Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ vildi ég að það væri hægt að treysta mönnum, að ég gæti reitt mig á að þeir væru góðir og heið- arlegir, að þeir gætu ekki hugsað sér að svíkja, falsa eða stela. En sagan hef- ur sýnt og það hefur á sorglegan hátt komið í ljós, jafnvel hér í þessu litla sam- félagi, og blasað átakanlega við, einkum undanfarin ár, að það er ekki hægt – því miður. Og þess vegna hlýt ég að taka af- stöðu gegn frjálshyggjunni, eins og mér finnst það þó heillandi hugmynd að menn geti skipt með sér störfum i samfélaginu án eftirlits, öllum til gagns og heilla, flutt inn vörur, verslað með vörur, framleitt vörur, þjónað heildinni – heiðarlega og án þess að ásælast meiri laun fyrir það en sanngjarnt er. En það er bara ekki hægt, það er ekki hægt að veita mönnum fullt frelsi til athafna án eftirlits, þeir misnota það alltaf ef þeir geta. Og oft þarf að hafa eftirlit með eftirlitinu. Stundum kemst upp um óheiðarleikann og stundum ekki. En ef hann er „í hófi“ og gerand- anum tekst að leyna honum finnst honum ekki, að því er virðist, að hann hafi gert neitt rangt, og komist hann upp með að hafa fé af „ríkinu eða bönkunum“ finnst honum það alls ekki vera aðfinnsluvert. Hann hefur ekki stolið af neinum sér- stökum, heldur aðeins „snuðað“ nafnlausa heild og hennar fólk getur nú ekki sagt mikið, ekki minna en hún hefur með röngu haft af almenn- ingi. Því miður get ég ekki bent ykk- ur á að lesa litla bók sem nefnist „Rétt og rangt“ og er eftir C. S. Lewis. Bókagerðin Lilja gaf hana út fyrir mörgum áratugum og hún er löngu uppseld. Það væri ástæða til að gefa hana út á ný. Sumir kenna erfðasyndinni um þessa hneigð til að gera það sem rangt er, að synd fyrstu foreldra mannanna hafi gengið í arf til mann- kynsins, hvers fram af öðrum. Enn aðrir benda á að þetta sé afvegaleidd sjálfsbjargarviðleitni, að forfeður mannsins hafi verið dýr sem björg- uðu sér og sínum með því að drepa og ræna því sem þau þurftu til að viðhalda lífi sínu og sinna. En eftir því sem vitsmunir þróuðust hjá þessum forfeðrum okkar hafi þeir farið að drepa og ræna meiru en þeir þurftu á að halda til að sjá fyrir hyski sínu, og svo hafi þessir fram- takssömu forverar okkar brátt áttað sig á að hinir hraustustu hafi eignast bestu feldina, eigulegustu kofana og girnilegustu konurnar. Stundum flögrar að mér hvort ekki sé mikið til í þessu. Eru það ekki enn fallegustu fötin, glæsilegustu húsin og girnileg- ustu konurnar sem menn sækjast eftir? Og til þess að hreppa þær ger- semar eru þeir fúsir til að kasta forngripum eins og heiðarleika í klósettið. Ég var einu sinni staddur hjá góð- kunningja mínum, sterktrúuðum manni sem safnaði frímerkjum og skiptist á við erlendan vin sinn sem var í sama trúfélagi. Hann sagði mér frá því með sársaukafullum orðum að þessi vinur hans hefði prettað hann, sent honum tiltölulega ódýrt frímerki fyrir rándýrt merki sem kunningi minn hafði sent honum. Hann las fyrir mig bréf sem hann hafði skrifað „vini“ sínum. Sársauk- inn lak af því. „Þú hefur svikið mig, bróður þinn i trúnni. En ég skal sýna hið kristilega hugarfar þótt þú gerir það ekki. Ég skal bera skaðann án þess að ásaka þig …“ Eitthvað fannst mér skrítið við þetta. Hafði hann, sannkristinn maðurinn, ekk- ert heyrt um fyrirgefninguna? Ég hef oft hugsað um þetta síðan og sannfærst um að eins og fyrirgefn- ingin var þessum góða manni fram- andi getur heiðarleikinn verið víðs framandi nútímamanninum. Það hugtak virðist hafa sofnað eða verið svæft hjá honum. Og þess vegna er ekki hægt að treysta honum. Hann vill ekkert illt, hann er bara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni og þörfum hennar, fallegu fötunum, glæsilega húsinu og girnilegu konunni. Og það skiptir hann ekki öllu máli hvaðan peningarnir koma. Þótt hann hefði ekki gómað þá hefði bara einhver annar gert það, kannski í enn verri tilgangi. Gerð hans hafði kannski bjargað einhverjum öðrum frá því að sóa peningunum í brennivín, eiturlyf eða skyndikonur. Nei, því miður, frjálshyggjan gengur ekki. Það er margreynt. Það má ekki gefa fólki fullt frelsi til at- hafna, eftirlitslaust, því það verður oftast nær misnotað. Og við því verð- ur ekkert gert nema koma á ströngu eftirliti og viðurlögum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og menn verða að bera fulla ábyrgð gerða sinna. Það er lítið réttlæti í því að refsa sjoppuræningjum sem hafa stundum lítið upp úr krafsinu og nást oftast fyrr eða síðar, enda eiga þeir enga formælendur, en leita allra bragða til að koma stórþjófum og svikurum hjá því að bera ábyrgð á gerðum sínum. Það er, því miður, ekki hægt að trúa öllu fólki fyrir full- komnu frelsi um athafnir sínar. En mikið vildi ég að það væri hægt. Bara að það væri hægt … Eftir Torfa Ólafsson Höfundur er fv. bankastarfsmaður. ANDRÉS Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, ritar grein í Morgunblaðið hinn 28. ágúst sl. og er tilefnið grein eftir Daniel Hannan, þing- mann brezka Íhalds- flokksins á Evr- ópuþinginu, sem birzt hafði í blaðinu tæpri viku áður. Grein Hannans fjallaði um tilhneig- ingu Evrópusambandsins til að staðla ótrúlegustu hluti niður í minnstu smáatriði og ennfremur hversu áhugavert væri að fylgjast með ýms- um embættismönnum sambandsins reyna jafnan að fela það sem þeir væru raunverulega að gera. Hannan tók banana og agúrkur sem dæmi um staðlaáráttu Evrópu- sambandsins og nefndi þar til sög- unnar reglugerðir sambandsins þar sem kveðið væri á um leyfilega stærð og lögun fyrsta flokks banana og ag- úrka. Nákvæmt mál væri tekið fram í reglugerðunum og væri t.a.m. leyfi- legur lágmarksbogi á agúrkunum 10 mm fyrir hverja 10 sm í lengd. Reglugerðafrumskógur ESB Andrés segir að grein Hannans sé endemisvitleysa og þvæla og virðist vera frekar heitt í hamsi. Ennfremur segir Andrés að fullyrðingar, um að Evrópusambandið sé reglugerða- bákn, séu ekkert annað en þrautseig goðsögn. Ekki verður þó séð að mikið fari fyrir rökum í grein Andrésar og ekki annað að sjá en að innihalds- lausar fullyrðingar séu þar í aðal- hlutverki. Kannski þessi meinta goðsögn sé einmitt svona þrautseig vegna þess að hún sé sönn? Menn þurfa a.m.k. ekki annað en að kíkja á heimasíðu Evrópusambandsins til að fá smjör- þefinn af þeim frumskógi laga, reglu- gerða og tilskipana sem sambandið býr yfir. Þar má t.d. berja augum a.m.k. á þriðja tug reglugerða og til- skipana sem fjalla með einum eða öðrum hætti um banana og þar á meðal reglugerð nr. 2257/94 sem Hannan nefndi í grein sinni. Í reglugerðinni má með eigin aug- um sjá gott dæmi um þá ótrúlegu smámunasemi og skriffinnsku sem ósjaldan er kennd við Evrópusam- bandið. Reglugerðin er útprentuð fimm þéttritaðar blaðsíður og fjallar sérstakur kafli í henni um leyfilega stærð og lögun banana. Er þar t.a.m. tekið fram að bananar í öllum gæða- flokkum megi almennt séð ekki vera minni en 14 sm og að boginn á þeim megi ekki vera minni en 27 mm. M.ö.o. er ekki heimilt að selja banana innan Evrópusambandsins sem stangast á við þessar reglur. Bananar þurfa ennfremur að upp- fylla fjölda annarra almennra skil- yrða, óháð því hvaða gæðaflokki þeir lenda í. Þetta er síðan engan veginn bundið við banana og agúrkur og er sömu sögu að segja um t.d. jarðarber, kirsuber, spínat, sveppi, hvítkál, gul- rætur, blaðseljur o.s.frv. Það er því ekki að sjá að Hannan hafi á nokkurn hátt farið með rangt mál í grein sinni. Síður en svo. Pantaðar reglugerðir? Andrés segir að reglugerðum sem þessum hafi verið komið á að beiðni neytenda og framleiðenda, en ekki embættismannanna í Brussel. Þetta hljómar óneitanlega eins og verið sé að reyna að koma ábyrgðinni af reglugerðunum yfir á einkaðaðila og fría þannig embættismenn Evrópu- sambandsins ábyrgð. Já, það væri sennilega ekki ónýtt fyrir Alþingi að geta alltaf fríað sig ábyrgð á eigin lagasetningu á þeim forsendum að einhverjir einkaaðilar úti í bæ hafi pantað hin og þessi lögin. Lagasetn- ing og reglugerðasmíði Evrópusam- bandsins eru þó að sjálfsögðu sam- bandsins og einskis annars sama hvað einhverjum pöntunum einka- aðila líður. Auðvitað er það annars almennt séð hið bezta mál að settar séu ákveðnar reglur, t.a.m. til að tryggja hagsmuni neytenda, en fyrr má nú aldeilis vera. Allt á sér sínar öfgar. T.a.m. sé ég ekki hvað það kemur innri gæðum banana við hversu bogn- ir þeir eru. Fróðlegt væri líka að vita hvernig embættismenn Evrópusam- bandsins reikna þessar lágmarks- stærðir sínar út upp á millimetra. Andrés segir síðan að orð Hann- ans, um að embættismenn Evrópu- sambandsins reyni að fela það sem þeir eru raunverulega að gera, séu al- veg kostuleg og spyr hvort eitthvað sé að marka menn sem svona segi. Staðreyndin er hins vegar sú að um- ræddir embættismenn neituðu því á sínum tíma fram á síðustu stundu að til stæði t.a.m. að koma á sameig- inlegum gjaldmiðli innan sambands- ins, sameiginlegu saksóknaraemb- ætti, sameiginlegum hersveitum og sameiginlegri stjórnarskrá, svo eitt- hvað sé nefnt, þótt undirbúningur að slíku væri þá löngu hafinn. Reiðir Evrópusambandssinnar Það er annars kannski ekkert ein- kennilegt þótt Evrópusambands- sinnar séu ævareiðir yfir þessum málum, eins og Hannan nefndi í grein sinni og grein Andrésar er ágætt dæmi um. Reiði þeirra beinist þó væntanlega fyrst og fremst gegn Evrópusambandinu fyrir að senda frá sér alla þessa hillurekka af ósjald- an arfavitlausum og smámunasömum lögum og reglugerðum sem þeir þurfi síðan að reyna að verja. Reiði þeirra gagnvart okkur sjálfstæðissinnum byggist aftur væntanlega á því að við skyldum endilega þurfa að reka aug- un í þetta og upplýsa almenning um það. Andrés kvartar einmitt yfir því að við andstæðingar fyrirhugaðs Evr- ópusambandsríkis höfum oft „vaðið gagnrýnislaust uppi í fjölmiðlum og borið þar á borð nánast hvaða vit- leysu sem er“. Ég kannast að vísu ekkert við það hvað Andrés er að fara, en hverra er að gagnrýna okkur ef ekki einmitt Andrésar og skoð- anabræðra hans? Hvers vegna hafa þeir þá ekki gagnrýnt okkur ef það sem við segjum er svona mikil vit- leysa? Það væri þó aldrei að skrif okkar væru bara alls engin vitleysa og að þeir Evrópusambandssinnar ættu einfaldlega í stökustu vandræð- um með að gagnrýna þau? Annars væri hægt að hafa miklu lengri tölu um smámunasemina í reglugerðunum, sem rætt er um hér að framan, en hægt er að koma fyrir í stuttri blaðagrein. Ég hvet hins vegar alla, sem áhuga kunna að hafa, ein- dregið til að kynna sér þær og fleiri slíkar á heimasíðu Evrópusambands- ins (www.europa.eu.int). Um er að ræða oft á tíðum alveg bráðskemmti- legar lesningar – þ.e.a.s. fyrir þá sem eru svo lánsamir að standa fyrir utan þennan ófögnuð! Sannar „goðsagnir“ um ESB Eftir Hjört J. Guðmundsson Höfundur er formaður stjórnmála- félagsins Flokks framfarasinna. MÉR þótti allrar athygli vert viðtal í Morgunblaðinu hinn 2. sept. sl. við Jóhann K. Jóhannsson, verkefn- isstjóra fyrir umferð- arátak Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Umferðarstofu í sumar. Reynsla manns af umferðinni er slík að ekkert kemur svo sem á óvart í orð- um Jóhanns sem bendir á helztu ann- markana varðandi umferðina al- mennt, en þó verður maður alltaf jafnundrandi og skelfdur þegar kem- ur að þeim tveimur atriðum sem Jó- hann bendir á, þ.e. of lítilli bílbelta- notkun og ölvunarakstri. Það er í raun illskiljanlegt kæru- leysi eða ætti máske að segja dauðans leti að vita fjölda fólks láta sig muna um það að eyða nokkrum augnablik- um í að spenna bílbeltin sín, vitandi hvað af getur hlotist án þeirra, því um þær oft skelfilegu afleiðingar ætti enginn í grafgötur að fara sem eitt- hvert skynbragð hefur. Hvað ölvunaraksturinn snertir gildir allt annað, þar sem slævð dóm- greind kemur til, í engu afsökunar verð, en staðreynd engu að síður, staðreynd sem áfengisdýrkendur láta sig aldrei neinu varða og viðurkenna ekki, enda ábyrgðartilfinning þeirra oft við frostmarkið þegar kemur að afleiðingum neyzlunnar. Það er einkar athyglisvert að nefna og ítreka þær ástæður fyrir ölvunar- akstrinum sem Jóhann nefnir og vík- ur hann þó ekki beint að því vítaverða tillitsleysi sem menn þannig sýna samborgurum sínum, en það má hins vegar lesa milli línanna. Jóhann nefnir þrjár ástæður: ósætti milli fólks, of snemma lagt af stað eftir drykkju og í þriðja lagi sem vaxandi ástæða það að fólk álíti það í stakasta lagi að setjast undir stýri eftir að hafa innbyrt tvo til þrjá bjóra. Þetta kemur svo sem ekki mjög á óvart, því þegar í umræðunum um lögleiðingu bjórsins á sinni tíð bent- um við margir á þessa hættu varð- andi umferðina, þ.e. að alltof margir myndu álíta að það að innbyrða nokkra bjóra væri saklaust í ljósi þess að áfengismagnið þar væri svo lítið, eiginlega varla áfengi. Þetta undarlega viðhorf kemur svo víða fram, m.a. heyrði ég konu segja frá því að hún væri fegin að sonur hennar drykki ekki, heldur fengi sér aðeins nokkra bjóra af og til. Þessir saklausu bjórar urðu nú samt til ær- inna óheilla og móðirin skipti eðlilega allharkalega um skoðun. Og víðar má þessa fölsku öryggiskennd finna, því einu sinni hlýddi ég á einhverja unga stúlku frá einhverju forvarnarátaki lýsa því fjálglega, hversu miklu betra það væri fyrir unglingana að horfa á spólu á kvöldin með nokkra bjóra í farteskinu heldur en að leiðast út í einhverja óreglu. Svo undarlega brengluð getur dómgreind manna verið, þótt „edrú“ eigi að heita, og hvað má þá um þá segja sem hafa drekkt dómgreind sinni og aka gal- vaskir út í umferðina eftir nokkra bjóra? Þeir aðilar sem að þessu umferð- arátaki stóðu eiga vissulega þakkir skildar fyrir átakið og ekki síður fyrir þau skilaboð sem þeir sendu út í sam- félagið staðreyndunum ríkari. Spurn- ingin er aðeins sú hvort þeir megi meðtaka sem mesta þörfina hafa og áfram munu áfengisdýrkendur verða til þess að fría áfengið af öllu óláni með þeim óbeinu skilaboðum að drukkinn maður sé jafnfær hinum ódrukkna í hvívetna. Enda þeirra boðorð: Tveir til þrír bjórar – hvað með það? Tveir til þrír bjórar – hvað með það? Eftir Helga Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. ÞAÐ er ýjað að því sums staðar innan Samfylking- arinnar að Ingibjörg Sólrún sé vænlegri kostur sem formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson. Þeir kjósendur, sem gerðu Samfylkinguna að næststærsta stjórnmálaflokki landsins, með Össur í broddi fylk- ingar, hljóta að spyrja: vænlegri fyrir hvern? Það ólán að Ingibjörg Sólrún varð ekki forsætisráðherra í vor svarf nærri stórum hópi fólks. Margir í þeim hópi fólks hafa vanist því að eiga borgarstjóra fyrir vinkonu, en eiga allt í einu embættislausa vinkonu, sem er afleitt til afspurnar. Þau voru kannski ekki að kjósa stefnu flokksins eða hugsjón, heldur Ingibjörgu vinkonu. Fyrir vikið hef- ur Ingibjörg mátt kynna sína stefnu, en hún hefur lofað að stefna að því að gegna æðsta embætti flokksins eftir tvö ár. Um styrk Ingibjargar leikur enginn vafi, og hann notfæra andstæðingar flokksins sér, með því að gera lítið úr og auglýsa Össur sem veikan formann sem vart getur leyft sér að vera formaður, með slíkar vinsældir sér við hlið, sem Ingibjörg nýtur. Þetta, vegna þess að andstæðingarnir sjá það sem heppileg- ustu mistökin sem Samfylkingin gæti gert (og óska þess að svo verði) að Össur verði gerður að með- almenni innan fylkingarinnar. Ef smáhagsmunaöfl innan saumaklúbba samfylk- ingarinnar vaxa, á kostnað þeirrar „hugsjónar“ sem stefna flokksins byggist á, verður það rothögg á þá litlu von sem fólk þorir að gera sér, um pínulítið réttlátara stjórnarfar í landinu. Vald er ekki flokks-, vina- eða persónubundið. Valdið er bundið í mætti fólksins í landinu sem er farið að sjá, að sá tími gæti komið að það er ekki sama hvað það kýs. Þetta gífurlega afl, sem leysist úr læðingi í kosningum, er í formi umboðs til fram- bjóðenda þeirra flokka sem ná kosningu, til að fara vel með vald fólksins, og í þágu þess, en ekki til að lumbra á því eins og hingað til. Þeir þingmenn og konur allra flokka, sem láta sig réttlæti og frelsi einhverju varða, ættu að gefa þjóð- inni það í jólagjöf að fella ríkisstjórnina í haust, eða í síðasta lagi áður en umsamin stjórnarsáttmálaráð- herraskipti verða að veruleika. En þar er ætlunin að opinbera fyrir okkur, að nýju fötin keisarans slitna ekki, og það koma ekki á þau göt. Um hugsjón á hjálparhjólum, valdið og fólkið Eftir Pétur Tryggva Hjálmarsson Höfundur er gull- og silfursmiður á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.