Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í sept- ember á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Hér ríkir sumarhiti út október og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæð- ur og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 17. og 24. sept. frá kr. 29.963 Verð kr. 29.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð. 24. sept. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 31.460. Síðustu sætin Verð kr. 39.950 M.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar. 24. sept. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 41.950. Hvenær er laust 3. sept. – 5 sæti 10. sept. – uppselt 17. sept. – 21 sæti 24. sept. – 19 sæti 1. okt. – 23 sæti TVEIR nýir hluthafar eignuðust 33,8% hlut í SÍF hf. með hlutabréfa- kaupum á laugardag. Þetta eru Sund ehf. sem keypti 18,5% og Kaupþing- Búnaðarbanki hf. sem keypti 15,3%. Hugmyndir um sameiningu SÍF og SH hafa verið lagðar á hilluna. Á laugardag keypti einnig VÍS hf. 6,2% og Ker hf. 3,7% í SÍF, en bæði þessi félög voru hluthafar fyrir. Hlutabréfin voru keypt á genginu 5,4 fyrir um 3,5 milljarða. Það voru Burð- arás, Sjóvá-Almennar og Íslands- banki sem seldu öll sín bréf fyrr- nefndum fyrirtækjum. Þá miðlaði Landsbankinn áfram bréfum fyrir um 6,5% hlut, sem bankinn hafði keypt af Eimskip fyrir helgi. Kaup- þing-Búnaðarbanki hf. hafði milli- göngu um kaupin. „Það er ljóst að ekki verður af fyr- irhuguðum samruna fyrirtækjanna tveggja [SH og SÍF] eins og það var hugsað áður. Við fengum viðunandi tilboð í hlutabréf okkar í SÍF og tók- um því,“ segir Bjarni Ármannsson bankastjóri Íslandsbanka. Aðspurður hvort áfram verði reynt að vinna að sameiningu SH og SÍF þrátt fyrir þessi málalok segir hann að það sé eigenda á hverjum að tíma að ákveða hvernig hag félagsins sé best borgið. Trú á mikil tækifæri hjá SÍF Að sögn Ólafs Ólafssonar varafor- manns stjórnar SÍF ber umrædd breyting á eignarhaldi SÍF vott um að nýir aðilar á borð við Sund ehf. og Kaupþing-Búnaðarbanka hf. sjái mik- il tækifæri í rekstri og starfsemi SÍF. Á síðari stigum er ennfremur gert ráð fyrir að fleiri nýir aðilar kaupi hluta- bréf í SÍF. „Menn ætla að halda áfram að efla SÍF og byggja félagið upp í verslun með íslenskar fiskafurðir á erlendum mörkuðum,“ segir Ólafur, spurður um tilganginn með hlutabréfakaup- unum. „Við teljum að þessar við- skiptahugmyndir feli í sér mikil tæki- færi og menn vilja halda ótrauðir áfram á þeirri braut sem SÍF hafði markað. Sameiningu við SH hér á landi eftir þeim tillögum sem Lands- bankinn og Íslandsbanki höfðu lagt fram teljum við hvorki hagstæða fyrir hluthafana né fyrirtækið. Það er ekki þar með sagt að SÍF útiloki samvinnu eða sameiningu við aðra. Félagið hef- ur sýnt það í gegnum tíðina að það er þvert á móti hlynnt slíku. Hins vegar eru þær hugmyndir sem uppi eru á borðinu í þessu ákveðna tilviki ekki heppilegar.“ Ólafur segir það koma til greina að kaupa eða sameinast Coldwater Sea- food, dótturfélagi SH í Bandaríkjun- um, en tekur fram að slíkt yrði aldrei gert nema á jafnréttisgrundvelli. „SÍF myndi aldrei taka þátt í minni- hlutasameiningu í Bandaríkjunum.“ Ólafur segir það þá ekki hafa verið til umræðu hjá stjórn SÍF að selja SH verksmiðju SÍF í Virginíufylki. Í yfirlýsingu frá kaupendum að bréfum SÍF segir m.a. að þeir hafi einnig viljað stuðla að friði um rekstur SÍF en samrunahugleiðingar undan- farið hafi skapað mikinn óróa meðal starfsmanna og viðskiptavina félags- ins. Aðspurður segist Ólafur vonast innilega til að hlutabréfakaupin frá því á laugardag muni hafa róandi áhrif í þessu samhengi. „Til þess að menn nái árangri í starfi sínu þurfa þeir að njóta starfsöryggis. Ég er þess fullviss að starfsmenn SÍF inn- anlands sem utan finni nú til starfs- öryggis og geti einbeitt sér að fullu að sínum störfum og hugsi til framtíðar.“ Skýrara eignarhald en áður Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri Landsbankans, fagnar miðlun á ráðandi hlut í SÍF til öflugra hluthafa í félaginu og segir að með því sé eign- arhald á félaginu skýrara en áður. Ljóst er nú að ekki verður úr þeim áformum að sameina SÍF og SH eins og Landsbankinn stefndi að með kaupum hlut í SH fyrr á þessu ári. Er þetta önnur sameiningartilraunin sem verður ekki að veruleika, en í vor var fyrst reynt að sameina félögin. „Við töldum tímabært að reyna öðru sinni nú í ágústlok en áttuðum okkur á því að það var ekki sú samstaða um málið innan SÍF sem við vonuðumst eftir,“ segir Halldór. „Fyrst svo var töldum við það mjög skynsamlegt að þeir sem nú hafa keypt hluti í SÍF tækju forystu í félaginu og erum ánægðir með þá breytingu. Hún ætti að geta greitt fyrir áframhaldandi þróun á þessum markaði, þótt það eigi sér ekki stað með sameiningu SH og SÍF. SH hefur marga kosti með til- liti til alþjóðavæðingar og stækkunar og SÍF sömuleiðis. Það er framför að nú skuli vera kominn samhentur hlut- hafahópur í SÍF sem getur mótað nýja stefnu hjá félaginu.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins taldi ákveðinn hópur hlut- hafa innan SÍF á sínum tíma að af- skipti bankanna og eignarhald hefðu verið með öllu óeðlileg. Hefðu þeir séð um verðmat SH og SÍF og þar af leið- andi haft fullan aðgang að öllum gögnum félaganna bæði hér heima og erlendis til þess að byggja mat sitt á. Halldór er þessu ósammála. „Eignarhald okkar í SH kom til áð- ur en við gerðum ráðgjafasamning og það eru aðgreind svið innan bankanna sem fást við ráðgjöf og svo aftur eigin viðskipti. Sem stór hluthafi í SH hefur Landsbankinn aðgang að upplýsing- um á við aðra hluthafa. Það hafa aðrir aðilar, bæði í SH og SÍF átt viðskipti með þessi félög allt þetta ár og ekkert óeðlilegt að Landsbankinn hafi skoð- un á meðferð eignarhluta okkar í þessum félögum. Ég fæ því ekki séð hvað er óeðlilegt við afskipti bank- anna hvað þetta snertir. Þvert á móti er framganga bankanna fullkomlega eðlileg og byggð á vilja til að ná fram hagræði og bættri arðsemi í rekstri.“ Breytt eignarhald í SÍF hf. stöðvar sameiningu SH og SÍF Keyptu bréf fyrir um 3,5 milljarða Tveir nýir hlut- hafar eignast 33,8% í félaginu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði á borgarstjórnarfundi fyrir helgi að frumvarp þess efnis að ríkið tæki við rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefði verið í smíðum þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra, en Björn sagðist alltaf hafa verið andvígur því að breyta Sinfóníu- hljómsveitinni í ríkisstofnun. Björn Bjarnason sagðist sem menntamálaráðherra hafa sett vinnu af stað varðandi frumvarp til tónlist- arlaga, en það hefði ekki verið og væri ekki sín stefna að Sinfóníu- hljómsveitin væri ríkisstofnun. Emb- ættismenn, sem hefðu unnið að mál- inu, hefðu vitað það enda hefði ekkert frumvarp í þessa veru verið samið í menntamálaráðherratíð sinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagð- ist hafa fengið í hendur fjórðu drög að frumvarpi til skoðunar og ekki haft neitt á móti því en nú væri sagt að hún hefði fengið það til umsagnar án pólitísks stuðnings ráðherra. Björn Bjarnason svaraði því til að reynt hefði verið að átta sig á því hvernig koma mætti þessum málum fyrir í frumvarpi án þess að tekin hefði verið pólitísk ákvörðun um það og án þess að á bak við það væri sá pólitíski vilji sem þyrfti til að það yrði að frumvarpi enda hefði það aldrei orðið að frumvarpi. Nefnd hefði sett fram þessar tillögur sem borgarráð hefði svarað. „Það er ekki hægt að hnekkja þeirri skoðun og þeirri stefnu minni. Ég vildi aldrei að Sin- fóníuhljómsveit Íslands yrði ríkis- stofnun.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir dró í efa að drögin hefðu eingöngu verið hugarleikfimi embættismanna og sakaði Björn um ósannindi. Hún sagðist hafa spurt ráðherrann hvort slíkt frumvarp hefði verið unnið í hans tíð sem menntamálaráðherra en ekki hvort slíkt frumvarp hefði verið lagt fram enda hefði komið fram í máli sínu að hún vissi að það hafði ekki verið lagt fram. „Þá segir hann. Það var ekkert frumvarp um þetta samið í minni tíð sem mennta- málaráðherra. Hann sagði ekki satt.“ Björn Bjarnason tekur málið upp á heimasíðu sinni og segir að vegna þess hve mikla áherslu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi lagt á að sanna á sig lygar hafi hann kannað hvaða skjöl hún hafi haft undir hönd- um og þá hafi komið í ljós að hann hafði sagt rétt frá. „Embættismenn í ráðuneytinu voru að þreifa fyrir sér um orðalag og hugmyndir að frum- varpi til tónlistarlaga. Síðasta starfs- dag minn í ráðuneytinu sem mennta- málaráðherra hinn 28. febrúar 2002 hafði ég fengið minnisblað um málið inn á mitt borð með fyrstu drögum að frv. að tónlistarlögum en ég ritaði á blaðið sama dag, að ég hefði ekki tök á að taka afstöðu til frv. en ákvæði um SÍ hlytu að ráðast af því, sem kæmi út úr starfshópi, sem var þá að vinna að fjármálum SÍ. Jafnt þá, fyrr og síðar, var öllum ljóst, sem um þetta mál ræddu við mig, að ég var ekki málsvari þess, að SÍ yrði breytt í ríkisstofnun. Eftirmaður minn, Tómas Ingi Olrich, mun síðar hafa heimilað, að frumvarp, sem ég þekki ekki, yrði kynnt þröngum hópi manna án nokkurra skuldbindinga af sinni hálfu, trúnaður yrði að ríkja um málið meðal viðmælenda, enda væri það á hugmynda- og vinnslustigi,“ segir Björn Bjarnason m.a. á heima- síðu sinni. Hörð orðaskipti um Sinfóníuna í borgarstjórn Sakar ráðherra um ósannindi ELLEFU manns syntu Engeyj- arsund í gær til minningar um Jón Otta Gíslason lögreglumann, sem féll frá snemma á þessu ári, en hann var einn af aðalhvatamönnunum á bak við Sjósundfélag lögreglunnar og byrjaði á nýárssundinu, sem nú er orðin hefð. Sundfólkið var á öllum aldri, fimm konur og sex karlar, allt vant sjósundfólk, segir Eiríkur Jónsson, lögreglumaður í Reykjavík, einn sundmannanna. Sundið tók um eina klukkustund, en vegalengdin er um 1.600 metrar áður en straumar, sem bera menn af leið, eru teknir með í reikninginn. „Þetta var orðið skrambi kalt í lokin, en þó ekki mjög mikið vegna þess að veðrið var gott og sjórinn 12 gráðu heitur, sem þykir bara mjög gott,“ segir Eiríkur. Synt var frá miðri eynni, að varn- argarðinum við olíustöðina í Örfir- isey og inn fyrir hana og komið upp í fjörunni sunnan megin við garðinn. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ellefu syntu Engeyjarsund TVEIR menn slösuðust þegar sviffluga lenti harkalega á flug- vellinum á Sandskeiði um þrjú- leytið í gær. Svifflugan var í flugtaki þegar hún losnaði frá dráttarvél sem notuð var til þess að koma henni á loft. Talið er að taugin á milli þeirra hafi slitnað. Svifflugan hrapaði þá til jarðar. Tveir voru um borð í svifflug- unni, flugmaður og 12 ára sonur hans. Þeir voru fluttir á slysa- deild Landspítalans til aðhlynn- ingar en eru ekki alvarlega slas- aðir. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar tildrög óhappsins. Svifflugan er talsvert skemmd eftir lendinguna. Slösuðust í svifflugu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.