Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNES Páll II páfi tilnefndi á sunnudag 31 nýjan kardínála og 27 þeirra verða líklega með at- kvæðisrétt þegar eftirmaður hans verður kjörinn. Margir telja að þetta hafi verið síðasta tækifæri páfa til að hafa áhrif á það hver taki við af honum. Flestir nýju kardínálarnir eru erkibiskupar eða eiga sæti í páfa- ráðinu, kúría, en í því sitja æðstu embættismenn kirkjunnar og þeir eru ráðgjafar páfa í stjórn hennar. Alls eru kardínálarnir orðnir 195 en þeir sem eru orðnir áttræðir eða eldri verða ekki með atkvæð- isrétt þegar næsti páfi verður kjörinn á lokuðum fundi að Jó- hannesi Páli II látnum. Að minnsta kosti 135 kardínálanna hafa rétt til að kjósa næsta páfa og nær öruggt er að einhver úr þeirra röðum verður fyrir valinu. Kardínálarnir koma saman eftir þrjár vikur þegar aldarfjórðungur verður liðinn frá því að Jóhannes Páll II var kjörinn páfi og nýju kardínálarnir fá þá rauðu hattana sína og lykla að einni af kirkjum Rómar á formlegum fundi. „Nálgast hinstu daga og mánuði ævi sinnar“ Chester Gillis, forseti guðfræði- deildar Georgetown-háskóla í Bandaríkjunum, telur að samkom- an muni einkennast af leynilegri umræðu um páfakjörið vegna slæmrar heilsu páfa sem er orðinn 83 ára og þjáist meðal annars af Parkinsonsveiki. „Allir búast við því að embættistíð núverandi páfa ljúki senn. Kardínálarnir fá því hugsanlega ekki annað tækifæri til að koma saman fyrir páfakjörið.“ Eftir margra ára þögn um heilsu páfa eru kardínálar farnir að tala opinskátt um að hún fari versn- andi. „Heilsa hans er slæm. Við þurfum að biðja fyrir honum,“ sagði Joseph Ratzinger kardínáli, einn af helstu samstarfsmönnum páfa, í viðtali sem þýskt tímarit birti í vikunni. Austurríski kardínálinn Crist- oph Schönborn sagði á fimmtudag að páfi nálgaðist nú „hinstu daga og mánuði ævi sinnar“. „Veröldin öll sér nú páfa sem er veikur, sem er óvinnufær og sem er að deyja,“ sagði hann en tók fram að hann vissi ekki nákvæmlega hversu slæm heilsa páfa væri. Valddreifing hugsanleg Sérfræðingar í málefnum Páfa- garðs segja að langflestir nýju kardínálanna fylgi stefnu páfa í mikilvægustu málunum, styðji til að mynda andstöðu hans við fóst- ureyðingar, getnaðarvarnir, prest- vígslu kvenna og dauðarefsingar. „Hann vill tryggja að framhald verði á stefnu hans og öruggasta leiðin til þess er að tilnefna sem kardínála þá erkibiskupa og bisk- upa sem eru sammála honum í grundvallaratriðum,“ sagði R. Scott Appleby, sagnfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Thomas Reece, ritstjóri jesúíta- tímaritsins America, telur nær öruggt að stefna næsta páfa verði íhaldssöm en kardínálarnir kunni að velja mann með annan stjórn- unarstíl en Jóhannes Páll II. „Til dæmis er hugsanlegt að kardínál- arnir leiti að einhverjum sem myndi draga úr miðstýringunni í kirkjunni, þannig að völd einstakra biskupa og biskuparáða verði auk- in á kostnað páfaráðsins.“ Belgíski kardínálinn Godfried Danneels, sem er álitinn á meðal helstu páfaefnanna, hefur hvatt til þess að áhrif biskupanna verði aukin. Leynilegur kardínáli Páfi notfærði sér rétt sinn til að skipa kardínála „in petto“, sem þýðir að ekki verður skýrt frá nafni hans. Þetta hefur yfirleitt verið gert til að vernda æðstu menn kirkjunnar í alræðisríkjum en nokkrir sérfræðingar í málefn- um Páfagarðs hafa getið sér þess til að nýi leynilegi kardínálinn sé Stanislaw Dziwisz, ritari páfa. Aðrir telja að páfi hafi valið erki- biskupinn í Hong Kong, Joseph Zen Ze-Kiun, og ekki viljað ergja kínversk stjórnvöld með því að skýra frá því að hann hafi verið skipaður kardínáli. Páfi hefur lagt áherslu á að fjölga kardínálum frá þróunarlönd- unum og það eykur líkurnar á því að einhver þeirra verði kjörinn páfi. Í þetta sinn fékk Afríka þrjá nýja kardínála, frá Ghana, Súdan og Nígeríu. Rómanska Ameríka fékk jafnmarga, frá Brasilíu, Mexíkó og Gvatemala, svo og Asía, frá Indlandi, Japan og Víetnam. Evrópsku kardínálarnir enn áhrifamestir Kardínálunum frá þróunarlönd- unum fækkaði þó hlutfallslega þar sem páfi fjölgaði kardínálunum sem hafa atkvæðisrétt í páfakjör- inu. Hlutfall evrópsku kardínálanna jókst lítillega og þeir eru nú 48,9% af kjörmönnunum. Ítalía er enn með langflesta kjörmenn í kardín- álaráðinu, eða 23. Þegar Páll VI var kjörinn páfi árið 1963 voru 29 Ítalir í 80 manna kardínálaráði sem kaus hann. Þegar Jóhannes Páll II var kjör- inn varð hann fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur og fjölgun kardínála frá öðrum löndum hefur aukið líkurnar á því að næsti páfi verði ekki ítalskur, hugsanlega frá þróunarlandi, t.a.m. í Rómönsku Ameríku. Evrópsku kardínálarnir eru þó enn áhrifamestir og enginn veit hver niðurstaðan verður þegar næsti páfi verður kjörinn í leyni- legri atkvæðagreiðslu. AP Jóhannes Páll II páfi les nöfn nýrra kardínála við glugga lesstofu sinnar við Péturstorgið í Róm. Auknar líkur á páfa frá þróunarlandi Páfagarði. AP, AFP.                                     !   " #       !$            #    %&'(!  !"  )    *            !)            #"$"%  & )            &+(,               '  ()*  + ,%&" -.- &  (/%0  $ (/% 1 )        ' $!2 3 !% 4"56" )        5 ( 0 $%    '  7! - "$. -$   8 9 : ; < &  /             %     0      .2 $%1=  1           ( $        &( 2+     ( 1=  1            ,%0 &"% !3                 ! >   $             !4  '+        !5          6#%       6       - &  3           78."!% (&!?9:8;  <9=  ;  !           !      >  ? 1  "    # $           @ 4  ’ Páfi hefur lagtáherslu á að fjölga kardínálum frá þró- unarlöndunum og það eykur líkurnar á því að einhver þeirra verði kjörinn páfi. ‘ Með því að fjölga kardínálunum um 31 hefur páfi aukið líkurnar á því að eftirmaður hans fylgi íhaldssamri stefnu hans, fjölgað þeim lönd- um sem eiga fulltrúa í kardínálaráðinu og gefið fleiri mönnum, meðal annars frá þróunar- löndum, tækifæri til að verða næsti páfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.