Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 22
22 C MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir X Þ ETTA hús hér á Mána- götu 5 var byggt 1896 sem sjúkrahús – sérstak- lega byggt sem slíkt og tekið í notkun 5. apríl 1897,“ sagði Guðni Geir Jóhannesson sem nú rekur gistihús ásamt konu sinni Margréti Jónsdóttur í þessu gamla timburhúsi. En saga þessa húss var viðburðarík öll árin áður en þau Guðni og Margrét hófu að gera það upp vorið 2000. „Við gerðum fyrst íbúð fyrir okk- ur í húsinu árið 1998 en við keypt- um það 1992 og leigðum það fyrst út í herbergjavís fyrir fólk sem var að vinna á staðnum. Byrjuðu á að búa sér til íbúð Það var byrjað að rífa innan úr húsinu 1997, neðri hæðinni þegar við ákváðum að flytja í það. Það var alltaf meiningin að gera þarna gisti- hús en fyrsta skrefið var að búa til íbúðina okkar. Búið var að breyta þessu húsi mikið í áranna rás að innan. Fyrst var það sem fyrr sagði sjúkrahús og voru þá 8 sjúkraher- bergi í húsinu. Einnig var fullkomið eldhús og borðsalur, lyfjaherbergi og síðan voru skúrar bak við húsið þar sem fólk sem haldið var geð- sjúkdómum var látið vera í fjórum klefum. Lúga var á klefunum til þess að rétta sjúklingunum inn matinn. Tveir klefar eru enn eins og þeir voru á þessum fyrstu árum. Nú eru þeir notaðir sem geymslur. Sérstök lykt var í húsinu Það var sérstök lykt í þessu húsi þegar við keyptum það, – sambland af lyfjalykt og einhverri annarri lykt sem gamlir Ísfirðingar kannast við. Síðar varð þetta hús elliheimili, þ.e. þegar sjúkrahúsið á Eyrartúni var byggt og tekið í notkun 1925. Gamla sjúkrahúsið var svo elliheim- ili allt til ársins 1991, það stóð autt í eitt ár, þangið til við keyptum það 1992. Við fengum þetta hús á góðu verði, þáverandi bæjarstjóri hvatti okkur til að kaupa það og við gerð- um það, þótt við værum ekki alveg tilbúin til þess að hefja fram- kvæmdir strax. Íbúðin sem við innréttuðum okk- ur á neðri hæð var milli 80 og 90 fermetrar. Það var ekki svo mikið verk að rífa innan úr húsinu, út- veggir voru mjög heillegir og viðir góðir en innveggir þurftu að víkja vegna breytinga og eins þurfti að rífa út í útvegg til þess að einangra húsið upp á nýtt. Það var óein- angrað en við settum steinullarmot- tur við alla útveggi. Síðan klæddum við íbúðina með spónaplötum og panel og fluttum svo inn.“ Ýmislegt kom út úr veggjum Hvernig kunnuð þið við ykkur í húsinu? „Við kunnum strax vel við okkur, það er mjög góður andi hér, gestir hafa orð á því hversu vel þeir sofa hér. Hugmyndin um að gera þetta hús að gistihúsi hafði sem fyrr sagði blundað með okkur en árið 2000 ákváðum við að láta til skarar skríða. Við vorum þá flutt í annað húsnæði og höfðum leigt íbúðina að Mánagötu 5 í eitt ár. Við vöknuðum upp einn morg- uninn og fundum að nú væri ráð að hefjast handa. Næstum samdægurs voru ráðnir iðnaðarmenn til starfa og eftir það gekk verkið mjög hratt. Allt var rifið innan úr húsinu sem eftir var af þessu gamla. Við þær framkvæmdir kom ýmislegt út úr veggjum og upp úr gólfum, gamlir inniskór, meðalaglös og fleira. Þeg- ar milligólfið var rifið upp kom í ljós að það hafði verið hljóðein- angrað með mold. Henni var mokað út ásamt öllum innviðum. Framkvæmdir tóku þrjá mánuði, - konan var að „skúra út“ síðustu iðnaðarmönnunum þegar hún tók á móti fyrstu gestunum að morgni dags þann 1. júní árið 2000. Þá höfðum innréttað 9 svefnher- bergi með aðstöðu fyrir 19 manns í uppbúnum rúmum. Mikið var lagt upp úr að gera þetta sem best. Allt Sjúkrahús orðið gisti- hús á Ísafirði Gamla gistihúsið á Ísafirði var byggt sem sjúkrahús og var síðan lengi elliheimili. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Guðna Geir Jóhann- esson sem ásamt konu sinni Margréti Jóns- dóttur gerði þetta gamla hús alveg upp. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Gamla gistihúsið á Ísafirði var áður spítali og elliheimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.