Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 24
24 C MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir S UMARIÐ 1910 byggði Jón Þorsteinsson söðlasmiður tvílyft steinhús, 14 x 14 álnir að grunnfleti, með 33⁄4 álna háu risi við Laugaveg 76. Húsið er með járnþaki á plægðri 5⁄4" borðasúð með pappa á milli. Niðri eru krossskilrúm úr steinsteypu. Þegar virðing þessi var gerð var húsið enn í smíðum. Við suðurhlið- ina er inn- og uppgönguskúr, byggður eins og húsið, hólfaður í tvennt. Skúrinn er einnig í smíðum. Grunnflötur hans er 93⁄4 x 4 álnir. Árið 1915 er Gísli Þorbjarnarson málaflutningsmaður orðinn eigandi hússins. Hann ritar borginni bréf þar sem hann telur að álagning fast- eignaskatta sé of há, sem stafi m.a. af því að lóð hans með húsinu sé ekki eins stór og talið sé. Einnig sækir Gísli um að byggja á lóðinni geymsluskúr úr steini. Leyfi fékkst ekki fyrir byggingunni fyrr en árið 1921 en þá er Þórarinn Kjartansson kaupmaður orðinn eigandi Lauga- vegar 76. Árið 1921 fær Þórarinn leyfi fyrir því að byggja kvist til suðurs á húsið og stækka þannig þakhæðina. Um svipað leyti byggir hann á lóðinni 32 ferm. skúr. Um byggingarleyfið sótti Gúmmívinnustofa Þórarins Kjartanssonar. Þórarinn Kjartansson var fæddur 25. nóvember 1893 á Núpskoti á Álftanesi, sonur hjónanna Kjartans Árnasonar og Guðfinnu Ísaksdóttur sem þar bjuggu. Fjölskylda hans fluttist til Reykjavíkur þegar Þór- arinn var 12 ára. Hann gekk í Versl- unarskólann og fór til Danmerkur í fyrra stríðinu og lærði þar gúmmí- viðgerðir. Gúmmívinnustofan stofnuð Þegar hann kom heim setti hann á stofn verkstæðið, Gúmmívinnu- stofuna, sem annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og dekkjum á reiðhjól. Gúmmívinnustofan var fyrst til húsa á horni Ingólfsstrætis og Grundarstígs þar til Þórarinn keypti húsið á Laugavegi 76, þá flutti hann starfsemina þangað á jarðhæð hússins og einnig var að- staða sem tengdist starfseminni í skúr á baklóðinni. Talið er fullvíst að Þórarinn hafi verið fyrstur manna á landinu til að setja upp dekkjaviðgerðarverk- stæði. Jafnframt gúmmíviðgerðum bjó Þórarinn til gúmmílímið Gretti‚ sem flestir muna eftir sem komnir eru á miðjan aldur. Þórarinn fram- leiddi gúmmískó úr slöngum innan úr hjólbörðum sem límdir voru með Grettislími. Einnig voru í Gúmmí- vinnustofunni framleiddar vatns- heldar svuntur fyrir fiskverkunar- húsin, efnið í þær var innflutt en böndin á þær voru límd með líminu góða. Þórarinn var með fyrstu mönnum á landinu sem tóku ökupróf og eign- aðist bifreið. Hann ók á milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur, einskon- ar áætlunarferðir, við erfiðar aðstæður, á þeim tíma voru bæði bifreiðar og vegir landsins á bernskuskeiði. Kona Þórarins var Guðrún Daní- elsdóttir. Faðir hennar var Daníel Daníelsson, ljósmyndari og síðar dyravörður í Stjórnarráðinu. Daníel lærði ljósmyndun hjá Sigfúsi Ey- mundssyni og var um tíma með verslun og greiðasölu að Sigtúnum við Ölfusárbrú. Kona Daníels var Níelsína Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Jónssonar kaupmanns í Hafnarfirði og konu hans Kristínar Ólafsdóttur hreppstjóra í Hafnarfirði. Þegar Þórarinn og Guðrún voru nýgift tóku þau við rekstri Tryggva- skála við Ölfusárbrú og ráku þar greiðasölu og gistingu árið 1919. Í Tryggvaskála fæddist frumburður þeirra, Gerður, sem var aðeins eins mánaða gömul þegar fjölskyldan fór á bíl Þórarins yfir Kambana til Reykjavíkur. Þá voru Kambarnir erfiðir yfirferðar og ekki nema fyrir færustu bifreiðastjóra að aka þar um, en ferðin gekk vel. Árið 1928 fékk Þórarinn leyfi til þess að stækka grunnflöt íbúðar- hússins síns á Laugavegi 76 og byggja ofan á það. Í febrúar árið 1931 er eignin tekin til virðingar og verður hér stuðst við þá virðingu, ásamt bréfum frá byggingarfulltrú- anum í Reykjavík. Þar segir m.a. að þarna séu íbúðar- og verslun- arhús, jarðhæð, tvær hæðir og port- byggt ris með kvisti. Þakið er járnklætt á pappa og borðasúð. Í húsinu eru þrjú loft úr járnbentri steinsteypu en gólf fyrstu hæðar er úr venjulegri stein- steypu. Skilveggir aðalhæðanna eru steyptir og múrsléttaðir. Innan á útveggjum er borðagrind með pappa í, listum og þiljum þar innan á, lögðum striga og vélapappír. Stórt hús Í þaklyfti eru skilveggir úr bind- ingi, með tvöföldum þiljum og einn- ig er þiljað neðan á skammbita. Þar er allt strigalagt og ýmist veggfóðr- að eða málað. Á fyrstu hæðinni eru útveggir einfaldir. Þar eru þrjár sölubúðir, þrjár vinnustofur, þrjú geymsluherbergi, miðstöðvarher- bergi, anddyri, stigagangur og op- inn gangur í gegnum húsið. Á annarri og þriðju hæð er sama herbergjaskipan. Á hvorri hæðinni fyrir sig eru sjö íbúðarherbergi, tvö eldhús, búr, tvö klósett, tveir fastir skápar og anddyri. Stigar á milli hæða eru úr timbri og allt húsið er múrhúðað að utan. Þaksvalir eru of- an á viðbyggingunni við suðurhlið hússins. Í þaklyfti eru átta íbúðar- herbergi, eldhús, baðherbergi, kló- sett, þurrkherbergi, tveir gangar og anddyri. Í íbúðunum er mjög hátt undir loft og víða skrautlistar í loft- um. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1930 búa í húsinu tvær fjölskyldur: Þórarinn Kjartansson og kona hans Guðrún Daníelsdóttir, ásamt sjö börnum sínum, því elsta fæddu 1919 og því yngsta fæddu 1929. Einnig voru á heimili þeirra Gunnhildur Michelsen og Þórlaug M. Sigurðar- dóttir, fædd 1912 á Hvaleyri í Fær- eyjum. Á hinu heimilinu voru: Ámundínus Jónsson, fæddur 11. apríl 1887 í Reykjavík, Friðrika Stefánsdóttir, kona hans, fædd 13. júní 1877 á Volumýri á Skeiðum, einnig sonur þeirra Haraldur Ámundínusson, fæddur í Reykjavík. Þegar þessi íbúaskrá var gerð var yngsta barn þeirra Þórarins og Guðrúnar ekki fætt en þau eignuð- ust tólf mannvænleg börn sem öll náðu fullorðinsaldri. Samkvæmt virðingu frá árinu 1951 hefur stór kvistur verið byggð- ur á norðurhlið hússins. Þar hafa verið innréttuð tvö íbúðarherbergi og eldhús til viðbótar eldhúsinu sem þar er. Eldhúsið er múrhúðað að innan og málað, en herbergin tex- og timburklædd innan, veggfóðruð og máluð. Húsinu hefur lítið verið breytt frá bygginu þess, að utan er það hraunað dökkgrátt og hefur yfir sér virðulegan blæ. Á jarðhæð hússins hefur alla tíð verið atvinnurekstur. Þar voru mat- vörubúðin Liverpool og Höfði, Gúmmívinnustofan var í vesturenda hæðarinnar, þar sem núna er snyrtivöruverslun. Fjölskylda Þór- arins og Guðrúnar bjó á hæðinni en efsta hæðin og risið var í leigu. Í austurenda verslunarhæðarinnar var lengi rekin sælgætisverslun, einnig var í húsinu úrsmiður með verslun og vinnustofa, einnig var þar gjafavörubúð ofl. Í þessu plássi stofnaði frúin í hús- inu, Guðrún Daníelsdóttir, blóma- verslun sem hún rak um tíma. Guð- rún hafði gaman af ræktun og í garðinum sunnan við húsið lét hún byggja gróðurhús og má þar enn sjá grunninn. Húsið Laugavegur 76 er þekktast fyrir Vinnufatabúðina sem hefur verið starfrækt á fyrstu hæðinni frá árinu 1941, þá seldi Þórarinn Gúmmívinnustofuna og setti á fót fataverslun á fyrstu hæð hússins. Þórarinn réð saumakonu sem saum- aði herrabuxur og einnig stytti hún skálmar eða lengdi, allt eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar og oft á meðan beðið var. Þórarinn lést 26. desember 1952. Eftir lát hans sáu Guðrún og Níels sonur þeirra um reksturinn. Níels lést ungur af slysförum og tók þá Daníel bróðir hans við ásamt móður sinni þar til Guðrún lést, 1. febrúar 1967. Vinnufatabúðin hefur alla tíð ver- ið í eigu afkomenda Þórarins og Guðrúnar. Um árabil ráku bræð- urnir Þorgeir og Daníel Daníelssyn- ir verslunina saman. Árið 1997 tóku Þorgeir og kona hans, Hildur Sím- onardóttir markaðsstjóri, við versl- uninni, en Daníel rekur Gallabuxna- búðina í Kringlunni. Það er sérstakt og skemmtilegt hvað húsnæði Vinnufatabúðarinnar hefur lítið verið breytt frá því að Þórarinn Kjartansson var þar. Að vísu hefur plássið verið stækkað með því að taka vegg sem var á milli Vinnufatabúðarinnar og sjoppunn- ar, einnig hefur verið stækkað þar inn sem vinnu- og geymsluherbergi voru. Fyrir þremur árum voru upp- haflegar innréttingar teknar og settar léttari sem svipar að útliti til þeirra innréttinga sem voru. Helstu heimildir eru frá Borgarskjala- safni, brunavirðingar og B- skjöl, teikningar frá byggingafulltrúa og viðtöl við afkomend- ur Þórarins og Guðrúnar. Laugavegur 76 Starfsemi eins og Vinnu- fatabúðin, gúmmívinnu- stofa og matvöruversl- unin Liverpool hafa verið á Laugavegi 76, en um það hús fjallar Freyja Jónsdóttir í þessum pistli um gömul hús. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur 76. Húsið er þekktast fyrir Vinnufatabúðina sem hefur verið starfrækt á fyrstu hæðinni frá árinu 1941. Gömul mynd af húsinu, sem var upphaflega aðeins tvær hæðir. Árið 1928 fékk Þórarinn leyfi til þess að stækka grunnflötinn og byggja ofan á húsið. Hjónin Þórarinn Kjartansson og Guðrún Daníelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.