Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Kristinn Íslenskir áhorfendur voru afar kátir með frammistöðu sinna manna og var stuðningsliðið í litríkara lagi. LANDSLEIKUR Íslendinga og Þjóðverja á laugardag var vett- vangur stórra tilfinninga, jafnt innan vallar sem utan. Hvorki Ís- lendingar né Þjóðverjar létu til- finningar sínar liggja í leyni og skildu himinn og haf að þá stemningu sem ríkti í búðum andstæðra fylkinga. Á meðan Íslendingar fögnuðu ákaft varnarsigri sínum gegn heimsklassa-leikmönnum Þýska- lands létu Þjóðverjarnir í ljósi gríðarlega óánægju sína á marg- an og misjafnan hátt. Allt var þó gleymt þegar Þjóð- verjar streymdu á knæpur borg- arinnar um kvöldið og mátti ekki betur sjá en að mesti frænd- skapur ríkti milli þjóðanna tveggja þegar kíkt var í krúsina. Umkvörtunarefni Þjóðverjanna var þá frekar verð veiganna en frammistaða boltamanna, enda er það mál gárunganna að bjór- inn sé með því fáa sem Þjóð- verjum er mikilvægara en fót- boltinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Þessir Þjóðverjar voru fremur hnuggnir þegar leiknum lauk, en tóku væntanlega gleði sína á ný þegar leið á kvöldið. Tár, bros og takka- skór á lands- leiknum Morgunblaðið/Árni Torfason Ekki var hlaupið að því að sjá hvaða lið þessir herramenn studdu. SÖNGHÓPURINN Blikandi stjörnur starfar innan vébanda Hins hússins, í tengslum við Sérsveitina. Hann er skipaður þroskaheftum ein- staklingum og hefur starfsemi hóps- ins verið æði blóm- leg undanfarin ár. Sumarið 2001 fór hópurinn til Þýska- lands til hljóm- leikahalds og tók þá upp umrædda plötu með Rockers, sveit sem einnig er skipuð þroskaheftum einstakling- um. Á plötunni eru nítján lög, fimm þeirra taka sveitirnar saman, sjö þeirra taka einungis Blikandi stjörn- ur, en sjö þeirra eiga Rockers ein- ungis. Skemmst er frá því að segja að diskurinn er stórskemmtilegur af- hlustunar. Um lögin leikur ungæð- islegur, ferskur andvari og ástríða og fölskvalaus áhugi einkennir allan flutning. Samstarf Stjarnanna og Rockers, sem opna diskinn, heppn- ast í alla staði vel og er hressilegt. Tvö fyrstu lögin, „Iceland Blues“ og „German Reggea“ (svo) eru grall- aralegar tileinkanir sveitanna til hvors annars. Forsöngvari Rockers leiðir fyrsta lagið af öryggi og Stjörnurnar ljá seinna laginu skond- ið viðlag. „Blikandi stjörnur“-lagið er þá hið þekkilegasta sem og „Lifi ljósið“ sem flutt er af krafti. Verð þó að segja að hið frábæra „Punk Nev- er Dies“ stendur hér upp úr, lag sem fengi síðari kynslóða pönksveitir – sem hömpuðu þeirri list mikið – eins og Exploited og G.B.H. hreinlega til að skammast sín! Framlag Blikandi stjarna til disksins felst einkum í söngleikja- lögum, úr t.d. Grease, Jesus Christ Superstar og Hárinu. Bítlalagið „Yesterday“ er fyrst og er flutning- urinn hrífandi í sinni sakleysislegu einlægni, hittir mann hreinlega beint í hjartastað. Tvö lög eru þá úr Grease; „Sandy“, flutt af leikrænum tilþrifum og „Sumarást“ þar sem hópurinn sameinast í gáskafullu við- laginu. „Lifum allt að nýju“ er fal- lega flutt og söngkonan í „Ég sé aldrei eftir því“ fer hreinlega á kost- um. Þáttur Rockers er, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna, til muna rokkaðri. Ég ætla ekki að fara í saumana á framlagi þeirra, enda þá kominn út fyrir lögsögu þessa dóms, sem er víst íslenskur plötudómur! Vil þó nefna að þáttur þeirra er ekk- ert minna innblásinn en Stjarnanna, þó hann lúti öðrum lögmálum. Starf það sem unnið er í Blikandi stjörnum er sannarlega góðra gjalda vert, enda hrein listsköpun – eins og þá sem er að finna hér – nærandi og holl hverjum manni. Ég vona því að framhald verði á þessari iðkun, og gaman væri ef diskunum myndi sömuleiðis fjölga. Tónlist Eðlilegt – og alvöru Blikandi stjörnur & Rockers Það er eðlilegt að vera öðruvísi/ Es ist normal verschieden zu sein Hitt húsið/Lebenshilfe/Tonhaus Hljómdiskur þessi er samstarf sönghóps- ins Blikandi stjörnur og þýsku sveit- arinnar Rockers. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Golli „Fölskvalaus áhugi einkennir allan flutning,“ segir m.a. um hljómdisk Blikandi stjarna (hér á mynd) og þýsku sveitarinnar Rockers. 32 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl .6, 7, 8, 9 og 10. B.i. 12. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters Sýnd á klukkutíma fresti  KVIKMYNDIR.IS NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 5.30 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd. kl. 6. Enskur texti - With english subtitles Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Sjáið allt um breska bíódaga á www.haskolabio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. Skemmtilegasta spennumynd ársins er komin..KVIKMYNDIR.IS Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 YFIR 39.00 0 GEST IR! kl. 5.50. kl. 6. kl. 8. kl. 8. kl. 8. kl. 10.05. kl. 10.05. Croupier Plots With a View SV. MBL SG DV R. Ebert  SV. MBL  HK. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DVH.J. MBL S.G. DV THE MAGDALENE SISTERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.