Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 9 Hallveigarstíg 1, s. 588 4848 Flísjakkar kr. 3.900 Mussur kr. 3.900 Síðar jakkapeysur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Úrval af yfirhöfnum Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun Mánudaga til Föstudaga Laugardaga kl: 12:00 til 16:00 Opnunartími í sumar: Sími: 514-4407 kl: 13:00 til 18:00 WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 krónur villibráðarmatseðill á kvöldin Röndóttar skyrtur stærðir 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Mánudaginn 8. september verður aðkeyrslu að höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi lokað vegna gatnagerðaframkvæmda. Aðkeyrslan verður opnuð á ný þriðjudaginn 16. september. Viðskiptavinum er bent á aðkomu að höfuðstöðvum Orkuveitunnar um Réttarháls. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR zetor NÝ AÐKOMA BÆJARRÁÐ Vestmannaeyjar hefur samþykkt tillögu þar sem skorað er á stjórnvöld að gæta fyllsta jafnræðis í úthlutun afla- heimilda þannig að hlutdeild svæða raskist sem minnst. Bent er á þá leið að allir sem landa á fisk- mörkuðum eða beint til fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi fái 5% ívilnun. Tillagan var sam- þykkt samhljóða. Ef þessi tillaga kæmi til fram- kvæmda myndi skip sem landaði 100 tonnum af þorski á fiskmarkað eða í beinum viðskiptum fá 5 tonna ívilnun. Við löndunina hefði skipið því aðeins nýtt 95 tonn af sínum aflaheimildum. Þetta ætti við um allar tegundir. Að mati bæjarráðs myndi þessi aðferð tryggja jafn- ræði við úthlutun aflaheimilda. Það sé mikilvægt að sum svæði beri ekki minna úr býtum en önn- ur vegna geðþóttaákvarðana stjórnvalda við úthlutun aflaheim- ilda. Í greinargerð með tillögunni segir: „Vart þarf að tíunda mik- ilvægi þess að stjórnvöld stuðli að auknum umsvifum þeirra staða á landsbyggðinni sem byggja af- komu sína á veiðum og vinnslu nytjastofna við strendur landsins. Grípi stjórnvöld til aðgerða í þess- um efnum er mikilvægt að fyllsta jafnræðis sé gætt og eitt svæði beri ekki meira úr býtum en annað hvað úthlutaðar aflaheimildir varð- ar. Áhrifa hugsanlegrar línu- ívilnunar upp á 5% mun ekki gæta að neinu ráði í Vestmannaeyjum, en Vestmannaeyjar hafa eins og mörg önnur byggðarlög á lands- byggðinni átt í vök að verjast.“ Tillaga samþykkt í bæjarráði Vestmannaeyja 5% ívilnun til þeirra sem landa á fiskmörkuðum LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að meta þann vanda er nú steðjar að sauðfjár- bændum vegna verulegs tekju- samdráttar. Nefndinni er falið að gera tillögu til stjórnvalda hvernig við verði brugðist. Nefndin skal hraða störfum sínum svo sem kostur er. Í fréttatilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu segir að ljóst sé að lækkun afurðaverðs á innanlandsmarkaði stafi af of- framboði á kjöti, ekki hvað síst af svínakjöti og kjúklingakjöti. Offramboð og neyslubreyting innanlands hafi orðið til þess að flytja þurfi á erlenda markaði hærra hlutfall af kindakjöts- framleiðslu en verið hefur til margra ára, en markaðsverð erlendis er verulega lægra en það sem fæst fyrir dilkakjöt á innanlandsmarkaði. Staða sauðfjárbænda sé ekki þannig að þeir þoli verulegan tekju- samdrátt nú. Því sé mikilvægt að leitað verði leiða til að tryggja sauðfjárbændum við- unandi rekstrarumhverfi og af- komu. Nefndina skipa Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, for- maður, Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Drífa Hjartardóttir, formaður land- búnaðarnefndar Alþingis, Jó- hannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjár- bænda og Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu sem jafnframt verður ritari nefndarinnar. Nefnd skipuð um vanda sauðfjár- bænda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.