Morgunblaðið - 13.08.2003, Side 21
Stórafmæli Skógrækt-
arfélags Rangæinga
Í TILEFNI 60 ára afmælis Skóg-
ræktarfélags Rangæinga í ár var fé-
lögum og öðru áhugasömu skógrækt-
arfólki boðið nýlega í
skógræktargirðingu félagsins í Bol-
holti á Rangárvöllum. Gestir nutu úti-
vistar í stórkostlegu blíðviðri og grill-
uðu en síðan var farið í skoðunarferð
um svæðið og rústir „gamla Bolholts“
skoðaðar.
Fyrsti formaður félagsins var Ólaf-
ur Bergsteinsson, bóndi að Árgils-
stöðum. Á fyrstu starfsárum félagsins
var hafin birkirækt í landi Stórólfs-
hvols auk þess sem settar voru upp
nokkrar girðingar til gróðursetningar
annars staðar, flestar nokkuð litlar.
Tungugirðing í Fljótshlíð er þó u.þ.b.
10 hektarar að stærð en þar var byrj-
að að planta 1952 og er þar nú mikill
skógur vaxinn upp.
Samkvæmt heimildum frá núver-
andi formanni Skógræktarfélags
Rangæinga, Sigríði H. Heiðmunds-
dóttur, eru nú margar skógræktar-
girðingar á vegum félagsins, t.d. að
Kotvelli í Hvolhreppi, Ási í Ása-
hreppi, Ytri-Skógum og fleiri. Í Bol-
holti á Rangárvöllum var byrjað að
planta árið 1989 þegar til komu svo-
kölluð Landgræðsluskógasvæði og
reitum komið upp víðs vegar um sýsl-
una. Þar er nú u.þ.b. ein milljón
plantna sem dafnar vel, t.d. birki,
sitkagreni, lerki, elri, stafafura,
broddfura og fleiri trjátegundir. Vor-
ið 2001 voru líka gróðursettar þar
nokkrar tegundir af skrautrunnum
sem félagið fékk frá Pokasjóði, t.d.
hansarós, þyrnirós og bóndarós.
Í upphafi þessa landgræðsluátaks
var tekinn í notkun sérstakur plógur,
kenndur við Markús Runólfsson, for-
mann Skógæktarfélags Rangæinga
til margra ára, sem hannaði tækið.
Þakkar félagið honum hve miklu var
plantað og víða á þessum tíma.
Árið 2000 var gert samkomulag við
Rangárvallahrepp um svokallaðan
aldamótaskóg, 15 hektara spildu úr
landi Gaddstaða við Hellu. Slíkum
reitum var komið upp í hverjum
landsfjórðungi það ár.
Skógræktarfélag Rangæinga nýt-
ur á hverju ári stuðnings margra aðila
bæði fjárhagslegs og í formi vinnu-
framlags. Fyrirtæki á borð við Bún-
aðarbankann, Landgræðslu ríkisins,
Vegagerð ríkisins og fyrirtæki á
svæðinu t.d. Reykjagarður og Slátur-
félag Suðurlands og sveitarfélögin í
sýslunni auk Héraðsnefndar Rang-
æinga hafa veitt veglega styrki og
sýnt félaginu mikla velvild. Í tilefni af-
mælisins nú hafa félaginu borist góð-
ar gjafir, t.d. frá Jóhönnu Jónsdóttur,
ekkju Markúsar Runólfssonar, og
Teiti Sveinssyni frá Grjótá í Fljóts-
hlíð.
Formaður félagsins segir að í fram-
tíðinni verði lögð áhersla á að bæta
aðgengi fólks að skógræktargirðing-
um þess. Gerðir verða vegaslóðar um
svæðin, göngubrýr þar sem við á og
settir verða upp bekkir og borð.
Svæðin séu hin ákjósanlegustu til úti-
vistar og öllum opin svo framarlega
sem vel sé gengið um þau.
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Félagsmenn í Skógræktarfélagi Rangæinga snæddu grillaðan hátíðar-
kvöldverð í ótrúlegri veðurblíðu í skógræktargirðingu félagsins að Bol-
holti á Rangárvöllum. Einnig var boðið upp á skoðunarferð um svæðið.
Hella
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 21
ÞÓ AÐ GNÓTT sé fagurrafjalla í Mývatnssveit þá eruþau fjöll til í öðrum byggð-
um sem hafa slíkt seiðmagn að ekki
verður undan því vikist að hverfa til
þeirra þó að ekki sé nema einu sinni
á mannsævinni. Kirkjufell við
Grundarfjörð er slíkt fjall. Hæð
þess er litlir 463 metrar en reisn
fjallsins er mikil og lögun þess ein-
stök.
Við knúðum dyra síðla dags hjá
Guðmundi Pálssyni, bónda á Hálsi,
og föluðumst eftir fylgd hans á fjall-
ið. Bærinn hans stendur við rætur
fjallsins og Guðmundur þekkir leið-
ina á tindinn sem fingurna á sér,
hefur enda farið einar hundrað
ferðir sem leiðsögumaður ferða-
langa síðan hann fluttist hingað
með fjölskyldu fyrir um 20 árum.
Fylgdin var auðsótt mál og Hjörtur
sonur Guðmundar sagðist koma
með og hafa fóstra sinn Janis með
sér. Ákveðin var ganga kl. 09 næsta
dag.
Að morgni var fegursta veður
stillt, bjart og hlýtt. Kjörið göngu-
veður. Gangan var hafin. Það sem
einkennir göngu á Kirkjufell finnst
mér vera einkum að fjallið er ein-
staklega vel gróið og því traust
undir fótum. Hrun er lítið sem ekk-
ert og er það eins gott því brattinn
er mikill. Leiðin er æði krókótt því
þræða þarf klettastalla og auðvelt
að lenda í villum ef ekki væri
öruggur leiðsögumaður. Á nokkrum
stöðum eru kaðlar upp klettana til
að auðvelda og auka öryggi. Ferð
okkar gekk sem í sögu með fróð-
legu spjalli og góðum pásum. Uppi
á fjalli eru grösugar blómskrýddar
brekkur en yfir öllu sveima mávar
og senda göngumönnum tóninn. Út-
sýn er einstök yfir nágrennið.
Flatlendisbúi að norðan var ekki
laus við lofthræðslu á leið upp en
slík tilfinning hverfur eftir smá-
stund uppi á fjallinu og hennar
gætti alls ekki á niðurleiðinni. Ferð-
in í heild tók rúmar 3 klst. og var
einstök upplifun ekki síst vegna
öruggrar og fróðlegrar leiðsagnar
Guðmundar bónda. Ég vil hvetja þá
sem hafa hug á göngu á Kirkjufell
að fá leiðsögn hjá Guðmundi Páls-
syni á Hálsi í Eyrarsveit, hún
reyndist mér bæði örugg og
skemmtileg.
Fróðleg ganga á Kirkjufell
Kirkjufell
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Janis, Guðmundur, Hjörtur og Illugi. Helgrindur heita snjófjöllin í baksýn.
Flatlendisbúi að norðan
var ekki laus við
lofthræðslu á leið upp á
Kirkjufell við Grund-
arfjörð á dögunum.
Birkir Fanndal í
Mývatnssveit brá sér á
milli fjórðunga og segir
frá fjallgöngunni.
FISKIDAGURINN mikli var
haldinn á Dalvík sl. laugardag í
þriðja sinn. fyrsta árið komu um
6.000 gestir, í fyrra voru þeir um
13.000. Nú er talið að gestir hafi
verið um 20.000. Að venju var boðið
upp á fjölbreytt úrval fiskrétta,
m.a. fiskborgara af lengsta grilli
landsins sem grillaði þúsundir
borgara ofan í svanga gesti. Allan
daginn er haldið úti skemmti-
dagská og annarri afþreyingu.
Undi fólk sér hið besta enda veðrið
logn, sólskin og um 25 stiga hiti. Á
bryggunni var nýveidd og fersk
rækja í boði auk sýningar á fjöl-
breyttu úrvali fiska og furðudýra
úr sjónum. Mjög vönduð sýning
sem vakti verðskuldaða athygli.
Skarphéðinn Ásbjörnsson hefur
undanfarin ár séð um þessa sýn-
ingu sem að þessi sinni sló öll met í
fjölbreytni og glæsileik.
Það vakti athygli margra og
furðu hversu vel var staðið að öllu
og hvergi komu fram neinir hnökr-
ar sem orð er á gerandi. Í nokkra
daga fyrir Fiskidaginn vinnur fólk í
sjálfboðavinnu við að marinera og
pakka í álpappír fiskréttum sem
svo eru grillaðir ofan í gesti af grill-
sveitum sem einnig vinna í sjálf-
boðavinnu. Að þessu sinni voru út-
búnir um 80 þúsund pakkar.
Markmiðið er að allt sé án end-
urgjalds og metnaðurinn er svo
mikill að hvergi er til sparað að
gera gestum þennan dag sem
ánægjulegastan.
Veiðar og vinnsla skipa
stóran sess í atvinnulífinu
Það er venja á Fiskidegi að
heiðra þá sem skarað hafa fram úr
við uppbyggingu útgerðar og fisk-
vinnslu í Dalvíkurbyggð. Áður hafa
þeir verið heiðraðir Hilmar Daní-
elsson og Snorri Snorrason. Að
þessu sinni var ákveðið að heiðra
alla þá sem gerðu Dalvík að einum
mesta síldarbæ um miðbik síðustu
aldar.
Útbúið var sérstakt listaverk
sem var svo afhjúpað á Fiskidag-
inn. Það er Jóhannes Hafsteinsson
frá Miðkoti sem öll árin hefur unn-
ið viðeigandi listaverk.Verður því
valinn veglegur staður í framtíð-
inni sem tákn um þennan merka
þátt í atvinnusögu svæðisins.
Sjávarútvegur í sinni fjölbreyttu
mynd skipar stóran sess í atvinnu-
málum Dalvíkurbyggðar. Lang-
flest þessara fyrirtækja stunda út-
flutning á nær allri sinni
framleiðslu. Aðeins lítið brot af
framleiðslunni fer á innanlands-
markað. Þessum fyrirtækjum
tengjast svo fjölmörg fyrirtæki og í
sameiningu er framleiddar, unnar
og seldar fjölbreyttar afurðir sem
langflestir Íslendingar lifa svo á.
Allir þessir aðilar taka höndum
saman á Fiskidaginn og bjóða til
veislu. Íbúar Dalvíkurbyggðar
þakka gestum fyrir komuna.
Morgunblaðið/Guðmundur Ingi
Um 20 þúsund
gestir nutu sól-
ar og gestrisni
Dalvík
30 ÁRA LÁNINNRÉTTINGAR EldaskálinnBrautarholti