Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ P rentsmiðjan Oddi hef- ur á margan hátt verið í fararbroddi í íslensk- um prentiðnaði um árabil. Oddi varð fyrst- ur til að hefja prentun og framleiðslu tölvu- pappírs hér á landi, keypti stærstu og fullkomnustu prentvélar hérlend- is til bókaprentunar og flutti fyrstu fjórlita prentvélina til landsins. Prentsmiðjan Oddi og tengd fyrir- tæki mynda stærstu fyrirtækjasam- steypu í prentiðnaði hér á landi. Þau sinna alhliða framleiðslu prentgripa, jafnt glæsilegra myndabóka, tíma- rita, tölvupappírs, eyðublaða og um- búða fyrir atvinnulífið auk sölu rekstrarvara. Oddi á dótturfyrir- tæki í Póllandi og Bandaríkjunum og frekari útrás er í athugun. Stofnuð á stríðstímum Prentarar í Reykjavík stofnuðu eigin prentsmiðju, Gutenberg, sem tók til starfa 1905. Hún var síðan seld íslenska ríkinu 1929. Rúmum áratug síðar vöknuðu aftur hug- myndir innan Hins íslenska prent- arafélags um stofnun prentsmiðju. Sumarið 1942 var hafist handa fyrir alvöru og skipuð nefnd til að velja vélar, letur og önnur áhöld. Skráð var fyrirtækið „Prentarinn“ og Baldur Eyþórsson prentari kosinn framkvæmdastjóri. Erfitt reyndist að fá útflutnings- leyfi fyrir prentvélar frá Bandaríkj- unum, enda styrjöld í algleymingi. Leyfin fengust loks í mars 1943, en þá hafði allur tilkostnaður hækkað mikið. Svo fór að þegar vélar og ann- að tilheyrandi kom var það selt Al- þýðuprentsmiðjunni. Finnbogi Rútur Valdimarsson, fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins og þáverandi framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands al- þýðu, pantaði prentvél og setning- arvél sem komu til landsins haustið 1943. Hann ákvað að stofna prent- smiðju og fékk til liðs við sig Baldur Eyþórsson prentara, sem kvaddi til þá Björgvin Benediktsson prentara og Ellert Ág. Magnússon vélsetjara sem hluthafa og starfsmenn. Í þenn- an hóp bættust síðan fleiri og var prentsmiðjan stofnuð 9. október 1943. Það var Ellert sem lagði til að félagið héti Prentsmiðjan Oddi hf. Fjölskyldufyrirtæki um árabil Nokkur hreyfing var á eigenda- hópnum í fyrstu en árið 1959 komst Prentsmiðjan Oddi hf. í eigu þeirra Baldurs Eyþórssonar prentsmiðju- stjóra, Björgvins Benediktssonar stjórnarformanns og prentara og Gísla Gíslasonar stórkaupmanns í Vestmannaeyjum. Þeir Gísli og Baldur voru systrasynir. Þremenn- ingarnir eru nú allir látnir en Prent- smiðjan Oddi er enn í eigu afkom- enda þeirra. Synir þremenninganna, þeir Haraldur Gíslason stjórnarfor- maður, Benedikt Björgvinsson og Þorgeir Baldursson forstjóri, skipa stjórn fyrirtækisins í dag. Þorgeir var fyrst spurður hvort aldrei hefði staðið til að gera Odda að almenn- ingshlutafélagi? „Við vorum að velta því fyrir okk- ur fyrir örfáum árum þegar fyrir- tæki fóru sem óðast á markað,“ segir Þorgeir. „Við vorum komnir það langt að búið var að vinna útboðslýs- ingar og verðmeta fyrirtækið. Um það leyti fóru markaðirnir að dala og við ákváðum að bíða og sjá til. Við sjáum ekki eftir því. Við hefðum ekki átt erindi á markaðinn í dag.“ Þorgeir vísar til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslensk- um hlutabréfamarkaði. Kröfur um stærð og veltu fyrirtækja hafi marg- faldast miðað við það sem gilti þegar þeir í Odda voru að hugsa um að fara með fyrirtækið á markað. Dirfskan skipti sköpum Oddi varð fyrst íslenskra prent- smiðja til að framleiða pappír fyrir tölvuvinnslu. Var sú framleiðsla lyk- ill að velgengni fyrirtækisins? „Við fórum út í tölvupappírsfram- leiðslu árið 1958. Svo flytjum við í rýmra húsnæði á Bræðraborgarstíg og kaupum stórvirka tveggja lita off- setprentvél í stóru formati árið 1967. Það var nýlunda þá, sérstaklega að geta prentað báðum megin á örkina í einu. Ég held að það hafi ráðið mestu að menn voru djarfir og tóku frumkvæði í tæknimálunum, fylgdu þróuninni og veðjuðu á framtíðina. Árið 1982 var svo keypt fjögurra lita prentvél í stóru formati, sem var vendipunktur. Það var fyrsta fjög- urra lita prentvélin sem keypt var til landsins. Hún olli byltingu og veitti okkur forskot í litprentun lengi vel.“ Fyrirtækjakeðja í prentiðnaði Prentsmiðjan Oddi hf. er móður- skip í samsteypu prentfyrirtækja. Meðal dótturfélaga má nefna prent- smiðjuna Gutenberg ehf. en undir þeim hatti sameinuðust prentsmiðj- an Steindórsprent-Gutenberg og prentsmiðjan Grafík, sem áður var G.Ben-Edda prentsmiðja hf. Dóttur- félag Gutenbergs er Offset, sem m.a. sinnir stafrænni prentþjónustu. Þá á Oddi 80% hlut í Kassagerðinni hf., stærsta umbúðafyrirtæki landsins, sem varð til árið 2000 við sameiningu Umbúðamiðstöðvarinnar hf. og Kassagerðar Reykjavíkur hf. Oddi á 70% í Miðaprentun h.f. sem sérhæfir sig í prentun límmiða og vörumiða. Í áranna rás hefur Prentsmiðjan Oddi átt hlut í ýmsum fyrirtækjum. Þannig átti Oddi bókaverslanir Ey- mundsson í þrjú ár snemma á 10. áratug síðustu aldar. Oddi eignaðist einnig bókaútgáfuna Þjóðsögu og rak hana um skamma hríð, Þjóðsaga heyrir nú undir Eddu. Prentsmiðjan Oddi hefur teygt anga sína út fyrir landsteina. Oddi á helming í prentsmiðju í Póllandi, Oddi Poland, á móti pólskum aðilum. Eins er rekið fyrirtæki í New York, Oddi Printing Corporation, sem aflar prentverkefna vestanhafs til vinnslu hér á landi. Hjá Odda-samstæðunni vinna alls um 450 manns og í fyrra veltu Oddi og dótturfélög tæplega fjórum millj- örðum króna. Aukin framleiðni, færra fólk Umfang móðurfélagsins hefur aukist mikið á undanförnum áratug. Til dæmis má nefna að árið 1993 vann Prentsmiðjan Oddi hf. úr 3.000 tonnum af pappír en á þessu ári verður unnið úr 5.800 tonnum. Þrátt fyrir nær tvöföldun afkasta í tonnum talið hefur starfsfólki prentsmiðj- unnar fækkað. Fyrir áratug unnu hjá Prentsmiðjunni Odda hf. um 260 manns en nú er starfsmannafjöldinn um 230 manns. „Það hefur mikið verið gert í hag- ræðingarmálum, keyptar vélar sem eru sjálfvirkari og afkastameiri en áður,“ segir Þorgeir. Vinnubrögð og vinnsluferli prentgripa hefur einnig breyst til mikilla muna með út- breiðslu tölvutækninnar. Það heyrir sögunni til að fjöldi fólks vinni í Odda við að slá inn texta og skeyta filmur. Þá hefur myndvinnsla breyst með stafrænni tækni. Þótt kominn sé október er lítið farið að örla fyrir jólabókavertíðinni í Odda. Það er breyting frá því sem var. „Útgefendur undirbúa texta- vinnslu mikið sjálfir og umbrot. Þetta kemur seinna til okkar en áð- ur. Enn eru bækur þó helst gefnar út á haustin á Íslandi, 80% af okkar bókaframleiðslu fara fram á síðustu þremur mánuðum ársins.“ Þorgeir segir að bókaframleiðsla hafi verið um 20% af veltu Odda síðast þegar það var athugað. Erlend verkefni Rekstrarumhverfi íslenskra prentsmiðja hefur mikið breyst á undanförnum árum, að sögn Þor- geirs. Samkeppnin erlendis frá um íslenskt prentverk hefur harðnað til mikilla muna og eins hefur orðið samþjöppun í prentsmiðjurekstri innanlands. En hvað er til ráða gegn harðri samkeppni? „Það veltur mikið á að fá betri nýt- ingu á vélar og tæki. Til þess þarf meira af verkefnum og þess vegna höfum við sótt verkefni til útlanda,“ segir Þorgeir. Prentsmiðjan Oddi hefur fengið verkefni frá næstu ná- grannalöndum okkar, Grænlandi og Færeyjum, auk þess sem vel hefur gengið að afla verkefna frá Banda- ríkjunum. Þorgeir nefnir sérstak- lega bókaútgefandann Emil Thom- sen í Færeyjum, sem hefur skipt við Odda um árabil. Emil slær ekkert af í útgáfunni þótt hann sé kominn fast að níræðu. Nú er hann að gefa út færeysku kvæðin og er áætlað að verkið geti orðið ein fjörutíu bindi. Oddi hefur einnig prentað bækur og ýmislegt smáprent fyrir aðra útgef- endur í þessum löndum og ekki síst símaskrár Grænlendinga og Færey- inga líkt og okkar Íslendinga. „Við sjáum helst stækkunarmögu- leika erlendis. Það er ekki launung á því,“ segir Þorgeir. Möguleikar Odda til að ná fótfestu erlendis byggjast á gæðum og góðu verði. „Við erum að reyna að helga okkur ákveðið svið, til dæmis í Bandaríkj- unum. Þar bjóðum við prentverk í háum gæðum, en tiltölulega litlum upplögum. Upplögin geta verið svip- uð því sem við erum vanir á okkar markaði. Þess háttar framleiðsla er mjög dýr í Bandaríkjunum. Þar höf- um náð ákveðinni fótfestu með mik- illi vinnu. Það fjölgar jafnt og þétt verkefn- um sem við fáum erlendis frá. Þetta er vönduð lit- og svarthvít prentun, mikið um myndabækur og vörulista. Við höfum lagt áherslu á söfn og gallerí sem þurfa vandaðar eftir- prentanir af ýmiss konar verkum. Söfn og gallerí í Bandaríkjunum skipta þúsundum og mögulegur við- skiptavinahópur á þessu sviði er því stór.“ Prentun í Austur-Evrópu Töluvert prentverk hefur flust frá Vestur-Evrópu austar í álfuna, t.d. til Eystrasaltslanda og Balkan- skaga. Þar hefur launakostnaður verið lægri en í Vestur-Evrópu. Oddi hefur öðlast góða reynslu af rekstri prentsmiðju í Póllandi. Að- spurður segir Þorgeir að Oddi Poland prentsmiðjan sé ekki að bjóða í prentun á íslenskum bókum. „Við höfum einbeitt okkur að Pól- landi, þar er 40 milljóna manna markaður og ærin verkefni.“ Þorgeir segir að Oddi hafi skoðað það að hefja starfsemi á svæðum þar sem laun eru lægri en hér og reynt er að laða að erlenda fjárfestingu. Rétt eins og Oddi gerði í Póllandi á sínum tíma. „Við erum að skoða ákveðin mál sem erfitt er að segja nánar frá á þessu stigi. Hlutirnir þróast mjög hratt í Austur-Evrópu.“ Þorgeir segir að í löndum Austur- Evrópur sé mjög góður grunnur fyr- ir prentiðnað. Um þessar mundir séu launin lág og kaupmátturinn rýr, en það verði ekki til frambúðar. Í þessum löndum sé vaxandi þörf fyrir lestrarefni ýmiss konar. Bókin á framtíð fyrir sér Fyrir áratug átti Oddi aðild að rekstri ljósvakamiðla með eignarað- ild sinni að Íslenska útvarpsfélaginu hf. Fyrirtækið dró sig út úr þeim rekstri, en var þetta vísbending um að Oddamenn efuðust um framtíð lesmálsins, bóka og blaða? „Nei, það var ekki,“ segir Þorgeir. „Við fórum út í sjónvarpsrekstur Útrás og dirfska Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 og fagnar því 60 ára afmæli um þessar mundir. Upp- gangur fyrirtækisins hefur einkennst af dirfsku og ekk- ert lát er á útrás þess. Guðni Einarsson ræddi við Þorgeir Baldursson forstjóra um fyrirtæki í fararbroddi. Stækkunarmöguleikar Odda felast helst í sókn á erlenda markaði, að mati Þor- geirs forstjóra. Oddi hefur m.a. náð fótfestu í prentun vandaðra bóka í til- tölulega litlum upplögum fyrir Bandaríkjamenn. Morgunblaðið/Kristinn Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, telur leyndardóminn að velgengni fyrirtæk- isins felast í því að þeir sem mótuðu stefnuna hafi verið djarfir, tekið frumkvæði í tæknimálum, fylgt þróuninni og veðjað á framtíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.