Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI SAMRUNI SH OG SÍF
Burðarás ehf. og Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. keyptu á laugardag
samtals 12,5% hlut í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna fyrir einn millj-
arð króna í tengslum við sölu á eign-
arhlut sínum í SÍF. Bréf fyrir 3,5
milljarða króna í SÍF skiptu um eig-
endur á laugardag og hafa tveir nýir
hluthafar eignast rúmlega 33% í
SÍF. Ljóst er að ekkert verður af
samruna SH og SÍF á næstunni.
Báturinn gjörónýtur
Draumur Kjartans Jakobs
Haukssonar um að róa í kringum
landið varð að engu í bili í gærdag
þegar bát hans hvolfdi yfir hann við
Rekavík á norðanverðum Vest-
fjörðum og rak upp í brimgarðinn
með þeim afleiðingum að hann er
gjörónýtur. Kjartan slapp frá
óhappinu með skrámur og mar.
Yfir 300 karlmenn sektaðir
Yfir þrjú hundruð karlmenn í Sví-
þjóð hafa verið dæmdir til að greiða
fjársekt, þ.e. ákveðinn hluta af
tekjum sínum, vegna brota á lögum
þar í landi sem kveða á um bann við
kaupum á vændi, en brotin geta
varðað fésektum eða fangelsisvist í
allt að sex mánuði.
„Verjum því sem þarf“
George W. Bush Bandaríkja-
forseti flutti ávarp til bandarísku
þjóðarinnar í gærkvöldi og sagði
m.a. að Bandaríkjamenn myndu
„verja því sem þörf krefði“ til að sig-
ur ynnist í stríðinu gegn hryðju-
verkastarfsemi. Meginvígstöðvarnar
í því stríði væru nú í Írak.
Eftirmaður Abbas
Yasser Arafat Palestínuleiðtogi
útnefndi í gærkvöldi Ahmed Qurei,
forseta palestínska þingsins, eft-
irmann Mahmouds Abbas, forsætis-
ráðherra Palestínumanna, er sagði
af sér á laugardaginn.
Útiloka ekki hert eftirlit
Íranar segjast ekki útiloka að þeir
muni heimila Alþjóðakjarnorku-
málastofnuninni að hafa eftirlit með
kjarnorkuvinnslustöðvum í landinu.
Þýskt dagblað segir þá þegar vera
farna að vinna að smíði kjarnorku-
sprengju.
2003 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
„KAHN VIRÐIST VERA VOÐALEGA PIRRUÐ TÝPA“ / B4
EINS og áður hefur komið fram var Pétur Guð-
mundsson fyrsti Evrópubúinn sem lék í NBA-
deildinni árið 1981 er hann gekk til liðs við Port-
land en aðeins þrír leikmenn frá Norðurlöndum
hafa leikið fram að þessu í NBA. Þeir eru, auk
Péturs, norski landsliðsmaðurinn Torgeir Bryn
sem lék með L.A. Clippers 1989-1990, Finninn
Hanno Mottola sem var í herbúðum Atlanta. Jón
Arnór Stefánsson gæti því orðið fjórði Norður-
landabúinn til þess að leika í NBA. Athygli vekur
að Danir og Svíar eru enn ekki búnir að feta
þessa leið en Svíar telja sig eiga leikmann sem er
samningsbundinn New York Knicks, Maciej
Lampe sem er frá Rågsved í Stokkhólmi.
Hinsvegar er Lampe með tvöfalt ríkisfang og
hefur leikið með pólska landsliðinu og telst því
vart vera sænskur á þessum vettvangi. Lampe er
samningsbundinn Real Madrid en hefur samt
sem áður ekki leikið með liðinu undanfarið.
Aðeins þrír frá Norð-
urlöndum í NBA
Þýsku fjölmiðlarnir eru á einumáli um að Þjóðverjar hafi
sloppið með skrekkinn á Laugar-
dalsvelli. Götublaðið Bild sagði að
boðið hefði verið upp á pyntingafót-
bolta. „Silfurhafarnir úr HM á Ís-
landi – þetta átti að verða skyldu-
sigur. En varð 0:0 af sorglegustu
gerð,“ sagði í blaðinu. Blaðið segir
að tvær sóknir hjá þýska liðinu í
fyrri hálfleik hafi verið of lítið og
rekur síðan hvert marktækifæri Ís-
lendinga á fætur öðru: „Sannleik-
urinn er bitur, en það er hrein
heppni að við skyldum ekki tapa
leiknum.“
Netzeitung.de segir að leikurinn
hafi verið bakslag í sókninni eftir
sæti á EM: „Með mikilli heppni
tókst silfurhöfunum úr síðustu
heimsmeistarakeppni að bjarga sér
og hanga á jafntefli gegn Íslandi
þar til leikurinn var úti,“ sagði í
miðlinum.
Í fréttaskeyti frá þýsku frétta-
stofunni dpa segir að Þjóðverjar
hafi valdið vonbrigðum á öllum
sviðum knattspyrnunnar gegn „vík-
ingunum, sem í besta falli tilheyra
öðrum flokki í alþjóðlegri knatt-
spyrnu“ og engin ástæða sé til
bjartsýni gegn Skotum í Dortmund
á miðvikudag og Íslendingum í
Hamborg 11. október. Með tveimur
heimasigrum geti þýska liðið hins
vegar tryggt sér miða á EM í
Portúgal á næsta ári. Síðan er rak-
ið að þýska liðið hafi reyndar verið
betra í fyrri hálfleik, en það hafi
ekki skilað sér í marktækifærum
og í seinni hálfleiknum hafi liðið
einnig misst stjórn á gangi leiksins
og hvað eftir annað verið í nauð-
vörn, meðal annars hafi liðið tvisv-
ar þurft að bjarga á línu á 53. mín-
útu, fyrst Frank Baumann og
Christian Wörns í sameiningu skoti
Lárusar Orra Sigurðssonar eftir að
Oliver Kahn hafði misst af knett-
inum og strax á eftir þegar Wörns
bjargaði eftir skalla Heiðars
Helgusonar. Það hafi verið heppni
fremur en leikskilningi að þakka að
þýska liðið skyldi ekki lenda undir.
Talað er um að Rudi Völler þjálfari
hafi látið lið sitt spila upp á jafn-
tefli fremur en að leika til sigurs.
Knattspyrnutímaritið Kicker
sagði að áhorfendum hefði í upp-
hafi verið boðið upp á megrunar-
fæði af hálfu beggja liða. Leiftrandi
hugmyndir hafi vantað í sóknarleik
þýska liðsins og eins og leikurinn
hafi spilast verði landsliðið að gera
sér eitt stig að góðu.
Paul Breitner, sem á árum áður
gerði garðinn frægan með Bayern
München og þýska landsliðinu,
skrifar í dálki sínum í Bild að jafn-
tefli sé pínleg úrslit. „Ég er nánast
orðlaus og það er ekki lítið,“ skrifar
Breitner. „Auðvitað geta andstæð-
ingar á borð við Íslendinga verið
óþægilegir (ekki síst þegar þeir
leika á heimavelli), en á þessu stigi
riðlakeppninnar ætti það aldrei
nokkru sinni að duga til þess að ná
stigi af liðinu okkar. Þótt við getum
enn náð fyrsta sætinu í riðlinum
verðum við að átta okkur á því að
klukkuna vantar ekki lengur fimm
mínútur heldur tíu sekúndur í tólf.
Þetta snýst ekki lengur bara um
farmiðann til Portúgal 2004, heldur
að takmarka skaðann, sem þegar
er orðinn. Það var hrein kvöl að
fylgjast með þessum 90 mínútum.“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði þeim glæsilega árangri að gera jafntefli við silfurlið síðustu heimsmeistarakeppni, Þjóðverja, á Laugardalsvelli, 0:0. Gríðarleg
stemmning var á áhorfendapöllunum á meðal þeirra rúmlega 7.000 sem áttu þess kost að vera á vellinum og fögnuðu þeir íslenska landsliðinu vel að leikslokum.
Skammarleg frammistaða
gegn fótboltadvergnum
ÞÝSKA landsliðið fær slæma útreið í þýskum fjölmiðlum eftir lands-
leikinn á laugardag. „Rudi, þetta var ekkert annað en hryllingur,“
stóð í dagblaðinu Bild. „Boðið upp á núll gegn fótboltadvergnum Ís-
landi,“ hljóðaði fyrirsögn á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar ARD.
„Skammarleg frammistaða í 0:0 leik á Íslandi,“ var fyrirsögn vef-
miðilsins Netzeitung.de. „Þrátt fyrir sorglegan 0:0 leik á þýska liðið
enn möguleika á sæti í EM,“ skrifaði Süddeutsche Zeitung. „Þýska
liðið veldur vonbrigðum á Íslandi,“ stóð í Der Spiegel.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 22/24
Suðurnes 10 Bréf 26
Vesturland 12 Dagbók 28/29
Erlent 13/14 Leikhús 30
Listir 16/17 Fólk 30/33
Forystugrein 18 Bíó 30/33
Umræðan 20 Ljósvakar 34
Hestar 21 Veður 35
* * *
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir
að endurskoða þurfi stuðningsaðgerðir í landbún-
aði í ljósi þess sem er að gerast á alþjóðlegum
vettvangi og eðlilegt sé að fara að huga að und-
irbúningi í því efni, en of snemmt sé að segja til
um hvað gerist á fundi Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar, WTO, í Cancún í Mexíkó í vikunni.
Stefnt sé að því að draga úr framleiðslutengdum
stuðningi við landbúnað og leggja af útflutnings-
styrki og því þurfi hagræðingu í landbúnaði hér-
lendis og meiri samkeppnishæfni.
Halldór Ásgrímsson segir að auka þurfi hag-
kvæmni í sauðfjárrækt hér á landi, en á opnum
fundi Framsóknarflokksins á Egilsstöðum fyrir
helgi sagði hann að því miður væru ekki vaxt-
armöguleikar í sauðfjárræktinni. Hins vegar
bæri að viðhalda henni og skipuleggja þannig að
bændur í sauðfjárrækt gætu haft sem bestar
tekjur. Hann segir að breytingar í slátruninni
skipti miklu máli en síðan þurfi að stækka búin
og skapa bændum betri möguleika til að hafa aðr-
ar tekjur þar sem ekki er hægt að auka fram-
leiðsluna.
„Það má búast við því að niðurstaða náist um
ramma sem síðan verði unnið eftir, en ég á ekki
von á því að það náist endanleg niðurstaða hér í
Cancún,“ segir Halldór Ásgrímsson. „En það er
alveg ljóst að það stefnir í það að samningarnir
geri ráð fyrir því að draga úr framleiðslutengdum
stuðningi við landbúnað og einnig að leggja af
hverskonar útflutningsstyrki.“
Halldór Ásgrímsson segir að þróunarríkin
sæki mjög fast á um að komast meir inn á vest-
ræna markaði með landbúnaðarvörur sínar og
þau ríki sem séu með mest frjálsræði á þessu
sviði eins og Bandaríkin, Ástralía og fleiri hafi
líka sótt fast á um breytingar. Evrópusambandið
hafi gengið langt til móts við kröfur Bandaríkja-
manna og búast megi við því að ekki verði gengið
skemur í niðurstöðunni en það skref sem Evrópu-
sambandið hafi þegar stigið. „Það þýðir einfald-
lega það að það verður dregið úr framleiðslu-
tengdum stuðningi og við munum sjá meira
frjálsræði í innflutningi á næstu árum. Það er al-
veg ljóst að það mun jafnframt gerast á Íslandi.
Landbúnaðurinn verður því að mæta þessum
nýju aðstæðum með því að hagræða og ná meiri
samkeppnishæfni.“
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi WTO í Mexíkó
Auka þarf hagræðingu og
samkeppnishæfni í landbúnaði
ÍSLANDSDEILD Amnesty
International efnir í dag til
þögullar mótmælastöðu til
stuðnings fórnarlömbum
mannréttindabrota í Kína.
Mótmælin eru í tilefni af
heimsókn Luos Gans, eins
æðsta ráðamanns í Kína, til
Íslands. Safnast verður sam-
an við Þjóðmenningarhúsið á
Hverfisgötu tíu mínútur í tólf
og hvetja aðstandendur alla,
sem tök hafa á, til að mæta
tímanlega og mótmæla mann-
réttindabrotum kínverskra
stjórnvalda.
Heimsækir Alþingi
og ráðherra
Luo Gan mun í dag meðal
annars heimsækja Alþingi og
hitta Guðmund Árna Stefáns-
son, starfandi forseta Alþing-
is. Einnig hittir Luo Gan
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra í Þjóðmenningar-
húsinu og Davíð Oddsson for-
sætisráðherra í
Ráðherrabústaðnum.
Í hádeginu verður síðan í
Þjóðmenningarhúsinu hádeg-
isverðarboð til heiðurs Luo
Gan, í boði dómsmálaráð-
herra. Seinni hluta dagsins
fer Luo Gan í skoðunarferðir
á Nesjavelli og Þingvelli þar
sem snæddur verður kvöld-
verður í Hótel Valhöll í boði
forseta Alþingis.
Á morgun lýkur síðan dvöl
Luos Gans á Íslandi með
heimsókn í Hæstarétt og
Ráðhús Reykjavíkur.
Þögul mót-
mæli vegna
heimsóknar
Luos Gans
Elínborg Guðmundsdóttir á Blönduósi er eitt hundrað
ára í dag. Þennan dag fyrir hundrað árum leit hún
dagsins ljós á Kringlu í Torfalækjarhreppi og bjó þar
fyrstu 19 ár ævi sinnar. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Elínborg að sér liði vel og leiddist aldrei.
Heyrnin er farin að bila og síðustu sex árin hefði sjón-
in verið lítil. Hún hefur verið rólfær alveg fram á
þennan dag en fyrir viku fékk hún kvef og hefur
þurft smá aðstoð síðan.
Elínborg giftist Jóni Einarssyni frá Þverá í Norður-
árdal í A-Hún árið 1923 og saman áttu þau dótturina
Önnu sem nýlega er látin. Mann sinn missti Elínborg
árið 1978. Barnabörnin eru sex og fjöldinn allur af
barnabarnabörnum. Eftir að þau Jón giftust bjó El-
ínborg á Blönduósi, fyrst í húsi sem kallað var „lík-
kistan“ en síðan í Jónshúsi sem nú er horfið.
Elínborg sagðist hafa verið handlagin og stundaði
mikið saumaskap. Einnig var hún ráðskona í vega-
vinnu í mörg ár og ennfremur ráðskona hjá Snorra
Arnfinnssyni vert á Hótel Blönduósi.
Spurð að því hvernig henni hefði tekist að lifa
svona lengi sagði Elínborg. „Ég var vel upp alin, fékk
alltaf nýmjólk og heimagerðan hollan mat og síðast
en ekki síst bjó ég á glaðsinna heimili.“ Elínborg
sagði kímin að líklega gæti hún prjónað „en ég nenni
því bara ekki.“
Þegar hún var spurð að því hvernig dagur í lífi eitt-
hundrað ára gamallar konu liði sagði Elínborg. „Dag-
urinn er liðinn áður en ég veit af. Ég á auðvelt með
að rifja upp liðna tíð, til dæmis man ég ungmenna-
félagsfundina í gamla daga, þá var margt af ungu
fólki hér á Blönduósi.“
Einnig fer hún í gegnum heilu skáldsögurnar í hug-
anum. Lífshlaupið hefur verið gott og það hefur farið
vel. „Barnabörnin vildu halda upp á afmælisdaginn
minn en ég vildi ekkert vesen, bara heitt á könnunni
en krakkarnir hlýddu mér ekki.“
Þegar hún var spurð að því hvað hún ætlaði að lifa
lengi, sagði þessi fallega, jákvæða gamla kona: „Ég er
ekki búin að semja við Herrann um það.“
Elínborg Guðmundsdóttir á Blönduósi 100 ára
Mér líður
vel og leið-
ist aldrei
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Elínborg Guðmundsdóttir er 100 ára í dag. Hún dvelur
nú á heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Blönduósi. Morgunblaðið.
KAYAKKLÚBBURINN
stóð á laugardaginn fyrir
Kayakmaraþoni, þar sem
rónir voru rúmir fjörutíu
kílómetrar, frá Geld-
inganesi í Grafarvogi til
Hvammsvíkur í Hvalfirði.
Lagt var af stað klukkan tíu
á laugardagsmorgun úr
Geldinganesi og fengu
keppendur að staldra við á tveimur
áningarstöðum á leiðinni, til þess að
rétta úr sér. Tólf keppendur tóku þátt
í maraþoninu og var keppt í þremur
flokkum, tveimur flokkum karla og
einum kvennaflokki og gekk mótið
vel, enda aðstæður prýðilegar.
Í A flokki karla sigraði Sveinbjörn
Kristjánsson, sem bætti brautar-
metið um fimmtán mínútur og lauk
ferðinni á fjórum klukkutímum og
sautján mínútum.
Í B flokki karla sigraði Halldór
Sveinbjörnsson, á fjórum klukkutím-
um og fjörutíu og átta mínútum.
Í Kvennaflokki sigraði síðan Fann-
ey Pálsdóttir sem kom í mark á fimm
klukkutímum og fimmtíu og þremur
mínútum.
Vel var tekið á móti þátttakendum
þegar þeir lentu í Hvammsvík, enda
mikið þrekvirki að baki og gerðu þátt-
takendur, fjölskyldur þeirra og vinir
sér glaðan dag í fallegu umhverfi
Hvalfjarðarins, grilluðu og léku sér
saman fram eftir kvöldi.
Bætti brautarmetið
í Kayakmaraþoni
Morgunblaðið/Árni Sæberg