Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 27
m
TÍMARITUMMAT&VÍN27062003
Næsta tölublað af tímaritinu m,
sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu
laugardaginn 13. september nk.
Stærð tímaritsins er 25x36.
Pantanafrestur auglýsinga er til
þriðjudagsins 9. september kl. 16.
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1111
eða á augl@mbl.is
Auglýsendur!
13 9 Í A IT UM A Í
FÓLK lýsir yfir miklum áhyggjum
af hvalveiða Íslendinga í vísinda-
skyni, segir Clive Stacey, fram-
kvæmdastjóri breskrar ferðaskrif-
stofu, sem sérhæfir sig í
Íslandsferðum. „Þegar tilkynnt var
um hvalveiðar Íslendinga dróst að-
sókn í ferðir til Íslands saman,“ seg-
ir Stacey. „Það
hefur haldið
áfram síðan.“
Stacey kom
hingað til lands
til að reyna að fá
samstarfsaðila
sína til að sam-
þykkja yfirlýs-
ingu þess efnis að
þeir styddu ekki
ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að
hefja aftur hval-
veiðar. „Þetta eru viðskipti okkar og
færir okkur lifibrauð. Við viljum
ekki að fólk hætti að ferðast til Ís-
lands og því reynum við að lág-
marka skaðann með þessum hætti,“
segir Stacey.
Fréttir af hvalveiðunum hafa haft
mikil áhrif á ákvarðanir fólks að
koma til Íslands að hans sögn.
Margir urðu tvístígandi þegar
starfsmenn ferðaskrifstofunnar
hringdu í viðskiptavini til að stað-
festa bókun eftir að veiðarnar fyrst
hófust. Honum er helst umhugað
um alla þá sem ekki hafa enn pantað
ferð til Íslands en eru áhugasamir.
Skilja ekki hvalveiðarnar
Hann segir breskan almenning í
raun ekki skilja forsendur veiðanna
og sjá hvali í öðru ljósi en Íslend-
ingar. Þetta séu skepnur sem ekki
megi deyða og telja vísindaleg rök
fyrir þeirri afstöðu sinni. Hvort sem
sú afstaða sé rétt eða röng, og Sta-
cey leggur áherslu á að hann er ekki
að túlka sín sjónarmið heldur aðeins
að segja frá hvernig fólk sem hann
talar við upplifir þessa hluti, skipti
ekki máli. Fólk vilji ekki fara til
lands sem leggur stund á eitthvað
sem er andstætt þeirra lífsviðhorf-
um. Hægt sé að túlka slíkt sem
samþykki við veiðarnar eða að
minnsta kosti að horft sé fram hjá
þeim.
„Þar sem ég hef bæði búið og
unnið á Íslandi get ég skilið af
hverju þessar veiðar fara fram. Það
er ekki málið,“ segir hann og telur
að það myndi hjálpa ef íslensk
stjórnvöld gerðu betur grein fyrir
sjónarmiðum Íslendinga í Bretlandi.
Þó sé málið ekki svo einfalt hvort
það eigi að drepa hvali eða ekki.
Vísindamenn geti fært rök fyrir að
hvort tveggja sé rétt að gera. Af-
staða fólks byggist á tilfinningum.
Ísland er í augum Breta áhuga-
verður staður segir Stacey og búi
yfir ímynd hreinnar náttúru og um-
hverfis. Þessi ímyndaruppbygging
hafi staðið yfir í mörg ár og gengið
mjög vel. „Þetta er örugglega það
versta sem getur gerst í stöðunni,“
segir hann og því þurfi að finna leið
í gegnum þessa erfiðu tíma. „Það
getur verið mjög erfitt þar sem við
fengum engan fyrirvara. Tilkynning
barst um fyrirhugaðar hvalveiðar og
viku síðar voru þær hafnar. Það var
ekki haft neitt samráð.“
Nú þurfi að sannfæra fólk að það
geti enn ferðast hingað þó það sé í
grundvallaratriðum andsnúið hval-
veiðum. Að fá samstarfsaðila hér á
landi til að rita undir yfirlýsingu
þess efnis, að þeir eru á móti því að
hefja þessar veiðar, er einn liður í
því. Það hafi borið þónokkurn ár-
angur þó að margir séu viðkvæmir
fyrir orðalagi yfirlýsingarinnar.
Hann segir mikilvægt að öll
helstu umhverfissamtök í Bretlandi
hafa hvatt landa sína til að fara til
Íslands og styðja þannig hvalaskoð-
un. Vandamálið sé að í október
hætti hvalaskoðunarferðir sem þýði
þá að engir komi til Íslands. Því
leggi ferðaskrifstofan áherslu á við
viðskiptavini sína að samstarfsaðilar
þeirra hér á landi styðji ekki þessar
veiðar og ferðamennirnir leggi þeim
lið með því að koma hingað yfir
vetrarmánuðina. „Það er eina leiðin
sem ég sé í augnablikinu yfir þenn-
an hjalla,“ segir Stacey.
Á Íslandi í þorskastríðinu
Þegar hann var 18 ára vann hann
á Flateyri, bæði til sjós og lands. Þá
áttu Íslendingar í þorskastríði við
Breta. Þegar hann sneri aftur flækt-
ist hann í ferðamannaiðnaðinn sem
hann hefur starfað við í 25 ár. Í 18
ár hefur hann rekið eigin ferðaskrif-
stofu, Arctic Experience, og sérhæf-
ir sig í ferðum Breta til Íslands.
Hann segir að 75% af öllum tekjum
fyrirtækisins komi af þessum ferð-
um. Um 40 manns vinni að staðaldri
hjá fyrirtækinu og þar af séu átta
Íslendingar. Arctic Experince er
staðsett suður af Londin í Surrey.
Hann segir að viðskiptin hafi
gengið mjög vel og á þessu ári komi
á milli sjö og átta þúsund manns á
vegum ferðaskrifstofunnar til Ís-
lands. Viðskiptavinirnir séu frekar
vel efnaðið og menntaðir og eyði
talsverðum hluta launa sinna í
ferðalög. Þar af leiðandi séu þeir
líka meðvitaðir um þessar veiðar og
ef þær samrýmist ekki gildismati
þeirra sé nokkuð ljóst að þeir hætti
við Íslandsheimsókn.
Vill að Íslend-
ingar mótmæli
hvalveiðum
Clive Stacey,
framkvæmdastjóri
Arctic Experience.
GREINANDI ritmálspróf sem
gengur undir heitinu GRP 14h er nú
boðið til kaups í grunnskólum og
framhaldsskólum af höfundum þess,
Rannveigu G. Lund og Ástu Lárus-
dóttur. Með prófinu er skimað eftir
lestrar- og stafsetningarerfiðleikum,
einkum umskráningarerfiðleikum en
þau einkenni benda til dyslexíu.
Prófið var áður notað við greiningar í
grunn- og framhaldsskólum í Lestr-
armiðstöð Kennaraháskóla Íslands.
Menntamálaráðuneytið hefur
ákveðið að niðurgreiða hvert próf
fyrir kaupendur um 20 þúsund kr. en
það er tæplega þriðjungur af sölu-
verði þess. Fjárstyrkur ráðuneytis-
ins miðast við niðurgreiðslu á allt að
80 prófum til loka marsmánaðar
2004 og sjá höfundar þess um alla
umsýslu vegna niðurgreiðslu ráðu-
neytisins. Þegar hafa verið seld eða
staðfest kaup á 50 prófum. Fjögur
námskeið hafa verið haldin í
tengslum við sölu þess.
Prófið sem í eru sjö verkefni er
staðlað á 14 ára nemendum. Verk-
efnin eru á geisladiski til útprentun-
ar innan skóla. Prófinu fylgja tvö
hefti með nákvæmum fyrirmælum
og reglum um yfirferð og túlkun á
niðurstöðum. Í söluverði er auk þess
fræðileg handbók í fjórum köflum
sem senn kemur út. Menntamála-
ráðuneytið hefur ákveðið að styrkja
höfunda vegna fullvinnslu og útgáfu
hennar, segir í fréttatilkynningu.
Námskeið eru fyrirhuguð vegna
sölu prófsins í október. Nánari upp-
lýsingar í síma og á netfanginu
rlund@ismennt.is og fljótlega á slóð-
inni htt//www.dyslexia.is
Próf fyrir börn með
lestrarerfiðleika