Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 17 www.merkur.is 594 6000 Skútuvogi 12a, 104 R. Bæjarflöt 4, 112 R. EININGAHÚS • Staðlaðar gámastærðir 10, 20 og 30ft. • Möguleiki á yfirbreidd- og hæð • Ótal notkunarmöguleikar Frábær reynsla! - Hagstætt verð! Fyrir íslenskar aðstæður IS200 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 22 17 1 0 9/ 20 03 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS VELKOMIN Á SINFÓNÍUDAGINN H Á S K Ó L A B Í Ó , fi R I ‹ J U D A G 9 . S E P T E M B E R , K L . 1 5 . 0 0 - 1 7 . 0 0 . KL. 15.00 UMRÆ‹UFUNDUR VINAFÉLAGS SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS. KL.16.20 SPENNANDI KYNNING Á EFNISSKRÁ VETRARINS. KL.16.30 fiÓRÓLFUR ÁRNASON, BORGARSTJÓRI, GERIR TILRAUN TIL A‹ STJÓRNA SINFÓNÍUHLJÓMSVEITINNI. KL.16.45 ÖLLUM GESTUM BO‹I‹ UPP Á SVI‹ TIL A‹ SPYRJA HLJÓ‹FÆRALEIKARA, SKO‹A HLJÓ‹FÆRIN OG FRÆ‹AST. KOMDU OG NJÓTTU DAGSINS ME‹ OKKUR. VEITINGAR ERU Í BO‹I LEXUS. ALÞJÓÐLEGT leikhúsverkefni sem Ilmur Stef- ánsdóttir myndlistarkona og Valur Freyr Einarsson vinna nú að hlaut nýverið styrk úr Menningarsjóði Evr- ópu, Cultur 2000. Verkefnið nefnist CommonNonsense og er auk þess styrkt af Norræna menningarsjóðnum og Norrænu Leikhús- og Dansnefndinni, Teater og dans í Norden. CommonNonsense verður frumsýnt í Borgarleikhús- inu í nóvember á þessu ári og er hugmyndin að sýning- unni innblásin og sprottin upp úr jarðvegi sér- kennilegra skúlptura eftir Ilmi, en hún gerir tilraunir með því að nota hluti úr daglegu lífi á nýjan og óhefð- bundinn hátt. CommonNonsense er alþjóðlegt samstarf listamanna frá 4 Evrópulöndum; Íslandi, Svíþjóð, Englandi og Finnlandi. Leikstjóri sýningarinnar er John Wright og að henni kemur hópur valinkunnra listamanna, ís- lenskra og erlendra. Auk Ilmar og Vals eru í hópnum þau Ásta Sighvats. leikkona, Stephen Harper leikari, Lotta Danfors búningahönnuður, Johanna Salomaa ljósahönnuður, Ásgerður Júníusdóttir söngkona, Sjón skáld, Peter Engkvist dramatúrg og Snorri Freyr Hilmarsson myndlistarmaður. Heimildarmynd um samspil myndlistar og leikhúss verður gerð í tengslum við sýninguna, framleidd af Undralandi, Kvikmyndagerð. Einnig verður haldið námskeið fyrir leikhúsfólk í kjölfar sýningarinnar í Reykjavík, London og Stokkhólmi undir stjórn Johns Wright. CommonNonsense er í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur, Pero leikhúsið í Stokkhólmi og BAC í London. CommonNon- sense hlýtur Evrópustyrk Ilmur Stefánsdóttir straujar brauðsneið. Smásagnasafnið Auga Óðins – sjö sögur úr norrænni goðafræði er kom- ið út. Þar glíma sjö rithöfundar og jafn- margir myndskreytar við óþrjótandi sagnabrunn norrænnar goðafræði. Sumir flytja viðfangsefnið til samtím- ans, aðrir dvelja í goðheimum og enn aðrir byggja brú þar á milli. Höfundar sem eiga sögur í bókinni eru: Adda Steina Björnsdóttir, Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, Gunn- hildur Hrólfsdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Jón Hjartarson, Kristín Steins- dóttir og Kristín Thorlacius. Myndir gerðu: Anna Cynthia Leplar, Ás- laug Jónsdóttir, Brian Pilkington, Freydís Kristjánsdóttir, Jean Posocco, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sig- rún Eldjárn. Bókinni lýkur á hugtakasafni um norræna goðafræði. Í ritstjórn sátu Dr. Anna Heiða Páls- dóttir (ritstjóri), Iðunn Steinsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir. Bókin er samstarfsverkefni Máls og menningar og IBBY á Íslandi. Barnamenningarsjóður styrkti útgáf- una. Kápumynd gerði Kristín Ragna Gunnarsdóttir en Anna Cynthia Leplar sá um útlits- og kápuhönnun. Bókin er 196 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.599 kr. Goðafræði Oddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur er endurútgefin en hún kom fyrst út árið 2000. Um er að ræða fjölskyldusögu sem nær yfir alla 20. öld. Þetta er saga Katrínar Ketilsdóttur, manns hennar og fjögurra dætra – og sonarins sem þau misstu. Tilvera þeirra virðist í föstum skorðum en ekki er allt sem sýnist og undir liggja óuppgerð, sársaukafull mál. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 239 síð- ur, prentuð í Dan- mörku. Kápu hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð: 1.599 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.