Morgunblaðið - 13.10.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.10.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjudagur 14. október við EJS Grenásvegi 10 kl. 9.00-15.00 Miðvikudagur 15. október við Fjölbrautarskólann í Garðabæ kl. 9.00-15.00 www.blodbankinn.is KONUR og ungar stúlkur eru oftar en ekki helstu fórnarlömb stríðsátaka að mati Elisabeth Rehn, fyrrverandi varnarmála- og jafnréttisráð- herra Finnlands, sem heimsótti Ísland um helgina. Skýrist þetta af því að í æ ríkari mæli eru hermenn stríðandi fylkinga farnir að beina sjónum sínum sérstaklega að konum, skipulögð- um nauðgunum á konum er víða beitt vísvitandi sem vopni gegn samfélagi óvinarins. Rehn flutti erindi á ráðstefnunni um konur, stríð og öryggi sem haldin var í Reykjavík á laugardag á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslnds, í samstarfi við UNIFEM á Íslandi og Mannréttindaskrif- stofu Íslands. Á síðasta ári kom út skýrsla sem Rehn og Ellen Sirleaf Johnson skrifuðu fyrir UNIFEM um stöðu kvenna í stríðshrjáðum löndum og fjallaði Rehn um efni hennar. Rehn benti á það í erindi sínu að skipulagðar nauðganir á konum hefðu iðulega langvinn áhrif á fórnarlömbin, sem oft mega sæta útskúfun úr eigin samfélagi. Segja mætti því að nauðgun sem verknaður í stríði væri árás á fjölskyldu- stoðir samfélagsins sem um ræddi, félagsleg upplausn væri oft afleiðingin. Sagði Rehn að hún hefði heyrt móður lýsa því í einu Afríkuríkj- anna, sem hún heimsótti í tengslum við gerð skýrslunnar, að níu mánaða dóttur hennar hefði verið nauðgað af óvinahermönnum. „Og ég tók að velta því fyrir mér hvernig menn, sem hugs- anlega höfðu verið góðir fjölskyldufeður áður en stríðið hófst, geta breyst í svona skrímsli,“ sagði hún m.a. Þá væri algengt að stríðsaðilar rændu konum úr röðum óvinarins og gerðu að eins konar „stríðsherrabrúðum“. Þeim væri haldið föngn- um jafnvel í mörg ár og neyddar til að þjóna kvalaranum. Eftir stríð neyddust þær oft út í vændi. Eftir stríð magnaðist einnig heimilisof- beldi í stríðshrjáðum löndum; karlinn kæmi heim úr stríði og hefði engan lengur til að berja á. Skeytti því skapi sínu á konu sinni. Allir geta lagt sitt af mörkum Í samtali við Morgunblaðið sagði Rehn að ef hún væri ekki sannfærð um að hún gæti látið gott af sér leiða þá stæði hún ekki í því að vinna að málefnum friðar. „Allir geta lagt eitthvað af mörkum,“ sagði hún. „Framlag hvers og eins skiptir kannski ekki sköpum en í sameiningu getum við haft góð áhrif. Jafnvel bara með því að mæta á ráðstefnu sem þessa og reyna að greina fólki frá því illa sem viðgengst í þessum heimi okkar getur haft áhrif.“ Rehn leggur hins vegar áherslu á að hjálpa þurfi fólki að hjálpa sér sjálft, fremur en að fulltrúar alþjóðasamfélagsins segi því fyrir verkum. „Við höfum ekki alltaf fylgt þessu eft- ir,“ segir hún. „Í Bosníu-Herzegóvínu gerðum við mistök, svo dæmi sé tekið. Þegar fyrsti út- sendari framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, Carl Bildt, kom þangað til starfa eftir Dayton-friðarsamkomulagið 1995 hafði hann takmörkuð völd. Smátt og smátt hafa völd full- trúa framkvæmdastjórans í Bosníu hins vegar verið aukin þannig að í dag hefur Paddy Ash- down, sem nú gegnir embættinu, mikil völd. Hann getur beitt neitunarvaldi gegn öllu því sem frá kjörnu þingi heimamanna kemur. Þetta er alveg öfugt við það sem hefði átt að gera. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefði átt að hafa mjög mikil völd í upphafi en síðan hefði átt að draga úr þeim þannig að heimamenn tækju við stjórn mála.“ Ætti að vera „prjónandi sokka“ Rehn á þrettán barnabörn og segir að auðvit- að ætti hún að vera sest í helgan stein fyrir löngu, „prjónandi sokka fyrir barnabörnin“. Vinnan gæfi henni hins vegar mikið, sögur kvennanna sem hún hitti í starfi sínu gerðu það að verkum að hún héldi ótrauð áfram. „Konur sem neyðst hafa út í vændi dreymir um mennt- un, líf sem uppfyllir þrár þeirra, frið og ró, jafn- vel að finna sér maka. Oft líta þær hins vegar svo á að þær séu dæmdar til að hljóta ömurleg örlög, aðstæður séu þannig. Ég hugsaði með mér að ég yrði að leggja mitt af mörkum til að þær – en fyrst og fremst dætur þeirra, enda kannski ekki hægt að bjarga mæðrunum úr þessu – geti uppfyllt drauma sína.“ Elisabeth Rehn flutti erindi um fórnarlömb stríðsátaka á ráðstefnunni um konur, stríð og öryggi Skipulögðum nauðgunum oft beitt sem vopni Morgunblaðið/Sverrir RÁÐSTEFNAN um konur, stríð og öryggi sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands á laugardag var mjög vel sótt. Elisabeth Rehn (t.h.) var sérlegur gestur ráðstefnunnar en við hlið hennar á myndinni situr Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra. Páll Skúlason há- skólarektor, (t.v.) setti ráðstefnuna. Aðrir sem fluttu erindi á ráðstefnunni voru Ard- iana Gijna, læknir frá Kosovo, Gréta Gunn- arsdóttir, varafastafulltrúi í fastanefnd Ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, Magnús Bernharðsson sagnfræðingur, Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur og Þórdís Inga- dóttir lögfræðingur. Fjölmenn ráðstefna um konur og stríð BARNSHAFANDI konur og konur með barn á brjósti ættu að tak- marka neyslu ákveðinna tegunda sjávarfangs þar sem fóstrum og ný- burum getur stafað hætta af kvika- silfri. Þó er konum í þessari stöðu, eins og öðrum landsmönnum, ein- dregið ráðlagt að borða fisk sem oftast eða að minnsta kosti tvisvar í viku. Þetta kemur fram í grein- argerð embætta yfirdýralæknis, landlæknis, Lýðheilsustöðvar/ Manneldisráðs, Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins og Umhverfis- stofnunar. Bent er á að í reglugerð um að- skotaefni í matvælum eru sett fram tvö hámarksgildi fyrir kvikasilfur. Annars vegar lægra hámarksgildi fyrir sjávarfang sem oft er neytt og hins vegar hærra hámarksgildi fyrir sjávarfang sem er sjaldan neytt. Samkvæmt norskum rannsóknum er magn kvikasilfurs í hrefnukjöti langoftast undir lægra hámarks- gildinu en þar kemur einnig fram að önnur þrávirk lífræn efni séu undir þeim mörkum sem hafa verið sett. Engin ástæða þykir til að ætla að hrefna sem veidd er við Íslands- strendur sé frábrugðin henni. Ýsa og þorskur í lagi Aftur á móti getur verið rétt fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti að sneiða hjá stöku tegundum sjávarfangs eða tak- marka neyslu þeirra. Túnfisks í dós, hrefnukjöts og svartfuglseggja ætti aðeins að neyta tvisvar í viku eða sjaldnar. Það eina sem ofangreindar konur ættu aldrei að neyta er há- karl, fýll, fýlsegg, sverðfiskur og stórflyðra en það sama gildir fyrir börn sem eru yngri en sjö ára. Aft- ur á móti er það sjávarfang sem oft- ast er á borðum landsmanna, t.d. ýsa, rækja, þroskur, grálúða og lax, langt undir lægra hámarksgildinu fyrir kvikasilfur. Rétt að takmarka neyslu sumra fisktegunda RÍFLEGA helmingur starfsfólks á geðsviði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss hefur sótt námskeið í viðbrögðum og varnaraðgerðum gegn ofbeldi, og sjálfs- varnarleiðum. Nám- skeiðin hafa verið haldin á vegum geðsviðs síðan árið 2001 og eru enn í þróun og endurskoðun. Það var að frumkvæði Þórunnar Pálsdóttur, fyrrverandi hjúkr- unarforstjóra á Klepps- spítala, að þrír hjúkr- unarfræðingar á geðsviði fóru í formlegt nám á Englandi fyrir þremur árum til að afla sér kenn- araréttinda í að kenna og skipuleggja svona námskeið. Jón Snorrason, hjúkrunarfræð- ingur og verkefnisstjóri öryggis- mála á geðsviði, hefur umsjón með námskeiðunum. Þátttakendum eru kennd sam- skipti sem stuðla að því að róa sjúk- linga, með og/eða án orða. Nám- skeiðin byggjast á siðferðilegum atriðum sem snúa að sjúklingi og starfsfólki, tæknilegum atriðum ef þörf er á að halda sjúklingi og flytja hann á milli svæða. Þá eru kenndar varúðarráðstafanir til að fyr- irbyggja að sjúklingurinn og starfs- fólk hljóti skaða af þegar þörf er að halda sjúklingi. Ekki síst er lögð áhersla á umhyggju og stuðning við starfsfólk, sjúkling og aðra að lok- inni meðferð við að róa sjúkling. Ofbeldisbeiting óviðunandi „Það atferli sjúklings að beita starfsfólk ofbeldi, er óviðunandi í vinnuumhverfi okkar og það reyn- um við að segja honum til þess að hjálpa honum að nota aðrar aðferð- ir við að tjá sig,“ segir Jón. „Starfs- fólkið á einnig rétt á að kunna fag- lega viðurkenndar og öruggar aðferðir við óvæntum atvikum sem upp kunna að koma.“ Að sögn Jóns er mikil áhersla lögð á að starfsfólk reyni ekki að yfirbuga sjúkling á eigin spýtur, heldur fái aðstoð þriggja manna teymis, sem er ávallt reiðubúið að bregðast við beiðnum ef starfsfólk lendir í vanda með sjúkling. Þriggja manna teym- ið hefur það að markmiði að róa sjúkling án þess að nokkur meiðist. Að sögn Eydísar Sveinbjarn- ardóttur, sviðsstjóra geðsviðs LSH, er starfsfólkið mjög ánægt með opna og skýra stefnu geðsviðsins í þessum mál um. „Þeir sem hafa far- ið á námskeiðin eru öruggari með sig og líður betur í starfi,“ segir hún. „Við erum mjög stolt af því að hafa menntað hjúkrunarfræðinga til að halda þessi námskeið reglu- lega auk upprifjunarnámskeiða og þetta skiptir miklu máli í ábyrgri starfsmanna- og gæðastefnu á geðsviði.“ Lögð er áhersla á að sjúklingur sem grípur til ofbeldis tapi ekki virðingu sinni þótt hann sé yfirbugaður. Markmiðið er að hann líti á viðbrögð starfsfólk sem ákveðinn hluta af meðferðinni. Í þessu samhengi er enda mikilvægt að starfsfólkið viti nákvæmlega hvað það er að gera, segir Eydís. Sjúklingur er gjarnan fyrirfram upplýstur um þau viðbrögð sem e.t.v. þarf að grípa til ef talið er að til árekstra muni koma í sam- skiptum hans við starfsfólkið. Reynt að fyrir- byggja skaða Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þeir sem hafa farið á námskeiðin eru örugg- ari með sig og líður betur í starfi,“ segir Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri sem hér er ásamt Jóni Snorrasyni hjúkrunarfræðingi. Viðbrögð við ofbeldi á geðdeildum UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins og EFTA-ríkjanna munu í dag eða í fyrramálið undirrita samkomulag um aðlögun samnings- ins um Evrópskt efnahagssvæði að stækkun Evrópusambandsins, sem náðist síðastliðið vor. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir ánægjulegt og mikilvægt að búið sé að ganga frá samningun- um, en þeir fela í sér að tíu ný ríki bætast jafnframt við Evrópska efna- hagssvæðið. „Nú munum við leggja alla áherzlu á að þetta verði staðfest í þjóðþingum landanna samhliða stækkuninni. Á það lögðum við mikla áherzlu á fundi okkar með for- mennskuríkinu,“ segir Halldór sem ræddi í síðustu viku við Franco Fratt- ini, utanríkisráðherra Ítalíu, sem fer með forsæti í ráðherraráði ESB. Náist ekki að staðfesta stækkun EES áður en stækkun ESB gengur í gildi á næsta ári gæti komið upp vandi, m.a. vegna þess að fríverzlun- arsamningar EFTA-ríkjanna við nýju ríkin verða þá fallnir úr gildi. Samningar um stækkun EES und- irritaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.