Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nú kemur þú golfinu á kortið Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum. www.bi.is ELDUR kom upp í heilsuverndarstöð- inni við Barónsstíg um klukkan 10:30 á laugardag. Þegar slökkvilið kom á vett- vang var lítilsháttar eldur í hurð og karmi og réð slökkvilið niðurlögum hans fljót- lega. Þá hófst slökkviliðið handa við að reykræsta húsið. Talið er að um mikið tjón sé að ræða á byggingunni af völdum reyks og sóts. Eldurinn kviknaði á fyrstu hæð heilsuverndarstöðvarinnar og til- kynntu læknanemar, sem voru við lestur í húsinu, slökkviliði um reyk. Morgunblaðið/Júlíus Engir sjúklingar voru í húsinu þegar eldurinn kom upp en þar er m.a. ungbarna- og mæðraeftirlit. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eldur í heilsu- verndarstöð ÍSLAND er í stöðugri sókn á knatt- spyrnusviðinu. Þetta segir Michel Platini, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, sem staddur er hér á landi, en hann er heiðursgestur í lokahófi knattspyrnumanna á Broadway. „Ísland er martröð knattspyrnu- þjálfarans,“ segir Platini í samtali við Morgunblaðið, og segist vorkenna vini sínum Rudi Völler, landsliðsþjálf- ara Þýskalands, en lið hans mætir einmitt Íslendingum úti í Hamborg um næstu helgi. „Allir halda alltaf að þeir geti farið til Reykjavíkur og hirt auðveld stig. En það er aldrei auðvelt að spila hérna. Þetta vita fagmenn en ekki almenningur.“ Platini segist muna vel eftir heim- sókn sinni til Íslands fyrir 17 árum, þegar hann lék með Juventus gegn Val. Hann segir kynni sín af íslenskri knattspyrnu alveg prýðileg, og bætir því við að það sé ekki nema von, hann hafi aldrei tapað gegn íslensku liði! Morgunblaðið/Árni Sæberg Ísland er í stöðugri sókn  Tegund í/16 INNFLUTNINGUR á golfvörum hefur frá árinu 1998 allt að því þrefaldast, að því er fram kemur á vefsíðu golfverslunar- innar Nevada Bob. Einn eigenda versl- unarinnar, Hreinn Halldórsson, segir að viðskiptin hafi aukist jafnt og þétt og nú sé verð hér á landi líkara því sem tíðkast er- lendis. Algengt sé að kylfingar geri inn- kaup heima áður en farið er í golfferðir til útlanda. Talið er að um 30 þúsund Íslend- ingar stundi golf í einhverjum mæli en fé- lagsmenn Golfsambands Íslands eru um 11 þúsund talsins. „Golfið er alltaf á uppleið enda hefur orðið algjör sprenging í íþróttinni. Það vantar bara fleiri golfvelli hér á suðvest- urhorninu,“ segir Hreinn. Vantar fleiri golfvelli Róbert Svavarsson, varaforseti Golf- sambands Íslands, segir það ekkert vafa- mál að golfíþróttin sé á mikilli uppleið. Iðkendum fjölgi stöðugt en framboð á golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki náð að fylgja þeirri þróun eftir. Ásókn á velli í nágrenninu sé að aukast, eins og t.d. á Reykjanesi, í Þorlákshöfn, Hveragerði og á Akranesi, jafnvel allt upp í Borgarnes og austur fyrir fjall. Akstur á þessa staði taki frá hálftíma upp í klukku- tíma og sé það ekki orðið tiltökumál. Róbert segir að á ársþingi sambandsins í næsta mánuði verði væntanlega ræddar hugmyndir um fjölgun og stækkun golf- valla. Róbert segir þróunina einnig sjást í ásókn í golfferðir til útlanda, kylfingar séu farnir að lengja þannig tímabilið. „Ég var að koma úr golfferð á Spáni og þar voru margir kylfingar sem ekki sögð- ust vera í neinum klúbbi. Voru þeir sumir að bíða eftir inngöngu í GR og þar var þeim sagt að það væri allt að tveggja ára bið.“ Morgunblaðið/Golli „Algjör sprenging í íþróttinni“ Innflutningur á golfvörum hefur þrefaldast á fimm árum STÚLKUM gekk yfirleitt betur en piltum í bóknámsmiðuðu barnaskólanámi á Íslandi á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Þetta kemur fram í grein Ólafar Garðarsdóttur sagnfræð- ings, Skóli og kynferði, í safnritinu Kvenna- slóðir. Sú niðurstaða gengur þvert á staðhæf- ingu höfunda nýlegrar OECD-skýrslu um að stúlkur hafi siglt fram úr piltum í iðnríkjunum á tíunda áratug síðustu aldar. Ólöf vitnar í skýrslu Barnaskóla Reykjavík- ur 1924–1925 máli sínu til stuðnings. Þar segir m.a.: „Stúlkurnar koma yfirleitt betur undir- búnar í skólann … Komast þar af leiðandi fleiri af þeim upp í efstu bekkina. Heimilin eiga örð- ugara með að halda drengjunum að námi. Til- tölulega fleiri drengir hætti námi í skólanum fyrir 14 ára aldur. Fá ýmsir þeirra vinnu, sem heimilin sjá sjer ekki fært að hafna.“ Breytir sýninni Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur segir að grein Ólafar hafi breytt sýninni töluvert. „Slakari árangur strákanna hefur stundum verið skýrður með því að meirihluti kennara sé kvenkyns. Konurnar skilji ekki strákana fyrir utan að þeir líði fyrir skort á karlkyns fyr- irmyndum í skólakerfinu. Grein Ólafar sýndi að veruleikinn er flóknari en þetta módel gaf til kynna því stelpum gekk betur en strákum í barnaskólanámi í upphafi 20. aldarinnar. Meirihluti kennara á þeim tíma var jú karlar.“ Ingólfur segist ímynda sér að ástæðan fyrir því að stúlkur standi sig betur í bóknámi sé sú að skólakerfinu hafi tekist að „ýta úr vegi ýmsum hindrunum fyrir því að stelpurnar geti notið sín til fullnustu. Stelpunum hafi verið skapað tækifæri til að njóta sín eins og þær hafi alltaf haft getu til að gera en misheimsku- legar hugmyndir í samfélaginu um stelpur og stráka komu í veg fyrir að þær blómstruðu.“ Ástæða til aðgerða Langflestir viðmælendur Morgunblaðsins í grein undir yfirskriftinni Strákar í kreppu? eru þeirrar skoðunar að full ástæða sé til að bregðast við þeirri staðreynd að piltar séu sí- fellt að dragast meira aftur úr stúlkum í námi á öllum skólastigum. Inga Dóra Sigfúsdóttir félagsfræðingur varar þó við að gert sé bara „eitthvað“. „Við verðum að byrja á því að komast að því hvar vandinn liggur, þ.e. innan skólans, fjölskyldunnar eða samfélagsins. Í framhaldi af því þarf svo að skoða hvaða leiðir séu vænlegar til árangurs. Við megum ekki lenda í því sama og árið 1990. Þá var gripið til sérstakra aðgerða til að styrkja stelpur án þess að nokkrar rannsóknir lægju fyrir um hver staða þeirra í skólanum raunverulega væri á þessum tíma. Eftir á kom svo í ljós að þær voru þá þegar komnar fram úr strákun- um.“ Stelpur fremri strákum í bók- námi lengur en áður var talið Skortur á karlkyns fyrirmyndum skýrir ekki muninn í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg  Strákar í kreppu/10–11 REIÐHÖLL Gusts í Kópavogi verður full af hundum alla helgina en þá fer fram árleg haustsýning Hundaræktarfélags Íslands. Hundar af öllum stærðum og tegundum munu spóka sig í höllinni og sýna sínar bestu hliðar, eða það skulum við vona, því að veitt eru verð- laun í ýmsum flokkum. Á sýningunni voru sýnd- ir efnilegir hvolpar og biðu þeir rólegir með eigendum sínum þar til röðin var komin að þeim að trítla um sýningarsalinn undir vökulum augum dómara. Alls verða sýndir 350 hundar á sýningunni. Morgunblaðið/Sverrir Sægur af hundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.