. Línubátar, sérstaklega hin-
ir svokölluðu smábátar, hafa aftur
á móti ítrekað fengið viðbætur.
Netaveiðimenn hafa rætt um það
við mig mjög opinskátt að ef af lí-
nuívilnun verður sé komin fram
augljós mismunun.“
Á fundi sjávarútvegsnefndar í
gær var einnig fjallað um fyrir-
hugaðar vísindaveiðar á hrefnu
sem hefjast síðar í þessum mánuði.
Fulltrúar sjávarútvegsráðuneytis
og Hafrannsóknastofnunarinnar
kynntu veiðarnar fyrir nefndinni,
auk þess sem fulltrúar ferðaþjón-
ustuaðila, hrefnuveiðimanna og út-
vegsmanna kynntu sín sjónarmið.
„Ég tel nauðsynlegt að sjávar-
útvegsnefnd fylgist vel með þessu
máli. Við vildum reyna gera okkur
grein fyrir því hver áhrif veiðanna
kynnu að verða. Meðal annars kom
fram að viðbrögð erlendis hafa að
svo komnu hafa verið minni en
menn áttu von á. Málið hefur lítið
verið rætt í erlendum fjölmiðlum,
sem er jákvætt fyrir okkur. Það
má segja að það hafi borið árangur
að hefja veiðarnar seinna en áætl-
að var í byrjun og veiða færri dýr
en gert er ráð fyrir í áætluninni.
Það var meðal annars gert til að
koma til móts við þá sem hafa mót-
mælt hvalveiðum hvað harðast.
Mér sýnist að það hafi tekist,“ seg-
ir Árni.
Formaður sjávarútvegsnefndar
Alþingis um línuívilnun
Smábátar ítrekað
fengið viðbætur VINNSLA er hafin á ný eftir sum-arleyfishlé í landvinnslu Útgerðar-
félags Akureyringa á Akureyri og
Grenivík. Gunnar Örn Kristjánsson
vinnslustjóri segir að vinnslan fari vel
af stað og nóg hráefni sé fyrir hendi.
Landað var á mánudag úr Harðbaki –
80 tonnum af þorski og 30 tonnum af
ýsu, sem fer til vinnslu á Grenivík.
Kaldbakur kom inn til löndunar um
miðja vikuna. Þriðji ísfisktogarinn,
Árbakur, fór á miðin í upphafi vik-
unnar eftir sumarhlé.
„Það er orðið þröngt um kvótann
hjá okkur á þessum síðustu vikum
kvótaársins. Til viðbótar við afla
togaranna fáum við fisk af fiskmörk-
uðum til þess að geta haldið uppi fullri
vinnu hér,“ segir Gunnar Örn í sam-
tali á heimasíðu ÚA.
Auk hefðbundinnar bolfiskvinnslu
eru að jafnaði unnin um 15 tonn af
ferskum fiski í hverri viku. Gunnar
Örn segir að markaðurinn sé hungr-
aður í ferskan fisk og því sé settur
kraftur í þá vinnslu á þessum fyrstu
dögum eftir sumarleyfi.
Auk venjubundins viðhalds tækja í
vinnslusölum var sumarstoppið notað
til þess að setja upp nýjan búnað til
innmötunar á fiski í flökunarvélarnar.
Gunnar Örn segir að þessi breyting á
tækjabúnaði sé ekki síst til þess fallin
að bæta meðhöndlun hráefnisins.
Vinnsla
hafin á ný
hjá ÚA
UM 30 útgerðarfyrirtæki í Murm-
ansk, Arkhangelsk og Karilíu hafa
sent bréf til ráðherra efnahagsmála,
þróunar og viðskipta í Rússlandi, þar
sem þau fara fram á að veiðiheimildir
fyrir verðmætari fisktegundir eins og
þorsk, ýsu og krabba verði áfram
seldar á uppboði. Rússnesk stjórn-
völd ákváðu hins vegar fyrir skömmu
að hverfa frá uppboðunum, sem voru
mjög umdeild.
Útgerðarfyrirtækin gera út mjög
öflug vinnsluskip og vilja þau að allur
kvóti fari á uppboð og ekki verði selt í
minni hlutum en þúsund tonnum.
Þannig væri hægt að ná verðinu niður
í það, sem viðunandi gæti talizt eða
500 til 600 dollara tonnið, 39.500 til
47.400 krónur. Leiguverð á þorski hér
er um 125 krónur kílóið eða 125.000
krónur tonnið um þessar mundir. Út-
gerðarfélögin telja að með uppboðun-
um minnki skrifræði eins og unnt er
og hagnaðurinn skili sér til ríkisins
frekar en spilltra embættismanna.
Þeir segja að ókeypis veiðiheimildir
leiði til minni atorku við veiðarnar,
þar sem úthlutunin sé miðuð við vél-
arafl aðalvélar skipanna. Það seinki
nauðsynlegri úreldingu lélegra skipa.
Uppboðin leiði hins vegar til hraðari
samruna fyrirtækja og gjaldþrota og
eftir standi öflugustu fyrirtækin.
Þeir telja uppboðin hafa leitt til
stöðugleika og langtímasjónarmiða.
Útgerðarfélög hafi byrjað að láta
smíða betri fiskiskip, þau hafi runnið
saman og úrelt léleg skip. Komi engar
aðrar aðgerðir til af hálfu stjórnvalda
séu uppboðin eina leiðin til þess að
vinna á þeirri umframveiðigetu sem
er við lýði í fiskiskipaflota Rússa.
Vilja uppboð áfram