Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 23
SPÁLÍKAN ÞORSKSTOFNS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 23
ina 25%, og þar sem loftslagið hefur
nú hlýnað í 4 stig, ætti að mega auka
aflann í 400 þúsund tonn á svo sem 15
árum, samkvæmt spálíkaninu.“
Sú breyting sem Páll hafur gert á
mati hrygningarstofnsins er að snið-
ganga allan fisk yngri en 9 ára. Það
byggir hann á því að það virðist engin
áhrif hafa á nýliðunina hvort mikið
eða lítið er af 6–8 ára fiski eða yngri,
en hins vegar sé sterkt samhengi milli
nýliðunar og 9–11 ára þorsks eða
eldri. Hefðbundin skilgreining fiski-
fræðinnar á hrygningarstofni telur
hins vegar samanlagða þyngd alls
kynþroska þorsks. Mikill meirihluti
hennar er yngri en 9 ára, þó að hann
sýnist gagnslaus til þess að klekja út
seiðum, kannski vegna þess hvað
hrognin eru smá svo að seiðin hafa
sáralítinn forða til að lifa á þar til þau
komast í æti sem þeim hentar. Á Haf-
rannsóknastofnun hafa farið fram
talsverðar rannsóknir á þessu sam-
hengi og nú mun í ráði að breyta skil-
greiningu hrygningarstofnsins, vafa-
laust til bóta.
Sjálfbær þorskveiði
Páll segir að það sé mjög æskilegt
að finna hvað nýliðun, veiðistofn og
hrygningarstofn þurfi að vera stórir
stofnar til þess að veiðin verði sjálf-
bær, ef kunnugt er um loftslag og
sókn í veiðistofninn. Þá er talað um
jafnstöðu þessara stærða, þar sem
stofninn á að haldast í jafnvægi með
þeirri sókn og loftslagi sem um er að
ræða. Þessar þrjár óþekktu stærðir
sé hægt að reikna með því að leysa
saman líkingarnar þrjár sem lýst er
með línuritunum þremur. Niðurstöð-
una af þeim hefur Páll sett saman í
kortinu sem fylgir hér með, en það
lýsir þessum samstæðu tölum um
þorskinn í hverjum punkti.
Spálíkan Páls sýnir glögglega að
35% sókn í veiðistofninn setur hann í
stórhættu. „Rauði depillinn á kortinu
sýnir ástandið nú og að þorskurinn er
fast að hruni kominn ef haldið er
áfram 36% sókn eins og síðustu fimm
ár, en það er sama sókn og hefur verið
að jafnaði frá byrjun kvótasetningar
árið 1983,“ segir Páll. Að öllum lík-
indum sé það sama ásókn sem hefur
nú þegar valdið hruni þorskstofnsins
við Nýfundnaland og Labrador.
Endurreisn stofnsins
Páll er samt bjartsýnn, því mögu-
leikinn á endurreisn stofnsins er fyrir
hendi. „Það eru góðir möguleikar, ef
menn stefna loks að 25% nýtingu
stofnsins, því að gera má ráð fyrir að
loftslag verði hlýtt næstu 5–10 árin,
eins og hlýindin eru nú norður und-
an.“
Af kortinu yfir sjálfbæra þorsk-
veiði má ráða hvað brottkast er gíf-
urlega afdrifaríkt þegar sóknin er
mikil. Brottkastið hefur margfeldis-
áhrif því að það er viðbót við sóknina
og getur auðveldlega valdið hruni ef
það nemur 2–3% veiðistofns og sókn-
in er til dæmis 33% fyrir. Nærri eins
vond áhrif og brottkastið hefði sú
grisjun sem sumir halda fram að þurfi
að verða á þorskstofninum í þeim til-
gangi að hann fái nóg æti. Það segir
hann fráleita kenningu.
Páll segir að af kortinu yfir sjálf-
bæra veiði megi ráða ýmislegt fleira.
Til dæmis skýri það vel þá 10 ára
sveiflu sem hafi verið í stofni og afla
síðan hrygningarstofninn hraðminnk-
aði fyrir aldarfjórðungi.
Páll bendir á að fyrir um áratug
hafi Hafró komið því til leiðar að friða
að nokkru hrygningarslóðir á vorin.
Hann telur útreikninga sína benda til
þess að þetta hafi borið góðan árang-
ur og nauðsynlegt sé að fara eftir til-
lögum stofnunarinnar um að auka
þessa friðun. En jafnframt þurfi að
takmarka sóknina við 25%, og sé það
gert megi vænta þess að þótt þorsk-
aflinn aukist mjög hægt næstu fimm
árin verði hann kominn í nærri 400
þúsund tonn um 2015, samkvæmt
þeim spálíkingum sem hann hefur
sett fram.
Páll segir að lokum að athuganir
hans bendi til þess að fiskurinn í sjón-
um kringum landið sé miklu dýrmæt-
ari auðlind en flestir gera sér grein
fyrir, auðlind sem væri mikill ábyrgð-
arhluti að fara illa með eða glata í
annarra hendur.
stofnsins
#
()#*'
()+# '
,
-
("
.
#
)
'
/ 0 1
2
3
1
0
/
#
)##()+# '
)
#
#(
)
+#
'
.
4
#
5(
6
0 00
,-
("
.
#
)
'
#
)
#
#(
)
+#
'
.
4
#
5(
6
guhe@mbl.is
1 Sjálfbær þorskveiði –
jafnstaða. Samstæðar
tölur um jafnstöðu ný-
liðunar, hrygningar-
stofns, veiðistofns og
afla í hverjum punkti,
þegar kunnugt er um
loftslag og sókn í veiði-
stofninn. Á rauða belt-
inu næst ekki jafn-
staða fyrr en stofninn
er hruninn. Ef hiti er 4
stig og sóknin 25%
verður jafnstaða nýlið-
unar 250 milljónir
fiska, hrygningar-
stofns 200 þúsund
tonn, veiðistofns 1.670
þúsund tonn og afla
420 þúsund tonn.
2 Spá um 5 ára meðal-
tal veiðistofns 6 ár
fram í tímann eftir ný-
liðun síðustu 7 ára og
sókn í veiðistofninn.
Ef nýliðun er 250
milljónir og sókn 25%
verður veiðistofn 1.670
þúsund tonn. Fylgni
0,98. Afli við 25% sókn
verður 420 þúsund
tonn með fylgnina
0,95.
3 Spá um 5 ára meðal-
tal hrygningarstofns 4
ár fram í tímann eftir
meðaltali veiðistofns
síðustu 5 ár og meðal-
sókn. Ef veiðistofn er
1670 þúsund tonn og
sóknin 25% verður
hrygningarstofn 200
þúsund tonn. Fylgni
0,97.
4 Sjö ára nýliðun
fundin eftir hita og 5
ára meðaltali hrygn-
ingastofns. Ef hrygn-
ingarstofn er 250
þúsund tonn og hiti 4
stig verður nýliðun
200 milljónir fiska við
3ja ára aldur. Fylgni
0,89.
Skýringar
á kortum
Veiðistofn – þúsundir tonna
af þorski 4 ára og eldri.
Afli – þúsundir tonna á ári.
Nýliðun – milljónir þorska
við 3 ára aldur.
Hrygningarstofn – (skil-
greining PB) þúsundir
tonna af 9 ára þorski og
eldri.
Sókn – hlutfall afla af veiði-
stofni.
Loftslag – u.þ.b. áratugar
meðalhiti í Stykkishólmi.
Hugtök
’ Þorskurinn er fast að hruni kominn efhaldið er áfram 36% sókn eins og síðustu
fimm ár, en það er sama sókn og hefur verið
að jafnaði frá byrjun kvótasetningar árið
1983. ‘
/ 0 1
#
()#*'
()+# '
,
-
("
.
#
)
'
!
"
#
$
%
&
' &
()
*
+ , - & !
$
%
./ -+ 01
1
2 3
4