Morgunblaðið - 13.08.2003, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 35
LESENDUR þessara frímerkja-
þátta Morgunblaðsins hafa örugg-
lega veitt því athygli, að langt er
síðan minnzt hefur verið á útgáfu ís-
lenzkra frímerkja. Ekki er það
vegna þess, að þau séu ekki athygl-
isverð, mörg hver, enda eitt þeirra
m.a. hlotið alþjóðaviðurkenningu,
svo sem getið var um í Mbl. á sínum
tíma. Ég játa hreinskilnislega, að
ég hef ekki séð ástæðu til að fjalla
sérstaklega um þessi frímerki og
það ekki sízt vegna þess, að forráða-
menn Íslandspósts hf. virðast eng-
an áhuga hafa á að kynna þau fyrir
almenningi annars staðar en í
Fréttabréfum sínum, sem send eru
að ég hygg til sérstakra viðskipta-
vina Póstsins. Þá ályktun dreg ég af
því, að þessi frímerki sjást næstum
aldrei á póstsendingum, svo sem al-
menningur verður áþreifanlega var
við. Þess í stað eru komnir vél-
stimplar eða áprentuð póstleyfi
stofnana og fyrirtækja, sem síðan
eru svo eyðilögð sem safngripir fyr-
ir þeim, er hafa áhuga á slíkum
póstsögulegum hlutum, með vél-
stimplun ofan í þau. Um þetta hefur
áður verið fjallað, og því miður hef-
ur hugboð mitt um þá öfugþróun í
frímerkja- og stimplasöfnun reynzt
rétt.
Ekki verður því neitað, að forráð-
menn Íslandspósts hf. fóru af stað –
að því er virtist – með þá stefnu að
auka frímerkjasöfnun meðal barna
og unglinga. En þeir gleymdu bara
því, að það þarf stimpluð frímerki
til þeirrar söfnunar. Ég býst tæp-
lega við, að þeir hafi einungis hugs-
að sér, að unglingarnir eða foreldr-
ar þeirra keyptu óstimpluð frímerki
Póstsins á nafnverði. Slík söfnun
kemur auðvitað verulega við
pyngju safnarans eða foreldra
hans. Þá hef ég ekkert heyrt,
hvernig gengið hefur með þann
klúbb unglinga, sem Pósturinn kom
á fót og nefndur var Merkilegi
klúbburinn.
Engin greinargerð um þá starf-
semi hefur þættinum borizt – og er
tæplega von til þess.
Frímerkjaþættir Mbl. hafa nú
verið nær 30 ár í umsjá minni, þó
ekki alveg reglubundið, einkum hin
síðari ár. Umsjónarmaður hans hef-
ur alla tíð haft góða samvinnu við
forráðmenn Póstsins, fyrst að sjálf-
sögðu við Póst- og símamálastofn-
unina og svo við arftaka hennar eft-
ir einkavæðinguna.
Fyrirsögn þessa þáttar bendir til
þess, að þetta ár hefur orðið við-
burðaríkt í sögu Íslandspósts hf., og
þess verður áreiðanlega lengi
minnzt meðal frímerkjasafnara.
Fyrsti viðburður ársins var sá að
póstyfirvöld fólu Þjóðskjalasafni Ís-
lands til varðveizlu hið velþekkta
Íslandssafn, sem kennt er við safn-
ara þess, Hans Hals, stórkaupmann
í Stokkhólmi. Hóf hann söfnun þess
um 1930 og dró þá og næsta áratug
á eftir saman hið bezta íslenzka frí-
merkjasafn, sem þá þekktist. Það
var keypt hingað um 1950, og var
verulegur fengur í því að það komst
í heilu lagi í eigu íslenzkra póstyfir-
valda. Því miður verður samt að
segjast eins og er, að það fór aldrei
nægilega vel um safnið í litlu her-
bergi, vissulega gluggalausu, en án
rétts rakastigs. Nú er safnið vænt-
anlega komið í trygga höfn, og því
hljóta allir íslenzkir frímerkjasafn-
arar að fagna.
Annar viðburður er áreiðanlega
ekki eins mikið fagnaðarefni fyrir
íslenzka safnara. Þar á ég við flutn-
ing Frímerkjasölu Póstsins úr
Reykjavík og suður í Keflavík. Þeg-
ar ég sá fyrst getið um í Mbl. 24.
apríl sl., að þetta stæði til, fannst
mér nánast hægt að skilja fréttina
svo, að ráðamenn Póstsins væru
eitthvað á báðum áttum með þessa
framkvæmd. Var það í sjálfu sér
ekki undarlegt, því að þetta er
a.m.k. tæplega í þágu íslenzkra frí-
merkjasafnara, sem hafa lengstum
farið sjálfir á Frímerkjasölu pósts-
ins hér í borg og átt persónuleg
samskipti við starfsmenn hennar.
Forstjóri Íslandspósts hf. sagði í
téðri frétt, að ekki hefði verið tekin
endanleg ákvörðun um þetta. Við
þau ummæli kom mér í hug, hvern-
ig það var, þegar Frímerkjasalan
var opnuð með „pomp og prakt“ á
Vesturgötu 10. Þangað var boðið
helztu frímerkjakaupmönnum og
-söfnurum. Þar átti að hafa hina
beztu þjónustu fyrir frímerkjasafn-
ara, og gott ef ekki átti að vera heitt
á könnunni, þegar þeir kæmu í við-
skiptaerindum og gætu setzt niður
og rabbað við starfsfólkið um frí-
merki og skyld efni. Ég var því mið-
ur ekki við þessa athöfn, svo að ég
get lítið sagt frá vígsluhátíðinni. Þó
hefur mér skilizt, að fögur orð hafi
fallið í garð frímerkjasafnara og
þessi staðsetning Frímerkjasölunn-
ar yrði öllum til ánægju og hægð-
arauka. Nokkrum sinnum kom ég á
Vesturgötuna og átti góð skipti við
það ágæta fólk, sem þar starfaði.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Frímerkjasalan var lögð niður á
þessum stað og flutt upp á Höfða.
Eitthvað mun þetta hafa kostað
Póstinn, því að mér hefur verið
sagt, að hann hafi tekið staðinn á
Vesturgötunni á leigu til nokkurra
ára. Og nú hefur Frímerkjasalan
enn verið flutt og það hreppaflutn-
ingi til Keflavíkur. Þegar ég las um
þennan hugsanlega flutning, kom
mér í hug, að þetta væri einn angi af
þeirri furðulegu framkvæmd ríkis-
stjórnarinnar á undanförnum árum
að flytja ýmsar stofnanir á vegum
stjórnvalda út á land og kosta til
þess tugmilljónum króna, jafnvel
þótt ljóst væri, að það ylli bæði
starfsmönnum þeirra og eins við-
skiptavinum margs konar óþægind-
um. Nú er komið á daginn, að hug-
boð mitt reynist hér enn rétt.
Í síðustu Frímerkjafréttum
Póstsins um ný frímerki í septem-
ber – nóvember 2003 má lesa þetta:
„Frímerkjasalan flytur til Reykja-
nesbæjar. Í júnílok flutti Frí-
merkjasala Íslandspósts til Reykja-
nesbæjar og fer nú öll starfsemi
Frímerkjasölunnar fram í pósthús-
inu þar í bæ. – Flutningurinn er lið-
ur í þeirri stefnu Íslandspósts að
flytja einstaka þætti í starfsemi fyr-
irtækisins út um land. Frímerkja-
salan hefur frá upphafi haft aðsetur
í Reykjavík.“ Svo mörg eru þau orð.
Á undan þessum flutningi hafði
Pósturinn flutt frímerkjabirgðir
sínar upp í Borgarnes, trúlega líka í
hagræðingarskyni! Frímerkjasafn-
arar hér á suðvesturhorni landsins
mega vissulega þakka fyrir að þurfa
ekki að elta Frímerkjasöluna alla
leið norður í land, jafnvel til Húsa-
víkur, þótt það myndi e.t.v. gleðja
frímerkjavini okkar þar norðan
heiða. Sjálfsagt er að minnast svo
þess, sem tekið er fram í sambandi
við þennan flutning, að „allar vörur
Frímerkjasölunnar fást á pósthús-
inu R 1, Pósthússtræti 5, 101
Reykjavík.“ Mér er sagt, að Póst-
urinn hafi átt ónotað húsnæði í
Keflavík. Þá hefur forráðamönnum
hans þótt þetta mikið snjallræði,
þótt annað sé látið í veðri vaka í til-
kynningunni. Þar sem ekki var far-
ið lengra frá höfuðstaðnum, var síð-
ur hætta á, að Pósturinn missti vant
starfsfólk úr þjónustu sinni. Hef ég
líka haft af því spurnir, að starfs-
fólkinu sé daglega ekið fram og aft-
ur til vinnu sinnar frá Mjóddinni í
Breiðholtinu.
Eitthvað kostar sá flutningur
Póstinn.
Um þriðja viðburð í sögu Íslands-
pósts hf. á þessu ári verður eitthvað
rætt í næsta þætti, þ.e. gamla póst-
húsið í Pósthússtræti.
Viðburðaríkt
ár í sögu
Íslandspósts hf.
Hin nýju húsakynni Frímerkjasölunnar í Keflavík eða Reykjanesbæ.
Frímerki
á leigu
Jón Aðalsteinn Jónsson
ENN er frábær veiði í Veiðivötnum á
Landmannaafrétti og í lok síðustu
viku voru komnir þar á skrá 8.818 sil-
ungar, 7.329 urriðar og 1.489 bleikjur.
Tröll veiddist á flugu í Litla-Fossvatni
í vikunni, 9,4 punda urriði sem er
næststærstur í vötnum í sumar, áður
var kominn 9,6 punda úr Hraunsvötn-
um.
Auk hinnar miklu urriðaveiði í
Veiðivötnum hefur vakið nokkra at-
hygli að bleikjuveiði er vaxandi og er
Nýjavatn sérstaklega athyglisvert í
sumar. Þar höfðu undir helgina veiðst
617 silungar, þar af 208 bleikjur. Það
er stærð bleikjunnar sem vekur at-
hygli, en þær stærstu hafa verið 6,5
pund og 3–4 punda eru algengar,
spikfeitar og fallegar.
Umskipti í Norðurá og Þverá
Þó að Norðurá hafi verið ein þeirra
fyrstu til að skila þúsund löxum á land
á þessu sumri hafa orðið mikil um-
skipti í veiði í ánni í sumar frá því síð-
asta sumar. Rétt tæplega 1.100 laxar
voru komnir á land úr ánni undir
helgina. Á sama tíma í fyrra voru
þriggja daga hollin enn að fá um og
yfir 100 laxa, en kroppa nú upp 30 til
60 stykki með harmkvælum. Þó er að
sögn talsvert af laxi í ánni, skilyrðin til
veiða hafa hins vegar verið afleit. Í
fyrra veiddust 2.217 laxar í ánni, en
ljóst að veiðin í ár
verður langt frá
þeirri tölu, en að-
eins er veitt út
ágúst.
Að sama skapi
eru umskipti í
Þverá/Kjarrá
sem sat nokkuð
eftir í fyrra og
skilaði þá aðeins 1.444 löxum sem
þykir ekkert sérstakt á þeim bæ.
Núna eru komnir næstum jafnmargir
laxar á land og enn er veiði góð.
Þverá/Kjarrá verður því klárlega með
mun betri tölu í ár en í fyrra, enda
rúmar þrjár vikur eftir af veiðitím-
anum í ánni.
Ytri Rangá fram úr
Ytri-Rangá og Laxá í Kjós hafa
báðar rofið þúsund laxa múrinn og
þar með hafa fimm ár náð slíkum afla
og styttist í fleiri, t.d. Selá, Hofsá og
Langá, en í öllum nefndum ám geng-
ur veiðiskapur
mjög vel þessa
daganna, mikill
lax í ánum, fiskur
enn að ganga og
skilyrði góð, utan í
Langánni sem er
að gefa furðuvel
miðað við hversu
vatnslítil áin er
orðin. Þar hafa nú yfir þúsund laxar
gengið fram á „Fjall“ sem kallað er,
sem er gífurleg aukning frá fyrri ár-
um og væntanlega ávísun á frábæran
árangur í fiskrækt í efsta hluta árinn-
ar síðustu árin. Ytri Rangá var með
1.064 laxa á mánudagskvöld og sú
breyting orðin í Rangárþingi að Ytri
Rangá var komin fram úr Eystri
Rangá sem var með 1.031 lax á sama
tíma. Hefur Eystri Rangá verið
gruggug og óveiðandi síðan á föstu-
dag. Þess má og geta að veitt er á 12
stangir í Ytri Rangá, en 16 í Eystri
Rangá.
Eitt og annað
Andakílsá gefur betur en búast
mátti við, hún er komin með yfir 100
laxa á land og bestu hollin hafa fengið
upp í 18 laxa, það eru tvær stangir í
tvo daga. Breiðdalsá er með bæri-
legan reyting, 70–80 laxa, stóra og
smáa í bland.
Fyrstu laxarnir hafa veiðst í Geir-
landsá, a.m.k. þrír, allir veiddir í Ár-
mótunum. SVFR hefur framlengt
samning sinn við landeigendur Kross-
ár í Dölum. Áin er vinsæl og uppseld,
en veiði í sumar þó lítil enn sem komið
er vegna þurrka og vatnsleysis.
Tómas Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði og dóttir hans
Þorgerður voru fiskin þegar þau veiddu 29 silunga í Fellsá í Strandasýslu.
Árni Bergur Sigurðsson veiddi sína fyrstu laxa í Sandá, báða í Kofahyl.
Hér bítur hann veiðiuggann af þeim fyrri sem var 15 punda. Hinn vó 10.
9,4 punda urriði úr Litla-Fossvatni
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Föstudagsbrids í Gjábakka
Ágæt þátttaka er á föstudögum í
Gjábakkanum. Fyrsta ágúst mættu
18 pör og urðu úrslitin þessi í N/S:
Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss.
280
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 229
Bragi Salomonss. – Magnús Jósefss. 223
Í A/V urðu úrslitin þessi:
Ásta Erlingsd. – Sigurður Pálsson 243
Jón Árnason – Oddur Jónsson 236
Einar Elíasson – Valdimar Lárusson 231
Sl. föstudag mættu svo tuttugu
pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S:
Björn Péturss. – Oddur Jónss. 245
Guðm. Magnúss. – Kristinn Guðmss. 239
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 237
Skor efstu para í A/V sl. föstu-
dag varð þessi:
Sigtr. Ellertss. – Sæmundur Björnss. 257
Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 243
Ásta Erlingsd. – Sigurður Pálss. 243
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.