Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
A
Ð skilgreina mjúk
og hörð gildi virð-
ist í fljótu bragði
einfalt mál en hug-
tökin bera í sér
fleiri og flóknari
hliðar. Einfalt mál
að skilgreina hlutina eins og þeir
koma fyrir sjónir á myndfleti, í
arkitektúr, list- og iðnhönnun, hins
vegar getur mikil harka og einsýni
einnig skarað mjúku gildin. Á helst
við um uppstokkanir og nýjungar
þegar eldri gildum er rutt af borðinu
til hags fyrir ný, á stundum af óbil-
girni og þjösnaskap ekki síst er hags-
munaöfl hagnýta sér listsköpun mál-
stað sínum til framdráttar, einkum
pólitísk. Í því tilviki er birtingar-
myndin klárust í þeirri mörkuðu
skiptingu á liðinni öld, að á einn veg
væri öll framsækin list vestursins
róttæk og þannig í eðli sínu sósíölsk,
á hinn bæri hún vott um úrkynjun og
upplausn í heimi auðvaldsskipulags-
ins. Svo langt gekk þetta hjá ýmsum
nafntoguðum fræðikenningasmiðum
í vestrinu að menn settu samasem-
merki við róttækar núlistir og sósíal-
isma, en í austrinu var því þveröfugt
farið. Í báðum tilvikum voru kenning-
arnar studdar með rökvísi í spreng,
menn grjótharðir í sannfæringu sinni
um ágæti og nytsemi skoðana sinna,
öll frávik
andróður
gegn við-
teknum
sannindum.
Listamönn-
um austan
tjalds álagt að fylgja opinberri stefnu
í þjóðfélagsraunsæi, því fylgt eftir af
óbilgirni og vægðarlausri hörku dóm-
greindarlítilla leiðtoga, en í vestrinu
áttu sér stað miklar uppstokkanir og
niðurrif fyrri gilda með harða fræði-
kenningasmiði og listpáfa í forsvari.
Þar áttu núlistir hins vegar lengstum
mjög erfitt uppdráttar, brennimerkt-
ar sem uppreisn gegn grónum og við-
teknum gildum og mættu harðri and-
stöðu, lítil markaðsvara um leið. Eitt
áttu talsmenn beggja viðhorfanna
sameiginlegt, sem var baráttan gegn
borgaralegum gildum, hugtakið smá-
borgari bar í sér einhverja djúpstæð-
ustu fyrirlitningu sem hugsast gat,
ráðist skyldi gegn borgaralegum
dyggðum af öllu tagi, trúarbrögðum
og kirkjulist um leið. Framvindan
býsna skondin ef litið er til baka
vegna þess að upphaflega var það
einmitt hin nývakta borgarastétt sem
lagði grunn að afdrifaríkum skilum.
Allar götur áður voru listamenn í
þjónustu kirkjunnar og aðalsins og í
einu og öllu háðir þeim um velferð
sína, en um leið og stétt auðugra og
velmegnandi borgara varð til urðu
mikil umskipti. Þeir fæstir með blátt
blóð í æðunum en gátu nú veitt sér
þann munað að skreyta híbýli sín
með fögrum listaverkum og vera hér
samkeppnisaðilar. Þessi þróun var
kímið að ótæpilegri fjölgun myndlist-
armanna og breytingum á viðhorfum
til listsköpunar, nærtækt að grípa til
samlíkingarinnar um snjóbolta sem
vindur upp á sig, og þeim til muna
meir sem umfangið vex. Afleiðing-
arnar létu ekki á sér standa og til er
þröngt hugtak í myndlist, híbýla-
fræði og hönnun, sem germönsk
listasaga skilgreinir sem borgarastíl-
inn/Biedermeier. Skilgreinir ópóli-
tískan og traustan ramma utan um
daglegt líf og þarfir oddaborgaranna,
dyggðir og gildi eins og þau þróuðust
á tímabilinu 1815–1846. Hugtakið
mótaðist er háðkvæði skólameist-
arans Ludwigs Eichrodts (1766–
1846) voru opinberuð í München 1855
og 1857, vísar til þess að bieder, þýðir
fábrotinn og, Meier, var algengasta
eftirnafnið í Þýskalandi og Austur-
ríki. Umgerðin og útópían var fallegt
heimili og í kjölfarið fylgdu innilegar
bókmenntir og þægileg málverk af
þekkjanlegum myndefnum á veggi.
Stílbrigðin frávik frá ljóðræna og
rómantíska málverkinu í til hags fyr-
ir hugnæmt og sannverðugt raunsæi.
Um einföldun á franska keisara-
stílnum og nýklassíkinni að ræða,
meira lagt upp úr efni og innihaldi að
viðbættum þokkafullum stílbrigðum
úr enskri og gotneskri list. Enn í dag
eru angar viðhorfanna meira en vel
greinanlegir, að baki keimlík þörf og
þegar við veljum húsgögn, hengjum
upp myndverk í híbýli okkar, ásamt
að sanka að okkur hinu aðskiljanleg-
asta dóti í íðum og listhönnun til
prýði og yndisauka. Hvaða afstöðu
sem menn taka svo til hlutanna er
annað mál, en þessi framvinda skap-
aði nýjan atvinnugrunn og þörf fyrir
fleiri málara og listiðnaðarfólk. Mega
vera gagnlegar upplýsingar ef menn
fýsir að átta sig á þróunarferlinu, til
frekari skilnings skal þess getið að
úti í heimi er danska gullaldar-
málverkið iðulega flokkað undir hug-
takið, og skrif H.C. Andersens að
hluta.
Vel að merkja voru það auð-ugir einstaklingar semtóku við af listhöfðingjum íröðum kirkjunnar og háað-
alsins á tímum endurreisnar og gerð-
ust velunnarar lista á seinni tímum.
Viðamiklar gjafir þeirra mynda víða
kjarna listasafna, jafnvel þjóð-
listasafna, jafnt í austri sem vestri.
Jafnframt þótti almennum borgurum
og millistéttinni drjúg upphefð af því
að eiga verk mikilsverðra listamanna
á veggjum híbýla sinna og gerist enn.
Á næstliðnum áratugum hafa orðið
miklar þjóðfélagsbreytingar í heim-
inum í þá veru að borgara- og milli-
stéttirnar hafa nær dagað uppi líkt og
eyrarkarlinn, stéttaskiptingin önnur,
tilbúnar þarfir markaðsþjóðfélagsins
hafa tekið við, en þar ríkja einstreng-
ingsleg lögmál, beinhörð gildi. Hinn
menntaði og listþyrsti borgari var að
stórum hluta bakhjarl og bjargvætt-
ur listamanna í vestrinu, hið sama má
til að mynda segja um persónu Len-
íns í austrinu, því ef öll sund lokuðust
þá var alltaf hægt að gera myndverk
af leiðtoganum og selja ríkinu til að
eiga fyrir salti í grautinn! Gefur auga
leið að eftir fall borgarans og milli-
stéttarinnar í vestrinu og múrsins í
austrinu eiga myndlistarmenn erfitt
með að fóta sig, svífa um stund í lausu
lofti og eru í báðum tilvikum stórum
meira upp á listsögufræðinga, list-
heimspekinga, sýningarstjóra og sí-
harðnandi markaðslögmál komnir.
Því prjáli og útflúri sem fylgdi iðu-
lega mjúku gildunum frá aldamótum
til upphafs seinni heimsstyrjaldar-
innar, og að hluta má skoða sem arf
frá barrokkinu, var fljótlega úthýst af
hörðustu áhangendum annarra fram-
sækinna viðhorfa þá menn fóru að
boða að minna væri meira. And-
staðan kraumaði þegar á tímabili
aldamótaloka, fin-de-sié-cle, og varð
enn greinilegri á blómaskeiði, æsku-
stílsins, Art nouveau/Jugenstil, nafn-
kenndastur höfuðpauranna tvímæla-
laust austurríski arkitektinn Adolf
Loos. Hér til fjarstæðukenndrar frá-
sagnar, að athafnasemi helsta fræði-
kenningasmiðs æskustílsins, niður-
lendingsins Henry van de Velde í
Weimar, lagði grunn að Bauhaus og
hagnýtistílnum, en undanrennu hans
þekkja Íslendingar býsna vel. Henry
van de Velde var í nánu sambandi við
alla helstu andlegu og veraldegu
höfðingja og listamenn álfunnar, og
fyrir tilstilli Elisabeth Förster-
Nietsche systur heimspekingsins,
greifanna Ottos Wertherns og Harry
Kesslers kallaður til Weimar af Wil-
helm Ernst, hinum metnaðarfulla
stórhertoga af Saxlandi-Weimar.
Þremenningana dreymdi um nýja
endurreisn listhönnunar með listiðn-
aðarskólann í Weimar sem miðás og
var hér Harry Kessler driffjöðrin.
Hinn menntaði háaðall Evrópu átti
þannig stóran þátt í að leggja grunn
að einhverjum þýðingarmestu hvörf-
um í arkitektúr og listhönnun á þess-
um árum, framsækinni myndlist um
leið, Harry Kessler var í nánu sam-
bandi við listamenn tímanna og um
þær mundir helstur velunnari Edv-
ards Munchs, sem málaði margar
frægar myndir af honum. Áhrifum
sem í grunni sínum voru merkjanleg
alla síðustu öld og eru enn í fullu
gildi, þótt önnur viðhorf og nýjar
uppstokkanir ryddu sér rúms á nær
hverjum áratug, en hafa nú gengið í
endurnýjaða lífdaga, afsprengi bar-
okksins um leið. Hátæknin og tölvan
að baki með nýjar kröfur um sveigj-
anleika og fjölbreytni, færðu mönn-
um upp í hendurnar áður óþekkta
möguleika til að reikna út burðarvirki
stórhýsa. Sláandi dæmi er nýafstaðin
samkeppni um tvíburasamstæðuna í
New York, en sumar tillögurnar voru
með ólíkindum, einkum Normans
Fosters og félaga. Í flestum þeirra
gengið eins langt frá einsleitum og
hörðum gildum og mögulegt, stinga
enda mjög í stúf við skýjakljúfana allt
um kring, en í þá veru að mýkja þá og
auðga í sinni monumentölu reisn. Hið
algenga en illþýðanlega orðtak í list-
um, monumental, vísar til einhvers
rismikils einkum sem mótað hefur
verið til minningar um eitthvað sbr.
monument; minnismerki/minn-
isvarði/ stytta, reist til minningar um
mikilmenni eða liðinn atburð.
Einsýnt að framsókn mjúkragilda, sem hófst við skilníunda og tíunda áratugarliðinnar aldar heldur
áfram af fullum krafti á nýrri stóröld,
þetta meðtók ég áþreifanlega í beinu
sjónmáli meðan á dvöl minni í Lund-
únum stóð. Afturhvarfið til mjúkra
og lífrænna gilda á sér ekki einungis
stað vegna falls múrsins og endaloka
kalda stríðsins, er einnig í góðu sam-
ræmi við vaxandi meðvitund jarðar-
búa um mikilvægi náttúruskapanna
og lífríkisins. Þetta skjalfestar stað-
reyndir sem mikilsvert er að hafa í
huga varðandi næstu pistla, einnig að
framþróun listarinnar er loftvog á
tíðarandann.
Meginveigurinn þó að eðli og kraft-
birtingur listarinnar er í hinn sami og
náttúrunnar, hún á sig sjálf.
Mjúk og hörð gildi
Rob Mallet-Stevens; 10 Rue Maillet- Stevens, París 1927. Þetta er merkilegt hús og ber í sér jafnt hörð sem mjúk gildi.
Hér renna saman í eitt, áhrif frá Frank Lloyd Wright, Charles Rennie Mackintosh og hagnýtistílnum, ennfremur
pósthúsi, slökkvistöð og ráðhúsi. Grunntónninn þó Art deco fyrir skreytikennda mýkt, sveigjanleika og fjölbreytni.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Á KAFFI Kósy stendur nú yfir
sýning á olíumálverkum Dittu.
Sýningin verður uppi út ágúst-
mánuð.
Ditta á
Kaffi Kósý
NORSKI harmonikkuleikar-
inn Håvard Svendsrud leikur
á tónleikum Bláu kirkjunnar
á Seyðisfirði í kvöld kl. 20.30.
Håvard dvelur á Seyðisfirði
fram á laugardag og mun
leika á harmonikkuna á kaffi-
húsum, Hótel Snæfelli,
kirkjutónleikum og lýkur svo
dvöl sinni á harmonikkuballi
sem verður haldið á pallinum
fyrir utan Hótel Snæfell laug-
ardagskvöldið 16. ágúst og
hefst kl. 22. Håvard lýkur
tónleikahaldi sínu á Íslandi
með tónleikum í Norræna
húsinu í Reykjavík sunnu-
dagskvöldið 17. ágúst.
Håvard er einn af fremstu
harmonikkuleikurum Norður-
landa, hann sigraði í norsku
harmonikkumeistarakeppn-
inni árin 1993 og 1994 og hef-
ur oft komið fram í norsku
útvarpi og sjónvarpi, bæði
sem einleikari og með hljóm-
sveitum. Hann hefur haldið
tónleika víða um heim á und-
anförnum árum.
Håvard Svendrud
Harmon-
ikkutónar
í Bláu
kirkjunni
HAFSTEINN Þórólfsson
heldur námsstyrktar-tónleika í
sal Söngskólans í Reykjavík,
að Snorrabraut 54, í kvöld,
miðvikudaginn
13. ágúst,
klukkan 20.
Hafsteinn lauk
8. stigi við
Söngskólann í
Reykjavík síð-
astliðið vor og
mun halda til
London í
framhaldsnám
við Guildhall
School of
Music & Drama nú í haust. Af
þessu tilefni hefur Hafsteinn
fengið til liðs við sig vini og
vandamenn til að skemmta
tónleikagestum með fjöl-
breyttri dagskrá. Þeir sem
koma fram á tónleikunum eru
Aðalheiður Þorsteinsdóttir,
Dísella, Erna Guðjónsdóttir,
Gísli Magna, Guðrún Árný
Karlsdóttir, Hafsteinn Þórólfs-
son, Hera Björk, Monika
Abendroth, Páll Óskar Hjálm-
týsson, Schola cantorum,
Hljómsveitin Bambinos,
Hljómsveitin HljóðLæti.
Náms-
styrktar-
tónleikar
Hafsteinn
Þórólfsson