Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 26
TALSMENN Samfylk- ingar og Framsóknar- flokks í minnihluta bæj- arstjórnar Garðabæjar segja fyrirvara um stofnun Barnaskóla Hjallastefnunnar of skamman og telja rétt- ast að fresta málinu. Sigurður Björg- vinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, seg- ir málið koma of seint fram. Búið sé að undirbúa skólastarf í öðrum grunnskólum bæjarins en þetta muni þýða fækkun í þeim sem hugsanlega muni nema einum bekk. Hann segist telja að fyrirhugaður leigu- samningur bæjarins við Landspítalann um afnot af Vífilstöðum undir starfsemi skól- ans sé á mörkum þess að vera löglegur. Þá segir hann að ef farin verði sú leið að greiða þá upphæð sem fram hefur komið með hverju barni í skólanum verði að Sigurður Björgvinsson greiða sömu upphæð með börnum til ann- arra einkarekinna skóla svo jafnræðisreglu verði framfylgt. „Málið hefur ekki verið rætt í skóla- nefndinni eins og eðlilegt verður að teljast, né hefur gefist tími til umræðu innan bæj- arstjórnar. Það er nánast óvinnandi vegur að skólinn geti byrjað í haust vegna hins stutta fyrirvara. Réttast væri að fresta málinu, þannig að það hlyti eðlilega um- fjöllun og meðgöngu.“ Bærinn orðinn leigutaki Sigurður segir að á síðasta bæjarráðs- fundi hafi verið fullyrt að bæjarsjóður yrði ekki aðili að leigusamningi Hjallastefn- unnar ehf. og Landspítala – háskólasjúkra- húss. Í bókun sem Sigurður lagði fyrir bæj- arráð í gær gagnrýnir hann að bærinn sé orðinn leigutaki húsnæðisins samkvæmt minnisblaði sem lagt var fyrir fundinn. „Þetta er að mínu mati á gráu svæði lagalega séð. Skv. 73. grein sveitarstjórnar- Bæja neinu við L leigu Ein Fram greið lögu fresta ingur ytri a Talsmenn minnihlutans segja fyrirvara um Á gráu svæði að bærinn leigi h Einar Sveinbj 26 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G ARÐABÆR mun greiða tæplega 423 þúsund krónur á ári með hverju sex ára barni sem býr í Garðabæ í nýjum einkareknum grunnskóla, Barnaskóla Hjalla- stefnunnar, samkvæmt samningi við Hjallastefnuna sem bæjarráð Garðabæjar samþykkti í gær. Börn úr Garðabæ hafa forgang til náms í skólanum og innheimtir Hjalla- stefnan ekki skólagjöld vegna þeirra enda á framlag sveitarfé- lagsins að nægja til rekstrar grunnskólanámsins. Í skólanum verða einnig fimm ára börn og mun Garðabær greiða sömu upphæð, 33 þúsund krónur á mánuði, og greidd er með börnum sem sækja aðra einkarekna leik- skóla. Hjallastefnan mun síðan inn- heimta leikskólagjöld samkvæmt gjaldskrá leikskóla Garðabæjar. Drög að samkomulagi við Land- spítala – háskólasjúkrahús vegna leigu á húsnæði á Vífilsstöðum und- ir starfsemi Barnaskólans liggja fyrir. Ráðgert er að skólasetning verði 25. ágúst, líkt og í öðrum skólum bæjarins. Mikil vinna lögð í að meta kostnað nemenda til náms „Um er að ræða einkarekinn barnaskóla og mun Hjallastefnan bera alla ábyrgð á rekstri skólans,“ út- skýrir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri Garðabæjar. „Bærinn hefur lagt mikla vinnu í það undanfarnar vikur að meta nákvæmlega hvað nám barna í bænum kostar. Í hag- kvæmasta tilvikinu kostar nám barna 422 þúsund krónur á ári. Sú ákvörðun var því tekin í bæjarráði í morgun [gær- morgun] að sú upp- hæð fylgdi þeim börnum sem kjósa að stunda grunnskólanám í Barnaskóla Hjallastefnunnar.“ Ásdís Halla segir að forsvarsmenn Hjallastefn- unnar telji að sá stuðningur nægi til þess að reka grunnskólastarf- semina og í ljósi þess sé ekki þörf á að innheimta skólagjöld. „Þessi einkaskóli er sá fyrsti sem stofnaður er innan bæjarmark- anna. Þetta er því í fyrsta sinn sem við förum í svona ítarlega grein- ingu á kostnaði við nám grunn- skólabarna og hvernig eðlilegt sé að skilgreina rétt barnanna til grunnskólanáms.“ Ásdís Halla segir að Barnaskóli Hjallastefnun opinn börnu staðar að, e þess hvernig að stofnun hafa börn úr forgang. „Ljó við í Garðab ekkert um segja rekstrarþáttu verður gagnv um úr öðrum félögum held Hjallastefnan við viðkoman arfélag eða fo Ásdís Halla fram til þessa ið dæmi um að börn úr hafi sótt nám í einkaskól staðar og þá hafi bærinn g hverju barni í samræmi v skrá þeirra skóla. Hún seg skrá annarra einkarekin töluvert lægri en þá upp greidd verður með hverju Barnaskóla Hjallastefnunn „Nú höfum við hins veg bréf frá einkaskólunum þeir óska eftir því að þ irkomulag verði endursk framlag sveitarfélagann hækkað.“ Bréfið er til athugunar skrifstofu Garðabæjar þ Drög að samningi við Landspítala Háskólasjúkrahús um afnot af vistheimilinu á Vífilsstöðum undir sta Bæjarráð Garðabæjar samþykkir samning um Foreldrar h val óháð e Ásdís Halla Bragadóttir REIKNINGUR TIL NEYTENDA Stjórn Orkuveitu Reykjavíkursamþykkti á fundi í gærmorg-un að hækka verð á heitu vatni um 5% og verð á rafmagni um rúmlega 1%. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, skýrir nauðsyn þessarar hækkunar á eftirfarandi hátt í Morgunblaðinu í gær: „Ástæðurnar eru þær að það hefur dregið verulega saman í sölu á heitu vatni í tvö ár þannig að það er óhjákvæmilegt að fyrirtækið grípi til einhverra ráðstafana til að bæta sér þennan tekjumissi.“ Það er alþekkt staðreynd í við- skiptum að spurn eftir tiltekinni vöru eða þjónustu er ekki fasti held- ur sveiflast upp og niður allt eftir aðstæðum hverju sinni. Samkvæmt lögmálum hagfræðinnar ætti minni eftirspurn en óbreytt framboð að leiða til lækkunar á verði en ekki hækkunar. Þannig verða fyrirtæki á samkeppnismarkaði að haga sér. Ef dregur úr eftirspurn verða þau að leita leiða til að auka viðskiptin á nýjan leik, t.d. með því að lækka verð á vöru sinni eða þjónustu. Einnig geta þau dregið úr kostnaði sínum til að vega upp á móti lækk- andi tekjum. Orkuveita Reykjavíkur er hins vegar ekki fyrirtæki er býr við sam- keppni heldur einokunarfyrirtæki. Neytendur verða að eiga viðskipti við fyrirtækið ef þeir á annað borð vilja kynda hús sín og nota raf- magnstæki. Þar af leiðandi þarf Orkuveitan ekki að hafa áhyggjur af því að tekjur hennar dragist saman vegna minnkandi eftirspurnar. Hún einfaldlega hækkar verðið. Þetta er ekki síst gagnrýnisvert í ljósi þess að Orkuveitan hefur á síð- astliðnum árum staðið í umdeildum fjárfestingum upp á marga milljarða króna. Ber þar hæst fjárfestingu OR í fyrirtækinu Línu.Neti. Þrátt fyrir að milljarðar hafi verið settir í Línu- .Net hefur enn ekki verið sýnt fram á hvernig fjárfestingin hafi gagnast Orkuveitunni og borgarbúum. Hlut- verk Línu.Nets hefur verið óljóst frá upphafi, markmið fyrirtækisins hafa tekið margvíslegum breyting- um og ákvarðanir um fjárfestingar þess hafa yfirleitt reynst illa ígrund- aðar. Eftir situr Orkuveitan með reikninginn. Á sama tíma hefur Orkuveitan byggt upp nýjar höfuðstöðvar er kostuðu fyrirtækið milljarða króna. Í bókun minnihluta sjálfstæðis- manna í stjórn Orkuveitunnar í gær segir að þessar fjárfestingar hafi kostað Orkuveituna 6–7 milljarða og séu farnar að veikja hana fjárhags- lega. Í stað þess að hækka gjaldskrá ætti að selja eignir dótturfyrirtækja og eignarhluti í fyrirtækum. Einnig er bent á að fjármagnskostnaður Orkuveitunnar hafi lækkað um 425 milljónir frá upphaflegri áætlun. Ekki er nema rúmur mánuður lið- inn frá því gjaldskrá Orkuveitunnar hækkaði síðast. Þann 1. júlí síðast- liðinn hækkaði verð á heitu vatni og rafmagni um 3,4%. Opinber fyrir- tæki á borð við Orkuveituna ættu ekki að vera í forystu þeirra er ýta upp verðlagi í landinu með sífelldum hækkunum. Þvert á móti ættu stöndug opinber fyrirtæki á borð við Orkuveituna að sýna gott fordæmi með aðhaldssömum rekstri og skyn- samri fjármálastjórn. Það er ekki alltaf hægt að senda neytendum reikninginn. ÁFÖLL Í UMFERÐINNI Enn eitt banaslysið varð í umferð-inni í fyrradag er ung spænsk kona sem var á ferðalagi með fjöl- skyldu sinni lést. Aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur spænsk kona lét hér lífið í bílveltu. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa tólf útlend- ingar látist í umferðinni síðan 1998, þar af fimm á síðasta ári og tveir það sem af er þessu ári. Í frétt sem birtist fyrir helgina var haft eftir Ágústi Mogensen, fram- kvæmdastjóra rannsóknarnefndar umferðarslysa, að lausamöl væri al- gengasta orsök umferðarslysa meðal erlendra ferðamanna hér á landi. Í fréttatilkynningu Slysavarnar- félagsins Landsbjargar frá síðustu viku kemur ennfremur fram að „97% þeirra tjóna sem urðu á bílum hjá einni bílaleigunni á síðasta ári má rekja til erlendra ferðamanna sem misstu bíla sína út af í lausamöl.“ Augljóst virðist því að leggja verður meiri áherslu á að fræða ferðamenn um aðstæður á þeim vegum er ekki hafa bundið slitlag. Í umræðu um þessi mál hefur einnig verið bent á að draga megi úr alvarlegum meiðslum vegna umferð- arslysa með því m.a. að bæta og auka vegkanta, setja upp vegrið og breikka vegaxlir. Aðvaranir og upp- lýsingar á merkjum við fjölfarnar ferðamannaleiðir sem einungis eru á íslensku eru auðvitað haldlitlar fyrir erlenda ferðamenn og brýnt að úr þeim vanda sé bætt svo þeir standi ekki verr að vígi en innlendir ferða- langar. Ljóst virðist að fæstir útlendingar hafa reynslu af því að aka við þær að- stæður sem þeim mæta víða úti á landi, svo sem í lausamöl, eins og áð- ur var nefnt, en einnig á þröngum vegum og brúm og jafnvel á var- hugaverðum vöðum yfir ár. Þrátt fyrir að gefnir hafi verið út upplýs- ingabæklingar og fræðslumyndbönd sem beint er til erlendra ferða- manna, er þörf á enn markvissari að- gerðum sem hugsanlega mætti beina fyrst og fremst að þeim sem leigja sér bíla til að ferðast á eigin vegum. Það hlýtur að teljast sjálfsögð skylda okkar að sjá til þess að allir þeir ferðamenn sem við hvetjum til að sækja okkur heim hafi sem greið- astan aðgang að glöggum upplýsing- um um það sem varast ber á vegum úti og að þeir komist heilir á húfi heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.