Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 22

Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 22
SPÁLÍKAN ÞORSKSTOFNS 22 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ORSKURINN hefur mikil áhrif á lífsafkomu Íslendinga, og því er þýðingarmikið að veiðin sé stunduð af skynsam- legu viti. Páll Bergþórsson hefur und- anfarin ár hannað nýtt spálíkan af þorskstofni, þar sem tekið er tillit til margra þátta. Fram kemur hjá hon- um staðfesting á því áliti Hafrann- sóknastofnunar að hagstæðasta veiði- álag eða sókn í veiðistofninn sé um 25%. Hann telur að ef þeirri reglu hefði verið fylgt stefndi aflinn nú í 400 þúsund tonn á ári, en vegna kröfu- hörku sjómanna og stjórnvalda um aukna veiði sé hann orðinn helmingi minni. Svo gersamlega hefur mistek- ist að byggja upp stofninn með kvóta- setningu. Blaðamaður ræddi við Pál um athuganir hans og bað hann að gera grein fyrir spálíkaninu og að- draganda þess að hann setur það fram. Árlegar spár Páls Páll hefur mjög fengist við að rann- saka áhrif veðurfars á náttúruna, dauða og lifandi. Hann hefur til dæm- is kannað samband hitafars, gras- sprettu, búfjárfjölda og fólksfjölda. Fyrr á tímum var augljóst samband þar á milli: þjóðinni fjölgaði eða fækk- aði eftir lífsskilyrðum búfénaðar í landinu. Þetta samhengi stenst auð- vitað ekki lengur, en góður heyfengur hefur þó hingað til talist ákjósanleg- ur. „Ég geri árlega spá um gras- sprettu sumarsins,“ segir Páll og hún byggist á vetrarhitanum. Síðasti vet- ur var sá hlýjasti sem komið hefur síðan mælingar hófust og því var hægt í byrjun maí að spá mikilli sum- argrósku. Og það er heldur betur að rætast með gífurlegum trjágróðri og mesta heyfeng í sögu Íslands, reynd- ar meiri en bændur kæra sig um.“ Páll hefur einnig gert árlega hafís- spá sl. 30 ár með því að kanna hitann norður í höfum. „Einkenni þess hita koma fram í hitamælingum á Jan Mayen, og hann er um hálft ár að streyma hingað,“ segir Páll, en ef kuldinn er mikill þar að haustinu megi búast við hafís um vorið. „Síð- ustu ár hef ég verið að teygja mig lengra í loftslagsspám, því að mikil sunnanátt milli Íslands og Noregs fleytir hlýjum sjó norður í Dumbshaf og tryggir okkur margra ára hlýindi og jafnvel um allt norðurhvel.“ „Í framhaldi af þessu tengi ég ár- ferðið við fiskaflann. Forsendan er sú að hlýr sjór bætir lífsskilyrðin með því að örva plöntulíf og dýrasvif í sjónum.“ Tölfræðilegar aðferðir Páll ákvað fyrir áratug eða svo að öðlast nasasjón af fiskifræði til að geta unnið betur að rannsóknum á þáttum sem stjórna lífsskilyrðum þorsksins. Hann sótti fyrirlestra hjá Hafrannsóknastofnun og hefur átt góða samvinnu við Hafró. Síðustu áratugi hafa orðið ískyggi- leg umskipti í þorskveiðum á Íslandi; veiðistofninn hefur minnkað um helming og afli eftir því. Flestir sem til þekkja viðurkenna að mikil ofveiði hafi átt sér stað. Aðrir hafa ekki fallist á það og haldið því fram að óhætt sé og jafnvel nauðsynlegt að herða sókn- ina í þorskinn. Páll segir að til að skera úr um þetta deilumál sé reyn- andi að beita tölfræðilegum aðferðum meira en gert hefur verið, einkum til að spá lengra fram í tímann. Fimmtíu ára skýrslur geri mögulegt að mynda líkingar til að tengja saman alla helstu þætti sem skipta máli, veiði- stofninn, hrygningarstofninn, nýlið- unina og aflann og spá fimm ára með- altölum þeirra langt fram í tímann, ef ákveðið er hver sóknin verði sem hundraðshluti af veiðistofni og með tilliti til loftslagsbreytinga. Það eru einkum þrjár líkingar sem Páll notar, en eðli þeirra er lýst í línuritum með greininni. Helstu áhrifaþættir skilgreindir Nýliðun sem er talin í milljónum fiska við þriggja ára aldur má finna eftir stærð hrygningarstofns og lofts- lagi á sama tíma, en því er lýst með meðalhita í Stykkishólmi. Þegar nýliðun síðustu ára er þekkt má spá hvernig hún breytist í fimm ára meðaltal veiðistofns á um það bil 6 árum, því að uppistaðan í veiðistofni er oftast 5–7 ára fiskur. En þá verður líka að taka tillit til þess hvað sóknin í veiðistofninn er mikil. Út frá veiði- stofni og sókn í hann má svo finna aflann. Þessari líkingu er hægt að beita á hverju ári og meta þannig hver kvótinn skuli vera næstu 5 ár eða svo. Þegar veiðistofn er fundinn má halda áfram og spá hver hrygningar- stofninn verði eftir svo sem fjögur ár til viðbótar, því að uppistaðan í hrygn- ingarstofni er 9–11 ára fiskur, fjórum árum eldri en í veiðistofni. En þá þarf líka að taka tillit til sóknarinnar sem getur rýrt hrygningarstofninn mjög meðan hann er að verða til úr veiði- stofni. Og út frá hrygningarstofni og loftslagi má svo finna nýliðunina og hefja hringrásina á ný. Svona má rekja sig áfram og finna árleg keðjubundin 5 ára meðaltöl allra þessara þátta eins lengi og lík- ingarnar gefa trúverðuga niðurstöðu. Augljós áhrif veðurfars Eins og línuritin sýna eru þessar líkingar ótrúlega áreiðanlegar, því að fylgni spárinnar við það sem reyndin varð síðustu 40 ár er á bilinu 0,89– 0,98. Þennan árangur segir Páll að megi þakka að verulegu leyti því að tekið er tillit til loftslags og í öðru lagi nýrri skilgreiningu hrygningarstofns sem hann setti fram í Morgunblaðinu 3. nóvember 1993. Um áhrif loftslagsins byggir Páll athugun sína meðal annars á skýrslum Hafrannsóknastofnunar sl. 50 ár um nytjastofna og aflahorfur, einnig á riti Jóns Jónssonar fiskifræð- ings um útgerð og aflabrögð 1300– 1900 (útg. 1994, Hafrannsóknir 48. hefti). Jón ber þar saman hluti á vetr- arvertíð 1600–1870 og hita á sama tíma, en hann er byggður að nokkru á hitamælingum og þar áður á mati Páls á hitanum eftir hafís við landið. Nánast allar lægðir og hæðir aflans og hitans á línuritinu í bókinni fara saman. Á 20. öld urðu svo mikil um- skipti í hitafari og afla með hafís- árunum 1965–1971, það kólnaði og aflinn minnkaði. Hrygningarstofninn skilgreindur Niðurstaðan er, að mati Páls, að fyrir hverja hitagráðu verður um 120 þúsund tonna aflabreyting með hóf- legri sókn. „Á hlýindaskeiðinu 1925–65 með 4,2 stiga hita gat aflinn því verið um 420 þúsund tonn með hóflegri sókn, en í kuldanum eftir hafísárin var hann að jafnaði 340 þúsund tonn. Ofveiðin hefur hins vegar minnkað aflann smám saman í 200 þúsund tonn. En með því að halda sig strangt við sókn- Endurreisn þorsk „Það eru góðir mögu- leikar, ef menn stefna loks að 25% nýtingu stofnsins, því að gera má ráð fyrir að loftslag verði hlýtt næstu 5–10 árin,“ segir Páll Berg- þórsson í samtali við Gunnar Hersvein. Páll hefur hannað nýtt spá- líkan af þorskstofni sem varpar skýru ljósi á skil- yrðin til að endurreisa þorskstofninn á Íslandsmiðum. PÁLL Bergþórsson er fæddur í Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923 og er því áttræður í dag. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti og Menntaskólann í Reykjavík, en það- an varð hann stúdent 1944. Páll var tvo vetur við verkfræðinám í verk- fræðideild Háskóla Íslands og eftir það tvo vetur í Stokkhólmi við veðurfræðinám og lauk þaðan prófi 1949. Hann var veðurfræðingur við Veður- stofu Íslands frá 1949, deildarstjóri veður- fræðideildar frá 1982 og veðurstofustjóri 1989 til ársloka 1993. Páll var við framhaldsnám og rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla 1953–1955 og síðar í Noregi og Englandi. Veð- urfregnir í sjónvarpi flutti hann í 23 ár. Rann- sóknir hefur hann stundað á tölvugreiningu veð- urkorta, hafísspám, vexti og hopi skriðjökla, loftlagssögu Íslands og samhengi loftslags við landbúnað og fiskveiðar. Hann kenndi um árabil hans Þórhildar Hansdóttur Biering frá Húsavík. Páll og Hulda eiga þrjú börn: Baldur tölvu- fræðingur í Reykjavík, fæddur 4. júlí 1951. Krist- ín hjúkrunarfræðingur, fædd 14. nóvember 1952. Bergþór óperusöngvari, fæddur 22. október 1957. Foreldrar Páls voru Bergþór Jónsson bóndi í Fljótstungu og kona hans Kristín Pálsdóttir. Bergþór var sonur Jóns Pálssonar bónda á sama stað. Jón var sonur Páls Jónssonar smiðs og konu hans Guðrúnar Bjarnadóttur, en faðir Páls Jóns- sonar var Jón Auðunsson, ættfaðir margra Borg- firðinga og langalangafi Magnúsar Ásgeirssonar skálds og Leifs Ásgeirssonar prófessors. Guðrún Pétursdóttir, móðir Bergþórs, var frá Ánanaust- um í Reykjavík, dóttir Péturs Ólafs Gíslasonar tómthúsmanns og bæjarfulltrúa, og fyrri konu hans Vigdísar Ásmundsdóttur. Páll Bergþórsson átti sex systkini. veðurfræði við jarðfræðiskor Háskóla Íslands. Páll er höfundur bókanna Loftin blá, Flugveður- fræði, Sólskin á Íslandi og Veðrið. Bók hans Vín- landsgátan fjallar um fund Ameríku og land- könnunarferðir og hefur einnig komið út á ensku. Hann hefur flutt mörg erindi í útvarp og skrifað fjölda greina um veðurfræði og fleira, í bækur, tímarit og blöð. Fjölskylda og ætt Páll Bergþórsson kvæntist 5. ágúst 1950 Huldu Baldursdóttur læknaritara og veðurstofuritara, fæddri 12. júní 1923. Hulda er dóttir Baldurs Guðmundssonar bónda á Þúfnavöllum, og síðar þingvarðar, og Júlíönu Björnsdóttur. Baldur var sonur Guðmundar Guðmundssonar bónda á Þúfnavöllum, og konu hans Guðnýjar Loftsdóttur. Júlíana var dóttir Björns Arnþórs- sonar bónda á Hrísum í Svarfaðardal og konu Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Ofveiðin hefur hins vegar minnkað aflannsmám saman í 200 þúsund tonn. En með því að halda sig strangt við sóknina 25%, og þar sem loftslagið hefur nú hlýnað í 4 stig, ætti að mega auka aflann í 400 þúsund tonn á svo sem 15 árum. ‘ Páll Bergþórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.