Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 18
18 C MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA SÉRBÝLI Birkigrund 196 fm parhús á tveimur hæðum, 5 svefnherb., suðursvalir og garður, í kjallara er tveggja herbergja ósamþykkt íbúð. 25 fm bílskúr. Miðsalir Parhús í byggingu með, 177 fm á tveimur hæðum, 3 svefnherb. Afhent tilbúið að utan, fokhelt að innan. Inn- byggður bílskúr fylgir hvorri eign. Hvannhólmi 16 205 fm einb. á tveimur hæðum, vandaðar innréttingar, hægt er að hafa séríbúð á neðri hæð, 25 fm bílskúr. Digranesvegur 115 fm jarðhæð með sérinngangi, 3 svefnherb. nýleg inn- rétting í eldhúsi, flísar á bað, parket. Borgarholtsbraut 115 fm miðhæð með sérinngangi í þríbýli, 4 svefnh. físar á baði, 27 fm bílskúr. 3JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Tunguheiði 96 fm á 2. hæð í fjórbýli, rúmgóð stofa með parketi og vestursvöl- um, 2 svefnherb. flísar á baði, 31 fm bíl- skúr, laus fljótlega. Kjarrhólmi 75 fm á 3. hæð, 2 svefn- herb. rúmgóð stofa með suðursvölum, sér- þvottahús. Kópavogsbraut 125 fm miðhæð í þríbýlishúsi, 4 svefnherb. nýleg innrétting í eldhúsi, 27 fm bílskúr með gryfju og flísa- lögðu gólfi, undir bílskúr er geymsla. V. 17,9 m. Hamraborg 65 fm 3ja herb. í lyftu- húsi, rúmgóð herb., stæði í bílahúsi. V. 10,5 m. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Asparfell 71 fm 2ja herb. á 7. hæð, suðursvalir, laus strax. Vitastígur Glæsileg nýleg 2ja herb. íbúð, eikarinnrétting í eldhúsi, suðaustur- salir mikið útsýni. Freyjugata 43 fm einstaklingsíbúð á jarðhæð. Íbúðin er öll endurnýjuð, parket á gólfum, til afh. fljótlega. Njálsgata 46 fm í kjallara í þríbýli. V. 6,8 m. ATVINNUHÚSNÆÐI Akralind Glæsilegt 140 fm endahúsn- æði á efri hæð, mikil lofthæð, stór inn- keyrsluhurð, malbikuð bílstæði, laust strax. Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi. Austurbær - Einbýli Vantar allar gerðir eigna á söluskrá Guðmundur Björn Steinþórsson, löggiltur fasteignasali. Síðumúla 24, 108 Rvík,  564 6464 og 899 9600 hof@hofid.is og www.hofid.is Vandað rúmlega 300 fm pallbyggt einbýl- ishús. Skiptist í stórar samliggjandi stof- ur með útgangi á svalir og þaðan út á lóð, eldhús með góðu búri innaf, fimm svefn- herbergi, arinstofa með stórum suður- svölum, stórt tómstundaherbergi og inn- byggður 46 fm bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Möguleiki á að innrétta séríbúð á jarðhæð. Fallegur garður og rúmgott bílaplan. Skipti möguleg. Gvendargeisli Sérstaklega vel skipulagt einbýlishús á einni hæð ásamt innbyggðum bílskúr, alls 206 fm. Húsið afhendist fullbúið að utan með tyrfðri lóð, fokhelt að innan. Fjögur svefnherbergi. Stutt í afhendingu. Verð 18,2 millj. Bakkabraut 207 fm atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Íbúð- in sem er 87 fm skiptist m.a. í rúmgott hol/eldhús, stóra stofu og 3 svefnherb., þvottahús innan íb. Á neðri hæð er 120 fm vinnusalur með góðri lofthæð, vel inn- réttað verkstæði, kaffistofa og snyrting. Áhv. 11,3 millj. Verð 19,4 millj. Engihjalli - Útsýni 3ja herbergja 90 fm íbúð á 3. hæð í lyftu- húsi. Vel skipulögð, stór stofa og gott sjónvarpshol, Tvennar svalir, frábært út- sýni. Þvottahús á hæðinni fyrir 3 íbúðir. Áhv. húsbréf 4,2 millj. Laus 1. október n.k. Gvendargeisli 2-12 Glæsilegar 2ja-4ra herbergja íbúðir, 90- 118 fm, með sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu. Skilast tilbúnar til innrétt- inga eða fullbúnar án gólfefna. Verð- launahönnum. Íbúðirnar eru til afhend- ingar í janúar n.k. Penthouse - 201 Kópavogur Stórglæsileg 190 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi ásamt tveimur stæðum í bíla- geymslu. Góðar stórar stofur og þrjú sér- staklega stór svefnherbergi. Aðeins tvær íbúðir á hæðinni. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Frábært útsýni. Áhv. húsbréf 9 millj. Nánari uppl., teikningar og myndir á skrifstofu. FYRIR skömmu kom hingað til lands Arne Stöbakk, framkvæmda- stjóri NTF (Norges Taksman For- ening), sem er eitt af félögum fast- eignamatsmanna í Noregi. Heimsóknin fór fram í samvinnu við Fagúttekt ehf og Gunnar Sverrisson, starfandi fasteigna- matsmann í Noregi. Markmið heimsóknarinnar var að kynna starfsemi félagsins og ástandsskoðun fasteigna í Noregi. Haldnir voru tveir fundir, annar með aðilum úr stjórn Félags fast- eignasala og hinn með félögum úr Matsmannafélagi Íslands og fleiri tengdum aðilum. Arne Stöbakk byrjaði fundina á að kynna þá starfsemi NTF, sem snýr að ástandsskoðun fasteigna, en undanfarin ár hafa Norðmenn verið að endurskoða aðferðir sínar og samræma þær milli matsmanna- félaga. Arne fór yfir hugmyndafræði matsmanna, starfsreglur og um- hverfi þeirra í Noregi. Þar í landi væri lögð mikil áherzla á menntun matsmanna og á vegum NTF hefði verið stofnaður sérstakur skóli í því skyni. Skilyrði til inngöngu í félagið væri að umsækjendur hefðu fengið sérstaka menntun til viðbótar meistararéttindum í húsasmíði eða pípulagningum, arkitektanámi, verkfræði eða tæknifræði. Samræmdur hugbúnaður Einn liður í samræmingunni var að uppfæra tölvuhugbúnað fyrir matsmenn fasteigna. Gunnar Sverrisson fasteignamatsmaður kynnti tölvuhugbúnaðinn og sýndi hvernig hann virkar. Gunnar sagði, að norski hugbúnaðurinn væri seld- ur víða um heim og þætti mjög ein- faldur og góður. Einfaldleiki hans felur í sér að auðvelt er að þýða hann á íslensku og laga að íslensk- um stöðlum og þýðing á honum er þegar hafin. Töluverðar umræður urðu um stöðu ástandsskoðunarmála á Ís- landi og voru menn sammála um að þörf á ástandsskoðun væri vissu- lega fyrir hendi og með uppbygg- ingu fagsins mætti auka gæði og fagmennsku í fasteignasölu. „Fyrir okkur sem bjóðum fram þjónustu okkar við ástandsskoðun fasteigna er einnig mikilvægt að byggt verði upp fagfélag sem stuðl- ar að auknum gæðum og fag- mennsku meðal skoðunarmanna þar sem menntun og reynsla eru lykilatriði,“ sagði Pétur Jónsson, hjá Fagúttekt ehf. „Fyrsta skrefið er þegar stigið af hálfu Tæknihá- skóla Íslands með undirbúningi sérnáms fyrir matsmenn í sam- vinnu við Matsmannafélag Ís- lands.“ „Niðurstaða fundanna með Arne Stöbakk var nokkuð skýr þar sem aðilar voru sammála um nauðsyn ástandsskoðunar fyrir neytendur, sem eru einkum fasteignaeigendur, kaupendur, vátryggingarfélög og lánastofnanir,“ sagði Pétur Jónsson ennfremur. „Það er því mikilvægt að efla samstarf fasteignasala, fast- eignaskoðunarmanna og annarra, sem að þessum málum koma.“ Norðmenn framar- lega í ástands- skoðun fasteigna Morgunblaðið/Arnaldur Arne Stöbakk, framkvæmdastjóri NTF.ENN er ryðsveppurinn illræmdi kominn til skjalanna og farinn að breyta hinni grænu ásýnd víðirunn- anna í gulan og heldur dapurlegan lit. Sumir hafa látið rífa upp víði í görðum sínum til að losna við að hafa ryðsveppinn í alveldi sínu fyrir augunum en aðrir garðeigendur þrjóskast við og vilja sjá hvort plöntunum takist að hrista óvær- una af sér með tímanum. Ryðsveppur Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir ÞAÐ ER ótrúlegt hvað torfþökur eru góðar til að laga lóðir til. Áður en við er litið eru þökurnar farnar að gróa og grasið að breiða úr sér og hylja allar misfellur. Það er enn hægt að leggja torfþökur á lóðir þótt tekið sé að hausta. Næsta vor verður fljótlega fallegt gras á svæð- um sem tyrfð eru núna. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Hinar lífseigu torfþökur ÞAÐ ER ótrúlegt að sjá hve fallegur venjulegur steyptur veggur getur verið þegar hann er skorinn sundur með þeim fullkomnu aðferðum sem nú er víðast beitt. Í sárið er vegg- urinn næstum eins og marmari að sjá. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Skorinn veggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.