Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 37
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Formenn sóknarnefnda Þykkvabæjarkirkju, Oddakirkju á Rangárvöllum og Krosskirkju í Austur-Landeyjum með við-
urkenningar frá Sambandi sunnlenskra kvenna en formaður þess, Þórunn Drífa Oddsdóttir, stendur lengst til hægri.
FYRIR stuttu voru þrír kirkjugarð-
ar í Rangárvallasýslu verðlaunaðir
fyrir snyrtimennsku og nýlegar
endurbætur. Það var garðyrkju-
nefnd Sambands sunnlenskra
kvenna sem valdi garðana og veitti
verðlaun úr minningarsjóði Rögnu
Sigurðardóttur frá Kjarri sem lengi
átti og rak blómabúðina Flóru í
Reykjavík.
Kirkjugarðarnir við Oddakirkju á
Rangárvöllum, Þykkvabæjarkirkju
og Krosskirkju í Austur-Landeyjum
fengu viðurkenningarnar og tóku
formenn sóknarnefndanna við þeim.
Fram kom í ræðu formanns Sam-
bands sunnlenskra kvenna, Þór-
unnar Drífu Oddsdóttur, að erfitt
hafi verið að velja þá garða sem
þóttu skara fram úr því flestir eru
þeir til fyrirmyndar hvað hirðingu
og snyrtimennsku varðar. Það sem
á endanum réð úrslitum var þó að-
gengi fatlaðra sem er mjög gott í og
við þessa þrjá kirkjugarða.
Að loknum góðum veitingum í
safnaðarheimilinu við Oddakirkju
gengu gestir um kirkjugarðinn og
nágrenni undir leiðsögn séra Sig-
urðar Jónssonar sóknarprests.
Kirkjugarðar verðlaunaðir
Hellu. Morgunblaðið.
HORNSTRANDIR ehf. á Ísafirði
stóðu fyrir kraftgöngu á Horn-
ströndum laugardaginn 9. ágúst sl.
Þetta er í annað sinn sem þessi
ganga fer fram.
Gengið var frá Höfn í Hornvík
um Rekavík bak Höfn, Búðir og
Kjaransvíkurskarð til Hesteyrar.
Leiðin er um 25 kílómetrar og
hækkun er alls um 900 metrar.
Veðrið lék við þátttakendurna sex-
tán og aldrei slíku vant fannst sum-
um of heitt á Hornströndum.
Fyrstur í göngunni varð Jón
Björnsson frá Ísafirði á 3 klst. og 48
mínútum og annar Pétur Frantzon
frá Reykjavík á 3 klst. og 52. Þrír
sprækir Ísfirðingar fylgdu svo fast
Kraftganga á Hornströndum
á hæla þeirra, það voru þeir Heimir
Hansson, Hlynur Guðmundsson og
Bjarni Sólbergsson. Fyrst kvenna
varð Helga Margrét Gígja frá
Reykjavík á 4 klst. og 50 mínútum.
Eftir að allir þátttakendur höfðu
skilað sér í mark var grillveisla á
Hesteyri áður en siglt var til baka
til Ísafjarðar.
TÖÐUGJÖLD verða haldin í tíunda
sinn í Rangárþingi dagana 15.–17.
ágúst. Flest dagskráratriði eru sniðin
að því að öll fjölskyldan geti komið
saman og átt góða stund. Ókeypis er á
öll dagskráratriði nema dansleiki og
tónleika í Hellahelli. Dagskrá fer
fram á svæði hestamanna við
Gaddstaðaflatir á Hellu.
Fallhlífarstökkvari Töðugjalda
2003 verður landskunnur maður eða
kona sem aldrei hefur stokkið áður og
kemur svífandi og setur hátíðina.
Meðal dagskráratriða verða söng-
lagakeppni, Töðugjaldalagið 2003
verður valið, kassabílarall, tjaldmark-
aður þar sem fólk sýnir og selur, með-
al annars handverk úr héraðinu. Þá
verður glímusýning og glímukeppni,
hestvagn, húsdýrasýning, veiðitjörn
og karaokekeppni barna og unglinga.
Á laugardag verður barnaguðs-
þjónusta, prestur séra Halldóra J.
Þorvarðardóttir á Fellsmúla og um
tónlist sér Auður Halldórsdóttir.
Guðsþjónusta verður á sunnudegi,
prestur séra Sigurður Jónsson í Odda
og um tónlist sér Þorvaldur Halldórs-
son.
Unglingahljómsveitin Ógn leikur
og „Ísmaðurinn“ Jóhann kokkur á
Hótel Hvolsvelli sker út listaverk, á
kvöldvöku verða Halli, fjöldasöngur,
varðeldur og flugeldasýning.
Bíla- og búvélasýning verður alla
helgina á Hvolsvelli. Söngtónleikar
verða í Hellahelli á Hellum í Land-
sveit á föstudagskvöldið, Kristjana
Stefánsdóttir, Gísli Magnason o.fl.
leika.
Dansleikir: Á móti sól og Vinir Jóns
leika á föstudagskvöld, Sniglabandið
á laugardagskvöld. Tríó Ómars Dið-
riks verður á kráarkvöldi eftir kvöld-
vöku laugardagskvöld og Hljómar
verða í Hvoli á laugardagskvöld.
Töðugjöld
í Rangár-
þingi
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 37
DANSKIR dagar hefjast óform-
lega með hverfagrillum úti um all-
an bæ í Stykkishólmi föstudaginn
15. ágúst. Laugardagsmorguninn
16. ágúst verður ratleikur á vegum
Lions frá Íþróttamiðstöð. Skrúð-
ganga fer kl. 13 frá Nýja skólanum
með „gömlu lúðrasveitina“ í broddi
fylkingar niður á hátíðarsvæðið
sem verður bak við Búnaðarbank-
ann. Þar mun danski varasendi-
herrann, Ernst Torben Hemm-
ingsen, setja hátíðina. Eftir það
verður markaðstjaldið opnað og
dagskrá hefst sem samanstendur
m.a. af einsöng, söngleik 5. bekkj-
ar, keppnina um sterkasta pabba í
heimi, húllakeppni, Latabæ,
stjörnuleit í Stykkishólmi og
Aksjóns Lionsmanna. Auk dag-
skrár við hátíðarsvið verður margt
að gerast við Aðalgötuna svo sem
kassabílarall, kassaklifur, frygtlös
(fear-factor) og veltibíll Sjóvár.
Kl. 19 verður sameiginlegt grill
við hátíðarsvæðið og afhent verð-
laun fyrir stjörnuleitina, best
skreyttu götuna og fallegasta
garðinn. Einnig verður brekku-
söngur. Kl. 21 hefst bryggjuball
með hljómsveitinni Von og hátíð-
inni verður slitið á miðnætti með
flugeldasýningu. Áfram verður
dönsk stemning á kaffihúsunum í
bænum en Brimkló mun leika á
Hótel Stykkishólmi.
Öll veitingahús bæjarins verða
með opið frameftir báða dagana og
á sunnudagsmorguninn kl. 11
verður dönsk/íslensk messa í
gömlu kirkjunni og tónleikar með
Álftagerðisbræðrum verða kl. 14 í
nýju kirkjunni.
Merki verða seld og kosta þau
500 kr. og með þeim fylgir dag-
skrá daganna. Merkin gilda einnig
sem happdrættismiðar og eru
verðlaun í boði frá Flugleiðum.
Danskir dagar í Stykkishólmi
SAMTÖKIN Fjármál heimil-
anna voru stofnuð í byrjun
ársins 2003. Þau halda nám-
skeið um ný viðhorf í heim-
ilisrekstri, og hafa þau notið
mikilla vinsælda, segir í
fréttatilkynningu frá samtök-
unum. Jafnt er boðið upp á
námskeið fyrir fullorðna og
ungt fólk. Aðstandendur nám-
skeiðanna, Ingólfur H. Ing-
ólfsson og Bärbel Schmid,
miðla af reynslu sinni og
þekkingu, til dæmis um
hvernig má losna við pen-
ingaáhyggjur og hafa meira
milli handanna en áður án
hærri tekna.
Á heimasíðunni www.fjar-
malafrelsi.is er hægt að ger-
ast áskrifandi að heimilisbók-
haldi og veltukerfi, sem ætlað
til aðstoðar við niðurgreiðslu
skulda. Sömuleiðis er þar að
finna yfirlit komandi nám-
skeiða og fróðleik um fjármál
heimilanna. Námskeiðin sem
boðið er upp á eru að jafnaði
átta klukkustundir, og skipt
niður á tvo daga. Boðið er
upp á hópanámskeið fyrir fyr-
irtæki, stofnani, félagasamtök
og skóla.
Námskeið
um fjármál
heimilanna
NÝLEGA fór fram fyrsti útdráttur
vinninga af þremur í Sumarnetleik
Búnaðarbankans. Alls hlutu 250 net-
klúbbsfélagar vinninga en meðfylgj-
andi mynd var tekin þegar þeir, sem
hrepptu stærstu vinningana, veittu
þeim viðtöku. Meðal vinninga voru
Philips DVD-spilari, frá Heimilis-
tækjum, GameBoy Advanced leikja-
tölvur frá BT og fatnaður frá 66° N
ásamt feiri vinningum. Nöfn vinn-
ingshafa og nánari upplýsingar um
leikinn má finna á vefsvæði Búnað-
arbankans, www.bi.is undir borðan-
um Sumarnetleikur.
Sumarnetleikur
Búnaðarbanka
Fyrstu vinn-
ingar dregnir út
SVAVAR Gestsson, sendiherra Ís-
lands í Svíþjóð, afhenti nýlega frú
Chandrika Bandaranaike Kumarat-
unga, forseta Sri Lanka, trúnaðar-
bréf sitt sem sendiherra Íslands í Sri
Lanka með aðsetur í Stokkhólmi,
segir í fréttatilkynningu frá utanrík-
isráðuneytinu.
Afhenti
trúnaðarbréf
DREGIÐ hefur verið í sumarleik
Hárs ehf. Í verðlaun var Redken-
fjallahjól frá Mercedes-Benz. Allir
sem keyptu tvær eða fleiri Redken-
vörur gátu tekið þátt í leiknum.
Vinningshafarnir voru: Andrea
Gunnarsdóttir, viðskiptavinur Ozone
á Selfossi, og Hárgreiðslustofan Sal-
on Reykjavík.
Dregið í
sumarleik Hárs
17. norræna ráðstefnan um
rannsóknir í viðskiptafræði
verður haldin dagana 14.–16.
ágúst í Háskóla Íslands, á vegum
viðskipta- og hagfræðideildar.
Ráðstefnan er haldin í umboði Fé-
lags fræðimanna og skóla á Norð-
urlöndum, Nordisk Företagsekon-
omisk Förening. Í
undirbúningsnefnd sitja dr. Run-
ólfur Smári Steinþórsson dósent,
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lekt-
or og Margrét Sigrún Sigurðar-
dóttir verkefnisstjóri, sem er rit-
ari ráðstefnunnar.
Á ráðstefnunni verða fjórir aðal-
fyrirlesarar: Walter W. Powell frá
Stanford-háskóla og SCANCOR,
Þráinn Eggertsson, Háskóla Ís-
lands, Guje Sevón, Viðskiptahá-
skólanum Stokkhólmi, og Helgi
Þorláksson, prófessor í sagnfræði
við HÍ.
Þetta er í fyrsta sinn sem ráð-
stefnan er haldin á Íslandi og fer
hún fram í Aðalbyggingu háskól-
ans, Odda, Lögbergi og Árna-
garði. Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, setur ráðstefn-
una formlega á opnunarhátíð sem
hefst kl. 16 á morgun, fimmtudag-
inn 14. ágúst, í Stóra sal Há-
skólabíós.
Kvöldganga UMSB Ungmenna-
samband Borgarfjarðar í sam-
starfi við Vesturlandsdeild - Veiði-
málastofnunar verða með göngu á
morgun, fimmtudaginn 14. ágúst,
kl. 20 og fræðst um laxveiðiá –
Grímsá í Borgarfirði. Ekið er eftir
Borgarfjarðarbraut og staðnæmst
við Grímsárbrúna við bæinn
Fossatún. Upphafsstaður göng-
unnar er um 300 m fyrir ofan brú
við veiðistaðinn Strengi. Gengið
verður að Laxfossi og Veiðihúsinu
við Grímsá. Leiðangurstjórar
verða Sigurður Már Einarsson frá
Veiðimálastofnun og Þorsteinn
Þorsteinsson frá Veiðifélagi
Grímsár.
Á MORGUN
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦