Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 13
auka við sáttmálann um bann við
útbreiðslu kjarnavopna, en sam-
kvæmt honum yrðu Íranir að
heimila fulltrúum stofnunarinnar
að koma fyrirvaralaust í eftirlits-
ferðir í kjarnorkuvinnslustöðvar
sínar.
Íranir neita því að þeir séu að
smíða sér kjarnavopn, en segjast
þurfa að fá tiltekin atriði í viðauk-
anum útskýrð nánar áður en þeir
geti skrifað undir. Kharazi hvatti
stjórnarmenn stofnunarinnar til að
KAMAL Kharazi, utanríkisráð-
herra Írans, segir að Íranir myndu
ef til vill innan skamms fallast á
hert eftirlit með kjarnorkuvinnslu-
stöðvum í landinu ef takast myndi
að taka af öll tvímæli í viðræðum
við Alþjóðakjarnorkumálastofn-
unina (IAEA). Fundur um Írans-
málið hefst hjá stofnuninni í Vín í
dag.
IAEA nýtur alþjóðlegs stuðn-
ings í viðleitni sinni til að fá Írana
til að skrifa undir og fullgilda við-
láta ekki undan þrýstingi frá
Bandaríkjamönnum er fjallað verði
um kjarnorkuáætlun Írana. Kvaðst
hann vona að málið yrði rætt á fag-
legum nótum, en ekki pólitískum.
Bandaríkjamenn telja að Íranir
fari ekki að sáttmálanum um bann
við smíði kjarnavopna, og vonast
til að á fundinum í Vín muni IAEA
samþykkja harðorða ályktun þar
sem skorað verði á þá að veita all-
ar upplýsingar um kjarnorkuáætl-
un sína. Ólíklegt er talið að IAEA
lýsi því yfir að Íranir hafi brotið
sáttmálann, en slík yfirlýsing gæti
leitt til refsiaðgerða gegn Írönum.
Samkvæmt fréttum þýska blaðs-
ins Tagesspiegel am Sonntag í gær
eru þegar um 90 íranskir vísinda-
menn að vinna að smíði kjarnorku-
sprengju að frumkvæði íranska
varnarmálaráðuneytisins. Hefur
blaðið eftir leyniþjónustumönnum
að Íranir hafi keypt háspennurofa
og háhraðamyndavélar sem nota
eigi við kjarnorkutilraunir.
Íranar útiloka ekki hert eftirlit
með kjarnorkustöðvum sínum
Teheran, Berlín. AFP.
INNVIÐIR bandarísks þjóð-
félags eru stórgallaðir og má
víða finna sprungur, leka og
göt, samkvæmt skýrslu verk-
fræðinga sem rannsakað hafa
12 mismunandi kerfi í landinu,
m.a. samgöngukerfi, vatnsveit-
ur og rafkerfi. Skýrslan var
gefin út á vegum bandaríska
verkfræðingasambandsins.
Skólar landsins fá verstu ein-
kunnina en fram kemur að í
þremur af hverjum fjórum
skólum er aðstaðan ekki full-
nægjandi fyrir skólabörn. Í
skýrslu verkfræðinganna er
skuldinni skellt á bágt efna-
hagsástand, að lítið sé um rík-
isstyrktar framkvæmdir, auk-
inn mannfjölda og
hryðjuverkaógnina en vegna
hennar hafi miklum peningum
verið veitt til öryggismála sem
annars hefðu farið í fram-
kvæmdir.
STUTT
Gallaðir
innviðir
Washington. AP.
Hómer
þekktastur
TEIKNIMYNDAHETJAN
Hómer Simpson virðist vera
þekktasta andlit nútímans en
heil 99% viðskiptavina HMV
plötubúðarinnar í London
þekkja Hómer karlinn í sjón en
einungis 93% kannast við Jesú
Krist, að því er fram kemur í
Aftenposten.
Hundrað viðskiptavinum
verslunarinnar voru sýndar
myndir af andliti frægs fólks og
þeir síðan beðnir um að nefna
þann sem var á myndinni. Í ljós
kom að fleiri þekktu einnig
rokkarann Marilyn Manson en
Jesú en ekki fylgdi sögunni
hvers konar mynd af Kristi var
sýnd. Þá könnuðust 80% við
rokkarann Courtney Love úr
hljómsveitinni Hole en 79%
þekktu fyrrverandi eiginmann
hennar, söngvarann Kurt
Cobain úr Nirvana. Leikkon-
una Gwyneth Paltrow þekktu
79% en mann hennar,
Coldplay-söngvarann Chris
Martin, þekktu 69%. Tony
Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, getur líka verið ánægður
því 98% þekktu andlit hans.
Engar
líkur á
árekstri
ENGAR líkur eru á að loft-
steinn sem nýverið uppgötvað-
ist rekist á jörðina innan ellefu
ára, að því er haft er eftir
stjörnufræðingum á fréttavef
CNN. Frumrannsóknir höfðu
bent til að möguleiki væri á
slíkum árekstri.
Nýjar upplýsingar hafa gert
vísindamönnum kleift að spá
um braut loftsteinsins af meiri
nákvæmni en áður, og í ljósi
þess er orðið ljóst að hætta á
árekstri sé engin.