Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 37 Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Ásgarði, Húsavík. Helgi Árnason, Jóna Kristjánsdóttir, Kristbjörn Þór Árnason, Birna Sigurbjörnsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Pétur Lúðvík Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Móabúð, Krummahólum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 7. október kl. 13.30. Þórður Sveinbjörnsson, Kristín V. Þórðardóttir, Björn K. Þórðarson, Jón Örn Þórðarson, Sigríður Svansdóttir, Erna Hlín Þórðardóttir, Rúnar Þrúðmarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS FREDERIKSEN. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir auðsýnda umhyggjusemi og alúð. Guð blessi ykkur öll. Hilmar Björgvinsson, Rannveig Haraldsdóttir, Birna Björgvinsdóttir, Bjarni Stefánsson, Friðrik Björgvinsson, Sigrún Valsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Sigurður Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þuríður Snorra-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 3. maí 1913. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Eir 20. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorgerður Jónsdóttir og Snorri Þórðarson búsett í Steini í Vestmanna- eyjum. Systkini hennar voru Aðal- heiður og Rútur. Eiginmaður Þuríð- ar var Konráð Ingi- mundarson frá Strönd á Stokks- eyri, f. 3. júlí 1913, d. 25. maí 1994. Þau eignuðust fjögur börn, Ingi- gerði sem búsett er í Bandaríkjunum, gift Malcolm Frank Halliday, Hrafnhildi sem er gift Halldóri S.H. Sigurðssyni, Gylfa sem er kvænt- ur Þóru Guðrúnu Grönfeldt og Ingi- mund sem er giftur Áslaugu Birnu Haf- stein. Barnabörnin eru 12 og lang- ömmubörnin eru 21. Síðustu misserin dvaldist Þuríður á hjúkrunarheimilinu Eir við góða umönnun. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Elsku amma, okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur í gegnum tíðina. Alltaf stóðu dyrnar opnar fyrir okkur í Miðtúninu og síðar inni á Dalbraut. Þú varst svo ofsalega ljúf og góð kona og vildir alltaf allt fyr- ir alla gera og ekki máttir þú heyra á það minnst að talað væri illa um aðra. Þær voru ófáar næturnar sem við fengum að gista og hvergi var eldamennskan betri en hjá þér. Þú varst alltaf iðin hvort sem það voru hannyrðir eða matjurtargarðurinn og nutum við góðs af hvoru tveggja. Á seinni árum þínum fannst þér alltaf voða gott að sitja hjá okkur og halda í höndina eða fara í bíltúr. Okkur finnst gott að vita til þess að nú ert þú komin á góðan stað og hefur hitt hann afa okkar aftur. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín barnabörn Sigurður, Linda, Þuríður og Hafsteinn. ÞURÍÐUR SNORRADÓTTIR ✝ Kristín Gunnars-dóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 1917. Hún lést á Landspítalanum 9. sept. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Hall- dórsson, f. 24. okt. 1894, d. 11. júní 1962, og Guðrún Árnadótt- ir, f. 30. sept. 1891, d. 20. sept. 1971. Kristín eignaðist þrjú börn með S.W.M. Whitehead: 1) Bryndísi M. White- head, f. 25. nóv. 1941, d. 25. júní 1943. 2) Guðrúnu C. Whitehead, f. 25. nóv. 1941, gift Bjarna Þ. Guð- mundssyni. Þeirra börn: Guð- mundur, f. 25. nóv. 1961, kvæntur Dagrúnu Másdóttur, Sesselja, f. 19. des. 1965, og Jónína Björg, f. 7. apríl 1970, sambýlismaður Leif- ur Geir Hafsteinsson. Barnabörn eru sex. 3) Þór Whitehead, f. 19. ágúst 1943, kvæntur Gerði Guð- mundsdóttur. Þeirra börn: Kristín Hrund, f. 9. maí 1975, gift Balema Alou, Guðrún Dröfn, f. 19. ágúst 1980, og Hanna Dís, f. 3. maí 1982. Stjúpdóttir Þórs er Guðný Þ. Krist- mannsdóttir, f. 12. sept. 1965, gift Sig- urjóni Jóhannessyni og eiga þau einn son. Kristín braut- skráðist frá Kvenna- skólanum í Reykja- vík 1934, en dvaldist í Danmörku og Þýskalandi 1935– 1936, m.a. við tungu- málanám. Árið 1937 hóf hún hjúkrunar- nám í Reykjavík, lauk prófi 1940 og hóf störf á röntgendeild Landspít- alans 1946. Framhaldsnám í geisla- og röntgenhjúkrun í Walt- er Reed General Hospital, Wash- ington d.C. 1949–1950. Árið 1956 hóf Kristín störf á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur. Framhaldsnám í heilsuvernd í Washington-háskóla, Seattle, 1959–1960. Árið 1970 réðst Krist- ín til starfa hjá Seltjarnarnes- hreppi og vann þar við heilsu- vernd til 1977. Útför Kristínar fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. Ein af fyrstu minningum mínum um ömmu mína er frá þeim tíma sem ég ligg á sjúkrahúsi og amma situr við fótagaflinn. Margar nætur sat hún þar og dottaði öðru hvoru og mikið fannst mér gott að vita af henni þarna. Þessi minning lýsir því ef til vill best hversu mikla um- hyggju hún bar fyrir öllum þeim sem í kringum hana voru. Það eru mér einnig mjög minnistæðar heimsókn- ir með ömmu á Elliheimilið Grund þegar ég sem lítil telpa hitti eldgam- alt fólk sem talaði um dauðann og bauð mér brjóstsykur úr poka. Amma valdi sér einmitt hjúkrun sem sitt ævistarf og sinnti hún því starfi í yfir fjörutíu ár. Snyrtimennska og smekkvísi var eitt af því sem einkenndu hana, heimilið alltaf svo hreint og fallegt. Svo sterk og ákveðin var hún amma mín, að stundum þótti manni nóg um, en allt var það fyrirgefið jafn- óðum, ekki var hægt að erfa neitt við hana. Ágirnd eða öfund í annarra garð var ekki til í hennar persónu- leika og allt eru þetta eiginleikar sem maður kann svo vel að meta og eiga þátt í að hún er ein af mínum fyrirmyndum í lífinu. Svo vel fylgdist amma Stella með bæði lands- og heimsmálum að mað- ur mátti hafa sig allan við í lestri og hugsun til að geta rætt við 86 ára gömlu konuna um stríðsreksturinn í Írak eða hvað annað sem var að ger- ast í landinu eða heiminum. Skemmtileg, alltaf svo hress, góð, gömul, ég hélt að hún ætti eftir að lifa í mörg ár af því hún hafði alltaf lifað þetta af eru orð sem dóttir mín notar til að lýsa langömmu sinni og eru það orð að sönnu. Elskuleg amma mín, sem alltaf vildi mér svo vel, mikið á ég eftir að sakna samtalanna við hana, hvatn- ingar hennar og stuðnings og áhuga hennar á því sem maður hafði fyrir stafni hverju sinni. Ég heyri svo vel fyrir mér hlýlega rödd hennar þegar þessar línur eru skrifaðar, Sesselja mín, hvernig gengur að skrifa, hvað er að frétta af henni Sif … Ég kveð ömmu Stellu með miklum söknuði. Sesselja. Ég vil minnast Kristínar Gunnars- dóttur sem gekk jafnan undir nafn- inu Stella með mikilli virðingu. Stella var glæsileg og fáguð Reykjavíkurdama sem ólst upp í miðbæ Reykjavíkur á fyrri hluta síð- ustu aldar. Stella var sterk kona, heilsteypt, vel menntuð og víðsýn. Hún var hjúkrunarkona sem lauk framhaldsmenntun í Bandaríkjunum og hafði ferðast vítt og breitt um heiminn. Hún var einstaklega fróð- leiksfús og var sífellt að bæta við sig þekkingu um eitt og annað. Á efri ár- um lagði hún m.a. í að læra spænsku. Stella kunni að vel að njóta gæða heimsins, hvort sem það voru góðar kvikmyndir, listir, matur eða bækur. Það var því oft sérstaklega skemmti- legt að skiptast á skoðunum við Stellu um flest milli himins og jarðar en hún hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum, en hafði góðan skilning á að ekki þyrftu allir að vera henni sammála. Það var sérstaklega ánægjulegt að vera boðin í veislu heim til Stellu en þar einkenndist allt af miklum myndarskap, siðfágun og skemmtilegheitum. Ég tel að Stella hafi verið ham- ingjusöm þrátt fyrir að ekki væri alltaf byr í lífi hennar. Hún eignaðist góða fjölskyldu, afkomendur og vini sem án nokkurs efa standa í þakk- arskuld við góða manneskju. Ég er ekki viss um að Stella hefði viljað að ég hefði þessi orð um hana, ég kveð Kristínu Gunnarsdóttur með sökn- uði og virðingu. Sigurjón Þórðarson. KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR ✝ Anna María Guð-mundsdóttir fæddist á Trönu, Ferjubakka í Borgar- hreppi, 28.12. 1910. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 31.8. sl. Foreldrar hennar voru Soffía Sigurrós Snorradóttir, f. 26.4. 1869, d. 18.3. 1952, og Guðmundur Jóns- son, f. 18.8. 1877 á Fossi í Grímsnesi, Ár- nessýslu, d. 1.6. 1915. Hann var búfræði- kennari og bóndi á Ferjubakka og Bóndhóli. Systkini Önnu voru Ás- laug, f. 25.7. 1908, d. 26.8. 1987, hennar maður var séra Þorgrím- ur Sigurðsson og áttu þau fjögur börn og einn fósturson; og Baldur, f. 3.4. 1912, d. 26.8. 1997, hans kona er Helga Daníelsdóttir og áttu þau tvo syni. Anna giftist Eyvindi Árna Árnasyni, f. 25.11. 1911, d. 4.9. 2000, frá Grímsstöðum, Gríms- staðaholti, hinn 21.10. 1950. Son- ur Eyvindar og fyrri konu hans, Jónu Guðlaugar Guðjónsdóttur, f. 1.3. 1919, d. 26.10. 1948, er Árni, f. 13.2. 1940, verkstjóri hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Dóttir Önnu og Eyvindar er Hanna, f. 17.2. 1959. Börn hennar eru a) Eyvindur Árni Jök- ulsson, f. 27.3. 1993, b) Ólafur Ægir Jök- ulsson, f. 19.2. 1994, og c) Sæunn Birta Gunnarsdóttir, f. 15.4. 1998. Anna og Eyvindur bjuggu lengst af á Grímsstöðum, nú Ægisíðu 62, í Reykjavík en fluttust árið 1989 í Breiðholtshverfi til dóttur sinnar og bjuggu þar uns þau fluttust á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund árið 1998. Anna stundaði ýmis störf fram- an af ævi og einnig dvaldi hún er- lendis. Hún var húsmóðir um margra ára skeið en vann síðustu starfsárin í eldhúsi Landspítala – háskólasjúkrahúss. Útför Önnu fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, hinn 5. sept- ember. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Leiðir skilur, langri vegferð þinni er lokið hér og þú hefur haf- ið þitt ferðalag til allra ættingja og ástvina sem þú hafðir horft á bak í lífi þínu. Eftir sit ég með minn- ingar um þá stórbrotnu persónu sem þú varst. Skipulögð, ósérhlífin og vinnusöm. Allt lék í höndunum á þér, hvort sem það var matreiðsla, bakstur, hannyrðir eða garðrækt. Bein- skeytt, stjórnsöm og ótrúlega skynug á mannkosti og galla sam- ferðamanna. Bæði á æskuheimil- inu og í sumarbústaðnum var mik- ill gestagangur, allir voru velkomnir og fóru saddir og sælir á líkama og sál. Hláturmild og með góða frásagnargáfu varstu hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Systkinabörnum, börnum þeirra, öðrum ættingjum og vinum varstu trygg, fylgdist með lífshlaupi þeirra og tókst þátt í gleði þeirra og sorg og ávallt voru þau með í bænum þínum. Barnabörnin voru sólargeislarnir þínir, fyrir þau var ekkert of gott eða mikið og faðmur þinn var þeim alltaf opinn. Þú hafðir á öllu gætur og þér á ég svo margt að þakka. Far þú, kæra móðir, í guðs friði. Hanna Eyvindsdóttir. Við skulum ekki gráta og ekki tala ljótt, þá verðum við svo stór og vöxum svo fljótt. Við skulum lesa bænirnar, þá sofnum við svo rótt, Guð og allir englarnir þeir vaka hverja nótt. (Karólína Jónsdóttir.) Nú þegar sál þín svífur burt, sæl og glöð í nýja og betri heima, af hjartans þökk við þökkum þér samveruna og biðjum Guð að blessa þig og geyma. Eyvindur Árni, Ólafur Ægir og Sæunn Birta. ANNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.