Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólöf Karlsdóttirfæddist í Haf- steini á Stokkseyri 12. janúar 1927. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 5. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Karl Frímann Magnússon, f. 4.10. 1886, d. 30.1. 1944, og Kristín Tómas- dóttir, f. 4.6. 1888, d.12.2. 1967. Systk- ini Ólafar eru Karl Magnús, f. 1.9. 1911, d. 17.3. 1938, Sigríður Bjarney, f. 1.3. 1913, d. 16.9. 1998, Karítas, f. 12.3. 1914, d. 18.5. 2001, Svan- laug, f. 10.7. 1915, d. 14.6. 1920, Margrímur Svanur, f. 2.8. 1922, Tómas, f. 20.11. 1923. Jóhanna Pálína, f. 21.11. 1925, og Sesselja Margrét, f. 19.1. 1929. Ólöf giftist, 16. júní 1945, eft- irlifandi eiginmanni sínum Víg- 10.11. 1949, maki Júlíus Sævar Baldvinsson, f. 28.8. 1947, d. 27.5. 1997. Börn þeirra eru Kristín Jó- hanna, Anna Hulda, Karl og Júl- íus. 5) Sverrir, f. 1.11. 1951, maki Hallfríður Anna Matthíasdóttir, f. 1.2.1953. Börn þeirra eru Víg- lundur Laxdal og Ólöf Magnea. 6) Jóhann Sigurður, f. 23.1. 1954, maki Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir, f. 11.4. 1954. Börn þeirra eru Guðmundur Örn, Rakel Sólrós og Andri Þór. 7) Íris, f. 24.4.1958, maki Böðvar Bjarnason, f. 17.3. 1956. Börn þeirra eru Bjarni, Haukur, d. 2003, og Símon. 8) Lilja, f. 24.4. 1958, maki Njáll Karlsson, f. 7.6. 1957. Börn þeirra eru: Elín, Karl og Tómas. 9) Ragnheiður, f. 15.7. 1960, maki Kristján Valur Guðmundsson f. 15.10. 1955. Börn þeirra eru Ólaf- ur Ingi og Guðrún Jóna. Ólöf og Víglundur bjuggu á Stokkseyri til 1964 en þá fluttu þau til Keflavíkur. Aðalstarf Ólafar var húsmóðurstarfið, en auk þess starfaði hún við fisk- vinnslu og síðustu 16 ár starfs- ævinnar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför Ólafar fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. lundi Guðmundssyni, f. 16.2. 1922. Foreldr- ar hans voru Guð- björg Sveinsdóttir, f. 12.9. 1889, d. 1937 og Guðmundur Sæ- mundsson, f. 10.2. 1891, d. 1966. Ólöf og Víglundur eignuðust níu börn, þau eru: 1) Guðbjörg Kristín, f. 6.11. 1945, maki Guð- mundur Ingi Guð- jónsson, f. 24.9. 1942. Börn þeirra eru Hjör- dís, Guðjón og Víg- lundur. 2) Guðmund- ur Karl, f. 15.11. 1946, d. 7.10. 1993, maki Aðalheiður Sigtryggs- dóttir, f. 3.6. 1939, d. 3.6. 2001. Börn þeirra eru Melkorka, Ellý Halldóra, Halla, Olgeir, d 1998, og Jóhann. 3) Magnea Inga, f. 3.3. 1948, maki Gunnar Magnús Magnússon, f. 12.1. 1948. Börn þeirra eru Unnur Ólöf, Bylgja Dís og Sævar. 4) Hafrún Ólöf, f. Hinsta kveðja til minnar elsku- legu eiginkonu og vinar í 58 ár. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur, mig dreymir þig svo lengi hjartað slær, og þegar húmið hylur allt sem grætur mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak skal geymast. Þín ástar minning græðir, græðir lífs míns sár. Ein friðarstjarna á fagurhimni glitrar, eitt friðarblys í sölum uppheims skín. Það veitir sælu og ró, er tárið titrar, á tæru auga draums við náðarlín. Þín ljúfa minning lifir mér í hjarta, og ljóma slær á ævi minnar braut. Ég á þig enn, svo fagra, blíða og bjarta og bíð sem fyrr við töfra þinna skaut. (Ásmundur Jónsson.) Takk fyrir samfylgdina, elsku Olla mín. Þinn Víglundur. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin, og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. Þar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður, sem þú væntir. Það vex, sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því bezta, þó blási kalt. Þó örlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nornahöndum, sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þrjú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði, friður – mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk.) Það er erfitt að sætta sig við að hún mamma sé dáin. Hún var svo stór hluti af lífi mínu. Lífið verður öðruvísi án hennar. Þessi erindi eftir Kristján frá Djúpalæk hjálpa mér þessa dagana til að takast á við sársaukann og sorgina sem fylgir því að kveðja hana. Þetta eru einmitt þau orð sem hún hefði sagt við mig. Mamma var yndisleg manneskja, jákvæð, bjartsýn, tillitssöm og ein kærasta manneskja sem ég hef átt að. Hún var alltaf tilbúin til að hlusta, styðja, styrkja og hvetja okkur systkinin í öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Söknuður- inn er því mikill og sár. Minningarnar hafa streymt í gegnum hugann á síðustu dögum þær eru margar eins og t.d. öll árin sem ég og Baui bjuggum í Dan- mörku. Mamma og pabbi komu á hverju sumri og dvöldu hjá okkur í 3–4 vikur og strákarnir okkar vissu ekkert betra en að hafa ömmu og afa hjá okkur, þá voru bakaðar kleinur og pönnukökur á íslenska mátann. Þetta eru dýrmætar stundir sem við gleymum aldrei. Mamma og Pabbi höfðu mikla ánægju af að ferðast erlendis en ferðirnar urðu ekki fleiri eftir að mamma greindist með MND-sjúk- dóminn fyrir tæpu ári, tók hún þeim dómi með mikilli ró og æðru- leysi. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa, hugga og stappa í mann stálinu þrátt fyrir eigin veikindi. Þegar sorgin sótti okkur heim og við misstum hann Hauk okkar var yndislegt að eiga mömmu að. Hvernig mamma barðist við þenn- an skelfilega sjúkdóm á sama tíma og hún undirbjó að hluta til eigin útför var aðdáunarvert. Kvartaði aldrei, þakkaði fyrir hvern dag og alltaf tilbúin að gantast og hlæja og sjá björtu hliðarnar. Elsku pabbi, það er frábært hvernig þú hefur annast mömmu og umvafið hana kærleik og hlýju í veikindum hennar, reyndar kemur það ekki á óvart því þið hafið alltaf verið svo náin og samstiga. Guð hjálpi þér að takast á við söknuðinn og sorgina. Takk fyrir allt, elsku mamma, minning þín lifir. Þín dóttir, Íris. Hún bar þig í heiminn og hélt þér að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku mamma mín. Mikið er þetta sárt að þú skulir vera farin burt úr þessu lífi, en ég veit að nú líður þér betur eftir að vera búin að glíma við þennan hræðilega MND-sjúkdóm í eitt ár. Þetta var mikið högg þegar þú kvaddir þennan heim og maður er aldrei tilbúinn að missa ástvin. En ég get alltaf yljað mér við það að við áttum svo margar góðar stund- ir saman og betri vinkonu en þig er ekki hægt að eiga. Þú varst bæði yndisleg og ástrík móðir og frábær vinkona. Ég gat sagt þér allt og alltaf fengið góð ráð hjá þér. Þakka þér fyrir allar þær ferðir sem við fórum til Reykjavíkur í innkaupa- leiðangur og allt sem við gerðum saman eins og að baka, gera slátur, já, og bara fara út í búð saman. Ég vil þakka þér fyrir allan þann tíma sem ég, Óli og Guðrún fengum að vera hjá ykkur pabba þegar Valur var úti á sjó og hvað heimili ykkar hefur alltaf verið opið fyrir okkur öll. Þú ert algjör hetja í okkar aug- um, búin að ala upp níu börn í svo miklum kærleika og ástúð, eins og sést best á því hvað við erum öll samrýnd. Síðasta ár er búið að vera erfitt fyrir okkur öll en við höfum líka átt góðar stundir sam- an. Elsku mamma, við pössum pabba fyrir þig eins og þú baðst okkur um, umvefjum hann kær- leika og hlýju af bestu getu. Þið voruð alltaf svo frábær saman, eins og eitt, það sást best í veikindunum hvað pabbi hugsaði alltaf vel um þig. Elsku pabbi, missir þinn er mik- ill og erfiðir tímar fram undan, ég bið góðan Guð að veita þér styrk og blessun í þinni miklu sorg. Kæru systkini, megi Guð styrkja og blessa ykkur. Ég sakna þín, elsku mamma. Minning þín er ljós í lífi okkar, Guð geymi þig, þín dóttir, Ragnheiður. Elsku mamma mín, ég veit að þú kærðir þig ekki um að ég færi að skrifa einhverja lofræðu um þig. En samt get ég ekki annað, því ef þú átt það ekki skilið þá veit ég ekki hver ætti það. Minningarnar streyma um huga minn frá því að ég var lítil í Ásbyrgi á Stokkseyri og við systkinin lékum okkur í dýrabúinu sem við bjuggum til úr leggjum, kjálkum, skeljum og steinum. Á bryggjunni að fylgjast með þegar verið var landa og í fjör- unni að veiða hornsíli, í drullupoll- unum og öllu byggingarefninu sem myndaðist þegar veghefillin var búin að fara framhjá, við að smíða kofa og safna í brennu fyrir gaml- árskvöld og alltaf var ég jafn hissa þegar fólk gaf okkur notaðan jóla- pappír í brennuna, því ég var alin upp við að brjóta hann saman og geyma til næstu jóla. Við vorum ekki alltaf hrein þegar við komum heim á kvöldin en þá vorum við bara sett í bað í stóra þvottabal- anum á þvottahúsgólfinu og þá var nú oft glatt á hjalla. Það hefur ekki verið nein smá vinna að þvo fötin af níu barna hóp, sauma og prjóna á okkur öll, bæta allar buxurnar og stoppa í alla sokkana, enda sofnaði ég oft útfrá hljóðinu í saumavélinni. En samt höfðuð þú og pabbi alltaf tíma til að umvefja okkur með kærleika og væntumþykju, syngja og lesa fyrir okkur, leika við okkur og leyfa okk- ur að taka þátt í heimilishaldinu sem er sá dýrmætasti skóli sem ég hef gengið í. Ég man svo vel eftir rósótta náttsloppnum sem þið gáf- uð mér í fermingagjöf, engin gjöf hefur glatt mig meira, mér fannst ég vera eins og prinsessa þegar ég var komin í hann. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund, tilfinningar mínar eru svo blendnar að ég skil þær varla sjálf, ég get ekki annað en sam- glaðst þér að vera laus frá þessum skelfilega sjúkdómi og vera komin í faðm Jesú, því það er ég svo sann- færð um að hann tók á móti þér með útbreiddan faðminn og leiðir þig til endurfunda við ástvinina sem eru farnir á undan okkur. En samt er svo ólýsanlega sárt að hafa þig ekki hérna. Ég sakna þín. Þakka þér fyrir allt og þá ekki síst fyrir síðastliðið ár sem er búið að vera ómetanlegur tími fyrir mig. Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í lífinu með fólki eins og þér og pabba sem tekst á við fjör- brot lífsins án þess að bugast. Hvert áfallið ofan í annað og nú síðast í mars þegar elskulegi ömmu- og afastrákurinn ykkar hann Haukur dó, allt þetta hafið þið gengið í gegnum með ólýsan- legum styrk. Í mínum augum eruð þið algerar hetjur. Guð varðveiti þig, elsku mamma, og megi æðruleysi þitt og kjarkur gefa pabba og okkur öllum styrk til að halda áfram og finna gleðina yf- ir lífinu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku pabbi minn, missir þinn er mikill, þú varst alltaf mikilvægasti hlekkurinn í keðjunni sem við mynduðum í kringum veikindi mömmu, þú vékst aldrei frá henni ekki einu sinni þegar hún lagði sig á daginn þá sast þú í stólnum við rúmið hennar svo að þú heyrðir örugglega þegar hún þurfti að fá hjálp. Enda treysti mamma alltaf á þig og það síðasta sem ég heyrði hana segja var „Lúlli minn“. Þín dóttir Hafrún. Elsku amma. Þó að það sé sárt að missa þig þá vitum við að þú hefur það gott núna. Þú getur gert allt sem þig langar til, farið út að ganga, bakað, eldað, borðað góðan mat o.s.frv. Hafðu það sem allra best. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku afi og allir aðrir sem eiga um sárt að binda. Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk. Mundu afi að þú verður aldrei einn, við verðum alltaf með þér. Elín, Karl og Tómas. Það er erfitt að kveðja hana ömmu. Það er svo stutt síðan að ég var hjá henni. Ég á margar góðar minningar um ömmu og það eru þær sem ég leita í þegar sorgin og söknuðurinn hellist yfir mig. Við amma eyddum mörgum stundum saman, ég man t.d. þegar amma fékk hjónalaxinn í Brenn- unni og þegar amma var að prjóna vesti á mig í jólagjöf og sagði að það væri brú yfir til Njarðvíkur og því trúði ég alveg. Við áttum góðar en erfiðar stundir saman þegar hann Haukur okkar dó, þá vorum við hvor ann- arri til halds og trausts því við gát- um ekki farið norður til þess að kveðja hann. Þessi tími tengdi okk- ur ömmu enn meira og ég tala nú ekki um þegar ég fetaði í fótspor hennar og eignaðist tvíbura rétt eins og hún gerði fyrir 45 árum. Ég var svo stolt þegar amma sá stelp- unar mínar í fyrsta skipti, við skildum hvor aðra svo vel. Amma var kjarnakona og það eru margir sem munu sakna henn- ar. Elsku afi, Guðbjörg, Inga, Haf- rún, Siggi, pabbi, Íris, Lilja og Ragnheiður, haldið áfram að vera hvert öðru stoð og stytta eins og þið hafið alltaf verið. Hugur okkar er hjá ykkur, megi Guð vera með ykkur. Ólöf Magnea. Amma á Grenó, hvar er hún nú? Skrýtið. Svona spyr fjögurra ára drengur sem var vanur að skreppa í heimsókn til ömmu og afa á Grenó eftir leikskóla og fá svo góðar mót- tökur, spjalla um allt og syngja með afa fyrir ömmu. Elsku amma mín, þá er þrauta- göngu þinni lokið og ég veit að það er flottur hópur sem hefur tekið á móti þér með stóran rósavönd. Ég gæti sagt svo margt, við áttum svo margar yndislegar stundir en það ætla ég að geyma í hjarta mínu. Ég er svo þakklát elsku amma mín fyrir að hafa komið til þín að- eins fjórum stundum áður en þú kvaddir því ég gat sagt þér allt sem mig langaði að segja þér. Elsku langömmustrákarnir, Skarphéðinn, sem gerði þig gamla eins og þú sagðir alltaf, Júlíus Rún- ar og Víglundur, ætla að vera dug- legir að koma í heimsókn á Grenó ÓLÖF KARLSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg- unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein- um. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu- degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.