Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 5
Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 HÆÐIR BARMAHLÍÐ Fjögurra herb. íbúð 103,2 fm á 2.hæð í fjórbýli. Skiptist í 2 samliggjandi stofur, 2 svefnherb. eldhús og bað. Parket á stof- um, holi og hjónaherb. Áhvílandi 6.1 millj. 4RA HERBERGJA ÁLFTAMÝRI Falleg 4ra herbergja íbúð á 1. hæð,100,3 fm suðursvalir. Góður 23 fm bílskúr fylgir. Laus fljótlega. Verð 14,8millj. GNOÐARVOGUR Fjögurra herbergja íbúð, 80 fm á jarðhæð með sérinngangi. Skiptist í stofu, 3 svefn- herbergi, eldhús og baðherbergi. Gott gler. Parket á gólfum. Verð 12.8 millj. NÝBÝLAVEGUR M/BÍLSKÚR Gullfalleg 83.3 fm íbúð á 1. hæð ásamt 32.5 fm bílskúr á jarðhæð. Falleg stofa með útgangi á svalir. Hjónaherbergi með góðum skápum og rúmgott herb. (áður tvö herb) með skápum. Þvotta- hús og búr innaf eldhúsi. Flísalagtbað. Gólfdúkur á hjónaherb., annars parket og flísar á gólfum. Verð 16.9 millj. 3JA HERB. REYKÁS M/BÍLSKÚR Falleg 3ja herb. íbúð 95.2 fm á 2. hæð í góðu fjölbýli. Skiptist í stofu með rúmgóð- um svölum og fallegu útsýni, tvö svefnh. með skápum, svalir frá hjónaherb. Flísa- lagt baðherb. Gott eldhús með þvottherb. innaf. Sérgeymsla á jarðhæð. Bílskúr 23,6 fm, geymslulofti fylgir. Góð lán. Verð kr. 15.0 millj. ÁSHOLT M/BÍLASTÆÐI Glæsileg 3ja herbergja íbúð 102,7 fm á 7. hæð í lyftuhúsi ásamt 26,8 fm stæði í bíla- geymslu. Stór stofa með suðursvölum. Falleg innrétting í eldhúsi, flísalagt bað- herb. tvö svefnherbergi og glæsilegt út- sýni. 2JA HERB. LEIFSGATA Falleg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Áhvílandi húsbr. 4.5 millj. SUMARHÚSALÓÐIR Sumarhúsalóðir í Grímsnesi Svínavatn - Grímsnesi. Eigum til fjórar lóðir á góðu verði undir sumarhús. FLÉTTURIMI Góð 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli ásamt stæði í bílgeymslu. Parket á holi og stofu. Sérþvottaherb. í íbúð. Rúmgóðar svalir með fallegu útsýni. LÖNGUM hefur það veriðsvo að handverk pípu-lagningamanna hafa ekkiverið augljós og áberandi. Varla var búið að leggja kerfin þeg- ar vaskir múrarar komu á vettvang með pínda handlangara á eftir sér og kaffærðu allar pípur. Þetta var öllum byggjendum og húseigendum þóknanlegt, rör voru nokkuð sem hvergi skyldi glitta í, það var ófínt. Þó var ekki hægt að múra allt á kaf, aðeins sletta á það eftir bestu getu, það var í ketilhúsinu sem síðar varð að tengiklefa þegar enginn var ketillinn lengur. Til voru þeir pípulagningamenn fyrr á tímum sem lögðu metnað sinn í að gera lagnir í ketilhúsum allt að því að augnayndi. Lárétt og lóðrétt voru þeirra ær og kýr, ekki síður að allar lagnir væru settar upp á skipu- legan hátt. Oft voru þessar lagnir síðan einangraðar með hólkum úr ýmiss konar efnum, þar var gler- ullin lífseigust. Síðan þurfti að steypa yfir sam- skeyti, hné og té. Það var oft gert með asbesti sem kom á vinnustað- inn eins og mjöl í pokum. Þá var að hella asbestinu í bala, sem þyrlaðist um allt, síðan hræra út í vatni. Þessi þykka leðja var síðan smurð á öll samskeyti, mótuð með höndum og síðan var gipsvætt grisja vafin yfir. Þetta unnu margir pípulagn- ingamenn af metnaði og höfðu þá ekki hugmynd um að þessi vinna ætti eftir að kosta þá lífið. Það eru engar ýkjur, asbestið olli krabba í lungum, það kom ekki fram fyrr en mörgum árum síðar og sumir lifðu ekki af þær hörmungar. En svo kom hitaveitan, katlarnir hurfu, leiðslur urðu grennri, tóku minna pláss, því tóku húseigendur, og ekki síður arkitektar, tveim höndum. Í stað hins hefðbundna ketilhúss, sem ekki var hægt að komast hjá að gera ráð fyrir í hveri byggingu, var tengigrindum hitaveitu holað niður í skúmaskotum hér og þar. Hvað varð um metnaðinn? Við þessa breytingu var eins og metnaður pípulagningamanna fyrir fallegu lagnaverki hyrfi. Í það minnsta er það hending að sjá fal- lega uppsetta lögn í tækjaklefum húsa sem byggð hafa verið á síðustu áratugum. Með þessu er ekki verið að segja að í öllum tengiklefum séu allar lagnir hörmung, en það er yfirleitt ekki neitt sem gleður augað og fá- títt að hampur sé hreinsaður af samskeytum, hvað þá að rör séu máluð í viðeigandi lit. Hitaveiturnar voru heldur ekki að hvetja til fallegri og skipulegri lagna. Mælagrindur þeirra hafa verið harla óspennandi fram til þessa og enginn áhugi á samvinnu við pípulagningamenn um fram- sæknari lagnavinnu og skipulegri uppsetninu tækja, líklega hefur það verið gagnkvæmt. Þó er þar ein undantekning, það eru Vestmannaeyjar. Þar hafa þeir Sigursteinsfeðgar hannað og fram- leitt vandaðar tengigrindur sem eru hreint augnayndi. Varmaveita eyjanna hefur tekið þær upp á sína arma, þetta er til fyrirmyndar. Nú ætti stétt pípulagningamanna að gera átak, átak fallegra lagna. Til þess að lagnaverk verði fallegt þarf ekki síst að vera skilningur hjá fag- manninum á því að leggja skipu- lega, það er undirstaðan að fallegri lögn. Einfaldasta reglan er sú ef settar eru upp lagnir í tengiklefa eða ann- arsstaðar þar sem lögnin verður áberandi, að allar láréttar lagnir hafi ákveðið mál frá vegg og lóð- éttar lagnir annað. Sé þessu fylgt verða ekki árekstr- ar, enginn flækjufótur. Að beita fagurfræði í pípulögnum gerir vinnuna skemmtilegri, meiri virðing er borin fyrir því tæknirými sem lögnin er í, eða með öðrum orð- um; minni hætta á að tækjaklefinn verði ruslakompa. Í dag er þetta sjónarmið ekki áberandi í lagna- menningu Íslands, hún stendur miklu framar í nágrannalöndunum. Það hefur verið stofnað til nám- skeiða af minna tilefni en þessu; að innleiða fagurfræði í íslenskar pípu- lagnir. Þessi mælagrind á margar systur, því miður. Mælagrind í Vestmannaeyjum. Skiptir fagur- fræði máli í pípulögnum? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 C 5Fasteignir FASTEIGNIR mbl.is www.fasteign.is AUSTURSTRÖND - BÍLSKÝLI Sér- lega vel skipulögð og sjarmerandi 65fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Parket á gólfum. Opin stofa og eldhús. Mikið útsýni. Stórar svalir. V. 10,9 m. 2465 Tjarnarból -Seltj.nes Mjög falleg og vel skipulögð 62 fm 2ja herbergja íbúð í þessu vel staðsetta fjölbýli á eftirsóttum stað. Góðar innréttingar og gólfefni, suður- svalir. Verð 10,9 millj. 2432 STELKSHÓLAR Rúmgóð og falleg 2ja herbergja íbúð, á 3.hæð (efstu) í vönduðu fjölbýli. Þakið var málað 2003 og húsið mál- að árið 2002. Risastórar suðursvalir með frábæru útsýni til suðurs. Stór stofa og mjög rúmgott herbergi. Í kjallara er sam- eignlegt þvottahús og þurrkherbergi ásamt hjóla- og vagnageymslu. V. 9,2 m. 2440 Atvinnuhúsnæði SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Atvinnu/skrifstofuhús- næði á annari hæð á frábærum stað í mið- borg Reykjavík. Húsið stendur á horni Bankastrætis og Ingólfsstærtis. Eignin skiptist í gang, baðherbergi með sturtu, eldhús með ágætri viðarinnréttingu og út- gangi út í stigahús sem er með sameigin- legum norðursvölum, tvær skrifstofur sem snúa út í Bankastræti og er önnur þeirra mjög rúm með svölum. Við endann á ganginum eru tvær skrifstofur. Á gangi, eldhúsi og skrifstofum er huggulegt plast- parket en á baði eru dúkur. 2464 SMIÐJUVEGUR Vorum að fá í sölu Gott 503 fm verslunnar / þjónustuhúsnæði á jarðhæð í tveggja hæða verslunnar eða þjónustuhúsnæði. Í dag er þar rekinn heild- sala. Húsnæðið skiptist í skrifstofur og lag- errými. Tvennar innk.dyr. Lofthæð ca 4 m. Góð bílastæði. Húsið er velstaðsett með til- lit til auglýsingagildis. V. 41 m. 2444 Nýbyggingar NÝBÝLAVEGUR - 3ja + BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu skemmtilegar og vel- hannaðar 3ja herb. 85,4 fm íbúðir í 5 íbúða fjölbýli á þessum gróna stað í Kópavogi. Íbúðirnar skiptast í tvö rúmgóð svefnherb., flísalagt baðherbergi, Þvotthús innan íbúð- ar með flísalögðu gólfi. Eldhús með pláss- góðri vandaðri innréttingu, rúmgóð og björt stofa. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna og sameign fullbúin að innan sem og utan. Tvær íbúðir á hæðinni. Ca.20 fm suðursvalir. Verð íbúða er 14,9 millj en 21,6 fm innb. bílskúr fylgir íbúð á 3. hæð og er verð hans 2,2 millj. 2459 GVENDARGEISLI Vorum að hefja sölu á stórum og glæsilegum 3ja og 4ra her- bergja hæðum með sérinngangi í þessu fallega og vel staðsetta fjölbýli á besta stað í Grafarholtinu. Um er að ræða 3ja herbergja 113 fm íbúðir og 4ra herbergja 129 fm íbúðir, allar með stæði í bíl- geymslu. Sérinngangur í hverja eign. Sér suðurgarður með jarðhæðum og suður- svalir með 2. og 3. hæð. Íbúðirnar afhend- ast fullbúnar án gólfefna. Hús , lóð og bíla- stæði fullfrágengið . AFHENDING Í JÚLÍ ÁGÚST N.K. Fullkominn upplýsingabæk- lingur á skrifstofu fasteign.is eða kíktu á www.fasteign.is 2328 ÞORLÁKSGEISLI - GRAFARHOLTI - VERÐ ÁN HLIÐSTÆÐU Mjög glæsi- legar 3ja hæða fjölbýli með 3ja og 4ra her- bergja íbúðum á góðum stað í holtinu. Húsin eru 4 talsins og eru 8 íbúðir í hverju húsi ásamt innbyggðum bílskúr á hverja íbúð. Húsin afhendast fullbúin að utan með marmarasalla, lóð og bílastæði full- frágengin. Hiti í stéttum og sérinngangur í hverja íbúð. *3ja herb. 84 fm ásamt 27 fm bílskúr *4ra herb. 111 fm ásamt 27 fm bílskúr. *Fullb. íbúðir með vönduðum innréttingum *Flísar á forst., þvh. og baði í hólf og gólf. *Val með viðarspón á innréttingum og einnig val með flísar. *Suðursvalir á öllum íbúðum Seljandi býður upp á veðsetningu allt að 80%. Traustur byggingaraðili. 2272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.