Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 19
með ákveðnum hópi sem sá mögu- leika í að reka það fyrirtæki betur en hafði verið gert. Hlutirnir þróuðust þannig að við fórum út úr fyrirtæk- inu og fórum vel út úr því. Síðan höf- um við látið aðra um slíkan rekstur. Þetta tengdist út af fyrir sig ekkert trú okkar á framtíð bókarinnar eða prentaðs máls.“ En hvað um framtíð prentsins? „Ég hef trú á að bækur verði áfram lesnar, þó oft sé búið að spá dauða bókarinnar. Hvað varðar aðra miðla, dagblöð, tímarit og annað prentað mál, þá er tæknin að gera þetta allt hraðvirkara og auðveldara. Það er mjög ör þróun í tækninni og gerðar miklu meiri kröfur um hraða en áður. Upplýsingarnar verða að komast út jafnóðum og þeirra er afl- að. Það verður áfram þörf fyrir prentmiðla. Ég hugsa að menn væru ekki að fjárfesta í nýjum búnaði og húsnæði á Morgunblaðinu, ef þeir hefðu ekki trú á því!“ Ör þróun prenttækninnar Margt sem áður var unnið í prent- smiðjum er nú komið í aðra farvegi eða orðið úrelt, að sögn Þorgeirs. Hann bendir á að tölvur og vandaðir tölvuprentarar séu nú hvarvetna. Einstaklingar og fyrirtæki framleiði prentgripi sjálfir í stað þess að leita til prentsmiðja. Hann hefur þó fulla trú á að áfram verði þörf fyrir prent- smiðjur. En hver verða næstu skref í þróun prenttækninnar? „Það er beðið eftir stafrænu prentuninni. Hún er búin að vera að þróast í tíu ár, en er ekki komin á það stig að hún sé að yfirtaka hefð- bundna offsetprentun. Þróunin fikr- ast þó í þá áttina,“ segir Þorgeir. „Við höfum stöðugt verið að fjár- festa í nýjum og fullkomnari búnaði, bæði til að auka hraða, gæði og ör- yggi í reksti. Vinnslutími bóka og tímarita hefur styst verulega frá því sem áður var, bæði vegna krafna viðskiptavina og markaðarins. Við höfum þurft að mæta þeim kröfum.“ Oddi flytur inn megnið af þeim pappír sem fyrirtækið notar beint frá framleiðendum. „Við liggjum fyrir bragðið með mikið af pappír á hverjum tíma, því það eru margar tegundir pappírs fyrir hin ýmsu verkefni.“ Þorgeir segir að Oddi hafi dregið sig að mestu út úr umbúðafram- leiðslu. Það sé samstarf að vissu marki milli Odda og Kassagerðar- innar, en umbúðirnar séu fyrst og fremst framleiddar í Kassagerðinni. Aðspurður segir Þorgeir að ekki sé vöxtur í umbúðaframleiðslu um þessar mundir. Hann skýrir sam- drátt á því sviði með breyttri um- búðanotkun og breyttum vinnsluað- ferðum í sjávarútvegi, en sjávar- útvegurinn hefur verið langstærsti notandi umbúða hér á landi. „Til að mæta þessu höfum við eflt sóknina erlendis og framleiðum í dag umtals- vert fyrir bæði Ameríku- og Evrópu- markað.“ Að þjóna viðskiptavinum vel Þorgeir segir forsvarsmenn Odda horfa björtum augum til framtíðar- innar. „Fyrir utan að þjónusta við- skiptamenn okkar með prentverk og pappír erum við að færa út starfsem- ina. Við erum komin með rekstrar- vörudeild sem fer mjög vaxandi. Hún rekur verslun, en byggir meira á beinni sölu til fyrirtækja með hjálp vörulista og netverslunar. Við sjáum okkur í því hlutverki í framtíðinni að þjóna viðskiptavinum með rekstrar- vörur, prentverk og pappír. Einnig seljum við húsgögn fyrir skrifstofur en nýverið var samið um einkaum- boð á Íslandi við fyrirtækið EFG, sem er einn stærsti framleiðandi skrifstofuhúsgagna í Evrópu. Í sí- breytilegu umhverfi erum við stöð- ugt að leita leiða til frekari þróunar á því sviði, sem við höfum skilgreint okkur á.“ gudni@mbl.is TENGLAR .............................................. www.oddi.is www.oddi.com www.oddi.pl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 19 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir þakka ótrúlegar viðtökur við ferðum sínum til Kanarí í vetur, en nú þegar eru 8 flug uppseld til þessa vinsælasta áfangastaðar Íslendinga. Í fyrra lækkuðu Heimsferðir verð til Kanarí um 7 – 12 %, og nú lækkum við verðið um allt að 30% til viðbótar. Nú bjóðum við enn nýja valkosti í vetur, fyrir þá sem vilja tryggja sér allra lægsta verðið en njóta um leið öruggrar þjónustu Heimsferða í fríinu. Fjöldi nýrra gististaða þar sem þú getur valið um einfalda gistingu á lágu verði, eða glæsilegustu gististaðina á ströndinni. Og að sjálfsögðu bjóðum við okkar vinsælustu gististaði fyrir þá sem gera meiri kröfur til góðra gististaða í fríinu s.s. Los Tilos, Roque Nublo, Jardin Atlantico eða Valentin Marieta. Lægsta verðið til Kanarí í vetur með Heimsferðum frá 27.762* Allt að 30% afsl. frá í fyrra 6. janúar - vikuferð kr. 27.762 M.v. hjón með 2 börn, Agaeta Park, vikuferð, 6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð. Símabókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. 6. janúar - vikuferð kr. 36.550 M.v. 2 fullorðna, Agaeta Park, vikuferð, 6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð. Símabókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. 6. janúar - vikuferð kr. 44.150 M.v. 2 fullorðna, Corona Blanca, vikuferð, 6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð. Símabókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. 6. janúar - 2 vikur kr. 46.950 M.v. 2 fullorðna, Agaeta Park, 2 vikur, 6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð. Símabókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. * M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 20. okt. 2003 eða meðan afsláttarsæti eru laus. Bókaðu núna og tryggðu þér 10.000 kr. afsláttinn Við bætum við flugi · 23. desember · 6. janúar · 27. janúar · 10. febrúar · 24. febrúar Vinsælustu gististaðirnir Nokkur verðdæmi: Munið Mastercard ferðaávísunina 1943 – 9. október var stofnfundur Prentsmiðjunnar Odda hf. Stofn- endur voru Finnbogi Rútur Valdi- marsson, framkvæmdastjóri MFA, Baldur Eyþórsson prentsmiðju- stjóri, Björgvin Benediktsson prent- ari, Ellert Ág. Magnússon setjari, Arngrímur Kristjánsson skólastjóri, Sigvaldi Kristjánsson kennari, Kjart- an Ólafsson hagfræðingur, Skúli Árnason verslunarmaður, Guð- mundur M. Marteinsson, Hannibal Valdimarsson og Alþýðuhús Ísa- fjarðar hf. Prentsmiðjan fékk leigt og hóf rekstur í Ásmundarsal við Freyjugötu. 1944 – Oddi flytur í leiguhúsnæði að Grettisgötu 16. 1945 – Baldur, Björgvin og Ellert kaupa hlut annarra hluthafa og selja síðan Adolfi Björnssyni og Jóni Magnússyni hluta bréfanna. 1946 – Oddi kaupir Grettisgötu 16. 1947 – Baldur beitir sér fyrir stofn- un hlutafélags til að kaupa Sveina- bókbandið. 1948 – Jón Magnússon selur Ólafi Þorsteinssyni sinn hlut. Egill Thor- arensen kaupfélagsstjóri gerist hluthafi. 1950 – Ellert Ág. Magnússon selur sinn hlut. 1952 – Sveinabókbandið flytur á Grettisgötu 16. 1953 – Sveinabókbandið kaupir bókband Bókfellsútgáfunnar. Samið um prentun bóka hennar í Odda og band hjá Sveinabókbandinu. Ólafur Þorsteinsson og Egill Thor- arensen selja hluti sína. Gísli Gísla- son stórkaupmaður í Vest- mannaeyjum gerist hluthafi. 1958 – Oddi hefur prentun á sam- hangandi tölvupappír. 1959 – Adolf Björnsson selur sinn hlut öðrum hluthöfum. 1965 – Oddi kaupir Grettisgötu 18. 1968 – Oddi flytur í eigið húsnæði að Bræðraborgarstíg 7. Offsetprentun hefst. Keypt tveggja lita prentvél sem gat prentað báð- um megin á stórar arkir. 1971 – Sveinabókbandið sameinað Prentsmiðjunni Odda hf. 1972 – Oddi kaupir Bræðraborg- arstíg 9. 1976 – Tölvusetningarvélar keyptar og koma í stað setjaravéla. 1979 – Framkvæmdir hefjast við byggingu prentsmiðju að Höfða- bakka 7. 1980 – Gísli Gíslason stjórn- arformaður andast. Guðrún Svein- bjarnardóttir ekkja hans kjörin í stjórn. 1981 – Öll starfsemi Odda hf. flutt að Höfðabakka 7. Tækjabúnaður endurnýjaður. M.a. keypt fyrsta fjögurra lita prentvél landsins. 1982 – Baldur Eyþórsson prent- smiðjustjóri andast. Þorgeir Bald- ursson sest í stjórn og verður prentsmiðjustjóri. 1983 – Hönnunardeild stofnuð. 1984 – Björgvin Benediktsson stjórnarformaður andast. Sonur hans, Benedikt tekur sæti í stjórn. Haraldur Gíslason sest í stjórn í stað móður sinnar. 1985 – Söludeild tekur til starfa. 1986 – Oddi tekur yfir rekstur Blaðaprents hf. 1989 – Oddi Printing Corp. sölu- skrifstofan stofnuð í New York. Keypt ný fimm lita prentvél. 1990 – Oddi eignast 70% hlutafjár í Miðaprentun K.P. sem verður Miðaprentun hf. Fyrirtækið flutti á Höfðabakka 3 árið 1991. 1992 – Keypt tölvukerfi frá Scitex. Oddi eignast bókabúðir Sigfúsar Eymundssonar og bókaútgáfuna Þjóðsögu. Oddi gerist hluthafi í Ís- lenska útvarpsfélaginu hf. 1993 – Oddi opnar „Stórmarkað með skrifstofuvörur“ og gefur út vörulista. 1994 – Oddi kaupir G. Ben-Eddu prentsmiðju, sem rekin var undir nafninu Grafík. 1995 – Prentsmiðjan Oddi Poland stofnuð í Póllandi. Vélar úr Blaða- prenti hf. fluttar þangað. Bókabúðir seldar. 1996 – Oddi kaupir Umbúða- miðstöðina hf. 2000 – Oddi kaupir prentsmiðjuna Steindórsprent-Gutenberg hf. Umbúðamiðstöðin sameinast Kassagerð Reykjavíkur hf. í Kassa- gerðinni hf. þar sem Oddi á 80% hlutafjár. 2002 – Grafík sameinuð Stein- dórsprenti-Gutenberg. 2003 – Oddi fagnar 60 ára afmæli. Heimildir: Heilshugar í hálfa öld. Afmælisrit 1943–1993. Reykjavík 1993. Prentsmiðjan Oddi hf. Viðtal við Þorgeir Baldursson 2003. Oddatölur Baldur Eyþórsson prentsmiðju- stjóri flutti ávarp þegar hús Odda á Höfðabakka 7 var tekið í notkun árið 1981. Ellert Ág. Magnússon setjari var einn stofnenda Prentsmiðjunnar Odda hf. og sá sem átti hugmynd- ina að nafni fyrirtækisins. Björgvin Benediktsson, prentari og einn af stofnendunum, við fyrstu prentvélina sem prentsmiðjan eignaðist. Myndin er tekin í Ásmundarsal á fyrsta starfsári prentsmiðjunnar. Oddi Poland-prentsmiðjan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.