Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 23
Kæri vinur og frændi. Það voru sorgarfrétt- ir sem mér bárust, Palli litli dáinn. Þú varst nú aldrei lítill en bara yngri en Palli stóri. Þú þessi geðgóði, hrausti, sístarfandi strákur horfinn af sjónar- sviðinu. Því er erfitt að trúa en þú get- ur ekki hafa farið langt. Alltaf varstu brosandi og á léttu nótunum. Hafðir alltaf nóg að sýsla og áhugamálin voru mörg. Ég minnist þess þegar þú varst með dúfur í skúrnum hjá pabba þínum en þú hafðir mikinn áhuga á fuglum. Varst með safn uppstoppaðra fugla inni í herbergi hjá þér og þau egg þurrkuð sem tilheyrðu hverjum fugli. Ófáar ferðir fórum við á okkar yngri árum upp í heiði eða út á flatir með litlu vasabókina okkar að telja fugla, egg í hreiðrum og af hvaða fugl- um þau voru komin. Já, við vörðum ófáum stundum uppi í heiði, suður á flötum, við tjörnina eða hvar þar sem eitthvað skemmtilegt var hægt að bjástra. Vinahópurinn svaf í tjaldi eða uppi á lofti í kofunum sem við smíð- uðum, þeir voru nú ekki ófáir. Við vor- um ræstir á morgnana með heitu kakói og kexi og var lífið í algleymi. Þegar hver kofi var reistur var ráðist í kassabíla- eða flekasmíð. Flekana fórum við svo með niður á Vogatjörn, Búðatjörn eða suður á Síki. Þótt leiðir okkar skildu þegar barnæskunni lauk varstu alltaf nálægur og hittumst við einna helst í kaffi hjá ömmu. Ekki hefði mig órað fyrir því að við værum að kveðjast í síðasta sinn um áramót- in. Ég kveð þig með söknuði, kæri frændi. Elsku Olga og börn, Sesselja, Gvendur og Magnea, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Hilmar Egill. Það kom eins og óvænt högg, svo sárt og svo ótrúlega skelfilegt, þegar við fréttum að elskulegur tengdason- ur okkar hefði drukknað við veiðar föstudaginn 29. ágúst. En hvers vegna þetta hörmulega slys? Við verðum að trúa því að Palla sé ætlað annað starf á öðru tilverustigi og við hin eigum að læra af þessari erfiðu reynslu. En við eigum góðar minn- ingar um ljúfan dreng sem var ávallt reiðubúinn að hjálpa öllum. Af hverju hann spyrjum við þegar margir aldnir og sjúkir bíða eftir hvíldinni, af hverju hann spyrjum við aftur, ungur maður, fjörugur, skemmtilegur og vinsæll, er hrifsaður í burtu frá elskulegri eig- inkonu og þremur ungum börnum. Eftir situr söknuðurinn og tómleikinn yfir skarðinu sem aldrei verður fyllt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku dóttir og sólargeislarnir þín- ir, Alexander, Elvar Orri og Thelma Lind, megi guð og englarnir styrkja ykkur í sorginni. Ykkar missir er mik- ill og þið eigið hug okkar allan. Sofðu rótt elsku vinur. Rebekka og Smári. Elsku Palli minn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, búinn að yfirgefa þennan heim. Ég trúði varla mínum eigin eyr- um þegar mamma færði mér frétt- irnar um að þú værir farinn og hvern- ig það hefði átt sér stað. Það er svo erfitt að hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman og allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Þú PÁLL GUÐMUNDSSON ✝ Páll Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 24. júní 1971. Hann lést 29. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 5. september. varst svo yndislegur, svo sætur og skemmti- legur. Ég man að þegar þið Olga og börnin komuð í heimsókn varstu vanur að laumast eftir smá- stund inn í herbergið mitt til þess að leggja þig og alltaf fannst mér það sjálfsagt. Ég man líka eftir ferðalaginu sem við fórum í á Apa- vatn. Þar gerðuð þið endalaust grín að mér og krulluteppinu og eft- ir það atvik kallaðir þú mig oft krullu. Því á ég ekki eftir að gleyma. Ég man einnig eftir því að þegar þú hittir hann Pétur í fyrsta skiptið sagðist þú ætla að taka hann með þér einhvern tímann og leyfa honum að prófa rifflana þína, en það verður víst að bíða betri tíma. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp allar minningarnar sem hafa safnast í gegnum tíðina en ætla að láta þetta nægja núna. Ég velti því sífellt fyrir mér af hverju Hann valdi þig til þess að vera næstur. Þið sem voruð nýbúin að gifta ykkur og eignast yngsta barnið, hana Thelmu Lind. Það er sárt að vita hvað þetta getur verið óréttlátt, af hverju þurfti það að vera þú? En þeirri spurningu verður seint svarað. Slys verða og enginn getur ráðið því hver er næstur, þetta er allt fyrirfram ákveðið. Þér hefur verið ætlað stærra hlutverk annars staðar. Elsku Olga systir, Alexander, Elv- ar Orri og Thelma Lind. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorg ykkar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Palli minn. Ég kveð þig með söknuði. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig og varðveiti. Þín María. Elsku Palli. Ég vin minn kveð með sorg í hjarta, og mynd af þér í brjósti ber. Þín lífsins gleði og bjartsýni um alla, mun sitja fast í huga mér. (Höf. óþ.) Sorgin er erfið, en þegar maður hugsar um Palla fer maður ósjálfrátt að brosa, lífsglaðari og skemmtilegri vinur verður seint fundinn. Elsku Olga Sif, Alexander, Elvar Orri og Thelma Lind, Guð veiti ykkur styrk og þol til að ganga þá erfiðu braut er nú fer í hönd. Af hjartans einlægni, Ríkharður, Oddný, Bragi, Natalía og Ninna Björk. Þvílíkt reiðarslag að heyra að bekkjarbróðir okkar úr grunnskóla, hann Palli væri látinn. Minningar koma upp í hugann frá þessum áhyggjulausu árum, þegar sumrin voru löng og tíminn virtist stundum standa í stað. Við minnumst Palla sem glaðværs, útitekins og skemmtilegs strák. Hann var vel liðinn af bekkjarfélögum sín- um og lék sér jafnt við stráka sem stelpur. Hann hafði gríðarlegan áhuga á fuglum og næstum öllu því sem tengdist útivist. Upp í hugann kemur Keilisferð sem við fórum í ásamt umsjónarkenn- ara, við höfum þá verið 14–15 ára. Þá naut Palli sín vel. Flest vorum við á venjulegum strigaskóm, með kex- pakka og svala í vasanum, en ekki Palli, hann var í alvöru gönguskóm, svo var hann með prímus og hitaði sér bakaðar baunir á toppi Keilis. Hann fékk snemma viðurnefnið Palli „litli“, það var þó ekki vegna þess að hann væri eitthvað óvenju lít- ill miðað við aldur, heldur átti hann nafna í skólanum sem var bæði eldri og hærri og hafði þar af leiðandi við- urnefnið Palli „stóri“. Þótt Palli hafi náð rúmlegri meðalhæð íslensks karl- manns þá er hann samt enn Palli „litli“ í okkar huga. Á seinni árum höfum við verið í mismiklu sambandi við Palla, en allar fréttum við af honum reglulega. Við vitum að góður drengur er fallinn frá og hans er sárt saknað. Kæra Olga, Alexander, Elvar Orri, Thelma Lind, Sesselja, Gvendur og síðast en ekki síst elsku Magnea, kæra vinkona, við sendum ykkur öll- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og guð gefi ykkur styrk á sorg- arstundu. Berglind, Erna, Helga Rut, Jóhanna og Kristín. Palla kynntist ég fyrst þegar hann var unglingur, glaðlegur og góður drengur, sem alltaf var gaman að hitta. Hann bjó þá í næsta húsi við mig og oftar en ekki trítlaði hann yfir lóðina mína til þess að passa lítil börn okkar hjóna, það var sjálfsagt. Við minn- umst þess enn í dag hve góður hann var þeim. Allar götur síðan hittumst við Palli af og til og ætíð var viðmótið það sama, hlýtt og glaðlegt. Fyrir þessi kynni vil ég þakka. Guð geymi góðan dreng. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég Olgu, börnunum, foreldrum og öll- um ættingjum Palla, mína dýpstu samúð. Hallgrímur Einarsson. Elsku Palli. Það er svo erfitt að kveðja þig og svo erfitt að trúa þessu. Þú alltaf svo hress og kátur þrátt fyr- ir veikindi þín. Maður hugsar um hvað þetta er ósanngjarnt en svo er sagt að þeir góðu deyi ungir. Minn- ingarnar hrannast upp í huga okkar og allar samverustundirnar. Yndis- legi tíminn okkar á Krít, útilegurnar, matarboðin og allt sem við höfum gert saman undanfarin ár. Þið Olga voruð okkur ómetanlegur stuðningur bæði þegar Sverrir Karl dó og þegar við misstum dóttur okkar hana Ísól og erum við mjög þakklát fyrir það. Við kveðjum þig núna elsku Palli okkar. Þú verður alltaf í huga okkar og viljum við þakka fyrir þau ár sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Elsku Olga, Alexander, Elvar Orri, Thelma Lind og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Jón, Selma, Máney og Glóð. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska maður hefur oft heyrt þetta en kannski ekki alveg spáð í þessum orð- um áður, en þetta er bara alveg rétt. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég mundi setjast niður og skrifa minn- ingargrein um Palla. Mann sem var duglegur og hress sama hvað gekk á í lífi hans. Palli og ég erum bræðrasyn- ir, ég er aðeins eldri og kynntist Palla ekki mikið þegar við vorum yngri það var ekki fyrr en ég og konan mín fluttum heim eftir nokkra ára dvöl er- lendis sem við tókum upp þráðinn og kynntumst vel. Palli hafði þann eig- inleika að vera alltaf hress og hjálp- samur sama hvað gekk í lífi hans. Hann var mikill veiðimaður, hann skrap stundum alla leið austur í Skaftafell eitt kvöld bara til að ná kvöldfluginu og svo heim strax aftur og beint í vinnu. En ein minning stendur ofar öllum öðrum og það er sú hjálp sem Palli og Olga veittu mér og Kollu þegar við vorum að bíða eftir að fá dóttir okkar frá Indlandi við drukkum i okkar allar upplýsingar sem við gátum fengið um Indland og skruppum svo á faxabrautina til palla og Olgu til þess að leyfa þeim að heyra um þetta allt. Ég efa að Palli og Olga vita hvað þau voru okkur mikill stuðingur á þessum tíma það voru ekki allir sem nentu að hlusta á okkur stolta foreldra tala um barn sem við vissum ekki einu sinni hvort var fætt eða ekki. Palli sagði mér stuttu seinna eftir að dóttir mín kom heim og við gáfum henni nafnið Telma Sif að hann ætlaði að skíra sína dóttur Thelma ef hann fengi einhvern tíman að eiga dóttur. Tæpum tveimur árum seinna eignast hann og Olga dóttir sem heitir Thelma Lind sem í dag er hún bara rúmlega 9 mánaða og fær aldrei að þekkja pabba sinn. Olga, Alexander, Elvar, Thelma, Gvendur, Seselía, Magnea og aðrir aðstandendur megi guð styrkja ykkur í sorginni. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Vald. Briem.) Sigmar, Kolbrún og Telma Sif. Nú ert þú farinn Palli minn. Eins óraunverulegt og það er nú þegar ég skrifa þessi orð. Söknuðurinn er meiri en orð fá lýst. Nú er maður að hugsa til baka þegar við vorum strákgemlingar að bjarga mávaungunum og svo allt spjallið þegar ég var einn á Hrafnseyri. Tím- unum saman spjölluðum við um heima og geima, veiðitúrarnir voru ómetanlegir eins og hundaþjálfunin og allar stúderingarnar í kringum það. Þú varst alltaf brosandi, hlæj- andi og bjartsýnn, svona „já-maður“. Stuðningur þinn var mér ómetan- legur þegar ég missti mág minn og vin hann Sverri Karl og þegar Ísól dóttir mín dó. Þú brást hárrétt við og stóðst eins og klettur við hlið mér. Elsku Olga, Alexander, Elvar Orri og Thelma Lind. Verið sterk á sorg- arstundu. Guð veri með ykkur. Ég kasta til þín kveðju elsku vinur. Minning þín er ljós í lífi mínu. Þinn vinur, Jón Helgason. Þegar ég þarf að setjast niður og skrifa minningargrein um vin minn sem lést aðeins einu ári eldri en ég, er ég nánast orðlaus. Hvað getur maður sagt? Kannski get ég þakkað fyrir all- ar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Rifjað upp bernsku- brekin og æskuminningarnar. Ég get líka rifjað upp skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum saman eftir að við eltumst og urðum fullorðnir (a.m.k. í orði kveðnu) Samt er sorg efst í huga mér og söknuður. Ég veit það bara að ég á aldrei eftir að heimsækja veiðistaðina okkar án þess að hugsa til þín, á aldrei eftir að hnýta svartan nobbler án þess að hugsa til þín og á aldrei eftir að drekka kókómjólk aftur án þess að hugsa til þín. Það sem ég vildi kannski helst segja er þetta. Mér þótti vænt um þig, vinur. Takk fyrir allar sam- verustundirnar. Kæra Olga, Alexander, Elvar og Thelma, mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Sigurður Guðmundsson. Við Palli kynntumst fyrir um það bil 7 árum og þá í gegnum veiði. Þeg- ar ég sá hann fyrst sá ég grannan, kraftmikinn og brosmildan strákling sem mér leist bara þokkalega á. Ekki grunaði mig á þeirri stundu að við ættum eftir að fara í margar veiði- ferðir með öðrum félögum og oftar en ekki bara við tveir saman. Ófáar ferð- irnar fórum við tveir á gæs eða til rjúpna með Úu Pálsdóttur eins og hann kallaði hundinn sinn. Í þessum ferðum var spjallað um létt málefni og einnig um það sem okkur lá mest og þyngst á hjarta hverju sinni. Oft þóttist ég vera að skóla hann til í hinu og þessu, þá var svarið ávallt: „Allt í lagi, pabbi, en þú manst að þú átt eftir að ættleiða mig.“ Þrátt fyrir tuttugu ára aldursmun bundumst við miklum vinaböndum. Undanfarin ár hafa verið Palla, eig- inkonu hans Olgu og fjölskyldu erfið vegna langvarandi veikinda hans. Hann lét ekki mikið bera á vanlíðan sinni út á við en við sem þekktum hann vissum hve erfitt það var honum að geta ekki stundað vinnu og notið útivistar eins og hann óskaði. Þegar kemur að því að kveðja kær- an vin hrannast upp minningar um glaðan og yndislegan dreng sem gaf mér ómældar ánægjustundir sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta síðustu daga Palla með honum og Jónasi vini okkar á yndislegum stað við veiðar. Foreldrum, systur og öðrum ætt- ingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég bið góðan guð að geyma vin minn og vaka yfir Olgu, Al- exander, Elvari Orra og Thelmu Lind. Gunnar Þorvarðarson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 23 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÁRLAUGUR INGVARSSON, Hlíðartúni, Biskupstungum, sem lést mánudaginn 1. september, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 10. september kl. 14.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún S. Hárlaugsdóttir, Kristján Kristjánsson, Ingvar R. Hárlaugsson, Svala Hjaltadóttir, Guðmundur Hárlaugsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Elín M. Hárlaugsdóttir, Garðar Sigursteinsson og barnabörn. AFMÆLIS- og minningargrein- um má skila í tölvupósti (netfang- ið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birt- ist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 lín- ur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan út- förin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birt- ingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.