Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÉR finnst erfitt að hafa óþægi- legar skoðanir, erfiðara er að taka þá ákvörðun að láta þær í ljós, ennþá erfiðara að ráða ekki sjálf hvar og hvenær mér þykir tímabært að viðra þær og með hvaða orðalagi ég kýs að vekja athygli á þeim, en langerfiðast er að fá alvarlegar HÓTANIR fyrir þessar skoðanir. Eins gott að búa ekki í ónafn- greindum löndum þessa dagana! Í þessu er ég lent, því nú ásaka bændur mig fyrir að hafa ekki sagt þeim fyrst, prívat og persónulega frá skoðunum mínum, áður en ég „hljóp með þær í blöðin“ og hóta mér öllu illu. Það stóð nú bara alls ekkert til að láta þetta álit mitt á landbún- aðarmálum í ljós, hvorki við bændur né opinberlega, en það bara kom að því að yfir mig gekk og ég gat ekki orða bundist. Sífelldur áróður í gangi þess efnis að bændur væru svo fá- tækir og þyrftu bráðnauðsynlega að- stoð og úrbætur og helst um leið að halda óbreyttu ástandi í landbúnaði; ofbeit, offramleiðslu, beingreiðslum og öðrum styrkjum. Bara alls ekki að fara á hausinn eða hætta rekstrinum. Allt í lagi að það hendi þéttbýlisfólk, mætti ætla. „Halda uppi byggð í sveitum lands- ins,“ eins og alþingismenn orða það á hátíðarstundum, og meina þá sauð- fjár- og kúabúskap. Örfá dæmi um hreinan áróður, fyrst nýleg og svo nokkur eldri: „Um leið verða menn að svara því hvort þeir vilji halda landinu í byggð og nýta þá gífurlegu auðlind sem villi- gróðurinn á okkar víðlendu afréttum er. Sauðfjárræktin er eina leiðin til þess að nýta hann. Byggðalega séð er ekkert sem kemur í staðinn fyrir sauðfjárræktina.“ (Nýkjörinn for- maður Samtaka sauðfjárbænda, Jó- hannes Sigfússon, DV 13.9. 2003.) Hvílík tímaskekkja! Ekki hægt að nýta gróður á annan hátt! Fylgjast menn bara ekkert með? Næsta dæmi: „Áhugi almennings á sauðfjárbúskap og öllu því tengdu er inngreyptur í þjóðarsálina …“ (Özur Lárusson, Mbl. 20.9. 2003.) Ja, alltaf eru menn að grínast. Ekki verð ég vör við þennan inngreypta áhuga í samtölum við fólk. En vissulega eru menn tregir til að tjá skoðanir sínar um landbúnað á opinberum vett- vangi, því flest erum við annaðhvort úr sveit, höfum dvalið þar sem börn eða eigum ættir þangað að rekja og veigrum okkur því við að styggja bændur með óþægilegum skoðunum okkar, enda hefur það komið á daginn að það er eins gott. Í vor hét það að „landbúnaður á Ís- landi hefði verið stundaður í meiri sátt við náttúru landsins en reynst hefði mögulegt í öðrum nágranna- löndum okkar“. ( Þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, Jón Bjarna- son, í Skessuhorni 24.4. 2003.) Og gróðurhulan 25% af yfirborði lands- ins! Hvílík sátt! Nei, sáttin er fyrst og fremst á milli stjórnmálamanna og forystu bændasamtakanna. Og enn eldra dæmi, er landbún- aðarráðherrann, Guðni Ágústsson, mætti í mötuneyti eins skóla landsins og hélt því fram að börnin hættu að stækka ef þau borðuðu ekki lamba- kjöt! (Ef ég man rétt, í DV eða Mbl. á vordögum 2003?) Mikið að hann hræddi þau ekki með Grýlu gömlu. Sitthvað skemmtilegt hefur verið haft eftir Ara Teitssyni svo sem eins og að „ hvíta bankakjötið sé að sliga rauða ríkiskjötið“. (Orðalag höf- undar.) Einhvern tímann heyrði ég hann segja í útvarpinu að „jarðir mættu alls ekki fara í eyði því þá færi alls konar illgresi að vaxa eins og t.d. birki, hann hefði séð svoleiðis í út- löndum“. Fræðingur á Hvanneyri tjáði sig líka í útvarpi og sagði að; „við yrðum að passa að hafa nægilega beit, því annars færi víðir að vaxa“. Þetta eru jú bara örfá dæmi af tug- um sem tína hefði mátt til. Það er al- veg með ólíkindum hverju menn kasta fram til að reyna að viðhalda einhverri glansmynd af landbúnaði og sveitarómantík í dag. En þegar upp úr sauð hjá mér, var það bara ekkert inni í myndinni að fara fyrst að nokkrum eldhúsborðum í sveitum landsins og beinlínis fá leyfi til að tjá mig, áður en ég „hljóp með þetta í blöðin“. Og menn spyrja mig „hvers konar hvatir liggi eiginlega að baki svona skrifum“? Reiði segi ég, alveg óskap- lega mikil reiði, „þó ég sé kennari“, eins og gjarnan er hnýtt aftan við ef mikið liggur við. (Er reyndar aðstoð- arkona í húsamálun nú um stundir.) Ég hef svo miklar áhyggjur af þessari tættu gróðurhulu og hinum villta gróðri landsins og mér finnst einfaldlega að húsdýrin hafi fengið sinn skammt af honum. Þau eru líka of mörg og við bara getum ekki torg- að öllu þessu kjöti sem til fellur við slátrun. Persónulega finnst mér skynsamlegra að fólk snúi sér meira að „hvíta kjötinu“, þar sem það er umhverfisvænt, þar sem hvorki kjúk- lingar né svín éta hinn villta gróður landsins. Svo finnst mörgum kjötið af þeim betra en kindakjöt, sem bændur halda fram að sé æðra öðru kjöti! „En kjúklingur getur nú aldrei orðið að kindakjöti.“ „Kindakjötið er jú í allt öðrum gæðaflokki“ o.s.frv. (Ýmsir) En hvað kemur svo í ljós er grannt er skoðað? Jú, búskapurinn er í flest- um tilfellum bara aukabúgrein. „Það er afskaplega algengt og er nánast orðin regla frekar en undantekning“, sagði nýkjörinn formaður Samtaka sauðfjárbænda, Jóhannes Sigfússon, í DV 13.9. er hann var spurður hvort allir sauðfjárbændur ynnu utan bús- ins. Þetta staðfesta líka flestir bænd- ur er rætt hefur verið við. (T.d. Mbl. 31.8.) Helst að fólk á jaðarsvæðum stundi eingöngu búskapinn. En þeir náðu reyndar einhverjum milljónum í formi opinberra styrkja út á það í vor sem leið, hinum, sem ekkert fengu þá, til leiðinda og ama! En að vinna með búi er ekkert nýtt undir sólinni. Svo lengi sem ég man fóru menn á vertíð, í frystihús, vega- vinnu, sláturhús, unnu við verslun, kenndu, störfuðu í mötuneytum, voru landpóstar, seldu ullarvörur, óku hvers konar bílum og tækjum, tóku börn í fóstur til lengri eða skemmri tíma o.s.frv. Oftast þó um stund- arsakir, nú er algengara að menn séu í föstum störfum og sinni fénu í hjá- verkum. Langur vinnudagur, vissu- lega, en það gerist nú líka yfirleitt hjá Íslendingum, svona til að endar nái saman. Það eru ekki allir í kauphöll- unum. Svo allir sjá að það kaup sem bændur greiða sér í dag, úr búum sín- um, virðist í flestum tilfellum vera hreinn og klár BÓNUS á hitt kaupið. Svo það er í rauninni bónusinn sem er að lækka, ekki kaupið, því það kemur úr öðrum stað, eins og þeir sjálfir segja. Og kjósi bændur að búa er það al- farið þeirra mál. Mergurinn málsins er að ég er á móti beingreiðslum og hvers konar styrkjum til þeirra, nema þeim, þar sem landgræðsla og ræktun koma við sögu, því það hjálp- ar landinu við að fá sín grænu klæði á ný. Munið! Aðeins 25% landsins eru þakin gróðri og því mikið verk fram- undan. Vel á minnst! Ég væri mjög hlynnt því að borga bændum vel fyrir að láta gamlar heybirgðir á holt, mela, móa, urðir og eyðisanda. Eða með öðrum orðum, þeir fengju kaup í stað styrks og ynnu fyrir ríkiskaup- inu í þágu landsins. Svo finnst mér, persónulega, gott mál að ríkir karlar á höfuðborg- arsvæðinu séu að breyta núverandi ástandi í landbúnaði til betri vegar er þeir kaupa jarðir, flytja heimilisfang sitt þangað, gera húsakostinn upp eða byggja nýjan og rækta skóg. Hin- ir nýju landnemar eru örugglega nógu ríkir til að hafa bændur í vinnu og borga þeim gott kaup fyrir ræktun og umhirðu alls konar. Þá þyrfti ríkið ekki að taka upp þessa nýju styrki sem eru í burðarliðnum, nefnilega að breyta beingreiðslum í vörslustyrki, hinir ríku sæu um sína. Svo má ég ekki gleyma öllu venju- legu sumarbústaðafólki sem vissu- lega flokkast líka undir nýja land- nema í sveitum landsins. Því fylgir líka mikil snyrtimennska og ræktun hvers konar. Álit mitt á rollunni hefur ekkert breyst Þegar ég fer út á þjóðvegina, þá er hún þar. Fyrst er það kantakindin: Í afgirta kantinum í ókeypis fæði hjá Vegagerðinni; á leiðinni yfir veginn í von um að enda á „öðru hvoru grill- inu“; sofandi í kantinum með hausinn uppi á vegi, hún er alveg róleg því hún veit að við henni verður ekki stuggað; á miðjum veginum í leit að einhverju góðgæti (Driving in Ice- land – the grass is always greener in the middle of the road, Brian Pilk- ington.), hreyfir sig ekki fyrr en ég hef stoppað bílinn, þá lallar hún luntalega út í kant og beint upp á aft- ur þegar ég hef komið mér í burtu af hennar yfirráðasvæði. Svo allar hin- ar: Í moldarbarðinu, krafsandi nýtt ból til að kúra í; í skógræktinni, södd eftir veislu í nýgróðursettum víð- inum, tilbúin að leggjast á meltuna; í kjarrinu, étandi nýgræðinginn; á frið- aða svæðinu, síðustu jurtinar sem fæddust í vor farnar í mallann á henni, náðu ekki að sá sér í tíma; í túni hins bóndans; á heiðum; á fjöll- um; á eyðisöndum; á síðustu grænu torfunni í fjallinu; í hrauninu; í urð- inni; í stórgrýtinu. „Éta þær líka steina“? spurði útlendingurinn. Hún er alls staðar. Hún er eins og hin heilaga kýr Indlands, því ekki má stugga við henni. Hún hefur jú haldið lífinu í íslensku þjóðinni um aldur. Verum henni ævinlega þakklát því hún var fæðið og klæðin. Þess vegna má hún éta allan okkar dýrmæta gróður, hvar sem hann er að finna. Alltaf. Hún á Ísland. En ég er nú viss um það, að hefð- um við verið svo heppin að kjósa okk- ur önnur dýr (t.d. seli) til viðurværis, væri öðruvísi umhorfs hér á landi. Munið, að við landnám þakti gróður um 75% af landinu en nú er gróð- urhulan aðeins um 25% af því. (Skóg- ræktarritið, 2001 og 2002, svo eitt- hvað sé nefnt.) Allt of miklu hefur verið til fórnað að stóla á rolluna. Að sjálfsögðu veit ég allt um hina þætti eyðileggingarinnar; skóg- arhögg, gos, veður og vinda og allt það. „En fortíðin er að baki og ekkert við henni að gera“ eins og maðurinn sagði. Nútíðin er hér og ég er að tala um rolluna í dag og hennar stóra þátt í ferlinu. Þar getum við gripið inn í, núna. Þess vegna vil ég fækka fé og koma svo restinni í beitarhólf. Mín vegna má kannski sleppa því að „fækka“ bændum, það er svo viðkvæmt mál. Meira að segja bóndi sem hafði það að atvinnu að „fækka“ bændum spurði mig þegar ég talaði um að fækka þyrfti bændum, hvað ætti að gera við þá; „kannski bara að skjóta þá?“ Ætli hann hafi notað þá aðferð sjálfur og mæli bara með henni? En nú er nóg komið af ofbeit og of- framleiðslu á „rauðu ríkiskjöti“. „Því enn er hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi, þrátt fyrir land- græðslu í tæpa öld“. (Ágrip úr sögu Landgræðslunnar, landbunadur.is.) Reyndar halda sumir því fram að ofbeit hafi verið stöðvuð. En ég kalla það ofbeit þegar engar plöntur aðrar en grös, lyng og mosi eiga möguleika á að sjá dagsins ljós. Það eru jú svo ótal margar aðrar tegundir til í flóru Íslands. Eitt enn sem komið hefur fram aft- ur og aftur. Bændum finnst allt vera í fínu lagi á landinu ef allt er í lagi hjá þeim, engar skemmdir á gróðurhul- unni þar og þeir duglegir að rækta. Vissulega er það gott og margir bændur hafa gert kraftaverk á því sviði og sums staðar er svo snyrtilegt að það er eins og maður sé kominn til útlanda. En … ég er að tala um þetta allt á landsvísu. Ég ferðast mikið um hér heima og nokkuð utanlands og því meira sem ég sé af umheiminum verð ég sorgmæddari yfir ástandi hinna gauðrifnu klæða landsins míns. Ég sé meira að segja móana í nýju ljósi, þar er stutt í algjöra auðn. Það vissi ég bara ekki hér í eina tíð. Hélt að svona hefði þetta alltaf verið og svona ætti þetta að vera. Og haldið þið virkilega að ekkert annað en mosi, lyng og grös geti vaxið á okkar fallega landi, ef …? Það er að verða mér um megn að aka um landið, því ef ekki eru gróð- urskemmdir, þá er það sjónmengun. Látum venjulegt drasl liggja á milli hluta, það er oftast umhverfisvænt á litinn. En þetta snjóhvíta glampandi plast er tímaskekkja. Því ekki ein- hverja aðra liti? Ljósgrænn er miklu betri þó að hann sé alls ekki góður. Hvað um að hylja þetta með trjá- gróðri, mön eða timburveggjum? Ís- land er að verða að einu allsherjar glampandi plasthaugalandi. Svo þýðir ekkert að segja einu sinni enn að ég eigi bara ekkert að vera að þvælast þetta um landið, ég hef jú jafnmikinn rétt til þess og aðr- ir. Þetta er líka mitt land, og ég hef sama rétt og bændur að búa í sveitum landsins til lengri eða skemmri tíma, án hótana, þó að ég stundi ekki hefð- bundinn búskap. Og börnin mín eiga líka að erfa þetta land eins og þeirra börn. Hvað viljum við láta þau erfa? Kannski land með 30% gróð- urþekju, 20% eða15%? Hvað fleira? Jú, ég er hætt að reyna að ræða við bændur í símann. Þessar hótanir, með eða án nafns ganga bara ekki í lýðræðisríki sem kennir sig við skoðana- og prentfrelsi. Héðan í frá óska ég eftir að þið viðrið ykkar skoðanir hér í blaðinu (þó svo „ég sé ekki svaraverð“) svo þið getið staðið við þau orð sem þið segið um mig og mína ófullkomnu persónu. Sé ég svaraverð í síma þá er ég það líka á prenti. Svo má nú líklegast „meila“ (melteigur@simnet.is) eða senda bréf. Ég vil bara hafa það svart á hvítu svo þið getið ekki sagt að ég hafi misskilið ykkur í símanum, þið ekki orðað það svona o.s.frv. Reyndar vona ég að persónur hvers og eins megi vera utan við þessi skoð- anaskipti, það er jú málefnið sem er mergurinn málsins. P.S. Til hvers í ósköpunum nýliðun í bændastétt að svo stöddu? Og enn er það landbúnaður, að gefnu tilefni Eftir Margréti Jónsdóttur Höfundur er kennari á Akranesi. melteigur@simnet.is Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-16.00 Ásvallagata 81 - vandað einbýli Virðulegt og vandað 320 fm einbýlishús með bílskúr á horni Ásvallagötu og Vestur- vallagötu. Húsið er steinsteyptur kjallari og tvær efri hæðirnar eru forskallað timbur. Í kjallara er möguleiki á aukaíbúð með sérinngangi. Húsið hefur í gegnum tíðina fengið gott viðhald. V. 39,5 m. 3643 OPIÐ Á LUNDI Í DAG FRÁ KL. 12.00-14.00Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.