Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd: Hvalskurður, Reynir Sveinsson, Sandgerði.
LANDSMENN Í LINSUNNI
LJÓSMYNDASÝNING
MORGUNBLAÐSINS Í SANDGERÐI
Í Fræðasetrinu í Sandgerði stendur yfir sýning á
verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem
Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á
landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur.
Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni frétta-
ritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land.
Fólk er í brennidepli linsunnar.
Sýningin stendur til miðvikudagsins 27. ágúst.
Myndirnar eru til sölu í Myndasafni
Morgunblaðsins á mbl.is
ENGINN fugl var sjáanlegur á
Fitjatjörnunum fyrr í vikunni, ekki
einu sinni stakur mávur, en annars
hafa mávar hreiðrað um sig í einni
af stærstu tjörnunum. Tjarnirnar
hafa verið mjög vatnslitlar það sem
af er sumri og sumar þeirra nánast
alveg horfnar. Ekki hefur heldur
sést lengi til svananna sem annars
reigðu sig svo tignarlega á tjörn-
unum.
Spurning hvort sólskin sumarsins
hafi þurrkað tjarnirnar upp eða
hvort fuglarnir hafi flúið fram-
kvæmdirnar sem að undanförnu
hafa staðið við Fitjar. Meðal annars
hefur verið komið fyrir flotbryggju
út í stærstu tjörnina, eins og sést á
myndinni, til að auðvelda aðgengi
að fuglunum, en hvar eru þeir nú?
Fuglalausar
Fitjatjarnir
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Þessi mynd var tekin í febrúar þegar blómlegt fuglalíf var á tjörnunum.
Nánast engir fuglar hafa sést á tjörnunum í sumar. Myndin er tekin fyrr í
vikunni. Flotbryggju hefur verið komið fyrir í stærstu tjörninni til að auð-
velda aðgengi að fuglunum sem þar hafa verið en sjást nú hvergi.
Reykjanesbær
UMHVERFISNEFND Vatnsleysu-
strandarhrepps hefur veitt umhverf-
isviðurkenningar fyrir árið 2003.
Nefndin skoðaði fjölmarga garða og
húseignir en valdi að lokum fjóra
verðlaunahafa. Hreppsnefnd bauð á
dögunum verðlaunahöfum til kaffi-
samsætis í Íþróttamiðstöðinni þar
sem veittar voru viðurkenningar.
Búið á sama stað í 32 ár
Svandís Magnúsdóttir og Lárus K.
Lárusson, Kirkjugerði 11, fengu
fyrstu verðlaun fyrir garðinn sinn. Í
umsögn umhverfisnefndar segir m.a.
að garðurinn sé einstaklega fallegur
og gróðursæll þar sem trjágróður,
skrautblóm, matjurtir og heimarækt-
aðar plöntur njóti sín í góðu skjóli.
Garðurinn sé fagurlega uppbyggður
af margvíslegum efniviði. Að sögn
Svandísar byggðu þau húsið sjálf á
sínum tíma og hafa búið þar síðustu
32 ár. Lárus sá að mestu um hönnun
garðsins en bæði hafa sinnt garð-
inum, breytt honum og betrumbætt í
áranna rás. Fyrir nokkru fengu þau
sér gosbrunn sem sómir sér vel innan
um gróðurinn. Svandís segir aldrei að
vita nema garðurinn haldi áfram að
taka breytingum, í raun sé alltaf
hægt að halda áfram að breyta.
Verðlaun fyrir viðhald
og endurbætur
Guðrún Lovísa Magnúsdóttir,
Kirkjugerði 5, fékk verðlaun fyrir
snyrtilegan og fallegan garð og fyrir
að sýna umhyggju fyrir umhverfinu í
hvívetna.
Eigendur raðhúsanna við Brekku-
götu 9–21 fengu viðurkenningu fyrir
snyrtilegt umhverfi og fallegan heild-
arsvip. Þá fengu Ása Árnadóttir og
Guðlaugur Atlason í Austurkoti verð-
laun fyrir viðhald og endurbætur á
gömlum húsum, Austurkot 1 og Aust-
urkot 2. Í umsögn umhverfisnefndar
segir að húsin sjálf og umhverfi
þeirra séu til fyrirmyndar.
Umhverfisverðlaun Vatnsleysustrandarhrepps
2003 veitt garð- og húseigendum
Kirkjugerði 11
fékk fyrstu verðlaun
Ljósmynd/Jón Ingi Baldvinsson
Brekkugata 9-21. Eigendur raðhúsanna í götunni fengu viðurkenningu um-
hverfisnefndar fyrir snyrtilegt umhverfi og fallegan heildarsvip í götunni.
Kirkjugerði 11. Í umsögn umhverfisnefndar segir meðal annars að garð-
urinn sé einstaklega fallegur og gróðursæll þar sem trjágróður, skraut-
blóm, matjurtir og heimaræktaðar plöntur njóti sín í góðu skjóli.
Vogar
ÞAÐ eru bæði stórar og smáar fram-
kvæmdir á leikskólanum Holti í
Innri-Njarðvík þessa dagana. Verið
er að stækka leikskólann um helm-
ing og fyrirhugað er að þeim fram-
kvæmdum verði lokið í lok þessa árs.
Ungu drengirnir á Holti eyða
mörgum stundum við girðinguna og
einhverjir hafa eflaust ákveðið að
verða körfukallar eða vörubíl-
stjórar. Enn aðrir eru byrjaðir að
æfa sig og þeir voru ekki síður
íbyggnir og vandvirkir en fyrir-
myndir þeirra utan girðingar.
Stórar og smáar
framkvæmdir
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær
HAFNARSTJÓRI skýrði ný-
lega frá því á fundi atvinnu-
og hafnarráðs Reykjanesbæj-
ar að ísafgreiðslubifreið hafn-
arinnar hefði verið stöðvuð af
starfsmönnum Vegagerðar-
innar og í ljós hefði komið að
farmurinn var 30% umfram
leyfilegt hámark. Farmurinn
var tíu kör, sem eru rúm fjög-
ur tonn.
„Það er ljóst að til þess að
forðast þetta verður að end-
urnýja vörubifreiðina, þar
sem nauðsynlegt er að geta
flutt tíu kör, t.d. út í Garð og
Sandgerði,“ segir í fundar-
gerðinni.
Nýr bíll getur flutt
4,3 tonn af ís
Hafnarstjórn hefur falið
hafnarstjóra að festa kaup á
Man 10-vörubifreið með yf-
irbyggðum kassa og lyftu og
en leyfilegur farmur vörubíls-
ins er 4,3 tonn
Núverandi Ísafgreiðslubíll
verður seldur og kaupverð
látið ganga upp í nýja bílinn.
Stöðvaður
með of
stóran ís-
farm
Reykjaneshöfn