Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 19 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is OD DI H F J 94 38 Allt að 50% afsláttur af innfelldum halógenljósum. Fjöldi annarra sér- tilboða, m.a. útiljós á mjög góðu verði. Rýmum til fyrir nýjum vörum í ljósadeild TÓNLISTARSKÓLINN á Akur- eyri er að flytja sig um set í bænum og er að koma sér fyrir í Lindu- húsinu, eins og margir Akureyring- ar kalla það, við Hvannavelli en þar var súkkulaðiverksmiðjan Linda til húsa í áraraðir. Helgi Þ. Svavars- son skólastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri allt ann- að líf að komast í nýja húsnæðið. „Áður en kennararnir fóru í sum- arfrí, þá pökkuðu þeir öllu því sem þurfti að pakka niður í kassa, svo það auðveldaði flutningana til muna. Undanfarin þrjú kvöld höfum við staðið í flutningum og þetta er búið að vera mikið ævintýri. Við fengum kranabíl til að hífa niður stærstu hlutina en annað þurfti að bera nið- ur. Það var aftur á móti annað mál þegar við komum með gripina hing- að í hús, því hér er góð aðkoma og risastór vörulyfta, sem jafnast á við góða skólastofu að stærð. Þegar sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika, þá hefur skólinn lánað þeim allan þann bún- að sem þörf er á. Áður fyrr þurftum við til dæmis að ganga á allar hæðir og finna öll nótnastatíf og bera hljóðfæri langar leiðir og oft í gegnum einbreiðar dyr, en nú er þetta allt á einum stað og hægt að setja allt upp á hjól,“ sagði Helgi. „Þetta er allt annað líf, að vera kominn í þetta nýja húsnæði. Þegar menn koma hingað inn, þá koma þeir beint inn í afgreiðsluna og hitta þar einhvern, en áður kom það oft fyrir að menn voru búnir að þvælast á milli hæða og um allskonar rang- ala áður en þeir fundu einhvern. Vinnuaðstaða verður allt önnur og nýting húsnæðis verður allt önnur en áður. Í gamla húsnæðinu voru sumar stofur ekkert notaðar heilu og hálfu dagana og þegar þær voru í notkun var það aðeins í tvo til þrjá tíma á dag. Hér verðum við með fulla nýtingu á stofum, þannig að það verður aðeins erfiðara að búa til stundatöflur fyrir kennarana, en öll aðstaða er alveg til fyrirmyndar. Það verður gaman þegar allt verður komið á sinn stað og hægt að byrja skólaárið, en skólinn mun byrja 25. ágúst næstkomandi,“ sagði Helgi. Tónlistarskólinn flytur úr Hafnarstræti í Linduhúsið við Hvannavelli Búið að vera mikið ævintýri Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Einn af flyglum skólans hífður niður af fimmtu hæð hússins við Hafnarstræti, þar sem tónleikasalurinn var. Fóa og Fóa feykirófa Leikhóp- urinn Sérstaklingar frumsýnir í dag kl. 18 örleikrit sem byggt er á þjóð- sögunni um Fóu og Fóu feykirófu. Leikhópurinn samanstendur af fötl- uðum og ófötluðum einstaklingum sem hafa unnið saman í sumar að leiklistar- og spunaverkefni undir stjórn Kjartans Smára og Skúla Gautasonar. Verkefnið er styrkt af styrkáætlun Evrópusambandsins, Ungt fólk í Evrópu. Verkið verður aðeins sýnt tvisvar, seinni sýningin verður nk. laugar- dag kl. 16. Sýningar fara fram í Kompaníinu við Hafnarstræti 73 og eru börn sérstaklega boðin velkom- in. Aðgangur er ókeypis. Til heiðurs Deep Purple Deep Purple er ein elsta og virtasta rokk- sveit sögunnar og eftir hana liggja mörg ódauðleg lög. Gamlir og nýir rokkhundar eiga nú von á góðu, því hópur valinkunnra tón- listarmanna mun flytja úrval Deep Purple-laga á tónleikum í kvöld og annað kvöld á Græna hattinum á Akureyri. Það eru Eiríkur Hauksson söngv- ari og Sigurgeir Sigmundsson gít- arleikari sem fara fyrir hópn- um en báðir eru þeir langreyndir í rokkbrans- anum. Aðrir í hljómsveitinni eru heldur engir au- kvisar; þeir Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Þórir Úlfarsson á Hammond-orgel og Erik Qvick á trommur. Meðal laga sem þeir taka má nefna Perfect Strangers, Some- times I Feel Like Screaming, Highway Star og að sjálfsögðu hina ódauðlegu perlu Smoke on the Water. Hljómsveitin flutti Deep Purple- dagskrá á Kaffi Reykjavík á síðasta ári við frábærar undirtektir 1.000 áheyrenda, segir í fréttatilkynn- ingu. Ástæða er til að hvetja gamla Purple-aðdáendur til að fjölmenna á þennan viðburð og ekki síður þá sem yngri eru að nota tækifærið og kynnast tónlist þessara gömlu risa. Deep Purple eru þó fjarri því dauðir úr öllum æðum því glæný plata er væntanleg síðar í þessum mánuði. Í DAG Eiríkur Hauksson Jóhann Ásmundsson STAÐA jafnréttisráðgjafa hjá Ak- ureyrarbæ hefur verið auglýst til umsóknar og er um 100% starf að ræða. Staðan er á stjórnsýslusviði og verður ein af sex stöðum stjórnenda á stjórnsýslusviði sem heyra beint undir bæjarstjóra. Undanfarin fjögur ár hefur Elín Antonsdóttir verið í 50% stöðu sem jafnréttisfulltrúi Akureyrar- bæjar, en hún lét af störfum í byrjun síðasta mánaðar. Það er óhætt að segja að mikið hafi geng- ið á í þessum málaflokki í bænum mörg undanfarin ár. Akureyrar- bær hefur á liðnum árum greitt milljónir króna til nokkurra kvenna, vegna brota á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Sum þessara mála hafa komið til kasta kærunefndar jafn- réttismála en einnig hafa Héraðs- dómur Norðurlands eystra og Hæstiréttur komið við sögu. Umsóknarfrestur til að sækja um þessa stöðu er til 26. ágúst næstkomandi, en nánari upplýs- ingar um starfið veitir Jón Birgir Guðmundsson verkefnastjóri í síma 460-1000. Staða jafnréttis- ráðgjafa auglýst Breytingar hjá Akureyrarbæ Í KÖNNUN sem IMG Gallup gerði fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar (AFE) sl. vetur kom fram að almenn bjartsýni er ríkjandi meðal fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði. Könnunin var gerð meðal allra fyrir- tækja í Eyjafirði með a.m.k. 4 starfs- menn og niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Í frétt frá AFE segir að veltu- aukning hafi orðið hjá 74% fyrir- tækja sl. tvö ár og 60% þeirra búast við meiri verkefnum á yfirstandandi ári en því síðasta. Þá kemur einnig fram að veltuaukning varð frekar hjá stærri fyrirtækjum en þeim minni. Bjartsýni í atvinnu- lífinu Könnun fyrir AFE SÍÐASTLIÐNA þrjá áratugi hafa fuglavinir á Akureyri sett upp tvö skilti á vorin við Drottningarbraut- ina, sem vara ökumenn við umferð andafjölskyldna yfir götuna. Fyrir skömmu hvarf annað skiltið og er þess sárt saknað, enda er ekki um hefðbundið umferðarskilti að ræða. Einar Helgason á Akureyri mál- aði myndirnar á skiltin fyrir tæpum 30 árum og Aðalsteinn Vestmann tók þau svo í gegn fyrir um áratug. Sigurjón H. Jónsson í Hagsmíði hef- ur séð um að koma skiltunum upp á vorin og taka niður á haustin en það var faðir hans, Jón Gunnlaugur Sigurjónsson, sem var upphafs- maður þess að þessi skilti voru útbúin á sínum tíma. Ljóst er að skiltin eiga sér langa sögu og hefð og ekki hægt að end- urnýja þau á sama hátt og hefð- bundin umferðarskilti. Það eru því tilmæli fuglavina á Akureyri að þeir sem hafa vitneskju um afdrif horfna skiltisins komi upplýsingum á framfæri við lögregluna. Fuglavinir sakna skiltis Morgunblaðið/Ásgrímur Örn ♦ ♦ ♦ föstudaginn, þó svo að við þurfum ekki að skila fyrr en 40 dögum síðar en upprunalega var talað um. Það er vegna þess að við fengum svæðið ekki afhent á réttum tíma. Þar af leiðandi gátum við ekki hafið verkið á þeim tíma sem áætlanir gerðu ráð fyrir, en þetta hefur samt allt saman gengið mjög vel,“ sagði Helgi. Naustatjörn er í Naustahverfi, því nýjasta á Akureyri, skammt neðan golfvallar bæjarins og ekki er langt suður í Kjarnaskóg. Naustatjörn er fyrsta húsið sem rís í hverfinu en nú BYGGINGARFÉLAGIÐ Hyrna ehf. er þessa dagana að leggja loka- hönd á vinnu við leikskólann Naustatjörn við Hólmatún og mun afhenda Akureyrarbæ leikskólann næstkomandi föstudag, þann 15. ágúst. Þremur dögum síðar munu sex börn mæta í aðlögun á elstu deild skólans. Helgi Snorrason, annar eigenda Hyrnu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nú væri verið að leggja lokahönd á verkið, bæði innanhúss og utanhúss. „Við verðum tilbúnir á hefur verið hafist handa við fleiri. Í gær voru hestar á beit á túninu ofan við leikskólann, en þar hafa slíkar skepnur hafast við árum sam- an. Meira líf verður væntanlega á svæðinu fljótlega, eftir að börn koma til gæslu á Naustatjörn. Naustatjörn að verða tilbúin Morgunblaðið/Ásgrímur Örn „Húsið á sléttunni“ gæti leikskólinn heitið, en hann er fyrsta byggingin sem risin er á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.